Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Nóvember

30.11.2013 22:11

Hrossakjötsveisla Strákaklúbbs Eyrarbakka

Hross í oss. F.v.: Siggeir Ingólfsson og Finnur Kristjánsson.

.

Hross í oss. F.v.: Rúnar Eiríksson Elías Ívarsson.

 

Hrossakjötsveisla Strákaklúbbs Eyrarbakka

 

Að frunkvæði þeirra Siggeirs Ingólfssonar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka og Finns Kristjánssonar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka var boðað til Hrossakjötsveislu hjá Strákaklúbbi Eyrarbakka föstudagskvöldið 29. nóvember 2013 að Stað.

 

Strákarnir fjölmörgu sem sátu veisluna hesthúsuðu hinu frábæra hrossakjöti og meðlæti af dugnaði.

 

Mottó hátíðarinnar var Hross í oss og gekk það svo sannarlega eftir.Myndaalbúm komið hér íi á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/255310/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

 

30.11.2013 07:08

Jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka á sunnudaginn 1. desember 2013

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

Jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka á sunnudaginn 1. desember 2013

 

Jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka verður haldinn á morgun, sunnudaginn 1. desember 2013 að Stað á Eyrarbakka og hefst hann kl. 14:00.

Tombóla verður á basarnum og einnig verður hægt að kaupa kaffi og vöfflur með rjóma. 

 

Allur ágóði af jólabasarnum rennur til góðgerðamála.

Það er basarnefnd Kvenfélagsins sem sér um undirbúning jólabasarsins.

 

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Skráð af menningar-Staður

30.11.2013 06:38

Merkir Íslendimgar - Jón Ásbjörnsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Jón Ásbjörnsson.

 

Merkir Íslendingar - Jón Ásbjörnsson

 

Jón Ásbjörnsson, fiskútflytjandi og bridgespilari, fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1938. Foreldrar hans voru Ásbjörn Jónsson, verslunarmaður og þekktur bridgespilari, og k.h., Kristrún Jónsdóttir húsfreyja.

Ásbjörn var sonur Jóns, b. á Deildará í Múlahreppi Jónssonar, og Ástríðar Ásbjörnsdóttur.

Kristrún var dóttir Jóns, b. á Þóroddsstöðum í Ölfusi Jónssonar, bróður Ingibjargar, ömmu Karls Guðjónssonar alþm.

Systir Jóns er Fríða Ásbjörnsdóttir, gift Steingrími Baldurssyn en meðal sona þeirra er Héðinn Steingrímsson, fyrrv. heimsmeistari í skák, 12 ára og yngri.

Jón kvæntist Höllu Daníelsdóttur og eru börn þeirra Ásbjörn og Ásdís. Þriðja barn Jóns er Birgir Jóhannes en móðir hans er Herdís Birgisdóttir. Þá var Jón kvæntur um skeið, Hugrúnu Auði Jónsdóttur.

Jón útskrifaðist með verslunarskólapróf frá VÍ 1957 og lauk kennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1960. Hann var sundkennari í Hafnarfirði 1960-61 og íþróttakennari við gagnfræðaskóla í Reykjavík 1961-77, lengst af við Gagnfræðaskóla verknáms og síðar Ármúlaskóla. Á vorin réri hann á grásleppu og á sumrin var hann á handfærum.

Jón hóf verslunarrekstur 1977. Hann stofnaði, ásamt fjölskyldu sinni, Fiskkaup hf. 1983, hóf vinnslu á ferskum fiski og síðar saltfiski og fékk fyrstur leyfi til útflutnigs á saltfiski 1990, en einokun hafði verið á þeim útflutningi fram að því.

Jón var í hópi snjöllustu bridgespilara hér á landi en hann var um árabil landsliðsmaður í bridge og margfaldur Íslandsmeistari.

Hann var um skeið forseti Bridgesambands Íslands og ritstjóri Bridge-blaðsins í mörg ár.

Jón var einn af stofnendum SFÚ, Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, 1994, og fyrsti formaður þeirra, sat í stjórn Faxamarkaðarins og í stjórn Útflutingshóps FÍS og var formaður þar 1995-99.

Jón lést 2. október  2012.

Morgunblaðið laugardagurinn 30. nóvember 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

 

30.11.2013 06:06

Jólatorgið opið laugardaginn 30. nóvember - markaður og lifandi tónlist á sviðinu

Frá jólatorginu í miðbænum á Selfossi.

 

Jólatorgið opið laugardaginn 30. nóvember –

markaður og lifandi tónlist á sviðinu

 

Í dag, laugardaginn 30. nóvember verður markaðurinn á Jólatorginu  á Selfossi  opinn frá 14:00 til 18:00Kakó með rjóma á 100 kr.  

Fjölbreytt handverk í kofunum. m.a. Steinakarlar, teikningar, skartgripir, ullarvörur o.fl. 

Lifandi tónlist verður á sviðinu frá c.a. 14:00 og fram eftir degi.

Fram kemur ungt tónlistarfólk úr félagsmiðstöðinni Zelsíuz og er það á meðal Gabríel Werner og Dagur Snær sem voru í 2.sæti í Rímnaflæði 2013 og Guðrún Petrea. Fríða Hansen og Tómas Smári spila og syngja sem og Anton Guðjónsson úr hljómsveitinni Glundroða. Gunnhildur Þórðardóttir og Guðmundur Eiríksson loka svo deginum á sviðinu.

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

29.11.2013 23:08

50 milljónir til 39 verkefna á Suðurlandi

Siggeir Ingólfsson er hér að tilkynna í kvöld á Hrossakjötssamkomu Eyrarbakkastráka

í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka að framtíðarstarfsemin þar hafi fengið kr. 500.000-  í styrk frá SASS

 

50 milljónir til 39 verkefna á Suðurlandi

 

Styrkir til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi – síðari úthlutun 2013

Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. 140 umsóknir bárust að þessu sinni og hafa þær aldrei verið fleiri. Samþykkt var að veita 39 verkefnum styrk. Er þetta síðari úthlutun af tveimur til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á þessu ári. Styrkveitingar á vegum SASS eru fjármagnaðar með fjármagni úr Sóknaráætlun Suðurlands, Vaxtarsamningi Suðurlands og af SASS.

 

Hér má sjá lista yfir verkefni sem fengu styrki.

Heiti verkefna  -  Styrkþegi  -  Upphæð
Stofnun ferðamálaklasa í Rangárþingi Ytra og Ásahreppi f.h. óstofnaðs klasa, Reynir Friðriksson 2.000.000
Stofnun klasa um bókabæinn austan fjalls Undirbúningsfélag um bókabæinn á Suðurlandi 1.000.000
Vatnajökull Photo - Markaðssetning ljósmyndaferðaþjónustu Rannsóknarsetrið á Hornafirði 1.000.000
Markaðsátak Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja Ferðamálasamtök Vestmannaeyja 2.750.000
Snjallleiðsagnir í Skaftárhreppi Friður og frumkraftar 2.050.000
Sóknarfæri við Sjóndeildarhringinn Kötlusetur ses 1.500.000
Fuglar á Suðurlandi f.h. Klasa um fuglatengda ferðaþjónustu, Guðríður E. Geirsdóttir 1.500.000
Ferðamálin í Hveragerði 2 Ferðamálasamtök Hveragerðis 1.000.000
Gagnvirk miðlun Sigva Media 1.000.000
Þórsmörk Winter Adventure Stjörnunótt ehf 500.000
Vetrarnýting á hálendi Íslands - Snow Kite South Iceland Adventure 1.000.000
Matarupplifun í Uppsveitum Hótel Geysir, Friðheimar, Efsti-Dalur II og Bragginn Birtingaholti 1.000.000
Markaðssetning- haust og vetrardýrð á fjöllum Veiðifélag Skaftártungumanna/Hálendismiðstöðin Hólaskjóli 500.000
Þróun heilsárs ferðamennsku á Stað -  Friðsæld ehf  - 500.000
Orgelsmiðjan rær á ný mið - hagleikssmiðja Björgvin Tómasson orgelsmiður sf 1.000.000
Skoðunarferð um fiskvinnslu Auðbjörg ehf 600.000
Markaðssetning fjárhundasýningar í Gröf Jón Geir Ólafsson 225.000
Fjöruveiði – MudShark.is Magnús H. Jóhannsson 400.000
Eldfellspenninn Viktor Þór Reynisson 250.000
Eldfjöllin heilla Guðrún Ósk Jóhannsdóttir 125.000
Hönnun og markaðsmál - sótt á ný mið Gróðrarstöðin Ártangi ehf 500.000
247golf.net - Markaðssókn á nýja markaði 24seven ehf 1.500.000
Markaðssókn í Noregi Fagus ehf. 2.150.000
Icelandic Horse Expo - undirb. sölusýningar íslenska hestsins Háskólafélag Suðurlands 2.000.000
Markaðssókn á höfuðborgarsv.- Hornafjarðar heitreyktur makríll Sólsker ehf. 600.000
Vöruþróun afurða úr héraði Fjallkonan sælkerahús 500.000
Humarklær - Nýsköpun í sjávarútvegi Haukur Ingi Einarsson 500.000
Shell-Off Lobster Meat / Humar úr skelinni Páll Marvin Jósson 650.000
Heimavinnsla á fetaosti Gottsveinn Eggertsson 400.000
Heimaframleiðsla og sala sauðfjárafurða í Skaftárhreppi Erlendur Björnsson 4.000.000
Heilsuréttir fjölskyldunnar - vöruþróun tilbúinna rétta S.B. Heilsa ehf. 1.000.000
M-Hirzla / vöruhönnunn Emilía Borgþórsdóttir 700.000
Studio 7Eyjar - Black Sand og Diza Ásdís Loftsdóttir 400.000
Lifandi Bú Búland Guðný Halla Gunnlaugsdóttir 200.000
Njálurefill - hönnun, þróun og markaðssetning nýrra afurða Fjallasaum ehf. 1.000.000
Ironman - fýsileikakönnun á þríþrautakeppni á Íslandi Sigmundur Stefánsson f.h. óstofnaðs áhugamannah. um verkefnið 1.000.000
Uppbygging rannsóknartengds framhaldsnáms á Selfossi Rannsóknarmiðstöðin og Háskólafélag Suðurlands 8.000.000
í jarðskjálftaverkfræði
Nýting sóknarfæra í hágæðamálmsmíði með CNC stýrðum iðnv. Eyjablikk ehf 3.000.000
Markaðssókn og tímabundin ráðning starfsmanns ÖB Brugghús ehf 2.000.000

.

Frá Hrossakjötssamkomu Eyrarbakkastráka á Stað í kvöld þar sem styrknum í starfsemina á Stað var fagnað.

Meira og myndir frá samkomunni síðar.

.

Skráð af Menningar-Staður

29.11.2013 06:40

Farandsýningin 3. áfangi - Húsasmiðjan á Selfossi

Sverrir Einarsson í Húsasmiðjunni tekur við Farandsýningunni úr hendi Siggeirs Ingólfssonar.

 

Farandsýningin  3. áfangi – Húsasmiðjan á Selfossi

 

Ljósmyndasýningin  -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013-  sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. nóv.  og breytt  var á dögunum  í  farandsýningu  var í gærmorgun færð upp í Húsasmiðjuna á Selfossi. Áður hefur sýningin verið á  Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka og  í Veturbúðina á Eyrarbakka.

 

Það voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason sem komu með sýninguna í Húsasmiðjuna og var vel fagnað af starfsmönnum. Sýningin verður þar í rúma viku og mun næstu vikurnar færast frá einum stað til annars. Sýningunni  verður fylgt eftir hér á Menningar-Stað.

 

Á ljósmyndasýningunni eru 270 ljósmyndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri  tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum. Sýningin er í 9 myndamöppum og mjög meðfærileg fyrir fólk til skoðunar.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/255256/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

29.11.2013 06:22

Merkir Íslendingar - Gunnar Friðriksson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Gunnar Friðriksson.

 

Merkir Íslendingar - Gunnar Friðriksson

 

Gunnar Friðriksson, forstjóri Vélasölunnar og forseti SVFÍ, fæddist á Látrum í Aðalvík fyrir einni öld - 29. nóvember 1013.

Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Magnússon, útvegsb. á Látrum, og Rannveig Ásgeirsdóttir húsfreyja.

Gunnar kvæntist 1940, Unni Halldórsdóttur frá Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá, sem lést 1999. Þau eignuðust þrjú börn en áður eignaðist Gunnar einn son.

Gunnar ólst upp í Aðalvík, sótti barnaskóla á Ísafirði einn vetur og útskrifaðist úr Gagnfræðaskóla Ísafjarðar 1932. Hann hóf útgerð og fiskvinnslu í Aðalvík er hann var 18 ára og stundaði þar útgerð og sjómennsku til 1935. Hann stundaði síðan sjómennsku, verslunar- og verksmiðjustörf í Djúpuvík og í Reykjavík.

 

Gunnar stofnaði, ásamt Sæmundi Stefánssyni, innflutningsfyrirtækið Vélasöluna hf. árið 1940. Það fyrirtæki starfrækti hann í rúm 60 ár.

Hann hóf innflutning á fiskiskipum á fyrri helmingi sjötta áratugarins, jók smám saman þau umsvif og stóð að innflutningi mikils fjölda skipa um árabil. Þá átti hann um skeið hlut í útgerðarfyrirtækjum.

Gunnar var 11 ára er hann kynntist af eigin raun hörmungum hinna tíðu sjóslysa hér við land. Í desember 1924 fórust bræður hans í sjóslysi og þá um haustið fórst á annan tug sjómanna úr Aðalvík, vinir, frændur hans og nágrannar.

 

Gunnar hóf að sinna slysavarnamálum um 1950, var kjörinn í aðalstjórn SVFÍ 1956, sat í stjórn SVFÍ í rúman aldarfjórðung og var forseti félagsins 1960-82. Hann vann að ýmsum öðrum félagsmálum allt frá unglingsárum, átti sæti í stjórn fjölda félaga, en 17 ára var hann fulltrúi á þingi ASÍ.

Gunnar var afskaplega yfirlætislaus og skemmtilegur í viðmóti. Hann hafði yndi af því að skrafa við alþýðufólk frá öllum heimshornum um hagi þess og viðhorf. Hann var alla tíð tengdur Aðalvík sterkum böndum og sendi frá sér prýðilega bók á efri árum, Mannlíf í Aðalvík. Gunnar lést 14. janúar 2005.

Morgunblaðið 29. nóvember 2013 - Merkir ÍslendingarSkráð af Menningar-Staður

28.11.2013 18:27

HVAÐ ER AÐ GERAST Í ATVINNUMÁLUM OG HVAÐ ER FRAMUNDAN ?

Image of Hotel Selfoss, Selfoss

 

HVAÐ ER AÐ GERAST Í ATVINNUMÁLUM OG

HVAÐ ER FRAMUNDAN ?

 

Bæjarráð Árborgar boðar til opins fundar um atvinnumál á Hótel Selfossi í kvöld, fimmtudaginn 28. nóvember. Húsið opnar kl 19:00, boðið verður upp á súpu í upphafi fundar. 

Fundarstjóri:  Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar 

 

DAGSKRÁ :
            19:30   Fundur settur

Erindi:
1.      Framkvæmdir á vegum Árborgar á næstunni – Eyþór Arnalds, formaður Bæjarráðs Árborgar
2.      Staða og horfur á vinnumarkaði í Árborg -  Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags
3.      Verktakastarfsemi í Árborg – staða og horfur – Gylfi Gíslason, frkvstj. JÁVERK 
4.      Ferðamál í Árborg – staða og horfur – Davíð Samúelsson, Markaðsstofa Suðurlands

20:45  Hugarflug fundarmanna  (Þórarinn Egill Sveinsson SASS)
21:45  Umræður um niðurstöður og samantekt 

 

Atvinnurekendur og íbúar eru hvattir til að mæta.  

Bæjarráð Árborgar

 

Skráð af Menningar-Staður

28.11.2013 15:26

Norðurbryggja í Kaupmannahöfn 10 ára

Vigdís Finnbogadóttir á Norðurbryggju í gær.  Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

.

Karin Elsbudóttir á Norðurbryggju í gær.  Ljósm.: Júlía B. Björnsdótir.

.

Norðurbryggja í Kaupmannahöfn 10 ára

 

Í gær var fagnað 10 ára afmæli Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Norðurbryggja er menningarhús Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga í Danmörku.

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands  hélt afmælisræðuna.

Karin Heinesen Elsubudóttir, stjórnandi Norðurbryggju, hélt ræðu. Karin heimsótti Eyrarbakka með starfsfólki Norðurbryggju á þjóðhátíðardegi Dana þann 5. júní 2013.

Fleiri héldu ræður og tónlistaratriði frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

Veitingar á afmælinu voru frá noma, NOrdisk MAd, sem hefur verið valinn besti veitingastaður í heimi þrjú síðastliðin ár. Noma opnaði fyrir 10 árum og hluti af Norðurbryggju.

 

Norðurbryggja og önnur pakkhús á bryggjunni hafa opið hús á laugardaginn 30. nóvember nk. í tilefni af 10 ára afmælinu.

Fjölbreytt dagskrá allan daginn.

Allir velkomnir og ókeypis inn.

Sjá dagskrá hér:http://www.nordatlantens.dk/da/arrangementer/nb-10-aars-foedselsdag/

 

Séð heim að Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

 

Heimsókn frá Kaupmannahöfn til Eyrarbakka á þjóðhátíðardegi Dana þann 5. júní 2013

Töluvert tilstand var í tilefni dagsins á Eyrarbakka enda ljóst öllum sem um Eyrarbakka hafa farið á liðnum árum að tengslin við Danmörku eru mikil sé bara sem dæmi litið til flöggunar danska fánans á sunnudögum og fleiri daga.  Flaggað var víða dönskum í dag svo sem við Húsið og Eyrarbakkakirkju.

 

Sérstakt ánægjuefni á þjóðhátíðardegi Dana þann 5. júní 2013 hér á Bakkanum, var heimsókn starfsfólks Menningar- og ráðstefnuseturs  Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.  Þar eru einnig Sendiskrifstofur Færeyinga og Grænlendinga og svo Sendiráð Íslands.

Þessa sérstöku heimsókn má að ýmsu rekja til þessara tveggja Eyrarbakkakvenna; Júlía B. Björnsdóttir og Inga Rún Björnsdóttir sem hafa starfað á Norðurbryggju fyrir nokkru.  Júlía í fullu starfi í eitt og hálft ár og Inga Rún í hlutastarfi.

 

Fararstjóri hópsins í  Íslandsferðinni var Ásta Stefánsdóttir en maður hennar er Bergur Bernburg sem rætur á að Eyri á Eyrarbakka.

Í upphafi heimsóknarinnar á Eyrarbakka kom hópurinn við á Ránagrund.  Síðan farið í Eyrarbakkakirkju þar sem Lýður Pálsson og Siggeir Ingólfsson fræddu gesti um sögu Eyrarbakkakirkju og þá sérstaklega altaristöfluna sem er eftir Lovísu drottningu Kristjáns konungs IX. Þá var borðaður hádegisverður í Rauða-Húsinu. Byggðasafnið og  Húsið skoðað að lokinni máltíð og loks farið í frekari skoðunarferð um Eyrarbakka.


Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað. Smella á : http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248210/

 

Nokkrar myndir fylgja hér:

 

 

 

 

Fararstjórinn og móttökustjórinn á Norðurbryggju í kaupmannahöfn, Ásta Stefánsdóttir, heilsar Siggeiri Ingólfssyni (efri mynd) og Lýð Pálssyni (neðri mynd) við Eyrarbakkakirkju. Að baki Ástu (á neðri mynd) er Karin Elsbudóttir frá Færeyjum sem er forstöðumaður á Norðurbryggju.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

28.11.2013 12:07

Forsetinn kom í heimsókn í Vesturbúðina Eyrarbakka

F.v.: Ari Björn Thorarensen, forseti Bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg og Finnur Kristjánssin, kaupmaður í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

.

F.v.: Björn H. Hilmarsson,  fangavörður og fjárbóndi, Ari Björn Thorarsensen og Finnur Kristjánsson.

 

Forsetinn kom í heimsókn í Vesturbúðina á Eyrarbakka

 

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg kom á fund Vitringanna í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun og færði þær fréttir að Bæjarráð Árborgar hefði samþykkti á fundi sínum í morgun breyttar forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

Í forsendunum er gert ráð fyrir að engar hækkanir verði á gjaldskrám leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu. Verða leikskólagjöld, gjöld fyrir skólavist og gjöld fyrir skólamat óbreytt frá yfirstandandi ári. Er þetta gert til að svara ákalli ASÍ og SA um samstöðu gegn verðbólgu.

Með þessu vill sveitarfélagið leggja lóð sitt á vogarskálar verðstöðugleika og jafnframt létta undir með barna- og fjölskyldufólki. Þá lækkar fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði þriðja árið í röð og fer álagningarstuðullinn úr 0,3% í 0,275%. Bætt fjárhagsstaða sveitarfélagsins gerir því kleift að lækka með þessu álögur á heimilin.

Áfram verður ókeypis fyrir börn og unglinga í sund, bókasöfn og almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins. Þá er beint tilmælum til framkvæmda- og veitustjórnar að farið verði yfir forsendur gjaldskrárhækkana Selfossveitna út frá sömu sjónarmiðum. Allt er þetta liður í að bæta búsetuskilyrði íbúa og stemma stigu við verðbólgu í landinu.

 

Göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Þá fóru Ari Björn og Vitringarnir yfir þá vitrænu og farsælu ákvörðun í haust þegar ákveðið var að tillögu Ara að göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka yrði lagður beinustu leið frá Hraunsá og til Eyrarbakka. Þ.e. að fara nánast sömu leið og farin hefur verið um aldir og reynst vel. 

Ari Björn og Vitringar í Vesturbúðinni í morgun. F.v.: Siggeir Ingólfsson, Trausti Sigurðsson, Ingólfur Hjálmarsson, (standandi), Unnar Gíslason, Björn H. Hilmarsson og Ari Björn Thorarensen.

Skráð af Menningar-Staður