Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Desember

15.12.2013 06:35

Fallegasta peysan kom frá Gallerý Gimli

Eyrbekkingurinn Jóhanna Elín Þórðardóttir fyrir miðju ásamt öðrum verðlaunahöfum. Ljósmynd/jolapeysan.is

 

Fallegasta peysan kom frá Gallerý Gimli

 

Síðastliðinn föstudag voru veitt verðlaun í fimm flokkum fyrir Jólapeysuna, sem er fjáröflunarátak Barnaheilla. Fallegasta peysan reyndist koma frá Gallerý Gimli á Stokkseyri.

Eyrbekkingurinn Jóhanna Elín Þórðardóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Gallerý Gimli en nokkrar handverkskonur við ströndina komu að því verki að prjóna peysuna sem er einstaklega glæsileg.

 

Í umsögn dómnefndar um fallegustu peysuna segir að jólapeysan frá Gallerý Gimli sé einstaklega falleg, framleidd af smekkvísi auk þess sem góður hugur skín í gegn og lýsir stemningu, hópefli, frumleika og hvatningu til að leggja góðu málefni lið. Peysa sem allir gætu verið stoltir af að klæðast.

Auk þess að verðlauna fallegustu peysuna voru veitt verðlaun fyrir ljótustu peysuna, frumlegustu peysuna, bestu glamúrpeysuna og bestu nördapeysuna.

Dómnefnd valdi úr innsendum myndum einstaklinga og hópa á jolapeysan.is og Facebook- og Instagram síðum átaksins. Formaður dómnefndar er lífskúntsnerinn Beggi (Guðbergur Garðarsson) en í dómnefndinni sátu einnig Pacas Inacio, Ylfa Úlfsdóttir Grönvold, fatahönnuður og ungmennin Andri Snær Egilsson og Berglind Egilsdóttir sem afhentu verðlaunin.

Jólapeysan er fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, en á áheitavefnumjolapeysan.is er hægt að heita á peysur eða einstaklinga. Söfnunin stendur til áramóta en einnig er hægt að styðja starf samtakanna með því að senda sms með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 fyrir 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur.

Hluti söfnunarinnar rennur til verkefnis sem Barnaheill vinna nú að og snýr að barnafátækt á Íslandi og vitundarvakningu um stöðu barna sem búa við fátækt og félagslega einangrun.
Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

14.12.2013 20:23

123 ár frá víglsu Eyrarbakkakirkju - 14. desember 1890


Eyrarbakkakirkja skömmu fyrir aldamótin 1900

 

123 ár frá vígslu Eyrarbakkakirkju - 14. desember 1890

 

Eyrarbakkakirkja var vígð þann 14. desember 1890 og eru því í dag 123 ár frá vígslunni

 

Þennan sama dag og ár fæddist á Eyrarbakka Gústava Emilía Hjörtþórsdóttir (d. 30. apríl 1967). Hún var móðuramma séra Hreins Hákonarsonar sem er fangaprestur og þar á meðal á Litla-Hrauni.


Skráð eftir upplýsingum séra Hreins S Hákonarsonar.Séra Hreinn S. Hákonarson.


Skráð af Menningar-Staður

 

14.12.2013 06:38

Stefanía Þórðardóttir - Fædd 20. október 1930 - Dáin 1. desember 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Stefanía Þórðardóttir.

Stefanía Þórðardóttir - Fædd 20. október 1930 - Dáin 1. desember 2013 - Minning

 

Stefanía Þórðardóttir fæddist á Sléttabóli í Vestmannaeyjum 20.október 1930. Hún lést á Sólvöllum á Eyrarbakka 1. desember 2013. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson, skipstjóri í Vestmannaeyjum, f. 12.1. 1893, d. 1.3. 1942 og Guðfinna Stefánsdóttir, f. 11.10. 1895, d. 5.5. 1971. Systkini Stefaníu eru: Sigríður, f. 24.3. 1921, d. 12.1. 1996, Ása Magnea, f. 19.5. 1922, d. 19.12. 1931, Bára, f. 23.2. 1924, d. 12.1. 2001, Eyþór, f. 4.11. 1925, d. 16.10. 1998, og Ási Markús, f. 22.6. 1934, d. 18.8. 2002.

Eftirlifandi eiginmaður Stefaníu er Eiríkur Runólfsson, f. að Bjargi í Fáskrúðsfirði 17.9.1928. Þau gengu í hjónaband að Hvoli, Eyrarbakka, 30.12. 1950, börn þeirra: 1. Rúnar, f. 29.11. 1950, maki Auður Hjálmarsdóttir. 2. Jón Sigurbjörn, f. 19.1. 1952, maki Þórdís Þórðardóttir. 3. Emma Guðlaug, f. 14.10. 1954, maki Hafþór Gestsson. 4. Þórður, f. 25.9. 1959, maki Erla Karlsdóttir. Barnabörn Stefaníu og Eiríks eru 12 og barnabarnabörnin 23.

Stefanía gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja. Árið 1948 flutti hún til Eyrarbakka með móður sinni og systkinum. Framan af starfsævi vann Stefanía við fiskvinnslustörf og síðar við verslunarstörf.

Útför Stefaníu verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn 14. desember 2013, og hefst athöfnin klukkan 14

________________________________________

Minningarorð Hafþórs Gestssonar

Kallið er komið, komin er nú stundin. Í dag er borin til grafar einlæg vinkona mín, tengdamóðir og mamma, já allt í senn, Stefanía Þórðardóttir frá Sléttabóli í Vestmannaeyjum.

Margs er að minnast og margt er að þakka sem sennilega verður aldrei fullþakkað. Nú um þessar mundir eru fjörutíu og fimm ár liðin frá því að leiðir okkar lágu fyrst saman. Unglingurinn hafði verið sendur í skóla á bakkann. Fljótlega eftir að á bakkann var komið kynntist ég Emmu á Ingólfi, einkadótturinni úr fjögurra systkina hópi. Þegar kynni okkar Emmu fóru að taka á sig alvarlegri mynd og við farin að hugsa ögn lengra til framtíðar var Stebba mín á Ingólfi ekki par hrifin, einkadóttirin á hraðri leið til glötunar, hún átti nú betra skilið en þennan dreng. Og vandamálin á Ingólfi ærin fyrir þó ég bættist ekki í þann hóp.

Oftlega hefur þetta verið rifjað upp síðan og þá gjarnan mikið hlegið. Nú reið á að standa sig, sanna sig fyrir verðandi tengdaforeldrum sem reyndist harla auðvelt. Þar með eignaðist ég ekki bara tengdaforeldra heldur líka foreldra sem tóku hlutverk sitt alvarlega og buðu mér alla leið, einkatengdasonurinn varð því einn af sonum þeirra. Ég varð hissa, hálfundrandi þegar ég áttaði mig á hversu foreldrar gátu orðið góðir vinir barna sinna sem þau hjónin voru og eru. Láta sig allt varða, vera alltaf til staðar, leiðbeina, styðja, hvetja og taka þátt í gleði og sorg. Einstaklega góðar og kærleiksríkar fyrirmyndir.

Undanfarna daga hafa hrannast upp góðar minningar um liðna tíð, langflestar skemmtilegar þó ein og ein minna skemmtileg slæðist með einkum frá næstliðnum árum því veikindin voru oft erfið. Ekki eru það ýkjur þótt ég segi að undanfarna marga áratugi höfum við hist að jafnaði einu sinni á dag og aldrei hefur fallið skuggi á okkar samband. Hafðu þökk fyrir, Stebba mín. Kærleiksríkum Guði vil ég þakka fyrir að leiða okkur saman í gegnum Emmu. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera samferða jafn einstakri manneskju og Stebbu Þórðar. Hafðu þökk fyrir allt og allt.

Eiríkur minn, Rúnar, Nonni, Emma, Þórður og ástvinir, ykkur bið ég Guðs blessunar og huggunar á erfiðri stundu. Guð geymi ykkur öll.

„Einkatengdasonurinn“

Hafþór Gestsson

Morgunblaðið Laugardagurinn 14. desember 2013

 


Eyrarbakkakirkja.

Skráð af Menningar-Staður

14.12.2013 06:30

Merkir Íslendingar - Egill Jónsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Egill Jónsson.

Merkir Íslendingar - Egill Jónsson

 

Egill fæddist á Hoffelli í Hornafirði 14. desember 1930, sonur Jóns J. Malmquist, bónda í Akurnesi, og Halldóru Guðmundsdóttur húsfreyju.

Jón var sonur Jóns, bónda í Skriðu Péturssonar af Selkotsætt, og Bjargar Sveinsdóttur. Halldóra var dóttir Guðmundar, bónda í Hoffelli Jónssonar, og Valgerðar Sigurðardóttur frá Kálfafelli.

Eftirlifandi eiginkona Egils er Halldóra Hjaltadóttir húsfreyja og eignuðust þau fjögur börn.

Egill lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1950 og varð búfræðikandidat þaðan 1953.

Egill og Halldóra stofnuðu nýbýlið Seljavelli úr landi Árnaness í Nesjum 1955. Land býlisins var upphaflega um 50 hektarar en er nú 250-300 hektarar. Egill var bóndi á Seljavöllum frá 1956 en stofnaði, ásamt sonum sínum, félagsbú um búskapinn, 1978.

Egill var héraðsráðunautur Búnaðarfélags Austur-Skaftfellinga 1957-80 og alþm. Austurlandskjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1979-99. Hann var skeleggur málsvari bænda og íslensks landbúnaðar og vann mikið að undirbúningi löggjafar á sviði landbúnaðarins á þingi, m.a. að búvörulögunum 1985. Egill sat í stjórn Byggðastofnunar um árabil frá 1991 og var formaður hennar 1995-2000, var fulltrúi á búnaðarþingum á árunum 1954-95, sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1991-95, í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, sat í hreppsnefnd Nesjahrepps 1962-82, var stjórnarformaður Áburðarverksmiðju ríkisins og var formaður skólanefndar Bændaskólans á Hvanneyri.

Egill var mikill áhugamaður um landgræðslu, kynnti sér náttúrufar í Hornafirði, einkum í sambandi við jökla og gróðurfar, sat í nefnd stjórnmálaflokkanna er hafði eftirlit með framgangi landgræðsluáætlana og var formaður í fagráði Landgræðslu ríkisins.

Þá vann hann að útgáfustörfum og gekkst m.a. fyrir útgáfu á bókinni Jódynur 1988-90.

Egill lést 12. júlí 2008.Morgunblaðið laugardagurinn 14. desember 2013 - Merkir Íslendingar

Skráð af Menningar-Staður

13.12.2013 21:43

13. desember 1992 - Nýtt orgel vígt í Hallgrímskirkju

Orgelið í Hallgrímskirkju. Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka teiknaði kirkjuna.

.

 

13. desember 1992 - Nýtt orgel vígt í Hallgrímskirkju

 

Nýtt orgel var vígt í Hallgrímskirkju í Reykjavík þennan mánaðardag árið 1992. Það var stærsta hljóðfæri á Íslandi á þeim tíma.

Orgelið er um 17 metrar á hæð, vegur um 25 tonn og í því eru 5.200 pípur. Smíði þess kostaði um 100 milljónir króna. Upphæðarinnar var að miklu leyti aflað með almennum samskotum og margar fjölskyldur tóku sig saman um að borga eina og eina pípu. Einnig létu margir minningargjafir um ástvini renna í orgelsjóðinn.

 

Þýska fyrirtækið Klais Orgelbau smíðaði

hið volduga hljóðfæri og forstjórinn, Hans-Gerd Klais, kom til landsins við afhjúpun orgelsins sem fór fram 22. október. Hann lagði eyrun við leik Harðar Áskelssonar organista og lýsti því síðan yfir að hljómurinn væri eins og vonast hefði verið til.

 

Hallgrímskirkja er 74,5 metra há og hana teiknaði Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka.

Útlit og gerð orgelsins taka mið af byggingarstíl kirkjunnar. Orgelhúsið er tilkomumikið, enda á fjórum hæðum, smíðað úr eik og með tvöfaldan glervegg að baki. Gera þurfti nokkrar breytingar á kirkjunni til að hljómur orgelsins yrði fallegur.

Fréttablaðið föstudagurinn 13. desember 2013

 

Guðjón Samúelsson

.

Hallgrímskirkja í Reykjavík sem Guðjón Samúelsson teiknaði.

.

Í Hallgrímskirkju.

.

Skráð af Menningar-Staður

13.12.2013 06:58

Framboðshugur meirihlutans að mestu á huldu


Meirihlutinn í Bæjarstjórn Árborgar eftir fundinn á Eyrarbakka í gærkveldi.
F.v.: Gunnar Egilsson, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyþór Arnalds og Ari Björn Thorarensen. 

 

Framboðshugur meirihlutans að mestu á huldu

Allir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í  Sveitarfélaginu Árborg  mættu til fundar sem Bæjarstjórn Árborgar boðaði  til í gærkvöldi í Félagsheimilinu Stað um deiliskipulag miðbæjarins á Eyrarbakka.

Menningar-Staður færði meirihlutann til myndar eins og hér má sjá.

Nokkur spenningur er í samfélaginu í Árborg  um framboðshug núverandi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna sveitarstjórnarkosningana sem verða þann 31. maí 2014 en flokkurinn er með hreinan meirihluta þetta kjörtímabilið.

Af bæjarfulltrúunum fimm sem skipa meirihlutann nú hefur aðeins Ari Björn Thorarensen, forseti Bæjarstjórnar Árborgar, gert upp hug sinn og gefur hann kost á sér áfram.

 

Ari Björn Thorarensen prúðbúinn í pontu Hrútavina fyrir nokkrum árum.

 

Skráð af Menningar-Staður 

13.12.2013 06:39

13. desember 1922 - Hannes Hafstein lést

Hannes Hafstein við Stjórnarráðið í Reykjavík.

13. desember 1922 - Hannes Hafstein lést

 

Hannes Hafstein lést, 61 árs. Hann var ráðherra frá 1904 til 1909 og aftur frá 1912 til 1914. 

Minnisvarði um Hannes var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið 1. desember 1931

Hannes Hafstein.

Fæddur 4. desember 1861 - Dáinn 13. desember 1922

 

Morgumblaðið föstudagurinn 13. desember 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson
 

Skráð af Menningar-Staður

13.12.2013 06:29

Helgi S. í fyrsta sæti hjá Framsókn í Árborg

Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg

Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg

 

Helgi S. í fyrsta sæti hjá Framsókn í Árborg

 

Framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg á næsta ári var samþykktur á félagsfundi í gærkvöld. Uppstillingarnefnd sem skipuð var í byrjun október lagði fram tillögu sem samþykkt var samhljóða. Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti listans og Íris Böðvarsdóttir er í öðru sæti. Ragnar Geir Brynjólfsson situr í þriðja sæti og Karen H. Karlsdóttir Svendsen er í fjórða sæti.

Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn einn bæjarfulltrúa kjörinn í bæjarstjórn.

Listinn í heild sinni lítur svona út:

  1. Helgi S. Haraldsson
  2. Íris Böðvarsdóttir
  3. Ragnar Geir Brynjólfsson
  4. Karen Karlsdóttir Svendsen
  5. Guðrún Þóranna Jónsdóttir
  6. Þorgrímur Óli Sigurðsson
  7. Gissur Kolbeinsson
  8. Björgvin Óli Ingvarsson
  9. Renuka Perera
10. Björn Harðarson
11. Guðbjörg S. Kristjánsdóttir
12. Arnar Elí Ágústsson
13. Sylwia Konieczna
14. Þórir Haraldsson
15. Jón Ólafur Vilhjálmsson
16. Sigrún Jónsdóttir
17. Ármann Ingi Sigurðsson
18. Margrét Katrín Erlingsdóttir

Morgunblaðið föstudagurinn 13. desember 2013

Skráð af Menningar-Staður

 

12.12.2013 22:15

Deiliskipulag miðbæjarins á Eyrarbakka rætt á fundi í kvöld

Eyþór Arnalds og Svanhildur Gunnlaugsdóttir

.

Oddur Hermannsson og Svanhildur Gunnlaugsdóttir.

.

 

Deiliskipulag miðbæjarins á Eyrarbakka rætt á fundi í kvöld

 

Fjölmenni var á opnum fundi í kvöld, fimmtudaginn 12. desember 2013, í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka sem Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar boðaði til um  deiliskipulag miðbæjarins á Eyrarbakka.

Eyþór Arnalds formaður Bæjarráðs Árborgar setti fundinn.

 

Höfundur deiliskipulags, Oddur Hermannsson landslagsarkitekt  á Selfossi  og Svanhildur Gunnlaugsdóttir fóru  yfir forsendur og hugmyndir deiliskipulags miðsvæðisins á Eyrarbakka.

Kallað var eftir spurningum og hugmyndum fundarmanna.  Innleg þeirra  voru margvísleg og byggð á innihaldríku innsæi  og nýtast munu við frekari framvindu við deiliskipulagsvinnuna.Annar fundur um skipulagsmálin  verður fljótlega á nýju ári.

 

Myndaalbúm frá fundinum er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/255683/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

12.12.2013 11:33

Bændablaðinu fagnað í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

Bændablaðið heillar.
F.v.: Björn H. Hilmarsson og Siggeir Ingólfsson.

.

F.v.: Grétar Matthíasson, Trausti Sigurðsson og Eyþór Atli Finnsson.

 

Bændablaðinu fagnað í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

Reglulega annan hvern fimmtudag eru hátíðarstundir hjá Vitringum í Vesturbúðinni á Eyrarbakka. Þetta er þegar Bændablaðið kemur í hús.

 

Slík gleðistund var í morgun í Vesturbúðinni þegar  jólablað Bændablaðsins  og síðasta blað ársins kom á svæðið.

Nokkuð mun reyna á Vitringana næstu vikur því Bændablaðið kemur næst út eftir fjórar vikur eða hinn 9. janúar 2014.

Jólabækurnar munu fylla í þennan tíma svo sem bók Guðna Ágústssonar, heiðursforseta Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

F.v.: Ríkharður Gústafsson, Gísli Axelsson, Trausti Sigurðsson, Björn H. Hilmarsson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður