Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Janúar

10.01.2014 22:52

Guðni Ágústsson skipaður formaður orðunefndar

Guðni með eina af þeim fjölmörgu orðum sem Hrútavinir hafa heiðrað hann með - Mikil orðureynsla.

 

Guðni Ágústsson skipaður formaður orðunefndar

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur skipað Guðna Ágústsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og ráðherra, sem nýjan formann orðunefndar. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðamaður Sigmundar, segir að ráðherra hafi tekið þá ákvörðun að skipa Guðna í embættið. Guðni átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á miðvikudag þar sem rætt var um málefni fálkaorðunnar, verkefni orðunefndar, vinnulag og venjur.

Orðunefndin er skipuð til sex ára í senn en að auki situr forsetaritari í nefndinni. Tími Helgu sem formanns var þó ekki liðinn en hún er á leiðinni til Brüssels þar sem hún tekur sæti í stjórn Eftirlitsnefndar EFTA, ESA. Tími þriggja annarra í orðunefndinni var liðin en þeir voru skipaðir áfram til þriggja ára eins og heimild er fyrir í lögum. Starf orðunefndarinnar er ekki launað.

Guðni var sjálfur sæmdur stórriddarakrossi í desember 2006 fyrir störf í þágu opinbera þágu. Guðni sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 1987 til 2003 og var ráðherra landbúnarmála í átta ár, frá 1999 til 2007. Hann var sömuleiðis varaformaður Framsóknarflokksins í sex ár, frá 2001 til 2007 og formaður hans í eitt ár, 2007 til 2008.

RUV greinir frá

Skráð af Menningar-Staður

10.01.2014 06:38

Jón BJarni Stefánsson - Fæddur 29. nóvember 1945 - Dáinn 31. desember 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins
Jón Bjarni Stefánsson.Jón Bjarni Stefánsson - Fæddur 29. nóvember 1945 

- Dáinn 31. desember 2013 - Minning 

 

Jón Bjarni Eyfjörð Stefánsson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1945. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 31. desember 2013.

Foreldrar hans voru Stefán Hermann Eyfjörð Jónsson, f. 16. janúar 1921, d. 1. janúar 2008, og Þórey Gísladóttir, f. 17. ágúst 1923, d. 31. október 2013. Systkini Jóns Bjarna eru Elís, f. 29. maí 1950, og Jóna Gísley, f. 29. september 1956.

Jón Bjarni kvæntist Svanborgu Oddsdóttur, f. 12. maí 1948, d. 30. júlí 2013, 15. ágúst 1970. Börn þeirra eru: 1) Oddrún Bylgja, f. 10. ágúst 1967. Börn hennar eru Teitur, f. 5. maí 1989, sonur hans er Ingvi, f. 12. september 2010, og Svanborg, f. 19. október 2004. 2) Stefán Þór, f. 20. júlí 1971, kvæntur Evu Bryndísi Helgadóttur, f. 19. maí 1972. Börn þeirra eru Oddur, f. 14. október 2001, og Ari, f. 1. ágúst 2006. 3) Vignir, f. 5. september 1973, kvæntur Maríu Fjólu Harðardóttur, f. 25. desember 1975. Börn þeirra eru Hörður Óli, f. 15. september 2004, og Patrekur Logi, f. 16. júní 2008.

Eftir uppvaxtarár í Reykjavík fór Jón Bjarni í Samvinnuskólann á Bifröst og lauk þaðan prófi árið 1966. Jón Bjarni og Svanborg fluttu til Eyrarbakka árið 1970. Þar stofnaði Jón Bjarni ásamt tveimur skólabræðrum sínum frá Bifröst útgerðarfélagið Einarshöfn hf., sem gerði út skipið Þorlák helga ÁR11 í u.þ.b. áratug. Síðar vann Jón Bjarni að stofnun Alpan hf. sem rak potta- og pönnuverksmiðju í því húsnæði sem áður hafði verið nýtt undir fiskvinnslu Einarshafnar hf. Eftir að rekstri Einarshafnar var hætt stóð Jón Bjarni að alls kyns rekstri, t.a.m. rak hann Heilsusport á Selfossi en lengst af á því tímabili starfrækti hann söluskálann Ásinn á Eyrarbakka. Síðar rak hann verslunina Snæland á Selfossi auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss. Jón Bjarni var virkur í margs konar félagsstörfum s.s. fyrir Golfklúbb Selfoss auk þess sem hann sat í hreppsnefnd Eyrarbakka um árabil.

Útför Jóns Bjarna fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 10. janúar 2014, og hefst athöfnin klukkan 14.

Morgunblaðið föstudagurinn 10. janúar 2014
Skráð af Menningar-Staður

10.01.2014 06:25

Úthlutun úr Menningarsjóði Hlaðvarpans 

Úthlutun úr Menningarsjóði Hlaðvarpans

 74 milljónir króna á sjö árum til menningarmála kvenna

 

Tæplega sjö milljónum króna var úthlutað í gær úr Menningarsjóði Hlaðvarpans til menningarmála kvenna. Í þessari sjöundu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 17 styrkir en alls bárust rúmlega 100 umsóknir.

Árlega hefur verið úthlutað úr sjóðnum frá árinu 2008, en á þeim tíma hefur alls verið úthlutað um 74 millj. kr. til rúmlega 130 verkefna. Við úthlutun er haft í huga að sem flest svið menningar njóti stuðnings.

Stjórn menningarsjóðs Hlaðvarpans skipa þær Drífa Snædal sem er formaður, Brynhildur G. Flóvenz, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hildur Fjóla Antonsdóttir, Hrefna Haraldsdóttir, Ragnhildur Richter og Úlfhildur Dagsdóttir.

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru:

Hljómsveitin Dúkkulísur sem hlaut 600 þúsund króna styrk til að gera heimildamynd um sveitina,

Ísold Uggadóttir hlaut 600 þús. kr. til þróunar á leikinni kvikmynd í fullri lengd um hælisleitanda frá Úganda,

Ragnheiður Björk Þórsdóttir hlaut 500 þús. kr. til að vinna fræðibók um vefnað í vefstól fyrr og nú,

Hrafnhildur Schram hlaut 500 þús. kr. vegna ritunar bókar um Nínu Sæmundsson, Guðný Gústafsdóttir hlaut 500 þús. kr. vegna rannsóknar á ímynd kvenleikans í íslenskum samtíma,

MFÍK hlaut 500 þús. kr. til ritunar og útgáfu sögu samtakanna,

Katrín Gunnarsdóttir hlaut 400 þús. kr. vegna sólódansverksins Macho men, æfingabúðir fyrir Gettu-betur-stelpur fékk 400 þús. króna styrk,

Erla Hulda Halldórsdóttir hlaut 400 þús. kr. til rannsóknar á bréfaskriftum Sigríðar Pálsdóttur,

Poulenc-hópurinn hlaut 400 þús. kr. vegna tónleika og danssýningar,

Fjöruverðlaunin hlutu 400 þús. kr.,

Femínistafélag Íslands hlaut 300 þús. kr. vegna verkefnis um vernd tjáningarfrelsis og vernd gegn þöggun,

María Reyndal hlaut 300 þús. kr. til að vinna handrit að leikritinu Mannasiðir, dottirDOTTIR hlaut 300 þús. kr. til að kynna íslenskar myndlistarkonur,

Iðunn Vignisdóttir hlaut 300 þús. kr. vegna ritunar sögu Kvennaskólans á Blönduósi,

Ugla Egilsdóttir fékk 250 þús. kr. vegna ritunar skáldsögunnar Úlrika Jasmín og

Konubókastofa á Eyrarbakka 250 þús. kr. til að halda menningar- og fræðsluþing um ísl. skáldkonur.Elín Gunnlaugsdóttir og Rannveig Anna Jónsdóttir 

Morgunblaðið föstudagurinn 10. janúar 2014

Skráð af Menningar-Staður

09.01.2014 19:55

Ferskir Vindar í heimsókn á Eyrarbakka og Stokkseyri


Í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka við upphaf heimsóknarinnar í dag.
F.v.: Míreya Samper,framkvæmdastjóri listamannahópsins,  Víðir Árnason, Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson. 

 

Ferskir Vindar í heimsókn á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Hrútavinirnir Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason tóku á móti listamönnum frá Ferskum Vindum í Garði við Ströndina í dag.

Listamannahópurinn er 37 talsins frá 17 löndum og hafa þeir verið við ýmsa listsköpun í Garðinum frá 20. desember sl. Hópurinn mun síðan opna sýningu í Garði laugardaginn 18. janúar n.k.

 

Tekið var á móti hópnum í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Þá var haldið í Eyrarbakkakirkju og síðan í súpu í Rauða húsinu á Eyrarbakka.

Því næst var farið yfir á Stokkseyri í Hólmarastarhúsið til málaranna Elfars Guðna Þórðarsonar og Gussa, Gunnars Guðsteins Gunnarssonar.

Endað var á að upplifa listaverkið „Brennið þið vitar“ listamannana Páls Ísólfssonar og Elfars Guðna og klöppuðu gestirnir hressilega.

 

Að því loknu fer hópurinn á Listasafnið í Hveragerði.

 

Hrútavinir kunna að taka á móti fólki sagði alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson sem var með í för.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/256579/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

09.01.2014 18:42

Merkir Íslendingar - Binni í Gröf

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Benóný Friðriksson

 

Merkir Íslendingar - Binni í Gröf

 

Benóný Friðriksson, betur þekktur sem Binni í Gröf, fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Hann var sonur Friðriks Benónýssonar formanns og Oddnýjar Benediktsdóttur húsfreyju en þau bjuggu í Gröf í Vestmannaeyjum.

Kona Binna var Sigríður Katrín Sigurðardóttir frá Þinghól í Hvolhreppi og eignuðust þau átta börn.

Binni hóf að sækja sjó 12 ára að aldri, var formaður á sexæringi 15 ára gamall er hann reri með þremur félögum sínum, en var fyrstu vertíðar sínar á mb. Nansen og var þar formaður í forföllum formannsins, Jóhanns á Brekku. Hann var síðan formaður á mb. Gullu í þrjár vertíðir, formaður á bátnum Newcastle og var með mb. Gottu, mb. Heklu, mb. Gulltopp, es. Sævar, mb. Þór og mb. Andvara.

Eftir það keypti Binni mb. Gullborgu, ásamt Einari Sigurðssyni frá Heiði, 1954, var með hana til 1970 og varð brátt landsþekktur fyrir formennsku sína á þeim báti.

Binni var afburðasjómaður og einhver mesta aflakló sem fiskað hefur frá Vestmannaeyjum. Hann varð aflakóngur í Vestmannaeyjum 1954, hélt þeim titli samfellt í sex vertíðir og náði síðan titlinum margoft eftir það. Á þessum árum fylgdist öll þjóðin með tíðum fréttum af aflabrögðum og aflaklóm.

Binni þótti góður skipstjórnarmaður en var kröfuharður við sjálfan sig og skipshöfn sína, enda hafði hann ávallt á að skipa samhentri og harðduglegri skipshöfn.

Binni þótti auk þess lipur knattspyrnumaður á sínum yngri árum, var einn stofnenda Týs, afburðafimleikamaður og hafði mikinn áhuga á lundaveiðum. Hann var auk þess áhugamaður um kveðskap, kunni ógrynni af lausavísum og kvaðst gjarnan á við félagana. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín.

Binni féll í höfnina í Vestmannaeyjum á leið í bátinn sinn og lést rúmri viku síðar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 12. maí 1972.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 9. janúar 2014Skráð af Menningar-Staður

09.01.2014 18:23

Merkir Íslendingar - Sigurður Júlíus Jóhannesson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigurður Júlíus Jóhannesson

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Júlíus Jóhannesson

 

Sigurður Júlíus Jóhannesson rithöfundur fæddist á Læk í Ölfusi 9. janúar 1868. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson bóndi og Guðlaug Hannesdóttir húsfreyja.

Árið 1905 kvæntist Sigurður Halldóru Þorbergsdóttur Fjeldsted og eignuðust þau tvær dætur, Svanhvíti Guðbjörgu (Gordon Josie) lögfræðing og Málfríði Sigríði kennara.

Sigurður ólst upp í sárri fátækt, elstur átta systkina. Þegar hann var ellefu ára var æskuheimili hans leyst upp og fjölskyldan flutt hreppaflutningum í Borgarfjörðinn og ólst hann eftir það upp á Svarfhóli í Stafholtstungum.

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík 1897. Hann lagði stund á læknisfræði, fyrst hér á landi, en flutti nánast félaus vestur um haf, stundaði síðan læknanám í Chicago í Bandaríkjunum, lauk þar læknisprófi 1907 og stundaði læknastörf um skeið. Þá lauk hann fyrrihlutaprófi í guðfræði við lúterskan prestaskóla í Chicago.

 

Sigurður var lengst af ritstjóri og rithöfundur og lengi búsettur í Winnipeg í Kanada. Hann var mikill barnavinur, einn af stofnendum Æskunnar 1897 og ritstjóri hennar. Auk þess ritstýrði hann barnablöðunum Sólskini, Sólöld og Veröld sem komu út í Kanada. Þá var hann ritstjóri Lögréttu í Winnipeg um skeið.

Sigurður var hugsjónamaður sem lét ekki aðra segja sér fyrir verkum. Hann var mikill bindindissinni og forvígismaður í bindindismálum Vestur-Íslendinga, einn af stofnendum Jafnaðarmannafélagsins í Winnipeg, heitur þjóðernissinni sem hrökklaðist til Kanada undan íslenskum yfirvöldum vegna stóryrða í frelsisbaráttunni og svo einlægur friðarsinni að hann lenti í útistöðum við yfirvöld í Kanada er hann neitaði að gegna herþjónustu.

Sögur og kvæði eftir Sigurð komu út í Winnipeg í tveimur bindum 1900-1903 og fjórar ljóðabækur eftir hann komu út í Reykjavík.

Siguður lést 12. maí 1956.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 9. janúar 2014 - Merkir ÍslendingarSkráð af Menningar-Staður

09.01.2014 13:39

Söfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg, laugardaginn 11.janúar


Frá Eyrarbakka.

 

Söfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg,

laugardaginn 11. janúar 2014

 

Laugardaginn 11.janúar 2014 verða jólatrén hirt upp í Sveitarfélaginu Árborg.

Íbúar geta þá sett jólatrén sín út á gangstétt eða lóðamörk og verða þau þá tekinn upp og komið í endurvinnslu. Farið verður af stað í söfnunina um 10:00 laugardaginn 11.janúar. Á Selfossi verður byrjað fyrir utan Ölfusá. 

Ekki verður um frekari safnanir að ræða á jólatrjám í sveitarfélaginu þetta árið en einstaklingar geta komið jólatrjánum sínum í endurvinnslu á gámasvæði Sveitarfélagsins Árborgar í Víkurheiði á opnunartíma. Sveitarfélagið Árborg.

Af www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður

 

09.01.2014 02:36

Góð sala hjá Vestfirska forlaginu

Hallgrímur Sveinsson forleggjari.

Hallgrímur Sveinsson 

 

Góð sala hjá Vestfirska forlaginu

 

Vestfirska forlagið gaf út fjórtán bækur á síðasta ári, þar af þrjár endurprentanir.

Hallgrímur Sveinsson forleggjari segir að salan hafi verið nokkuð góð en endanlegar sölutölur frá jólavertíðinni liggi ekki enn fyrir. Gróa, eftir Jóa í Skáleyjum (höfundarnafn Jóhannesar G. Gíslasonar í Skáleyjum) er söluhæsta bóka forlagsins.

Af öðrum bókum sem seldust vel nefnir Hallgrímur ritröðina Frá Bjargtöngum að Djúpi, Hornstrandabækurnar og hjólabækur Ómars Smára Kristinssonar .

Frá upphafi hefur forlagið gefið út meira en 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. 

Sumarið 2009 fóru fangaverðir og Hrútavinir af Suðurlandi í sumarferð á Vestfirði. 
Komið var m.a. við hjá Hallgrími Sveinssyni á Brekku í Dýrafirði hjá Vestfirska forlaginu og honum fært bæjarnafnið á skilti sem gert var á Litla-Hrauni.
F.v.: Hlynur Gylfason á Stokkseyri, Hallgrímur Sveinsson á Brekku í Dýrafirði og Friðrik Sigurjónsson á Eyrarbakka,


Skráð af  Menningar-Staður

 

09.01.2014 02:20

Mest seldu bækur ársins - Arnaldur í 1. sæti


Arnaldur Indriðason.

 

Mest seldu bækur ársins - Arnaldur í 1. sæti

Samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda er Skuggasund eftir Arnald Indriðason mest selda bók ársins 2013. Lygi eftir Yrsu kemur næst og Vísindabók Villa  er í þriðja sæti. Veisluréttir Hagkaups eftir Rikku er í fjórða og á eftir henni koma Guðni léttur í lund og lágkolvetnalífsstill Gunnars Más. Hemmi Gunn - sonur þjóðar er mest selda ævisagan.

Af stjórnmálaljónunum seldi Össur Skarphéðinsson best af Ári drekans. Á eftir honum Við Jóhanna sem er 4. mest selda ævisagan og Steingrímur J. er í sjöunda sæti þess lista. Sigrún og Friðgeir eftir Sigrúnu Pálsdóttur er önnur á lista ævisagna. Af skáldverkum koma næst Jón Kalman með Fiskana í þriðja sæti, Grimmd Stefáns Mána í fjórða og Sæmd Guðmundar Andra er númer fimm.

 

     Söluhæstu titlar Bóksölulistans                                                                                                           

1.            Skuggasund - Arnaldur Indriðason                         

2.            Lygi - Yrsa Sigurðardóttir                             

3.            Vísindabók Villa - Vilhelm Anton Jónsson                           

4.            Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir                        

5.            Guðni : léttur í lund - Guðni Ágústsson                

6.            Lág kolvetna lífsstíllinn - Gunnar Már Sigfússon                               

7.            Fiskarnir hafa enga fætur - Jón Kalman Stefánsson                       

8.            Útkall : lífróður - Óttar Sveinsson                           

9.            Rangstæður í Reykjavík - Gunnar Helgason                       

10.          Hemmi Gunn : sonur þjóðar - Orri Páll Ormarsson          


Guðni Ágústsson í pontu á Stað og í forgrunni er

hrúturinn Gorbasjev hvað hann átti sem lamb á Brúnastöðum.

Skráð af Menningar-Staður.

08.01.2014 08:00

Eyþór hættir

Eyþór Arnalds.Eyþór hættir

 

Eyþór Arnalds, oddviti D-listans í bæjarstjórn Árborgar hefur tilkynnt félögum sínum að hann verði ekki í framboði í bæjarstjórnarkosningunum í vor.


Sunnlenska fréttablaðið greinir frá í morgun - miðvikudaginn 8. janúar 2014.

 


D-listinn er með hreinan meirihluta í Sveitarfélaginu Árborg.
F.v.: Gunnar Egilsson, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyþór Arnalds og Ari Björn Thorarensen.
Ari Björn er sá eini þeirra sem lýst hefur yfir að hann gefi kost á sér áfram.


Skráð af Menningar-Staður