Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

31.03.2014 21:31

Eldur kom upp í húsi á Eyrarbakka

alt

.

alt

 

Eldur kom upp í húsi á Eyrarbakka

 

Um ellefuleitið í morgun var slökkvilið, sjúkralið og lögregla kölluð út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi á Eyrarbakka. Talsverður reykur var innandyra er slökkvilið kom á staðinn en fljótlega tókst að slökkva eldinn. 

Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp, en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá þvottavél. Húsið hefur verið reykræst og nú er unnið að rannsókn á upptökum eldsins. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu og innanstokksmunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Betur fór þó en á horfðist.

Af www.dfs.is


 

Skráð af Menningar-Staður

31.03.2014 20:51

Sveitarfélagið Árborg - Miðbær Eyrarbakki - skipulagslýsing

 

Sveitarfélagið Árborg – Miðbær Eyrarbakki – skipulagslýsing

 

Samkvæmt 1. mgr. 40. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir miðbæ Eyrarbakka.

Skiplagsreiturinn afmarkast af Bakarísstíg, Túngötu, Háeyrarvegi og sjóvarnargarði og er um 8.7ha að stærð. 

Svæðið innan skipulagsreitsins er að stórum hluta íbúðarbyggð, en þar er einnig safnasvæðið á Eyrarbakka, með byggðasafn Árnesinga (Húsið, Assistentahúsið, Eggjaskúrinn) og Sjóminjasafnið. Sjóvarnagarðurinn er hafður utan við deiliskipulagsmörkin og flokkast ekki til byggðarinnar þó hann sé vissulega útvörður hennar mót suðurströndinni. 

Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl . 8-15 skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangiðbardur@arborg.is fyrir 14.apríl 2014. Einnig er hægt að kynna sér lýsinguna á heimasíðu Sveitarfélagsins, http://www.arborg.is 

 

Sjá fylgiskjöl 
EYRARBAKKI Deiliskipulag miðsvæðis 

EYRARBAKKI Deiliskipulag miðsvæðis til kynningar á íbúafundi

 

Af www.arborg.is

.

 

Skráð af Menningar-Staður

31.03.2014 06:19

Bókastrætó og upplestur úr óútgefnum skáldverkum

Sunnlenska bókakaffið við Austurveg á Selfossi.

 

Bókastrætó og upplestur úr óútgefnum skáldverkum

 

Í tilefni af átakinu Leyndardómar Suðurlands sem stendur yfir dagna 28. mars til 6. apríl verður ókeypis í strætó innan svæðisins og það sem meira er, í vögnunum verða ókeypis bækur sem gestir geta gluggað í á leiðinni og haft með sér. 

 

Fimmtudagskvöldið 3. apríl verður sérstök bókakynning í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sunnlenskir rithöfundar lesa úr óútgefnum verkum sínum. Þar lesa Sunnlendingarnir Guðrún Eva Mínervudóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Jón Hjartarson, Guðmundur Brynjólfsson, Pjetur Hafstein og Bjarni Harðarson úr óútgefnum verkum sínum. Húsið verður opnað kl. 20 og aðgangur er ókeypis.

 

Formleg stofnun Bókabæjanna austanfjalls verður nánar kynnt síðar í vor en þar er stefnt að aðild að Alþjóðasamtökum bókabæja, http://www.booktown.net/

Anna Jónsdóttir í Konubókastofu á Eyrarbakka og Bjarni Harðarson í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi eru meðal þeirra sem standa að stofnun Bókabæjar hér á svæðinu. Bjarni bjó um tíma á Eyrarbakka.

Skráð af Menningar-Staður.

 

30.03.2014 08:09

Vefmyndavélin á Rauða húsinu á Eyrarbakka

Eyrarbakki

.

Vefmyndavélin á Rauða húsinu á Eyrarbakka

.

30.03.2014 07:56

Flottir tónleikar í Eyrarbakkakirkju

Raggi Bjarna í Eyrarbakkakirkju í gær.

 

Flottir tónleikar í Eyrarbakkakirkju

 

Flottir tónleikar með Ragga Bjarna, Jóni Ólafs og Valgeiri Guðjóns voru í Eyrarbakkakirkju í gær, laugardaginn 29. mars 2014,  á Leyndardómum Suðurands.

 Mikið fjör og góð stemmning. Ótrúlegt að Raggi Bjarna sé að verða 80 ára í haust og syngur eins og unglamb þó hann muni ekki alltaf eftir textanum :)

 

Tónleikar þeirra verði aftur í Eyrarbakkakirkju í dag, sunnudaginn 30. mars 2014, kl. 16:00

og líka um næstu helgi;
laugardaginn 5. apríl 2014 og sunnudaginn 6. apríl 2014


 

Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem Menningarstofan stendur fyrir en að henni standa hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir sem nýlega eru flutt á Eyrarbakka. Þau búa í Búðarhamri við Eyrargötu þar sem Menningarstofan verður með starfsemina og víðar á Eyrarbakka.Nokkrar myndir hér sem Hagnús Hlynur Hreiðarsson tók í Eyrarbakkakirkju á tónleikunum í gær:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður


 

30.03.2014 06:57

Leyndardómsganga á Eyrarbakka vel lukkuð


Siggeir Ingólfsson.

 

Leyndardómsganga á Eyrarbakka vel lukkuð

 

Um 20 manns mættu í Leyndardómsgöngu um Eyrarbakka í gær með Siggeiri Ingólfssyni.
 

Lagt var upp frá Félagsheimilinu Stað. Komið var t.d. við í beitingaskúrnum og í garði Siggeirs og Regínu. Hann sagði skemmtilegar sögur og svaraði spurningunum.

Eftir gönguna bauð hann upp á molakaffi á Stað.

Í dag, sunnudaginn 30. mars,  verður Siggeir Ingólfsson með Leyndardómsgöngu á Stokkseyri og hefst gangan við Stokkseyrarkirkju kl. 16:00

 

Nokkrar myndir hér sem Magnús hlynur Hreiðarsson tók í göngunni á Eyrarbakka í gær:

 

.

.

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

30.03.2014 06:31

Messa í Eyrarbakkakirkju í dag, sunnudaginn 30. mars 2014

Eyrarbakkakirkja.

 

Messa í Eyrarbakkakirkju í dag,  sunnudaginn 30. mars 2014Messa verður í Eyrarbakkakirkju í dag, sunnudaginn 30. mars 2014, kl. 11:00

Cand. theol  Þorgils Hlynur Þorbergsson prédikar.

Söngkór Miðdalakirkju kemur  í heimsókn  og syngur ásamt kirkjukór Eyrarbakkakirkju.

Organistar og söngstjórar eru þeir Haukur A. Gíslason og Jón Bjarnason.

 

Allir hjartanlega velkomnir.

Séra Sveinn Valgeirsson  sóknarprestur á Eyrarbakka

 

Gestir úr Dómkirkjusöfnuðinum í heimsókn í Eyrarbakkakirkju.

.

.

Skráð af Menningar-Staður


 

30.03.2014 05:46

Jónas og Diddú með tónleika í Þorlákshafnarkirkju í dag - 30. mars 2014

alt

Jónas og Diddú.

 

Jónas Ingimundarson og Diddú með tónleika í Þorlákshafnarkirkju 

í dag, sunnudaginn 30. mars 2014

 

Undanfarið hefur Jónas Ingimundarson píanóleikari efnt til tónleika í Salnum í Kópavogi í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá því hann hóf þátttöku í opinberu tónlistarlífi. Með Jónasi hafa komið fram nokkrir af bestu söngvurum landsins. Í lok mars ætlar Jónas að koma með tónleika í gamla bæinn sinn, Þorlákshöfn, og efna til stórtónleika á Tónum við hafið.  Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú mætir með honum, en Diddú og Jónas hafa oft komið fram saman á undanförnum árum.  Tónleikar með þeim tveimur hafa jafnan vakið mikla hrifningu, enda hafa þau af miklu að miðla bæði tónlistarlega og sem persónur.

 

Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Gluck, Scarlatti, Caldara, Pergolesi, Curtis, Mario, Verdi, Þórarinn Guðmundsson, Jón Ásgeirsson, Jakob Hallgrímsson, Sigvalda Kaldalóns, Gunnar Reyni Sveinsson, Rachmaninoff, Glinka, Tschaikowski og Alabieff.

 

Tónleikarnir verða í Þorlákskirkju í dag, sunnudaginn 30. mars kl. 16:00 og er miðaverð 2.000 krónur.

 Skráð af Menningar-Staður

29.03.2014 07:11

Leyndardómsganga um Eyrarbakka laugardaginn 29. mars 2014

Við upphaf einnar af söguferðum Siggeirs Ingólfssonar fyrir nokkrum árum fyrir framan Stað á Eyrarbakka.

F.v.: Magnús Sigurjónsson, Siggeir Ingólfsson, Jón Hákon Magnússon og Þorsteinn Jóhannsson.

 

Leyndardómsganga um Eyrarbakka laugaradaginn 29. mars 2014

 

Gönguferð um Eyrarbakka laugardaginn 29. mars 2014  kl. 16:00 - 17:00 þar sem skyggst verður inn í söguna og skemmtilegar sögur sagðar af mönnum og málefnum.

Siggeir Ingólfsson - Geiri á Bakkanum- fer fyrir göngunni en hann er landsþekktur fyrir sína góðu frásagnarlist og jákvæðni.

 

Miðaverð kr. 500

Leyndardómar Suðurlandshttp://www.sass.is/wp-content/uploads/2014/02/Vi%C3%B0bur%C3%B0ardagatal-loka.pdf

Skráð af Menningar-Staður

29.03.2014 06:17

Orgelsmiðja og fræðslusýning opnaði í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri 28. mars 2014

.

.

 

 

Orgelsmiðja og fræðslusýning opnaði  í

Menningarverstöðinni  Hólmaröst á Stokkseyri 28. mars 2014

 

Orgelsmiðja og fræðslusýning opnaði með viðhöfn  í Menningarverstöðinni  Hólmaröst á Stokkseyri  í gær, föstudaginn 28. mars 2014 á Leyndardómum Suðurlands af Björgvini Tómassyni, orgelsmiði og hans fólki.

Sýningin er um orgelsmíði og sögu tónlistar á suðurströndinni.

 

Jónas Ingimundarson, píanóleikari, var heiðursgestur og opnaði sýninguna formlega með undirleik og söng Gyðu Björgvinsdóttur,  dóttur Björgvins orgelsmiðs.

Þá fluttu Gyða og félagar hennar í Bakkasystrum á Hvolsvelli nokkur lög og Jörg Söndermann lék á orgel.
 

Fjölmenni, veitingar og frábær stemmning á opnumarhátíðinni.

Orgelsmiðja Björgvins Tómassonar opnaði formlega í Menningarverstöðinnu Hólmaröst á Stokkseyri þann 12. október 2005, á afmælisdegi Páls Ísólfssonar, og þá var skrifað undir samning um smíði orgels í Grindavíkurkirkju.

 

Menningar-Staður færði til myndar og er myndaalbúm með 50 myndum komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/259220/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður