Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

05.03.2014 23:13

Píratar í Árborg boða til stofnfundar

Ráðhús Árborgar við Austurveg á Selfossi.

 

Píratar í Árborg boða til stofnfundar

 

Píratar í Árborg hafa boðað til stofnfundar í Selinu, íþróttarvellinum á Selfossi, Engjavegi  48, laugardaginn 8. mars kl. 16:00, en stefnt er að stofnun félags Pírata í Árborg með von um að bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. 

 

Samkvæmt skoðanakönnunum hafa Píratar góða möguleika í komandi kosningum og líta stofnfélagar á það sem skýrt og klárt kall fólksins sem ekki verður skorast undan. Hugmyndafræði Pírata byggir á auknu gagnsæi, upplýsingarfrelsi og borgararéttindum; hugmyndafræði sem stofnendur Pírata í Árborg hafa fundið hljómgrunn í sínu sveitarfélagi. 

"Vaxandi samfélagi og aukinni félagslegri þróun þurfa að fylgja breytingar, breytingar sem krefjast uppstokkunar á kerfisskipulagi, aðlögunar að auknum helbrigðis- og geðvandamálum, aðlögun að aukinni upplýsingamiðlun, og aukins gagnsæis í stað baktjaldaleikja," sagði Daníel Gunnarsson, stofnfélagi PíÁ. "Við hvetjum áhugafólk um nýjar nálganir og aðferðir sem geta bætt sveitafélagið til að mæta, þiggja kaffisopa og taka þátt í stofnun félagsins.  Í kjölfar stofnfundar hefst svo málefnastarf og stefnumótun þar sem öllum er velkomin þátttaka. Slíkt verður auglýst síðar."

Stofnuð hefur verið facebook síða undir nafninu „Píratar í Árborg“ þar sem áhugasamir geta tjáð sig og fylgst með starfinu.

af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

05.03.2014 14:52

Níu í framboði hjá D-listanum í Árborg

Hinn 5 manna meirihluti D-lista í Árborg. Hér eru þau eftir fund á Stað á Eyrarbakka í haust.

F.v.: Gunnar Egilsson, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyþór Arnalds og Ari Björn Thorarensen. Þau gefa öll kost á sér í prófkjörinu nema Eyþór Arnalds.

 

Níu í framboði hjá D-listanum í Árborg

 

Níu bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Árborg en framboðsfrestur er runninn út.

Þetta eru:

Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi,

Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri Selfossbíós,

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Svf. Árborgar,

Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri Icecool og bæjarfulltrúi,

Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari,

Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi,

Magnús Gíslason, sölustjóri,

Ragnheiður Guðmundsdóttir, verslunarmaður og

Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi.

 

Prófkjörið fer fram þann 22. mars næstkomandi.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

05.03.2014 12:42

Vitringarnir á nýjum stað að Stað


Siggeir Ingólfsson - Geiri á Bakkanum- í dyrum að forsalnum á Stað.

 

Vitringarnir á nýjum stað að Stað

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, hefur opnað forsalinn á Stað til reglubundinna morgunfunda hjá Vitringunum. 

Þeir  hittust áður á hverjum morgni í Vesturbúðinni á Eyrarbakka en hún lokaði að kvöldi mánudagsins 3. mars 2014.

Líflegar umræður voru í morgun þegar Menningar-Staður færði til myndar. Umræðurnar voru svo heitar að Siggeir, staðarhaldari, gerði slökkvitækið klárt.  Þá var verið að ræða styrkveitingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að undanförnu. Forseti Hrútavinafélagsins var sá eini sem kom forsætisráðherranum til varnar og gaf forsetinn sig hvergi og var stál í stál hjá Vitringunum.

Mikil einig var um önnur mál og verslunarmál á Eyrarbakka voru rædd í þaula.

Myndaalbúm  er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/258307/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

05.03.2014 05:17

Aftur verslun á Eyrarbakka

Vesturbúðin á Eyrarbakka sem var þar til þann 4. mars 2014

 

Aftur verslun á Eyrarbakka

• Vesturbúð var lokað í vikunni • Nýir vilja leigja • Olís ætlar að liðka til

 

Áhugi er á því að hefja verslunarrekstur að nýju á Eyrarbakka, í kjölfar þess að söluskálanum Vesturbúð þar í bæ var lokað sl. mánudag. Þeir sem að rekstrinum hafa staðið segja ekki grundvöll fyrir starfsemi. Skiluðu því lyklum til Olís, sem á verslunarhúsið og bensíndælurnar.

„Nokkrir hafa sett sig í samband og vilja hefja starfsemi. Áhugi okkar er gagnkvæmur og við munum liðka til eftir megni svo þessi áform geti orðið að veruleika. Ég vonast til þess að gengið verði á næstu dögum frá samningum um að rekstur hefjist að nýju,“ segir Sigurjón Bjarnason rekstrarstjóri hjá Olís.

Eyrarbakki var forðum helsti verslunarstaður landsins og fjöldi búða þar. Margt hefur breyst í tímans rás. „Eldra fólkið hefur verið tryggir viðskiptavinir, en það dugði ekki til. Þá hafa ferðamenn lítið sótt í verslunina. Því var ekki annað í stöðunni en loka,“ segir Agnar Bent Brynjólfsson fv. Bakkakaupmaður. Hann ætlar nú ásamt félaga sínum Finni Kristjánssyni, að einbeita sér að rekstri að Borg í Grímsnesi.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Eyrbekkingurinn Sigurjón Bjarnason hjá Olís.Mrgunblaðið miðvikudagurinn 5. mars 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

 

04.03.2014 22:07

Auglýst eftir fulltrúum í Hverfisráð


Frá Eyrarbakka.

 

Auglýst eftir fulltrúum í Hverfisráð

 

Hverfisráð hafa verið við lýði í Sveitarfélaginu Árborg sl. þrjú ár.

Nokkrir fulltrúar í hverfisráði Selfoss hafa nú óskað eftir að láta af störfum og auglýsir sveitarfélagið því eftir áhugasömum aðilum til að taka sæti aðal- eða varamanna í hverfisráði Árborgar á Selfossi. 

Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið rosa@arborg.is  eða haft samband í síma 480 1900 fyrir 14. mars nk.

 

Þessi voru í hverfisráðum  Árborgar eftir skipun í byrjun árs 2013:

Sandvík
Oddur Hafsteinsson, formaður
Guðmundur Lárusson
Anna Gísladóttir
Jónína Björk Birgisdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Varamenn
Aldís Pálsdóttir
Jóna Ingvarsdóttir
Arnar Þór Kjærnested

Eyrarbakki
Arnar Freyr Ólafsson, formaður
Gísli Gíslason
Ívar Örn Gíslason
Guðlaug Einarsdóttir
Siggeir Ingólfsson
Varamaður: 
Víglundur Guðmundsson

Stokkseyri
Sigurborg Ólafsdóttir, formaður
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Vigfús Helgason
Guðríður Ester Geirsdóttir
Ólafur Auðunsson

Selfoss
Ingibjörg E. L. Stefánsdóttir, formaður
Helga R. Einarsdóttir
Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson
Eiríkur Sigurjónsson
Katrín Stefanía Klemensdóttir
Varamaður:
Böðvar Jens Ragnarsson

Af www.arborg.is

Frá Eyrarbakka.

Skráð af Menningar-Staður

04.03.2014 20:20

Sprengidagsvísur Kristjáns Runólfssonar


Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn Kristján Runólfsson í Hveragerði.

 

4. mars 2014 - sprengidagurinn

 

Sprengidagsvísur Kristjáns Runólfssonar

 

Ég er búinn að safna upp svengd,
senn mun létta raunum,
svo mun vömbin síðan sprengd,
með saltjöti og baunum.

 

Saltkjötið af afli át,

er því af krafti þrunginn,
ég er kominn mjög í mát,
maginn næstum sprunginn.

 

Kristján Runólfsson

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.03.2014 07:29

Davíð ráðinn til Höfuðborgarstofu

image

Davíð Samúelsson.

 

Davíð ráðinn til Höfuðborgarstofu

 

Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, hefur verið ráðinn deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Höfuðborgarstofu.

Davíð er með BSc gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið leiðsögumannsprófi. Davíð hefur starfað í framvarðarsveit íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðin 14 ár og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands frá árinu 2010 þar sem hann hefur leitt markvissa uppbyggingu, samstarf sveitafélaga og fyrirtækja og margvíslegt markaðsstarf.

Davíð hefur gegnt trúnaðarstörfum tengdum ferðaþjónustu bæði innanlands og utan það er í starfshópi stjórnvalda um gjaldtöku á ferðamannastöðum og í fagráði ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Þá sat Davíð einnig í stjórn EUTO European Tourist Officers í fjögur ár.

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

04.03.2014 06:57

02/17/2014 10:55:00Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 13. mars 2014

Vík í Mýrdal.

 

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 13. mars 2014

 

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn á Veitingstaðnum Ströndinni Vík í Mýrdal fimmtudaginn 13. mars kl. 11.00 – 14.00

 

Dagskrá

Eiríkur V. Sigurðsson forstöðumaður Kötluseturs og fundarstjóri fundarsins ávarpar fundarmenn

Kynning ársreiknings MSS 2013

Stjórnarkjör

Davíð Samúelsson framkvæmdastjóri MSS – starfsárið 2013

Önnur mál

 

Málþing – ,,UPPLIFUNARFERÐAMENNSKA"

Meðal framsöguerinda

Sigríður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarstofu ,,Upplifunarhandbókin“

Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanna Travel ,,Meet the Locals“

Af www.markaðsstofa.is

 


Skráð af Menningar-Staður

 

04.03.2014 06:52

Útbúa brimbrettaaðstöðu við Þorlákshöfn

Brimbrettamaður við Þorlákshöfn. Ljósmynd/Styrmir Kári

 

Útbúa brimbrettaaðstöðu við Þorlákshöfn

 

Bæjarstjórn Ölfuss hefur falið bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að gera áætlum um stofnkostnað og rekstur á brimbrettaaðstöðu við Þorlákshöfn.

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku lá fyrir erindi frá Bjarka Þorlákssyni, fyrir hönd surf.is, þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið komi upp aðstöðu fyrir brimbrettaiðkendur við fjöruna í Skötubót.

Bæjarstjórn tók vel í hugmyndina en í fjárhagsáætlun 2014-2017 er gert ráð fyrir því að hefja undirbúning að uppsetningu á aðstöðu fyrir brimbrettafólk en jafnframt tekið fram að útlista verði verkefnið vel áður en farið er í framkvæmdir.

Því var samþykkt samhljóða að bæjarstjóra og forstöðumanni skipulags-, byggingar- og umhverfissviðs yrði falið að gera áætlun um stofnkostnað og rekstur aðstöðu í samræmi við erindið.

As www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður