Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Apríl

30.04.2014 22:40

Þrestir skálma í Skálholt

image

Skálholtsdómkirkja.

 

Þrestir skálma í Skálholt

 

Undanfarin ár hefur Karlakórinn Þrestir lokið söngári með tónleikum í Skálholti. Þar hafa þeir opið hús og njóta þess að syngja í hljómfegurstu og fallegustu kirkju landsins.

Tónleikarnir fara fram á morgun, fimmtudaginn 1. maí 2014  kl. 15.

Gestir og gangandi, heimamenn og ferðamenn, allir fá í eyru eitthvað við sitt hæfi. Auk hefðbundinna karlakórslaga úr efnisskrám undanfarinna ára og áratuga flytja Þrestir vinsæl ljúflingslög dægurtónlistarinnar. Stíga þar með aðeins út fyrir ramma tónlistar karlakóranna, líkt og þeir hafa gert áður með kórútsetningum og flutningi á íslenskum einsöngslögum. 

Píanóleikur er í höndum Jónasar Þóris, meðleikara kórsins í rúman áratug og stjórnandi er Jón Kristinn Cortez.

Enginn fer leiður af tónleikum Þrasta og athygli er vakin á því að ókeypis aðgangur er að þessari fjölskylduskemmtun.

Karlakórinn Þrestir í Skálholtsdómkirkju fyrir nokkrum árum.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

30.04.2014 21:06

Stiginn við Stað kominn á sinn stað

F.v.: Gísli J. Nilsen, Sigurður Egilsson og Siggeir Ingólfsson.

 

Stiginn við Stað kominn á sinn stað

 

Síðustu daga hefur Eyrbekkingurinn Gísli J. Nilsen verið að smíða stiga á verkstæði sínu á Stokkseyri sem settur verður við útsýnispallinn við Stað á Eyrarbakka og niður í fjöru.

Gísli kom með stigann að Stað í morgun og var hann hífður nú síðdegis á sinn stað néðan við útsýnispallinn.

Það var Sigurður Egilsson á Eyrarbakka sem kom á sínum vörubíl með krana og hífði stigann á sinn stað. Verkið gekk vel og fumlaust fyrir sig.

Stiginn verður svo tengdur bráðlega við útsýnispallinn.

 

Menningar-Staður færði vettvanginn síðdegis til myndar.

Myndalabúm erkomið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/260702/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

30.04.2014 20:29

1. maí 2014 - Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað

 

1. maí 2014 - Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað

 

Að venju verður Kvenfélag Eyrarbakka með kaffisölu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á morgun 1. maí 2014 kl. 15:00 - 17:00

Allur ágóði rennur til líknarmála

Posi á staðnum

Nefndin

 
Skráð af Menningar-Staður

30.04.2014 20:09

A hard day's night aftur í bíó - 50 ár frá fyrstu mynd Bítlanna

Bítlarnir í Hard day's night, en Ringo er sagður hafa komið með þennan snjalla titil á myndina og lagið.

Bítlarnir í Hard day's night, en Ringo er sagður hafa komið með þennan snjalla titil á myndina og lagið.

 

A hard day's night aftur í bíó - 50 ár frá fyrstu mynd Bítlanna

 

Í sumar verða liðin 50 ár frá frumsýningu fyrstu bíómyndar Bítlanna; A hard day's night. Myndin og tónlistin urðu firnavinsæl og lyftu Bítlaæðinu til hærri hæða en nokkru sinni fyrr. Þá var platan með tónlist myndarinnar sú fyrsta til að innihalda lög sem voru öll samin af Lennon og McCartney.

Í tilefni af hálfrar aldar afmæli myndarinnar hefur Janus films unnið myndina upp á nútíma tækni og ráðið Giles Martin, son Georges Martin sem stýrði upptökum fyrir Bítlana, til að vinna hljóðrásina fyrir 5.1 hljóðkerfi og er hann að því í Abbey road hljóðverinu.

Myndin verður sýnd í Pavilion kvikmyndahúsinu í London og í meira en 50 borgum í Bandaríkjunum á þjóðhátíðarhelginni þar í landi.

Myndin segir frá ferð hinna fjögurra frábæru frá Liverpool til London, þar sem þeir eiga að mæta í sjónvarsþátt en lenda í hjörð óðra áhorfenda og miklum ævintýrum. Nokkrir af þekktustu smellum Bítlanna eru í myndinni. Lög á borð við Can't buy me love, Should have known better og titillagið sjálft sem er eitt af þeirra þekktustu.

Tónlistin úr myndinni er á meðal sígildra meistaraverka rokksögunnar og var hún til að mynda í fjórða sæti í úttekt Rolling Stone tímaritsins yfir bestu kvikmyndatónlist allra tíma.

http://www.pressan.is/Menningarpressan/LesaMenningarfrett/a-hard-days-night-aftur-i-bio---50-ar-fra-fyrstu-mynd-bitlanna

Menningarpressan - Björgvin G. Sigurðsson.

Skráð af Menningar-Staður

30.04.2014 18:52

244 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Frá Skaftafelli

Frá Skaftafelli.

 

244 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

 

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2014. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir samtals rúmar 244 milljónir króna til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Hæsti styrkur til framkvæmda í Skaftafelli

Sem fyrr eru verkefnin fjölbreytt og dreifast víða um land. Hæsta styrkinn hlýtur Vatnajökulsþjóðgarður, 29,7 milljónir króna, vegna framkvæmda í Skaftafelli. Þar verður m.a. byggt við núverandi aðstöðu en framkvæmdirnar hafa að markmiði að stótbæta þjónustu við ferðafólk.

Sjö önnur verkefni fá 10 milljóna króna styrk eða hærri:

• Þingeyjarsveit vegna endurbóta við Goðafoss, 15 milljónir kr
• Umhverfisstofnun fyrir salernisaðstöðu við Hverfjall í Mývatnssveit 13,8 milljónir kr
• Vatnajökulsþjóðgarður vegna uppbyggingar við Langasjó 13,3 milljónir kr
• Djúpavogshreppur vegna deiliskipulags o.fl. við Teigarhorn 11,6 milljónir kr
• Umhverfisstofnun vegna framkvæmda við nýjan stiga við Gullfoss 10,1 milljón kr
• Skaftárhreppur vegna áningarstaðar í Eldhrauni 10 milljónir kr
• Minjastofnun Íslands vegna uppbyggingar á Stöng í Þjórsárdal 10 milljónir kr

Sótt um fyrir 848 milljónir

Umsóknarfrestur um styrki rann út í lok janúar og bárust alls 136 umsóknir frá opinberum- og einkaaðilum sem hafa umsjón með ferðamannastöðum víðsvegar um land. Heildarupphæð styrksumsókna var voru rúmar 848 milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnin er áætlaður 1,9 milljarðar króna.

Verulegur árangur náðst

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er nú á sínu þriðja starfsári og hefur frá upphafi úthlutað rúmlega 200 styrkjum að upphæð tæplega 850 milljónir króna. Björn Jóhannsson, umhverfisstjóri Ferðamálastofu, segir ánægjulegt að sjá afraksturinn sem orðin er af starfi sjóðsins. „Við erum að sjá fjölmörg spennandi verkefni víða um land verða að veruleika fyrir tilstuðlan þess fjármagns sem sjóðurinn hefur úthlutað og þótt ljóst sé að enn sé víða þörf á úrbótum þá getum við engu að síður horft stolt á þann árangur sem þegar hefur náðst,“ segir Björn

Af www.ferdamalastofa.is

 

Staður á Eyrarbakka hefur ekki hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða við útsýnispallinn og aðgengið þar en sótt var um styrk að þessu sinni.

Skráð af Menningar-Staður 

30.04.2014 18:32

Andrés Rúnar: Reisum nýtt og betra

Andrés Rúnar Ingason.

 

Andrés Rúnar: Reisum nýtt og betra

 

1. maí er meira en frídagur, hann er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks.

Að 1. maí skuli vera lögboðinn frídagur er áminning til okkar um það að þau réttindi sem launafólk hefur náð, hafa hvorki fengist baráttulaust, né verða þau varin eða aukin réttindi sótt án baráttu. 

Verkfallsrétturinn er mikilvægasti rétturinn sem launafólk hefur náð fram. Hann er lykillinn að því að fólk geti sótt annan rétt, til launa, lífeyris, mannréttinda og fleiri lífsgæða. Án verkfallsréttar hefði launafólk ekkert baráttutæki sem bítur. Þessi réttindi voru sótt með hörðum átökum bæði hérlendis og erlendis. Sum verkföll stóðu lengi og reyndu bæði á fjárhag og samstöðu verkafólks. Verkfallsvörðum og kröfugöngum var oft mætt með kylfum og grjótkasti og erlendis með skotvopnum. Fólk var svartlistað með útskúfun frá því að vera ráðið til starfa og fékk ekki eðlilegan aðgang að húsnæði, byggingarlóðum eða bankaþjónustu.

Núna höldum við hátíð 1. maí með skrúðgöngu, kaffisamsæti og hátíðarræðum og þannig á það að vera. Við eigum að fagna því sem áunnist hefur, þakka þeim sem náðu því fram með baráttu sinni og árétta með sjálfum okkur að við höldum baráttunni áfram. Ennþá er verkfallsvopnið brýnt vopn. Það sést meðal annars á muninum á því sem framhaldsskólakennarar náðu fram eftir verkfall og hinu sem önnur stéttarfélög náðu fram með bónleiðum. 

Fyrir hvern var „þjóðarsáttin“?
Með „þjóðarsáttarsamningunum” árið 1990 tóku Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitandasamband Íslands sig saman um að reyna að kveða niður „verðbólgudrauginn“ sem gengið hafði ljósum logum með áralöngum víxhækkunum launa og verðlags. Við tók meiri efnahagslegur stöðugleiki. Fyrir þennan tíma hafði verkafók náð fram öllum þeim helstu réttindum sem við búum að nú, 40 stunda dagvinnu á viku, lágmarkslaunum, lífeyri, orlofi og fleiru. Við tók að halda í því horfi, en skila fáum nýjum ávinningum. Fyrir atvinnurekendur opnuðust ný sóknarfæri, afkoma þeirra batnaði og fjármagnsmyndun jókst.

Misskipting er að aukast
Það er  umhugsunarvert að allt frá „þjóðarsáttarsamningunum“ hefur misskipting milli ríkra og fátækra á Íslandi aukist, fyrst hægt, en með vaxandi hraða frá aldamótum. Með aukinni alþjóðavæðingu kom aðgengi fjármagnseigenda að erlendum fjármálamörkuðum. Samhliða komust þær kenningar til áhrifa sem boðuðu aðhaldsleysi með athafnamönnum og eftirlitsleysi með fjármagni. Þetta endaði með ósköpum sem okkur eru vel kunn. 

Við endurreisn efnahags Íslands er kominn tími til að launafólk sæki fram á ný, sæki bætt lífskjör, hærri laun, styttri vinnutíma, meiri jöfnuð og velferð. Til þess þarf vilja og til þess þarf samstöðu. Til þess höldum við baráttudag.

Andrés Rúnar Ingason,
skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg

 

Skráð af menningar-Staður

30.04.2014 11:49

Stigaframkvæmdir við Stað


Siggeir Ingólfsson, Gísli J. Nilsen og stiginn veglegi.

 

Stigaframkvæmdir við StaðSiggeir Ingólfsson, Staðarhaldari við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka – Menningar-Stað- lætur ekki deigan síga í framkvæmdum í og við útsýnispallinn við Stað.

Síðustu daga hefur Eyrbekkingurinn Gísli J. Nilsen verið að smíða stiga á verkstæði sínu á Stokkseyri. Stiginn, en í honum eru 22 þrep, verður settur niður við útsýnispallinn við Stað og mun ná alveg niður í fjöru og gera aðgengi að fjörunni mjög auðvelt. Erfitt hefur verið að komast niður í fjöruna af sjóvarnargarðinum þar sem í garðinum er stórgrýti.

Gísli kom með stigann að Stað í morgun og verður hann settur niður bráðlega.

Menningar-Staður færði vettvanginn til myndar í morgun.
Myndalabúm erkomið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/260692/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

30.04.2014 10:47

Feðgin sýna í Svartakletti á Stokkseyri

Elfar Guðni Þórðarson.Feðgin sýna í Svartakletti á Stokkseyri

 

Nú standa yfir sýningar í Svartakletti í Menningarverstöðinni í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.

Þar sýna þau feðgin Elfar Guðni Þórðarson og Valgerður Þóra Elfarsdóttir. 

Á sýningunum eru myndir málaðar með akrýl á masonit og olíu á striga, ljósmyndir af þúfunum í Stokkseyrarfjöru og mósaíkverk unnin með blandaðri tækni.

Sýningin er opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-18.00, eða eftir samkomulagi, til 1. júní sem jafnframt er sjómannadagurinn.

 

Skráð af Menningar-Staður

30.04.2014 10:41

Hátíðardagskrá 1. maí á Selfossi

 Gils Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurlands.

 

Hátíðardagskrá 1. maí á Selfossi

 

Hátíðarganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss hefst kl. 11:00. Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem dagskráin verður haldin innandyra. Boðið verður upp á reiðtúra fyrir börnin fyrir aftan hótelið.

Kynnir: Gils Einarsson

Ræður dagsins:

1. Ögmundur Jónasson fv. formaður BSRB

2. Mjöll Einarsdóttir fulltrúi eldri borgara á Selfossi

Sveppi og Villi halda uppi fjörinu fyrir yngri og eldri og Karlakór Selfoss flytur nokkur lög. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla.  Marie verður með blöðrur fyrir börnin.  Grillaðar verða pylsur fyrir gesti og gangandi.  

Mætum öll með góða skapið og stöndum saman á þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins.Skráð af Menningar-Staður