Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Apríl

24.04.2014 06:26

Sumardagurinn fyrsti - harpa byrjar


 

Sumardagurinn fyrsti - harpa byrjar

 

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi, nú 19. til 25. apríl, en 9. til 15. apríl í gamla stíl fyrir 1700. 

Um fyrsta sumardag er getið þegar í elstu heimildum. Vikan var helsta tímeining í gamla íslenska tímatalinu, og kann það að valda nokkru um nafn fyrsta sumarmánaðar, hörpu, er ekki þekkt fyrr en frá 17. öld. Nafnið virðist dregið af vorhörkum, en síðar tengist það öðrum persónugerðum mánaðaheitum og er þá litið á Hörpu sem yngismey sem piltar eiga að fagna á fyrsta degi. 

Sumarblóta er lítillega getið í frásögnum af heiðnum sið. Þótt heimildir séu fámálar er líklegt að Íslendingar hafi alltaf haldið til í mat og drykk eftir efnum og ástæðum. 

Sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir. 

Ekki er unnið nema nauðsynjastörf eða táknræn sumarstörf, og hafa börn nýtt daginn til leikja. 

Víða var messað á sumardaginn fyrsta til miðrar 18. aldar en húslestrar héldust mun lengur. 

Samkomur hefjast í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Eftir aldamót 1900 tengjast þær ungmennafélögum, en frá þriðja áratug þeirrar aldar hefur dagurinn verið helgaður börnum með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarfi. Fyrsti “barnadagurinn” var í Reykjavík árið 1921. 

Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomu, og er meðal annars talið vita á gott sumar ef “frýs saman” aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar maður sá fyrsta tungl sumarsins átti hann að steinþegja þar til einhver ávarpaði hann. Úr ávarpinu mátti lesa véfrétt, og hétt þetta að láta ávarpa sig í “sumartunglið”. 

Þorri og Góa grálynd hjú
gátu son og dóttur eina:
Einmánuð sem bætti ei bú
og blíða Hörpu að sjá og reyna.


Að sögn Hjálmars Finnssonar frá Hvilft í Önundarfirði hófst sumardagurinn fyrsti hjá börnum þar með því að hlaupa þrjá hringi í kringum íbúðarhúsið og sungið lag sem hljóðaði svo: 

“Verlkomin harpa,
gakktu inn í bæinn.
Vertu ekki í vindinum,
vorlangan daginn”. Fyrsti dagur hörpu, sumardagurinn fyrsti, er dagur strákanna, á meðan fyrsti dagur einmánaðar var dagur stúlknanna og reyndu strákarnir alltaf að vakna á undan stelpunum á sumardaginn fyrsta að sögn Hjálmars. 

Heimildir: Úr bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson og gagnasafni Önfirðingafélagsins. Skráð af Menningar-Staður
 

24.04.2014 06:22

Sumardagurinn fyrsti - gleðilegt sumar

 

Sumardagurinn fyrsti - gleðilegt sumar

 

Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 19. apríl.

 

Dagurinn er hluti af misseristalinu sem tíðkast hefur hér á landi frá landnámi. Árinu er þar skipt í tvo nærri jafnlanga helminga: Sumarhelming og vetrarhelming. Þó svalt sé oft í veðri á þessum árstíma er dagurinn vel valinn af forfeðrunum því sumarið ? frá sumardeginum fyrsta og til fyrsta vetrardags á haustin ? er einmitt hlýrri helmingur ársins, en veturinn sá kaldari. Sömuleiðis verða á þessum tíma árviss fjörbrot vetrarins í háloftunum yfir landinu og sumarið tekur við, þá dregur að jafnaði mjög úr afli veðurkerfa.

Í Noregi og Svíþjóð var notað öllu frumstæðara misseristímatal, en þar er sumardagurinn fyrsti að gömlu tali þann 14. apríl og stendur sumarið til 14. október.

Árstíðaskipting er með ýmsu móti í heiminum. Ef við teljum árstíðirnar fjórar á Íslandi, stendur veturinn frá og með desember til og með mars, vorið er þá apríl og maí, sumarið júní til september og haustið er október og nóvember. Þessi skipting hefur verið notuð á Veðurstofunni í meir en 80 ár. Víðast hvar í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum eru árstíðirnar taldar jafnlangar, vetur er þá desember til febrúar, vorið mars til maí og svo framvegis. Að eldri hætti var vorið í Evrópu talið byrja við vorjafndægur, sumarið við sumarsólstöður, haustið við haustjafndægur og veturinn hófst við vetrarsólstöður. Allar þessar skiptingar eiga rétt á sér og eru skynsamlegar á sinn hátt. Víða í heiminum eru aðrar skiptingar.

Íslenska misseristalið var eitt fullkomnasta tímatal síns tíma. Það varð fullþroskað á 12. öld og full ástæða er til að sýna því þá ræktarsemi sem það á skilið. Lesa má margs konar fróðleik um það á fróðleikssíðum Almanaks Háskólans.

Af VísindavefurinnSkráð af Menningar-Staður

23.04.2014 21:49

Vor í Árborg að hefjast - Skrúðganga, málverk og fagrir tónar

 

Vor í Árborg að hefjast – Skrúðganga, málverk og fagrir tónar

 

Vor í Árborg 2014 hefst á morgun, fimmtudaginn 24.apríl og stendur allt til sunnudagsins 27.apríl.

Dagskráin opnar með göngu á Ingólfsfjall kl. 10:00 undir leiðsögn félaga í Björgunarfélagi Árborgar en síðan kl. 13:00 hefst skrúðganga frá skátaheimilinu að Tryggvagötu 36 en hún er farin í tilefni af sumardeginum fyrsta sem kemur upp á þennan fimmtudag. Skátarnir standa svo fyrir dagskrá í garðinum við skátaheimilið fram eftir degi og bjóða uppá útieldun, popp, hoppukastala, danssýningu o.fl.

Fjöldi sýninga opnar þennan fyrsta dag og má nefna „Vor barnanna“ í Hótel Selfoss en þar eru sýnd verk sem hafa verið unnin á Vori í Árborg sl. ár. 

Opnunarhátíð verður síðan á Hótel Selfoss kl. 17:00. Þar koma fram barna- og unglingakór Selfosskirkju, Gísli Stefánsson ásamt undirleikara og íþrótta- og menningarnefnd afhendir menningarviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar 2014.

Sýningar ljósmyndaklúbbsins Bliks og Valdimars Jónssonar verða opnaðar formlega á sama tíma.

 

Dagskrá Vors í Árborg má nálgast hér Vor í Árborg dagskrá 2014 – heild

Skráð af Menningar-Staður

23.04.2014 21:37

Ljósmyndasýning Bliks opnuð á sumardaginn fyrsta

Ein af ljósmyndunum sem verður á sýningu Blikfélaga en myndina tók Fjóla Dögg Þorvaldsdóttir.

 

Ljósmyndasýning Bliks opnuð á sumardaginn fyrsta

 

Blik, ljósmyndaklúbbur áhugafólks á Suðurlandi mun opna sýna sjöttu ljósmyndasýningu í Hótel Selfossi á sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 17:00 í tengslum við Vor í Árborg.

Myndirnar eru frá 30 félögum af 55 skráðum félögum. Þemað er „Sunnan 65°“ og var myndefnið frjálst. Alls eru sýndar 57 myndir á sýningunni en um sölusýningu er að ræða.

Ljósmyndasýningin mun standa uppi í Hótelinu við veitingastaðinn Riverside í heilt ár, eða fram að næstu sýningu vorið 2015.

 

Allir hjartanlega velkomnir við opnunina 24. apríl 2014.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.04.2014 21:27

Fyrsta Hópshlaup ársins er á morgun - sumardaginn fyrsta

 

Fyrsta Hópshlaup ársins 2014 er á morgun 24. apríl -

-sumardaginn fyrsta

23.04.2014 21:13

Vortónleikar Karlakórs Selfoss á morgun - sumardaginn fyrsta

 

Vortónleikar Karlakórs Selfoss á morgun - sumardaginn fyrsta

 

Á árstíðirnar verða lofsungnar á vortónleikum Karlakórs Selfoss sem hefjast að vanda að kvöldi -sumardagsins fyrsta- þ.e. á morgun í Selfosskirkju. Kórfélagar fá þá umbun æfinga vetrarins þegar þeir upplifa samhljóm og mýkt, angurværð, kraft og gáska skila sér og þetta magnaða hljóðfæri 70 radda spila saman í einum hljómi undir stjórn Lofts Erlingssonar og við undirleik Jóns Bjarnasonar.

 

Árstíðirnar eru spennandi viðfangsefni þar sem ljóð og lög eru ýmist tilfinningaþrungin og alvörugefin eða glettin og léttleikandi. Þannig nýtur kórinn sín vel; ýmist í mjúkum og ljúfum lögum, í magnþrungnum og krefjandi söng eða léttleikandi ljúfum sumartónum, þar á meðal einu ættuðu úr smiðju Oddgeirs Kristjánssonar úr Vestmannaeyjum. Innlend og erlend tónskáld eiga perlur á söngskránni, eins og Sigurður Ágústsson, Páll Ísólfsson, Jón Nordal, Franz Schubert, Paul McCartney, Frederic Chopin og fleiri. Um helmingur laganna er sérstaklega útsettur fyrir Karlakór Selfoss og hefur kórinn þar notið aðstoðar Lofts Erlingssonar, Ásgeirs Sigurðssonar, Stefáns Þorleifssonar og Örlygs Benediktssonar.

Á efnisskránni eru sígild stórvirki eins og Árnesþing, Úr útsæ rísa Íslandsfjöll og Háfjöll Sigurðar Ágústssonar, ljúfar perlur eins og Rósin, Glerbrot, Næturljóð og Nú máttu hægt, mansöngvar og glettnar Veraldarvísur.

Nokkur af lögunum á efnisskránni hafa aldrei áður verið flutt á Íslandi í þessum búningi. Þannig hefur Stefán Þorleifsson útsett lagið Þokufjöll fyrir kórinn en þar er á ferðinni íslenskur texti við lagið „Over the Misty Mountain Cold“ úr myndinni um Hobbitann eftir Tolkien. Þar tekur einn kórfélaginn sér hamar í hönd og „spilar“ á steðja! Hið þekkta lag Sigurðar Ágústssonar; „Háfjöllin“ verður flutt í nýrri og tilkomumikili útsetningu kórstjórans Lofts Erlingssonar. Þá syngur kórinn nýtt ljóð Valdimars Bragasonar um Þjórsá í út-setningu Ásgeirs Sigurðssonar á Bítlalaginu „Mull of Kintyre“, sannarlega magnþrunginn texti um landvætti, reimleika og frostbirtu við straumþungan dyn stórfljótsins.

Nú stíga fram ungir söngmenn úr kórnum og flytja okkur einsöng. Hermann Örn Kristjánsson, tenór syngur einsöng í Þjóðvísu og Mansöng þar sem sungið er til álfkonu. Hermann Ingi Magnússon, tenór, og Róbert Aron Kristjánsson, bassi, syngja síðan tvísöng í nýrri og leikandi léttri útsetningu Lofts Erlingssonar á Veraldarvísum.

Á 49. starfsári sínu hefur metfjöldi félaga, eða 72, stundað æfingar af kappi í allan vetur og hlakka til að flytja metnaðarfulla dagskrá fyrir gesti sína. Áhugi og metnaður hefur einkennt vetrarstarfið og söngmenn hlakka til að skemmta sér og áhorfendum á vortónleikunum sem verða sem hér segir:

Selfosskirkja - sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 20:30,
Selfosskirkja - þriðjudaginn 29. apríl kl. 20:30,
Fella- og Hólakirkja - fimmtudaginn 1. maí kl. 20,
Flúðum - laugardaginn 3. maí kl. 20:30.

 

Skráð af Menningar-Staður

22.04.2014 22:19

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá 22. apríl 2014

Séra Úlfar Guðmundsson og Siggeir Ingólfsson.

 

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá 22. apríl 2014

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka fór í dag upp að Ölfusá við Selfoss.

Um var að ræða svokallaða  -sjálfumgleðiferð- en slikt hátterni er að færast í aukana síðustu; mánuði, misseri og ár.

Innihald slíkra ferða er að hitta mann og annan og hafa gaman af.

 

Komið var á þessa staði þar sem gestunum var gríðarlega vel tekið:

1. Tölvu og rafeindaþjónusta Suðurlands TRS.

2. Pósturinn við Austurveg.

3. Ráðhús Árborgar.

4. Krónan

5. Rakarastofa Björns og Kjartans

6. Sunnlenska bókakaffið og Sunnlenska fréttablaðið.

 

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm með 28 myndum er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/260272/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menninbgar-Staður

22.04.2014 17:18

Fyrsta rafskuttluferðin á útsýnispallinn við Stað á Eyrarbakka

Sigurður Eiríksson kominn upp skábrautina og á útsýnispallinn.

 

Fyrsta rafskuttluferðin á útsýnispallinn við Stað á Eyrarbakka

Sá merkilegi atburður átti sér stað í morgun við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka að fyrsta ferðin á rafskuttlu var farin upp spábrautina góðu og uppá útsýnispallinn. Það var hinn 84 ára gamli Eyrbekkingur Sigurður Eiríksson sem vann þetta ágæta afrek.

 

Nokkrir Vitringar sátu í morgunkaffi hjá Geira á Bakkanum í forsalnum að Stað og sjá þeir hvar Sigurður kemur brunandi og beint í skábrautina og uppá útsýnispallinn eins og ekkert væri. Viðstaddir fóru strax upp á útsýnispallinn til Sigurðar og fögnuðu þessu með honum. Einn þeirra var Trausti sonur Sigurðar, bifreiðastjóri til áratuga. Hann gat ekki setið á „bílastrák“ sínum og fékk að fara á rafskuttlu föðurins niður skábrautina.

 

Sigurður fór síðan aðra ferð upp skábrautina til myndatöku eftir að afrekinu hafði verið fagnað við kaffidrykkju.

Menn hugsuðu til baka um 110 ár til þess að Thomsensbíllinn kom fyrsta sinni á Eyrarbakka þann 16. júlí  árið 1904 í fyrstu langferð bíls á Íslandi eins og frægt er í sögunni.   

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/260256/

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

22.04.2014 13:26

Sumarkoma, Shakespeare og Teboð

Frá teboði fyrri ára.

 

Sumarkoma, Shakespeare og Teboð

 

Vorsýning  Bókasafns Árborgar á Vori í Árborg verður tileinkuð Sumardeginum fyrsta, þennan fallega sið að bjóða sumarið velkomið á undan vorinu.

Hið árlega Teboð verður haldið laugardaginn 26. apríl 2014 kl. 13.30. Tónlist, te, sonnettur og sögur.

Nú biðlum við til ykkar kæru lánþegar  að lána okkur skemmtilegar myndir teknar á Sumardaginn fyrsta,  saga má gjarnan fylgja myndunum.  Shakespeare á 450 ára afmæli  þennan dag og fær  sinn sess á sýningunni.

Hápunktur sýningarinnar verður hið árlega Teboð sem nú verður í anda Sumardagsins fyrsta, sumarlegir kjólar og hattar. Konur verða í aðalhlutverki og fá að sitja við háborðið meðan karlmennirnir verða á kantinum og fylgjast með. 

Komdu með fallegan tebolla og fáðu aðgöngumiða og sæti í teboðið.

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, lagði hönd á plóg í morgun við undirbúning teboðsins.

Skráð af Menningar-Staður

22.04.2014 12:51

Reyndi að smygla lyfjum á Hraunið

Litla-Hraun.

 

Reyndi að smygla lyfjum á Hraunið

 

Fangaverðir á Litla Hrauni fundu um 100 Rivotril töflur á heimsóknargesti á föstudaginn langa.

Gesturinn var handtekinn og mun mál hans fá venjubundna afgreiðslu.

Af www.sunnlenska.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður