Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

09.05.2014 15:09

Söfnin á Eyrarbakka opna

 

Söfnin á Eyrarbakka opna

 

Sumartími er genginn í garð hjá söfnunum á Eyrarbakka, Húsinu og Sjóminjasafninu. 

Þar er opið alla daga kl. 11-18 og eftir samkomulagi á öðrum tímum.

Hið stórmerka 18. aldar hús er sem fyrr aðal aðdráttaraflið og í Sjóminjasafninu hinn einstaki gripur áraskipið Farsæll. Í borðstofu Húsisns er sýningin Ljósan á Bakkanum um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður og stormasama ævi hennar og í Assistentahúsinu örsýningin Handritin alla leið heim sem fjallar um Árna Magnússon og handritið SKáldskaparfræði. Í forsal Sjóminjasafnins er hægt að sjá á skjá ljósmyndir og sögu vélbáta frá Eyrarbakka.

 

Allir velkomnir í Húsið og Sjóminjasafnið í sumar!

 Skráð af Menningar-Staður

09.05.2014 06:05

171 milljón í fjárhagsstyrki til ferðamálaverkefna á Suðurlandi 2014

Við Gullfoss.

Umhverfisstofnun – Nýr stigi við Gullfoss, kr. 10.065.000 styrkur til að reisa nýjan stiga á milli efra- og neðra svæðis við Gullfoss. Markmið  er að stuðla að öryggi ferðamanna og bæta aðgengi þeirra sem skoða fossinn.

Umhverfisstofnun – Útsýnispallur, auk göngustíga beggja vegna hans við Gullfoss, kr. 8.195.000 styrkur til endurgerða útsýnispalls og gerð göngustíga beggja vegna við hans.

 

171 milljón í fjárhagsstyrki til ferðamálaverkefna á Suðurlandi 2014

 

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 50  styrkjum að  upphæð 244.484.625 krónur til ferðamálaverkefna víðsvegar um landið. Fjöldi styrkja kom á Suðurland, eða sem nemur tæplega 171 milljón króna. Hér að neðan má sjá upplýsingar um þau verkefni sem hluti styrki.

Flóahreppur – Urriðafoss, kr. 1.500.000 styrkur til stækkunar bílaplans og lagningar göngustíga. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi og tryggja öryggi ferðamanna.

Fuglavernd – Friðland í Flóa, fyrir fólk og fugla,  endurbætur og uppbygging, kr. 950.000 styrkur til framkvæmda við bílastæði, gerð göngubrúa og uppsetningar á skiltum. Markmið styrkveitingar er að styðja við endurheimt votlendis, uppbyggingu fuglaskoðunarferðamennsku á svæðinu og auka framboð fjölbreyttra möguleika fyrir ferðamenn.

Hrunamannahreppur og landeigendur Jaðri I – Gullfoss aðgengi á austurbakka, kr. 1.400.000 styrkur til úrbóta á göngustígum, gerð merkinga og uppsetningu skilta. Markmið er að tryggja aðgengi ferðamanna en vernda jafnframt fyrir ágangi með upplýsingagjöf og stýringu á umferð.

Hveragerðisbær – Reykjadalur -  aðkoma og bílaplan, kr. 2.000.000 styrkur til deiliskipulags fyrir aðkomu og bílaplan fyrir gönguleiðina inn í Reykjadal. Markmið er að styrkja svæðið til móttöku á þeim fjölmörgu ferðamönnum sem sækja vilja þennan sérstæða stað heim ásamt því að vernda viðkvæma náttúru fyrir ágangi.

Katla jarðvangur Geopark   uppbygging áningastaða, kr. 4.580.000 styrkur til hönnunar og framkvæmda við Fagrafoss, Hólmsárfoss, Þykkvabæjarklaustur, Loftsalahelli og Dyrhólaós, Höfðabrekkuheiði, Steinahelli, Pöstina og aðstöðu við 9 nýja staði í Kötlu jarðvangi  með því markmiði að fjölga áningarstöðum ferðamanna og dreifa álagi.

Kerlingarfjallavinir – Slysavarnir á háhitasvæðum í Kerlingarfjöllum, kr. 1.560.500 styrkur til uppsetninga öryggisgirðinga, smíði á tröppum og uppsetningu aðvörunarskilta við hverina í Neðri Hveradölum og í Hverabotni. Markmið  er að auka öryggi ferðamanna og styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu á þessu svæði

Lionsklúbbur Laugardals – Göngustígar í Laugardal, kr. 700.000 styrkur til uppsetningar á upplýsingaskiltum og kaupum á bekkjum og borðum til að styðja við uppbyggingu fyrir ferðamenn á svæðinu.

Minjastofnun Íslands – Stöng í Þjórsárdal: verndun og uppbygging, kr. 10.000.000 styrkur til gerðar göngustíga og áningarstaða við bæinn Stöng í Þjórsárdal.  Tilgangurinn er að bæta aðgengi og vinna gegn sliti af völdum ferðamanna á þessum mikilvæga menningar- og ferðamannastað.

Rangárþing eystra – Hönnun og framkvæmdir við tröppur og stíg norðan megin við Seljalandsfossm, kr. 8.500.000 styrkur til hönnunar og smíði á járntröppum og palli norðan megin við Seljalandsfoss ásamt enduruppbyggingu og viðgerð á stígnum milli Seljalandsfoss og  Hamragarða/Gljúfrabúa. Markmið er að styrkja svæðið, auka fjölbreytni þess og  verja áfangastaði sem vinsælir eru undan frekari ágang ferðamanna.

Rangárþing eystra – Útsýnispallur og öryggishandrið við miðju Skógafoss, kr. 2.200.000 styrkur til hönnunar og framkvæmdar á útsýnispalli á útsýnissvæði fyrir miðri brekku við Skógafoss. Tilgangurinn  er að sporna við átroðningi, vernda gróður og auka öryggi þeirra ferðamanna sem koma til að skoða fossinn.

Rangárþing ytra – Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar, kr. 10.000.000 styrkur til að halda samkeppni um hönnun og skipulag fyrir Landmannalaugar. Markmið er að vernda viðkvæm svæði og bæta öryggi ferðamanna með skilgreindu skipulagi og stígakerfi.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Gjáin í Þjórsárdal umhverfi og aðgengi, kr. 2.250.000 styrkur til gerðar á vönduðum göngustígum niður í Gjána í Þjórsárdal og um hana, m.a. með tröppum og brúm yfir læki.

Reynisfjara ehf. – Veitinga- og þjónustuhús í Reynisfjöru, kr. 4.000.000 styrkur til uppbyggingar salernisaðstöðu sem opin verður ferðamönnum allan sólarhringinn. Markmið  er að styðja við uppbyggingu á svæðinu auka öryggi ferðamanna, bæta ásýnd og stuðla að bættu umgengni ferðamanna.

Skaftárhreppur – Áningarstaður í Eldhrauni, kr. 10.000.000 styrkur til gerð áningarstaðara með öruggari innkeyrslu, salernisaðstöðu, göngupöllum, útsýnispöllum, áningarborðum og fræðsluskiltum. Ætlunin er að  bæta aðstöðu við viðkvæmt svæði og vernda það þannig fyrir ágangi ferðamanna.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Gjáin í Þjórsárdal umhverfi og aðgengi, kr. 2.250.000 styrkur til gerðar á vönduðum göngustígum niður í Gjána í Þjórsárdal og um hana, m.a. með tröppum og brúm yfir læki.  Bæta á  öryggi, upplifun og  fræðslu ferðamanna ásamt því að verja viðkvæma náttúru í Gjánni.

Þjónustuhús í þjóðskóginum á Laugarvatni, kr. 4.900.000 styrkur til byggingar þjónustuhúss í þjóðskógunum á Laugarvatni.  . Markmið  er að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn og heimafólk, og að auki að dreifa álagi frá fjölsóttustu ferðamannastöðunum

Skógrækt ríkisins – Gönguleiðir og útsýnisstaður við Systrafoss , Kirkjubæjarklaustri, kr. 700.000 styrkur til gerðar útsýnisstaðra við Systrafoss, bæta öryggi á gönguleið og endurnýja þrep.

Sveitarfélagið Hornafjörður – Jöklaleiðin: Gönguleið milli Skálafells og Göngubrúar yfir Hólmsá, kr. 3.100.000 styrkur til undirbúnings og framkvæmda við stikun gönguleiða og uppsetningu upplýsingaskilta fyrir gönguleið milli Kolgrímu og Hólmsár. Markmið  er að stuðla að öryggi ferðamanna og verndun viðkvæmra svæða með upplýsingagjöf og stýringu umferðar.

Sveitarfélagið Ölfus – Reykjadalur 2014, kr. 7.000.000 styrkur til að laga aðgengi að heitum læk, laga stíga og hættur við hveri ásamt því  að koma fyrir snyrtingu og merkingum. Tilgangurinn er að bæta öryggi ferðamanna, aðgengi þeirra að svæðinu og vernda þannig viðkvæma náttúru.

Umhverfisstofnun – Nýr stigi við Gullfoss, kr. 10.065.000 styrkur til að reisa nýjan stiga á milli efra- og neðra svæðis við Gullfoss. Markmið  er að stuðla að öryggi ferðamanna og bæta aðgengi þeirra sem skoða fossinn.

Umhverfisstofnun – Útsýnispallur, auk göngustíga beggja vegna hans við Gullfoss, kr. 8.195.000 styrkur til endurgerða útsýnispalls og gerð göngustíga beggja vegna við hans.

Vatnajökulsþjóðgarður – Uppbygging við Langasjó, kr. 13.250.000 styrkur til að byggja upp áningaraðstöðu fyrir ferðamenn. Styrkurinn er veittur til að byggja upp áningaraðstöðu fyrir ferðamenn og bæta aðstöðu fyrir aukinn fjölda ferðamanna og bæta þannig öryggi þeirra ásamt því að  stuðla að aukinni upplýsingagjöf.

Vatnajökulsþjóðgarður – Kolgríma,  göngubrú, kr. 3.100.000 styrkur til að byggja göngubrú yfir jökulánna Kolgrímu.  Markmið er  að auka öryggi ferðamanna og stuðla að aukinni vetrarferðamennsku á svæðinu.

Vatnajökulsþjóðgarður – Viðbygging í Skaftafelli, kr. 29.700.000 styrkur til viðbyggingar við núverandi aðstöðu fyrir ferðamenn. Tilgangurinn er að styðja við uppbyggingu á frekari þjónustu ferðamanna á svæðinu og veita möguleika til þess að þjóna betur ferðamannastraumi allan ársins hring.

Vestmannaeyjabær – Blátindur: sýningarsvæði vélbátasögu Vestmannaeyja, kr. 3.000.000 styrkur til framkvæmda við sýningarsvæðið í kringum Blátind; jarðvegsinnu, grjóthleðslur og timburyfirborð. Tilgangur styrkveitingar er að byggja upp áhugaverðan stað og styrkja svæðið sem heilsársferðamannastað.

Vinir Þórsmerkur – Viðhald gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu, kr. 2.600.000 til viðhalds og endurbóta á stígum og tröppum. Markmiðið  er að bæta aðgengi , auka öryggi ferðamanna og vernda jafnframt viðkvæma náttúru með stýringu á umferð.

Af www.sass.is

 

Hin magnaða og fjölþætta framkvæmd við útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka

fékk ekki úthlutun frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

09.05.2014 05:47

Lönd til leigu


Eyrarbakki. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Lönd til leigu

 

Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar auglýsir til leigu landspildu á Eyrarbakka 

Hjallhólsgrund  3,8 ha.  að stærð

og landspilda á Stokkseyri 
Kaðlastaðatún 3,6ha. að stærð.

Umsóknarfrestur er til og með  16. maí   2014.

Umsóknir skulu berast skriflega til skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, Austurvegi 67, 800 – Selfossi eða með tölvupósti  á póstfangið asdis@arborg.is

Allar nánari upplýsingar gefur Bárður Guðmundsson í síma 4801500.

Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar

 

Stokkseyri. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

08.05.2014 22:22

Bjart samfélag

Viðar Helgason, skipar 1. sæti og Eyrún Björg Magnúsdóttir 2. sæti Bjartar framtíðar í Arborg.

 

Bjart samfélag

 

Það vilja flestir ef ekki allir trúa því að bjart sé framundan. Hvort sem er á langferð eða styttri ferðum vonum við flest að það sé bjart og gott á áfangastað. Nú líður að sveitarstjórnarkosningum og hugmyndir um bjartari framtíð heyrast héðan og þaðan. En hvað er það sem við viljum langflest ef ekki öll? Að okkar mati er það að búa í sveitarfélagi sem er eftirsóknarvert samfélag  hvað þjónustu varðar, atvinnumöguleika, menntunarmöguleika, viðhorf og samkennd.

Við í Bjartri framtíð lofum að gera okkar allra besta til að svo megi verða og bæta enn úr þar sem vel hefur tekist til. (Það er líklega eina loforðið sem við viljum leggja fram því okkur finnst synd að henda fram loforðum sem ekki er vitað hvort hægt er að standa við.) Þetta viljum við gera í samstarfi við fagaðila, fólk með dýrmæta reynslu og með stuðningi íbúa í Árborg. Við fögnum öllum hugmyndum um bætt sveitarfélag um leið og við viðurkennum það sem þegar er gott.

Við teljum mikilvægt að íbúalýðræði sé virt. Að þeir sem eru grunnstoð samfélagsins hafi um uppbyggingu þess að segja. Þess vegna hvetjum við sem flesta til að koma að máli við okkur eða senda okkur hugmyndir sínar. Samtal við ykkur skiptir okkur öllu máli. Við ætlum að vera með færanlega kosningaskrifstofu, rútu, til að geta verið sem víðast um sveitarfélagið án mikils tilstands. Tímasetningar verða auglýstar fljótlega, en einnig er hægt að fylgjast með og hafa samband á Facebooksíðu okkar bfarborg og heimasíðunni arborg.bjortframtid.is eða senda okkur póst á arborg@bjortframtid.is 

Við viljum búa til framtíðarsýn í atvinnusköpun í Árborg og þar er ferðaþjónusta ofarlega á blaði. Miklir möguleikar eru fólgnir í að styrkja ferðaþjónustu á svæðinu og marka stefnu í þeim málaflokki til framtíðar. Samgöngur þarf að stórbæta til að auka félagslegt jafnrétti og auka tengingu á milli byggðakjarna sveitarfélagsins. Við viljum meiri endurvinnslu og móta umhverfisstefnu þar sem samfélagið allt tekur þátt, þar eru tækifæri til hagræðingar að okkar mati. Við viljum styðja við yngri kynslóðir sveitarfélagsins í menntamálum og tómstundum og sjá blómlegt menningar- og listalíf. Við teljum að elsta kynslóðin eigi rétt á  mannsæmandi umhverfi og búsetuskilyrðum. 

Málefnin sem við viljum leggja áherslu á eru víðtæk og snerta mörg svið og verður stefnan kynnt í heild sinni á næstunni. Við hlökkum til að eiga samtal við íbúa Árborgar og erum til þjónustu reiðubúin.

Við óskum öllum frambjóðendum góðs gengis, með ósk um gott samtal, virkar og uppbyggilegar umræður um framtíð Árborgar og farsælt samstarf í þágu sveitarfélagsins.

 

Viðar Helgason, skipar 1. sæti og Eyrún Björg Magnúsdóttir 2. sæti Bjartrar framtíðar í Árborg.

 

Skráð af Menningar-Staður

08.05.2014 21:46

Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum

 

Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum

 

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húsahitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 351m3.  Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. apríl 2014.

Við útreikninga þessa er almenn notkun og fastagjald tekið saman annarsvegar og hitunarkostnaður hinsvegar.

Af þeim stöðum sem skoðaðir voru reynist rafmagnsverð hæst hjá notendum RARIK í dreifbýli kr. 102.537. Í þéttbýli er rafmagnsverð hæst á orkuveitusvæði RARIK kr. 78.498. Lægst er rafmagnsverðið á Akureyri kr. 67.859. Hæsta verð í dreifbýli er 51% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Í þéttbýli er hæsta verð 16% hærra en lægsta verð.

Þegar kemur að húshitunarkostnaðinum er munurinn öllu meiri. Þar er hæsti kyndingarkostnaðurinn á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli og Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli kr. 204.817. Í þéttbýli er kostnaðurinn hæstur á dreifiveitusvæði OV þar sem rafmagnshitun er við lýði s.s. Hólmavík kr. 195.092 og dreifiveitusvæði RARIK s.s. í Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 192.965. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Sauðárkróki kr. 83.857. Hæsta verð í dreifbýli er 144% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Í þéttbýli er hæsta verð 133% hærra en lægsta verð.

Ef horft er til heildarkostnaðar þá er kostnaðurinn hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði RARIK kr. 307.354. Heildarkostnaður í þéttbýli er hæstur á dreifiveitusvæði OV s.s. á Hólmavík kr. 272.329 og dreifiveitusvæði RARIK s.s. í  Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 271.463. Lægstur er heildarkostnaðurinn á Akureyri kr. 158.774. Hæsta verð í dreifbýli er því 94% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Í þéttbýli er hæsta verð 72% hærra en lægsta verð.

Hafa ber í huga að á nokkrum stöðum er veittur afsláttur af gjaldaskár hitaveitu þar sem ekki er hægt að tryggja lágmarkshita vatns til notanda.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar,snorri@byggdastofnun.is

Samanburður - Tölur

Af www.byggdastofnun.is

Skráð af Menningar-Staður

08.05.2014 06:34

Jón Ingi Sigurmundsson er 80 ára í dag

Jón Ingi Sigurmundsson frá Eyrarbakka.

.Jón Ingi Sigurmundsson, myndlistarmaður,

kennari og kórstjóri á Selfossi er 80 ára í dag

 

Jón Ingi er fæddur 8. maí 1934 á Eyrarbakka og er uppalinn þar.

Hann lauk kennaraprófi og tónmenntakennaraprófi 1954 og hefur verið búsettur á Selfossi frá því að hann hóf kennslustörf þar 1954. Fyrstu árin sem kennari við Barna- og Miðskólann á Selfossi ásamt kennslu í píanóleik og tónfræði við Tónlistarskóla Árnessýslu, síðar sem aðstoðarskólastjóri og skólastjóri við Gagnfræðaskólann – Sólvallaskóla.

Jón Ingi var skólastjóri Tónlistarskóla Árnessýslu 1968-1971 og hefur starfað ásamt almennri kennslu, nær óslitið við tónlistarkennslu, m.a. verið stjórnandi Stúlknakórs Gagnfræðaskólans á Selfossi og Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Jón Ingi stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1958-59 og 1971-72.

 

Fyrsti kennari hans í myndlist var Jóhann Briem. Jón Ingi er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu og hefur sótt mörg námskeið í myndlist m.a. hjá Ólafi Th. Ólafssyni, Elísabet Harðardóttur, Svövu Sigríði Gestsdóttur, Hildi Hákonardóttur, Guðrúnu Svövu Sigurðardóttur og Katrínu Briem. Jón Ingi hefur einnig stundað myndlistarnám hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn og hjá Ron Ranson í Englandi.

Jón Ingi hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið 22 einkasýningar m.a. á Selfossi, Eyrarbakka, í Eden Hveragerði, Gömlu-Borg, Þrastarlundi, Akureyri og í Horsens í Danmörku.

Jón Ingi hefur aðallega unnið með olíu, pastel og vatnsliti.

Fjöldi mynda Jóns Inga er í eigu einkaaðila, auk ýmissa fyrirtækja og stofnana m.a. Listasafns Árnessýslu og Landsbanka Íslands

 

Jón Ingi hlautv Menningarviðurkenningu Árborgar árið  2011.Myndir frá Gónhól á Eyrarbakka í maí 2011.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

07.05.2014 23:05

Stund við Stað á Eyrarbakka

.

.

 

Stund við Stað á Eyrarbakka

Menningar-Staður var á ferð þann 6. maí 2014 við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka – Menningar-Stað- og færði til myndar séð frá vestri.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261013/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

07.05.2014 21:18

Árborg kaupir 200 hektara úr Laugardælum

Jón og Ásta handsala kaupin ásamt bæjarfulltrúunum Eyþóri, Ara, Gunnari og Þórdísi.

Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Árborg kaupir 200 hektara úr Laugardælum

 

Sveitarfélagið Árborg skrifaði í dag undir kaupsamning að tæplega 200 hektara landi úr Laugardælum í Flóahreppi, austan við Selfoss.

Kaupverðið er 288 milljónir króna en seljandinn er Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga. Landsvæðið er frá lóð Mjólkurbús Flóamanna, langleiðina upp að Laugardælavatni og suður í átt að Uppsölum og Sölvholti. Inni á landsvæðinu er núverandi golfvöllur Golfklúbbs Selfoss.

„Í dag erum við að láta langþráðan draum margra rætast um það að sveitarfélagið eignist þetta land. Landið liggur að tveimur mikilvægum æðum hér, annars vegar Ölfusá og hins vegar Suðurlandsvegi. Þetta er landið inn í framtíðina,“ sagði Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, meðal annars við þetta tilefni.

„Þessar tvær kvíslar eru bæði umhverfislega, félagslega og skipulagslega gríðarlega mikilvægar fyrir Selfoss. Þetta er góður tímapunktur til að ráðast í þessi kaup. Á uppgangstímum verður verð á svona jörðum alltof hátt og menn töldu það að hér hefði tapast tækifæri fyrir nokkuð löngu síðan þegar sveitarfélagið gat keypt þetta og við teljum að nú sé sveitarfélagið að endurheimta þetta tækifæri og við séum eðlilegur kaupandi, frekar en einkaaðilar sem ætla að kaupa mikið og kreista allt út út byggingarreitum,“ bætti Eyþór við.

Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, segir að það sé ekki markmið lífeyrissjóða að eiga land þannig að sjóðurinn hafi fyrst og fremst horft til þess að að sveitarfélagið hefði áhuga á að kaupa.

„Þetta er land sem lífeyrissjóðurinn eignaðist á uppboði, sjóðurinn var ekki að sækjast eftir því að verða landeigandi. Þetta er hluti af sorgarsögu íslensk fjármálaheims á árunum fyrir hrun. Það var fyrirtæki sem fjárfesti í okkar nafni og keyptu skuldabréf með veði í þessu landi og það fór allt í vanskil og á uppboð. Við töldum okkar hag best borgið að eignast landið á uppboði,“ sagði Jón G.

Með kaupunum er Golfklúbbur Selfoss kominn með framtíðarsvæði til uppbyggingar en klúbburinn er í dag á um 10% hluta þess lands sem sveitarfélagið er að kaupa. Svarfhólsvöllur er í dag 9 holu völlur en til stendur að stækka hann með tíð og tíma í 18 holur en nýr Suðurlandsvegur mun væntanlega fara yfir vestasta hluta núverandi vallarsvæðis og því verður uppbygging vallarins upp með Ölfusá.

Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri GOS, sagði í samtali við sunnlenska.is að þetta væri stærsti dagurinn í sögu Golfklúbbs Selfoss. „Saga GOS á heima í einhverri mjög skrítinni bók, klúbburinn er búinn að vera á hrakhólum nánast frá upphafi og mig langar til að þakka bæjarstjórninni til þess að hafa kjark til þess að klára þetta mál. Við bindum vonir við að byggja hérna upp framtíðarsvæði sem verður ekki bara golfvöllur heldur einnig líflegt útivistarsvæði fyrir bæjarbúa.“

 

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður.

 

07.05.2014 07:27

Þrestir hljómuðu vel í Skálholti

.

.

.

Þrestir hljómuðu vel í Skálholti

 

Eins og undanfarin ár lauk Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði söngárinu með tónleikum í Skálholtsdómkirkju þann 1. maí sl. Þar hafa þeir njótið þess að syngja í hljómfegurstu og fallegustu kirkju landsins.

Þeir buðu; gestum og gangandi, heimamönnum og ferðamönnum frítt á tónleikana og allir fengu í eyru eitthvað við sitt hæfi. Píanó- og orgelleikur var í höndum Jónasar Þóris, meðleikara kórsins í rúman áratug og stjórnandi var sem fyrr Jón Kristinn Cortez.

Biskupsfrúin í Skálholti, Margrét Bóasdóttir, ávarpaði kórinn í lokin og þakkaði þessa frábæru söngveislu og bauð karlana velkomna að ári. Þrestirnir eru elsti karlakór landsins sem Stokkseyringurinn og tónskáldið Friðrik Bjarnason stofnaði árið 1912. 

 

Menningar-Staður var í Skálholti 1. maí og færði til myndar.
Myndaalbúm e rkomið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/260966/

Sunnlenska fréttablaðið miðvikudagurinn 7. maí 2014

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

07.05.2014 05:48

Hálfdán Sveinsson - Merkir Íslendingar

Hálfdán Sveinsson

 

Hálfdán Sveinsson - Merkir Íslendingar

 

Hálfdán Sveinsson fæddist í Hvammi í Bolungarvík 7. maí 1907.

Foreldrar hans voru Sveinn, bóndi og búfræðingur í Hvilft í Önundarfirði, sonur Árna bónda í Króki í Norðurárdal, Mýr., Þórðarsonar, og k.h. Friðfinna Rannveig húsmóðir, dóttir Hálfdáns, hreppstjóra í Meirihlíð í Bolungarvík, Örnólfssonar. Systir Hálfdáns, Mikkelína María Sveinsdóttir, var móðir Benedikts Gröndals, alþingismanns og forsætisráðherra.

Hálfdán útskrifaðist frá Kennaraskólanum 1933, kenndi í Stykkishólmi í eitt ár en flutti 1934 til Akraness og kenndi þar og bjó upp frá því.

Auk kennslu við barna- og unglingaskólann á Akranesi sinnti Hálfdán ýmsum trúnaðarstörfum í bæjarfélaginu. Hann var fyrst kosinn í hreppsnefnd Ytri-Akraneshrepps árið 1938 en þegar Akranes hlaut kaupstaðarréttindi árið 1942 var hann kosinn í fyrstu bæjarstjórn kaupstaðarins og átti þar æ síðan sæti sem fulltrúi Alþýðuflokksins þar til hann baðst undan sæti vorið 1970. Hann sat í stjórn verkalýðsfélags Akraness 1936-1962, lengst af sem formaður. Bæjarráðsmaður var hann frá 1946 og forseti bæjarstjórnar 1954-1961. Hann var bæjarstjóri í tvö ár, á árunum 1960-1962.

Hálfdán hefur setið lengst allra í bæjarstjórn á Akranesi ásamt Jóni Árnasyni, í sjö kjörtímabil eða 28 ár. Hann sat í fyrstu stjórn Skógræktarfélags Akraness 1942 og var fyrstur til að gróðursetja ásamt unglingum á Akranesi á landi þar sem nú er Garðalundur og er skógræktin á Akranesi.

Hálfdán skrifaði greinar um bæjarmál og verkalýðsmál í Alþýðublaðinu og sat í ritnefnd vikublaðsins Skagans og skrifaði töluvert í það.

Kona Hálfdáns var Dóróthea Erlendsdóttir, f. 1.9. 1910, d. 15.1. 1983. Þau áttu fjögur börn, Hilmar Snæ, Rannveigu Eddu, Svein Gunnar og Helga Víði.

Hálfdán lést 18. nóvember 1970.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 7. maí 2014 - Merkir Íslendingar


Frá Akranesi.


Skráð af Menningar-Staður