Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júní

26.06.2014 06:29

Eldri borgarar frá Selfossi í heimsókn að Stað á Eyrarbakka 25. júní 2014

Siggeir Ingólfsson í léttu spjalli.

 

Eldri borgarar frá Selfossi í heimsókn að Stað á Eyrarbakka 25. júní 2014

 

Eldri borgarar af Selfossi, sem dvelja á Ljósheimum og Fossheimum, komu í heimsókna á Eyrarbakka í gær miðvikudaginn 25. júní 2014

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað, tók þar á móti gestunum með; kaffi, kleinum, vöfflum með sultu og rjóma ásamt léttu spjalli að Siggeirs hætti.

Gestirnir voru 35; eldri borgarar, starfsfólk og nokkrir aðstandendur eldra fólksins.

Það voru starfsmenn á Ljósheimum og Fossheimum sem buðu til þessarar ferðar niður á Eyrarbakka og lofuðu aðstandendur eldara fólksins, sem voru með í ferðinni, þetta framtak og umhyggju við sitt fólk.

Enn á ný  sannaði sig hin magnaða framkvæmd sem skábrautin og útsýnispallurinn á sjóvarnargarðinn við Stað  er og hið auðvelda aðgengi allra þangað upp.

Menningar-Staður kom á staðinn og færði til myndar.
Myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað:
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263016/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

26.06.2014 06:17

Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda

 

Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda

 

„Það verður geysilegt fjör og mikil gleði á landsmóti Sambands íslenskra harmonikuunnenda dagana 3.-6. júlí næstkomandi sem haldið verður á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu,“ segir Sigurður Ólafsson á Sandi í Aðaldal, en hann er formaður undirbúningsnefndar og á von á mörgum gestum víðs vegar að af landinu.

Það eru Harmonikufélag Þingeyinga og Félag harmonikuunnenda við Eyja­fjörð sem eru gestgjafar á þessu 12. landsmóti SÍHU. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa móts í nær tvö ár. Fjöldi tónleika verður á mótinu og koma þar fram harmonikuleikarar frá hinum ýmsu héruðum landsins og félögunum öllum sem taka þátt í mótinu. Þarna munu ungir sem aldnir munda hljóðfærin og skal þar sérstaklega taka fram að yngsta kynslóð landsins mun sýna listir sínar í harmonikuleik ásamt hinum fjölmörgu listamönnum sem margir munu eflaust bíða eftir að heyra og sjá á Laugum þessa sumardaga fyrst í júlí.

Haldið á Laugum í Reykjadal  

Mótið fer að mestu fram í íþrótta­húsinu á Laugum, enda er þar nægilegt pláss fyrir mörg hundruð manns. Fagmenn munu vinna með hljóð og myndatökur á tónleikum og felst starf undirbúningsnefndar­innar aðallega í því að allt gangi upp í íþróttahúsinu og öllu því sem varðar mótsgesti.

Tjaldstæði verða bæði við íþróttavallarhúsið og sunnan við Reykjadalsána þar sem hægt verður að hafa bæði tjöld og húsbíla, enda þar nægt pláss og stutt í rafmagn. Þá verður reist stórt tjald á mótssvæðinu, en þar mun Kvenfélag Reykdæla selja veitingar handa gestum.

Meðal gistimöguleika má nefna Fosshótel Laugar, Hótel Narfastaði, Einishús á Einarsstöðum og svefnpokapláss í Litlulaugaskóla.  Á Laugum er verslunin Dalakofinn og er þar hægt að fá allar nauðsynjar.

Dansleikir á hverju kvöldi

Sigurður segir að að þetta verði fjölskylduhátíð sem eigi eftir að skilja eftir sig góðar minningar, enda hefur nefndin fyrir löngu pantað gott veður sem allir kunna vel að meta, ekki síst í góðra vina hópi harmonikuunnenda. Gestur landsmótsins verður norski harmonikuleikarinn Håvard Svendsrud,  sem er einn atkvæðamesti harmonikuleikari sinnar kynslóðar og hefur leikið í leikhúsum og á veitingastöðum auk þess sem hann hefur unnið mikið við upptökur í sjónvarpi og útvarpi.

Þetta er í annað sinn sem landsmót Sambands íslenskra harmoniku­unnenda er haldið á Laugum og býður nefndin alla velkomna á þetta glæsilega mót í júlíbyrjun.

Af www.bbl.is

Skráð af Menningar-Staður

26.06.2014 05:55

26. júní 1930 - Alþingishátíðin á Þinvöllum sett

Þingvellir.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

26. júní 1930 - Alþingishátíðin á Þingvöllum var sett

 

Alþingishátíðin á Þingvöllum var sett þann 26. júní árið 1930.

Hún var haldin til að minnast þúsund ára afmælis Alþingis og stóð í þrjá daga.

Um þrjátíu þúsund manns sóttu hátíðina.

„Er það víst að síðan land byggðist hefur aldrei jafn margt fólk verið saman komið á einum stað og á Þingvöllum nú,“ sagði í Morgunblaðinu.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 26. júní 2014 - Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson

 

Skráð af Menningar-Staður

25.06.2014 21:46

Hrúturinn Gorbi kvaddur á Stað 25. júní 2014

F.v.: Þórarinn Blöndal, Björn Ingi Bjarnason, Siggeir Ingólfsson og Rúnar Eiríksson.

 

Hrúturinn Gorbi kvaddur á Stað  25. júní 2014

 

Hrúturinn – forsytusauðurinn Gorbasjev (Gorbi) frá Brúnastöðum var kvaddur í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka  í morgun með mikilli viðhöfn.

Gorbi heldur nú til nýrra afreka á norðausturhorni Íslands að Svalbarði í Þistilfirði þar sem hann verður höfuðdjásn í nýju Forystufjársetri sem verið er að opna á næstu dögum.

Það var Þórarinn Blöndal, hönnuður Forystufjársetursins, sem sótti Gorba í morgun. Þórarinn er afabarn Haraldar Blöndal sem var ljósmyndari á Eyrarbakka.

 

Þessi ferð Gorba nú er framhald afmælisþings Hrútavinafélagsins en þar gerði Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins, grein fyrir tillögu þess efnis að Gorbasjev  (Gorbi) frá Brúnastöðum, sem verið hefur eign Hrútavinafélagsins Örvars í 10 ár, fengi brottfararleyfi og yrði höfuðdjásn í nýju Forystufjársetri sem verið er að koma upp á Svalbarði í Þistilfirði.

Þetta var samþykkt samljóða af þingheimi.
 

Þeir sem kvöddu Gorba í morgun að Stað voru:
Björn Ingi Bjarnason
Siggeir Ingólfsson
Rúnar Eiríksson

Eiríkur Runólfsson
Gunnar Olsen

Ingólfur Hjálmarsson

Ragnar Emilsson

Kjartan Helgason
Trausti Sigurðsson
og Jóhann Jóhannsson


Menningar-Staður færði til myndar og er albúm komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/262998/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

25.06.2014 17:48

Úthlutun verkefnastyrkja frá Menningarráði Suðurlands 2014

Listasafn Árnesinga í Hveragerði.

Úthlutunarhátíð Menningarráðs Suðurlands var haldin í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, föstudaginn 20. júní 2014

Kaffiveitingar voru í boði Hveragerðisbæjar. Þess var vænst að fulltrúi/fulltrúar styrkhafa sem hlutu samanlagt 300.000 kr. í styrk og hærra sæu sér fært að mæta.   Allir hinir sem áttu heimagengt voru hjartanlega velkomnir.

Athygli vekur að þeir 66 aðilar sem ekki fengu styrki að þessu sinni voru ekki boðnir á úthlutunarhátíðina.

 

 

Úthlutun verkefnastyrkja frá Menningarráði Suðurlands 2014

 

Úthlutun verkefnastyrkja til eflingar menningarlífs á Suðurlandi fór fram  í Listasafninu í Hveragerði föstudaginn 20. júní 2014

 

Í janúar sl. auglýsti Menningarráð Suðurlands eftir umsóknum um verkefnastyrki til eflingar menningarlífs á Suðurlandi.

Alls bárust 176 umsóknir og var sótt um u.þ.b. 80 milljónir kr. samtals.

Á fundi ráðsins sem haldinn var 9. júní 2014., var samþykkt að veita 110 verkefnum styrki, samtals 26,6 milljónir kr.

Þá fóru einnig 12,3 milljónir í stofn- og rekstrastyrki til ýmissa verkefna

 

Eftirtaldir fengu styrki:
 

 Hér má sjá úthlutun verkefnastyrkja

Hér má sjá úthlutun stofn-og rekstrarstyrkja

 

Skráð f Menningar-Staður

23.06.2014 06:20

Að vinna, hvað er nú það?

Gils Einarsson.

 

Að vinna, hvað er nú það?

 

Ef þú ert að hefja vinnu á vinnumarkaði skaltu aðeins doka við og lesa þessa grein. Hún er ekki löng en getur gefið þér smá innsýn í við hverju þú mátt búast. Fyrstu sporin þar geta verið nokkuð snúin allavega í upphafi, en mundu að þú ert ekki einn á báti þar, margir hafa lent í einhverjum vandamálum í byrjun. 

Í upphafi er kannski rétt að við gerum okkur grein fyrir því að vinna er eins og verslun. Þú ert seljandinn og selur vinnuframlag þitt og þekkingu eftir atvikum, en vinnuveitandinn er kaupandinn og kaupir af þér vinnuframlag þitt. Allir samningar virka í báðar áttir þ.e  það eru skyldur og réttindi sem  báðir aðilar þurfa að fara eftir. Þú verður t.d. að mæta á umsömdum tíma á morgnana. Þú verður að láta vita strax ef þú kemst ekki til vinnu vegna veikinda. Þú mátt ekki hætta í vinnunni þegar þér sýnist bara af því hún er leiðinleg, þar gilda reglur um uppsagnarfrest. Þú verður að vera reiðubúinn að vinna eins vel og þú getur. Þú verður að vera meðvitaður um þær hættur sem geta steðjað að á vinnustað þínum o.frv.  Vinnuveitanda þínum ber að upplýsa þig um starfið og hvers er krafist af þér og í stórum dráttum hvernig verkin skulu unnin. Honum er skilt að gera við þig ráðningarsamning þar sem fram kemur hver kjör þín og laun eru. Þar á að koma fram ráðningartíminn, starfshlutfall, eftir hvaða kjarasamningi er unnið. Það er mikið öryggi í því fólgið að hafa ráðningarsamning ef upp koma mál sem þarf að leysa úr. Kjarasamningar eru til þess gerðir að tryggja þér lágmarksréttindi, þú getur samið um hærri laun en kjarasamningar segja til um, því launatöflur eru aðeins lágmarks laun og undir þau má enginn fara. Þú ert slysatryggður og virkar sú trygging frá fyrsta starfsdegi. Vinnuslys teljast slys sem verða á vinnustað eða á beinni leið heim eða til vinnu. Svo er áunninn réttur sem er trygging ef þú verður veikur og safnast hann upp eftir ákveðnum reglum. Þessi veikindaréttur er líkur og kaskótrygging á bíl, þar færðu greitt ef bíllinn verður fyrir tjóni, en að sjálfsögðu ekki ef ekkert hefur komið fyrir. Líkt er með veikindaréttinn hann fæst aðeins nýttur ef raunveruleg veikindi eru til staðar. Þetta má aldrei misnota því þetta er sjóður sem er okkur nauðsynlegur ef eitthvað kemur uppá.

Ef þú uppfyllir öll þau skilyrði sem um var samið í upphafi við vinnuveitandann ber honum að standa við sína hlið málsins að greiða laun á réttum tíma, greiða öll þau gjöld sem honum ber samkvæmt lögum og samningum. Það skiptir miklu máli að þú standir þig vel í vinnunni því þá áttu miklu meiri möguleika að fá aftur vinnu næsta sumar og orðspor þitt er alveg ótrúlega fljótt að berast út hvort sem það er gott eða slæmt. Fyrir alla muni geymdu launaseðlana þína, þeir segja nefnilega til um margt annað en útborguð laun þín. Ef þú ert í vafa um réttindi þín skaltu ekki hika við að hafa samband við verkalýðsfélögin til  að fá upplýsingar.

Gleðilegt sumar og hafðu það gott í vinnunni.

Gils Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurlands

22.06.2014 06:52

Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar Árborgar

Á Stað á Eyrarbakka. F.v.: Siggeir Ingólfsson og forsetahjónin Ingunn Helgadóttir og Kjartan Björnsson.

Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar Árborgar

 

1. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 19. júní 2014, kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, varamaður, Æ-lista

 

Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs

1.   Kosning forseta til eins árs.
Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum bæjafulltrúa D- og Æ- lista, bæjarfulltrúar B- og S- lista sátu hjá. 

Kjartan tók við stjórn fundarins. 

2.  Kosning 1. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista,  yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá. 

3.  Kosning 2. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs. 
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá. 

4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.  Lagt var til að Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá.           

5.  Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá.

 

 

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

22.06.2014 06:21

Skáldsagan Gosbrunnurinn komin út

Guðmundur S. Brynjólfsson með nýju bókin. Ljósm.: sunnlenska.is/Sigmundur Sigurgeirsson

 

Skádsagan Gosbrunnurinn komin út

 

Út er komin skáldsagan „Gosbrunnurinn“ eftir Guðmund S. Brynjólfsson, rithöfund á Eyrarbakka. Í bókinni er sögð saga aðkomumanns sem hefur hreiðrað um sig í litlu þorpi.

Hann hefur auðgast af blekkingaleik, en um leið tapað áttum, og finnur sig um hríð heima þar sem margra alda stöðnun og stöðug manndráp hafa klætt mannlífið í  dulargervi.

Járnsmiðurinn Rebb er í raun úrsmiður og svo virðist sem systir Lena sé kannski frekar verkfræðingur en eitthvað annað. Lyfjafræðingurinn Adam er víst skartgripasali en jafnvel einnig gullgerðarmaður. Sér hinn blindi Immanuel öðrum betur? Er presturinn úrhrak og veitingakonan Míra göldrótt?

Þannig er fólkið sem byggir þetta undarlega þorp. Aðeins tvennt er augljóst – og víst: gamli gosbrunnurinn á torginu skal endurbyggður og í þessu stríðshrjáða og afskekkta þorpi er ekkert sem sýnist, ekki dauðinn, ekki stríðið – engin stríð.

Guðmundur hóf að skrifa bókina í desember 2012, þá staddur á sjúkrahúsi, og vann hann með hléum þar til hann náði góðri törn á Spáni í júlí 2013. Guðmundur fékk ritlaun í þrjá mánuði á þessu ári og nýtti tímann vel og kláraði bókina. „Ritlaunin reyndust algjörlega ómetanleg. Og þetta er afraksturinn - mikið er eég glaður og stoltur. Það er alltaf jafn mögnuð tilfinning að halda á bo´k- inni sinni eða horfa í leikritið sitt,“ segir Guðmundur.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

21.06.2014 07:28

Jónsmessuhátíðin 21. júní 2014 - kl. 14:00-18:00 handverksmarkaður á Stað

 

Jónsmessuhátíðin 21. júní 2014 - 

kl. 14:00-18:00  Handverksmarkaður á Stað

 

Í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka verður menningarmarkaður með margs konar handverki og hvers konar alþýðuafurðum.

Og vöflukaffi allan daginn.

 

Upplýsingamiðstöðin opin frá kl. 9:00-20:00.

 

Myndaalbúm frá Menningarmarkaðinum 2013

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248949/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

21.06.2014 06:55

21. júní 2014 - Sólstöður klukkan 10:51 í dag

 

21. júní 2014 - Sólstöður klukkan 10:51 í dag

 

Sumarsólstöður eru í dag en þá er sólargangur lengstur.

 

Sólstöður eru kl. 10:51, samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands.

 

Lengsti dagur ársins er því í dag en nýliðin nótt var sú stysta.

 

Eftir 21. júní fer dagurinn að styttast í stað þess að hafa verið að lengjast frá vetrarsólstöðum 21. desember.

 

Sólris upp við Ölfusá - Selfossi-  byrjaði kl. 2:58 í nótt og sólarlag er klukkan 23:54, í kvöld.

 

 

Skráð af Menningar-Staður