Frá tónleikum Sigga Björns og Pálma Sigurhjartarsonar í Félagsheimilinu Stað á dögunum.
Menningar-Staður mikils metinn
Vefurinn Menningar-Staður hefur verið í loftinu í 15 mánuði.
Það eru Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka og Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem halda úti þessum fjölþætta; mannlífs- menningar- og þjóðlega vef.
Viðtkökur hinnar mótækilegu alþýðu eru mjög góðar og er vefurinn víðlesinn og í hópi mest lesnu og flettu vefja á Suðurlandi.
Dæmi um þetta er maímánuður árið 2014
Samtals voru gestir í maí 8.443 og flettu þeir vefnum 42.094 sinnum.
Þetta er að meðaltali á dag; 272 gestir og 1.358 flettingar.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
F.v.: Siggeir Ingólfsson, Gorbi og Björn Ingi Bjarnason.
Afmælisþing Hrútavinafélagsins Örvars 28. maí 2014
Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi er 15 ára í ár en félagið varð til að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999.
Hrútavinafélagið hélt –Afmælisþing- þann 28. maí í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Kjötsúpuveisla var í upphafi þings að hætti Ingólfs Hjálmarssonar á Eyrarbakka.
Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins, setti þingið með stuttu ávarpi. Hann sagði frá stofnun félagsins sem er orðin ein af þjóðsögum svæðisins. Þá fór hann yfir 15 ára afmælishaldið á þessu ári og sagði frá nýlegri ferð til Hrútavinafélaganna í Þýskalandi og Danmörku sem starfa af miklum krafti.
Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins og landbúnaðarráðherra Íslands var heiðursgestur. Flutti hann hátíðarræðu og fór vítt og breitt yfir svið Hrútavina- mannlíf og menningu þeirra og mikilvægi hins nútímalega starfs félagsins með sterkum þjóðlegum grunni.
Þá gerði Guðni grein fyrir tillögu þess efnis að hrúturinn/forystusauðurinn Gorbasjev (Gorbi) frá Brúnastöðum sem verið hefur eign Hrútavinafélagsins Örvars í 10 ár fengi brottfararleyfi og yrði höfuðdjásn í nýju Forystufjársetri sem verið er að koma upp á Svalbarði í Þistilfirði.
Þetta var samþykkt samljóða af þingheimi.
Á efir hefðbundnu þinghaldi voru frábærir tónleikar þeirra Sigga BJörns og Pálma Sigurhjartarsonar en þeir er dugmiklir í starfi Hrútavinafélagsins í Þýskalandi.
Menningar-Staður færði til myndar
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/262234/
Nokkrar myndir hér:
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Rauða húsið – kjallarinn opinn í kvöld
Í kvöld laugardagskvöldið, 7. júní 2014, verður opið í kjallaranum á Rauða húsinu á Eyrarbakka frá kl. 22:00
Sjáumst á rauða
.
Skráða f Menningar-Staður
Menntaskólinn í Reykjavík.
Elsti framhaldsskólinn
Menntaskólinn í Reykjavík er elsti framhaldsskóli landsins.
Hann á rætur að rekja til biskupsstólsins í Skálholti sem stofnaður var árið 1056.
Skólinn var fluttur til Reykjavíkur árið 1786 í hús á Hólavöllum ofan Suðurgötu.
Árið 1805 fékk skólinn inni á Bessastöðum og var starfræktur þar uns nýtt skólahús hafði verið reist í Reykjavík. Það var stærsta hús á landinu og þangað var skólinn fluttur haustið 1846.
Hann nefndist Reykjavíkur lærði skóli, en frá 1937 heitir hann Menntaskólinn í Reykjavík.
Morgunblaðið laugaradagurinn 7. júní 2014.
Skráð af Menningar-Staður
SEED-sjálfboðaliðar á Eyrarbakka
Siggeir Ingólfsson skrifar:
Líf og fjör að Menningar-Stað á Eyrarbakka.
Mánudaginn 2. júní 2014 komu 13 starfsmenn frá jafn mörgum löndum sem hafa hjálpað mér þessa viku og helmimngur hópsins verður einnig næstu viku.
Þetta er hópur frá SEDDS-sjálfboðaliðum á Íslandi.
Hópurinn hefur m.a. unnið að málningarvinnu við Stað og Ásheima og garðvinni við Kirkjubæ.
Siggeir Ingólfsson og SEEDS-sjálfboðaliðarnir.
Skráð af Menningar-Staður
Fararstjórinn frá Endurvinnslunni og Siggeir Ingólfsson.
Fjöldi fólks í Bakka-blíðunni
Fjölmargir ferðamenn hafa lagt leið sína til Eyrarbakka í blíðuna miklu sem þar er og um allt Suðurland reyndar.
Er um að ræða bæði einstaklinga og hópa sem hafa verið á ferð.
Rétt í þessu var Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyarrbakka, að taka á móti hóp frá Endurvinnslunni í Reykjavík og fór með þau í söguferð um Eyrarbakka.
Menningar-Staður færði til myndar.
Skráð af Menningar-Staður
Bakka-blíðan í morgun - 6. júní 2014
Bíða þurfti mínútum saman á Flötunum á Eyrarbakka í morgun til þess að fá vind í fána-vinnu.
Skráð af Menningar-Staður.
Kristján Runólfsson með Eyrarbakkakönnu.
Kristján Runólfsson: - Vísa dagsins
Kann ég að útbúa klárustu vín,
koníak, líkjör og skota,
en flestir þó vita að framleiðslan mín,
fer öll til heimilisnota.
.
Skráð af menningar-Staður
Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri eru opnar yfir hvítasunnuhelgina eins og hér segir:
Sundhöll Selfoss, lau: kl. 9:00 – 19:00, sun: kl. 10:00 – 18:00 og mán. kl. 10:00 – 18:00.
Sundlaug Stokkseyrar, lau. kl. 10:00 – 17:00, sun. kl. 10:00 – 15:00 og mán. kl. 10:00 – 15:00.
Allir velkomnir í sund í Árborg.
Af www.arborg.is
Skráð af Menningar-Staður
Á Þingvöllum.
Alþingi var afnumið þann 6. júní 1800 , með konunglegri tilskipun.
Það var endurreist 8. mars 1843 sem ráðgjafarþing og tók til starfa 1. júlí 1845.
Morgunblaðið föstudagurinn 6. júní 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is