Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 September

26.09.2014 17:07

Útför Regínu Guðjónsdóttur verður frá Eyrarbakkakirkju 27. september kl. 11

 

 

 

Útför Regínu Guðjónsdóttur fer fram frá Eyrarbakkakirkju

á morgun, laugardaginn 27. september 2014  kl. 11:00

 

26.09.2014 08:32

Bókabæirnir austanfjalls

 

 

 

 Bókabæirnir austanfjalls

 

Þér er hér með boðið á stofnfund Bókabæjanna austanfjalls sem haldinn verður í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 27. september 2014 klukkan 14:00.

Ávörp flytja herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Richard Booth konunglegur stofnandi Hay-on-Wye-bókabæjar í Wales, Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra,

Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri.

Kynning á verkefninu, tónlist og fleira.

Veitingar í boði bókabæjanna.

 

Undirbúningsnefnd

Af www.,arborg.is

Fjölbrautaskóli Suðurlands.

Skráð af Menningar-Staður

26.09.2014 07:03

Stofnfundur bókabæjanna austanfjalls á laugardaginn 27. sept. 2014

 

 

 

Stofnfundur bókabæjanna austanfjalls

á laugardaginn 27. sept. 2014

 

Undirbúningshópur að stofnun bókabæjanna austanfjalls hefur verið að störfum síðan síðastliðið sumar. Við höfum hist reglulega á fundum, spáð og spekúlerað. Í maí sl. fórum við síðan í ferð til Noregs, Englands og Skotlands til að kynna okkur starfsemi bókabæja þar. Sautján bókabæir eru til víðsvegar um heiminn. Næstkomandi laugardag, 27. september 2014, verður stofnfundurinn haldinn í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi kl. 14. Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

Við erum svo heppin að sjálfur konungurinn kemur. En það er Richard Booth sem skipaði sjálfan sig sem konung yfir bókabænum sem hann stofnaði í Hay-On-Wye i Wales 1977. Þetta er bókabær á stærð við Hveragerði með 24 bókabúðir og 30 gististaði. Kóngurinn, eins og hann er alltaf kallaður á meðal bókabæjafólks í heiminum, mun taka til máls. Foreseti Íslands og aðrir góðir gestir munu einnig koma fram.

 

Í tengslum við stofnfundinn verða eftirtaldir viðburðir: 

25. september kl. 18 verður erindi í Bæjarbókasafni Ölfuss um „Lestrarfélag Þorlákshafnar veiðistöðvar“. 
27. september kl. 12 opnar „Prentsmiðjusafnið mitt“, prentgripasýning Svans Jóhannessonar á bókasafninu í Hveragerði. 
Sama dag kl. 16 opnar í Listasafni Árnesinga sýningin "Umrót - Íslensk myndlist um og eftir 1970" m.a. með fjölda bókverka. 
5. október kl. 14 verður ljóðadagskrá í Rauða húsinu á Eyrarbakka á vegum Konubókastofu. 
11. október fögnum við stækkun á Bókakaffinu á Selfossi og þar verða hvers kyns ritföng og fleiri vörur á tilboði.

Bókabæjaverkefnið mun verða kynnt á stofnfundinum. Einnig verður hægt að skrá sig sem stofnfélaga, bæði sem einstaklingur og sem fyrirtæki. Við ætlum að skapa lifandi og áhugaverða bókabæi með íbúum þessara þriggja sveitarfélaga sem eru Árborg, Hveragerði og Ölfus.
 


Skráð af Menningar-Staður

26.09.2014 07:03

DRAUMASTARFIÐ - Guðmundur Pétursson

 

Eyrbekkingurinn Guðmundur Pétursson.

 

DRAUMASTARFIÐ: Guðmundur Pétursson

 

25 ára vegferð hér á bæ hefur verið lærdómsrík og skemmtileg. Staður og mannlíf eflist.

Sólheimar eru minn draumastaður. 

 

Eyrbekkingurinn Guðmundur Pétursson framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi.


Morgunblaðið laugardagurinn 20. september 2014

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.09.2014 22:14

Listin og hátíðleikinn

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sýningarstjórar: Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir.

 

MYNDLIST - Listasafn Íslands

Listin og hátíðleikinn

Sigurjón Ólafsson – Spor í sandi  ****-

 

Til 26. október 2014. Opið þri.-su. kl. 11-17. Aðgangur 1.000 kr. 67 ára og eldri, öryrkjar, hópar 10+ 500 kr. Börn yngri en 18 ára: ókeypis (Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70: Til 30. nóvember 2014. Opið lau.-su. kl. 14-17. Aðgangur 500 kr. Eldri borgarar og öryrkjar 300 kr. Börn yngri en 18 ára: ókeypis). Sýningarstjórar: Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir.

 

Höggmyndalistin nýtur sín í sölum Listasafns Íslands þessa dagana. Þar eru til sýnis verk  -Eyrbekkingsins-  Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara (1908-1982) í tilefni af yfirlitssýningunni „Spor í sandi“.

Sigurjón gerði sem kunnugt er fjölda verka í opinberu rými hér á land og eftir lát hans varð heimili hans og vinnustofa á Laugarnestanga að Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Það er nú deild í Listasafni Íslands og er hluti sýningarinnar „Spor í sandi“ til húsa í Sigurjónssafni, nánar tiltekið úrval elstu verkanna sem unnin voru á námsárum listamannsins í Danmörku 1928-1935. Annar sýningarstjóranna, Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns og fyrrverandi forstöðumaður Sigurjónssafns, bendir í sýningartexta á að Laugarnesið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í lífi og listsköpun Sigurjóns eftir heimkomuna 1945 og því við hæfi að hluti sýningarinnar sé þar.

Mikilfenglegt útsýnið út um glugga Sigurjónssafns gefur sýningarreynslunni þar vissulega sérstakt gildi. Úti sjást nokkur verka Sigurjóns í samspili við umhverfið. Tilfinning fyrir nærveru listamannsins á vinnustofunni á jarðhæð getur einnig haft áhrif en það má vel ímynda sér Sigurjón ganga umhverfis verk eins og Venus (1935), fást við efnið og velta fyrir sér formum og hlutföllum. Uppi er til sýnis ljósmynd af Sigurjóni og fyrirsætu við gerð portrettstyttu af henni, ásamt styttunni sjálfri – þarna tengir sýningargesturinn sig við mismunandi tíma og rými. Þar er ýmislegt annað forvitnilegt, t.d. kveikir ljósmynd af lágmyndinni Saltfiskstöflun (1934-1935) þanka um borgarrýmið en verkið stendur við Sjómannaskólann. Sagt er frá sögu verkins og bent á að það liggur undir skemmdum. Verkið er jafnframt vitnisburður um áhuga Sigurjóns á módernískri formtúlkun og fyrstu tilraunir hans í þá veru. Hugurinn hvarflar síðan aftur til fornaldar þegar horft er á tvær ljósmyndir, annars vegar endurgerð Bertels Thorvaldsens á fornaldarstyttu frá 1817 og hins vegar eftirgerð Sigurjóns á sömu styttu frá 1929. Eins og fleiri verk Sigurjóns frá þessum árum varpar þetta verk ljósi á þá miklu færni sem hann tileinkaði sér í náminu í Kaupmannahöfn; honum voru allir vegir færir.

Módernískar hræringar samtíðarinnar höfðuðu til Sigurjóns og á þeim vettvangi þroskaði hann hæfileika sína og varð fljótlega meðal þekktustu módernísku myndhöggvara í Danmörku. Þar lagði hann jafnframt grunninn að myndmáli sem óx og dafnaði hér heima. Sigurjón var um skeið í samkrulli við framúrstefnuhópinn Linien og á efri hæð Listasafns Íslands sjást verk Sigurjóns í formrænu samspili við verk nokkurra þeirra dönsku kollega sem hann og Svavar Guðnason sýndu með á tjaldsýningu í Bellevue-skemmtigarðinum sumarið 1941 – þeirra Asgers Jorns, Ejlers Bille, Eriks Thommersens, Roberts Jacosens og Sonju Ferlov Mancoba. Þessi þáttur sýningarinnar er vel til fundinn, því þarna eru áréttuð tengsl verka Sigurjóns við danskt listumhverfi og alþjóðlega liststrauma. Hinn framsækni listamannahópur á tjaldsýningunni fékkst við afstrakt-súrrealískar formtilraunir og í verkunum á Listasafninu má sjá verur sem taka súrrealískum myndbreytingum, línur eru mjúkar, formin ávöl og lífræn. Verk Sigurjóns í þessum sal (og í anddyri og á stigapalli) eru frá ýmsum tímabilum og úr ýmiss konar efniviði, svo sem steinsteypu, marmara, grásteini, bronsi og tré. Þarna má m.a. sjá verk sem Sigurjón vann fyrir September-sýninguna 1947 þegar íslenskir afstraktlistamenn kvöddu sér hljóðs í framhaldi af tímamótasýningu Svavars Guðnasonar á afstraktmálverkum 1945. Má þar nefna ögrandi „fjallkonu“ Sigurjóns sem minnir á skurðgoð frumbyggja. Afrískar og grænlenskar grímur sem sýndar eru á vegg hjá verkunum Fjallkonan og Gríma undirstrika áhuga hans og dönsku kolleganna, sem síðar áttu eftir að taka þátt í CoBrA-ævintýrinu, á upprunalegri og óheftri tjáningu eins og hún birtist í tengslum við hið ósjálfráða, og í listsköpun barna, geðsjúkra og frumbyggja. Útfærsla Sigurjóns á „klassísku“ gyðjunni Aþenu sem frumstæðri grímu í verkinu Pallas Aþena (1973), er að sama skapa óvenjuleg. Verkið er eins og sprengja í sal 1 og tengir í einu vetfangi hefðbundnari (en misraunsæisleg) portrettverk Sigurjóns í salnum, við hið frumlæga og goðsagnakennda. Rauðmálaður salurinn og uppstillingin á röð verka á stöplum ýtir einnig undir tilfinningu fyrir eins konar helgirými utan um samsafn af skurðgoðum.

 

Löngun til að hafa áhrif

„List er ekki hátíðleiki, heldur lífið sjálft,“ sagði Sigurjón eitt sinn í viðtali eins og Æsa Sigurjónsdóttir bendir á í bitastæðri ritgerð í sýningarskrá, þar sem hún ræðir einnig um það erindi sem hinir ungu listamenn í Danmörku töldu sig eiga við samfélagið á tímabili uppgangs fasisma í Evrópu og síðar hernáms í heimsstyrjöldinni síðari. Sigurjón gaf m.a. verk á sýningu í Den Frie í Kaupmannahöfn árið 1937 til stuðnings lýðveldissinnum í spænsku borgarastyrjöldinni og brást þannig með virkum hætti við ákalli Picassos (með verkinu Guernica) og fleiri listamanna á heimssýningunni í París 1937. Tjaldsýningunni í Bellevue-skemmtigarðinum var einnig ætlað að höfða til almennings og gera fólki kleift að nálgast listina á nýjum forsendum. Æsa segir um viðhorf Sigurjóns til samfélagshlutverks listarinnar að „gagnrýnin skírskotun hans og dönsku félaganna til pólitískra átaka tímabilsins liggur ekki í augum uppi nú þegar áhorfandinn upplifir verkin fyrst og fremst á fagurfræðilegum forsendum, ómeðvitaður um innri ágreining á milli listamanna og fordóma almennings sem ríktu gagnvart frjálsri listsköpun langt fram á 20. öld“. Löngun listamanna til að hafa áhrif á samfélagið og breyta viðhorfum fólks til lífsins og listarinnar – á forsendum hinnar frjálsu, listrænu tjáningar – er sterkur þráður í módernískri myndlist.

 

Falleg og vel unnin

Spurningar sem listamenn eins og Sigurjón og félagar hans vöktu máls á, eru raunar enn brýnar og hefði mátt gera meira úr þessum þætti á sýningunni í Listasafni Íslands. Þar á sér stað vönduð, fagurfræðileg samstilling valinna verka: uppsetningin er fagmannleg, lýsingin afar fallega unnin og verk Sigurjóns njóta sín í samtali þvert á tímabil og efnivið þannig að skynja má endurtekin stef og áherslur á ferlinum. Skýringartextar á vegg eru í lágmarki. Texti um tjaldsýninguna vekur forvitni en segir lítið um það hvernig og hvers vegna hún taldist á þessum tíma geta skapað ný tengsl milli áhorfenda og verka á borð við þau sem sýnd eru í salnum. Hið ytra samhengi sem mótaði tilurð og viðtökur verkanna opnast aðeins lesendum sýningarskrárinnar. Vitaskuld hefur velheppnuð fagurfræðileg uppsetning gildi í sjálfu sér og sá viðburður sem safnasýning hlýtur ávallt að fela í sér, með samræðu verkanna. „Spor í sandi“ býður að þessu leyti upp á opna túlkun á verkum Sigurjóns og getur orðið kveikja að fagurfræðilegri og skynrænni nautn sem er ótrufluð af ytra áreiti. Hún er þannig í samræmi við yfirlýst markmið í veggtexta í sal 1 þess efnis að sýna hvernig „form, ljós og rými eru ætíð til staðar í verkum hans“ og hvernig „innsæi hans og skilningur á áhrifum verksins í rýminu er ætíð í forgrunni“. Samstilling verkanna í sal 3 er skýrt dæmi um þessa áherslu: verkin njóta sín prýðilega, blæbrigði í efni og áferð lifna við, formin virkjast í rýminu í eilítið ævintýralegu skuggaspili sem er til þess fallið að kveikja í ímyndunarafli áhorfandans.

Hins vegar má spyrja hvernig samtal verkin eiga við þjóðfélagið sem listasafnið þjónar með merkingarsköpun sinni, ekki síst í ljósi samfélagshugsjóna listamannsins og hugmynda hans um tengsl lífs og listar. Hefði ef til vill mátt veita sýningargestinum fleiri túlkunarlykla í sýningarrýminu? Mætti brjóta upp „hátíðleikann“ með öðrum hætti en skemmtilegu skuggaspili og virkja fleiri tengingar út í „lífið“ og tilveru sýningargesta? Sýningin verður þannig tilefni til hugleiðinga um mismunandi framsetningarleiðir á listasöfnum. Frumbyggjagrímurnar og ljósmyndir í Sigurjónssafni gefa til kynna að fagurfræðilegar áherslur geta vel farið saman við það að samfélagslegt og menningarlegt samhengi sé dregið fram.

„Spor í sandi“ er falleg og vel unnin sýning. Gesturinn yfirgefur hana fullur af leitandi þönkum um spor Sigurjóns og sandinn sem umlykur þau.

Anna Jóa
Morgunblaðið miðvikudagurinn 24. september 2014.

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var meðal gesta í Listasafni Íslands

sunnudaginn 14. september 2014 og naut leiðsagnar Æsu Sigurjónsdóttur.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

24.09.2014 07:05

Glæpir og refsing, starfsemi kvenfélaganna og jarðfræði

 

Bjarni Harðarson á góðri sund í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi

 

Glæpir og refsing, starfsemi kvenfélaganna og jarðfræði

 

Hópur skemmtilegra fyrirlesara verður á fjögurra kvölda átthagafræðinámskeiði sem hefst á morgun, fimmtudaginn 25. september 2014.

Námskeiðið fjallar um sögu og menningu sveitanna og verður haldið í Reykholti í Biskupstungum, á Borg í Grímsnesi og á Laugarvatni. Umfjöllunarefnin verða jarðfræði uppsveitanna, fornleifar, saga sveitanna á miðöldum, glæpir og refsing, starfsemi kvenfélaganna og ungmennafélaganna, áhrif kreppunnar og sauðasölunnar á samfélagið og stofnun og saga Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Fyrirlesarar eru Bjarni Harðarson bóksali, Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur, Gunnar Karlsson sagnfræðingur, Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður, Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari, Jón M. Ívarsson sagnfræðingur og Einar Á. SÆMUNDSEN fræðslufulltrúi. Námskeiðið verður haldið á fimmtudagskvöldum í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Skráning er hjá Fræðsluneti Suðurlands: www.fraedslunet.is

Námskeiðið verður á eftirtöldum stöðum:

Félagsheimilið að Borg – 25. september

Bláskógaskóli, Reykholti – 2. október

Félagsheimilið að Borg – 9. október

Bláskógaskóli, Laugarvatni – 16. október.

 

Skráð af Menningar-Staður

24.09.2014 06:45

Gefa fólki kost á að kynnast starfseminnií húsinu

 

Hrafnkell Guðnason.

Gefa fólki kost á að kynnast starfseminni í húsinu

 

Í vetur munu Fjölheimar á Selfossi bjóða upp á hádegisuppákomur síðasta fimmtudag á mánuði. Fyrsta hádegisuppákoman verður 25. september næstkomandi.

Þaá mun Bjarni Harðarson, bóksali, halda erindi sem ber yfirskriftina „Víst geta tanaðir selfysskir hnakkar og smínkaðar skinkur búið til bókabæ!“

Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri Háskólafélags Suðurlands, segist fastlega búast við góðu erindi Bjarna. „Það verður bæði fróðlegt og klárlega skemmtilegt. Í erindinu mun Bjarni fara yfir þær hugmyndir sem uppi eru um að gera Selfoss að bókabæ. Það kemur svo í ljós hvað í því felst.“

Að sögn Hrafnkels er tilgangurinn með hádegisuppákomunum í vetur að opna Fjölheima meira fyrir almenningi. „Þrátt fyrir að hér komi mikill fjöldi fólks daglega sem nýtir sér þa´ þjónustu sem er í boði þá langar okkur að fá fleiri hingað inn svo fólk geti séð húsið, kynnst starfseminni hér og okkur sem hér störfum.“

„Við mun um fá til okkar ýmsa aðila til að fjalla um skemmtileg málefni auk þess sem boðið verður upp á matarmikla súpu á vægu verði. Það er ekki endanlega bu´ið að ákveða hverjir koma til með að flytja næstu erindi en það verða klárlega málefni sem snerta og eru áhugaverð fyrir íbúa á svæðinu,“ segir Hrafnkell og bætir því við ha´degisuppákomurnar séu fyrir alla sem hafa áhuga. „Við vonumst bara til að sjá sem flesta,“ segir Hrafnkell hress að lokum.

Sunnlenska fréttablaðið og www.sunnlenska.is


Bjarni Harðarson og Elín Gunnlaugsdóttir í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

Skráð af Menningar-Staður

23.09.2014 08:39

23. september 2014 - haustjafndægur

 

Sólaruppkoma séð frá Eyrarbakka við haustjafndægur 2013

 

23. september 2014 - haustjafndægur

 

Sólarupprás - kl. 7:10

Sólsetur - kl.19:22

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september.

Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins.

Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.09.2014 06:51

"Síðasta lagið" verði áfram á sínum stað

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

„Síðasta lagið“ verði áfram á sínum stað

• Hollvinir segja að erfitt sé að sætta sig við breyttan hljóðheim Rásar 1

 

Á félagsfundi Hollvina Ríkisútvarpsins fimmtudaginn 18. september sl., „þar sem mættir voru hollvinir útvarpsins á ýmsum aldri“, eins og segir í tilkynningu, var samþykkt að fara þess á leit við yfirstjórn Ríkisútvarpsins að „síðasta lag fyrir fréttir“ verði haft á sínum stað, næst á undan fréttunum. Einnig lýstu fundarmenn yfir óánægju með að leiknar auglýsingar skyldu sendar út á Rás 1. Á fundinum var mikil áhersla lögð á að Rás 1 fengi að halda sínum skýru sérkennum og menningarlega yfirbragði, svo lengi sem RÚV rekur tvær útvarpsstöðvar.

„Ríkisútvarpið hefur sent út á tveimur hljóðvarpsrásum frá árinu 1983, þegar Rás tvö tók til starfa og var einkum ætlað að sinna þörfum ungs fólks. Lengst af höfðu þessar hljóðvarpsrásir hvor sín skýru einkenni, svo ekki varð um villst á hvora þeirra var verið að hlusta. Með breytingum nýverið á morgun- og hádegisútvarpi breyttist hljóðheimur Rásar 1 mikið, sem margir hlustendur eiga erfitt með að sætta sig við,“ segir í ályktun Hollvina.

Jafnframt mótmælti fundurinn þeirri fyrirætlan sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir 2015 að enn verði tekjur Ríkisútvarpsins skertar, í þetta sinn um 15%.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 23. september 2014

Skráð af Menningar-Staður

22.09.2014 11:16

Vertíðarlokum fagnað í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

.
F.v.: Haukur Jónsson, útgerðarmaður Mána, Kjartan Þór Helgason, vélstjóri á Mána, Birgir Sigurfinnsson, Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána og Siggeir Ingólfsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Vertíðarlokum fagnað í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

Fagnaðarstund var í Alþýðuhúsinu á Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í morgun, mánudaginn 22. september 2014.

Sérstök móttaka með tertukaffi var fyrir áhöfnina á Mána II ÁR frá Eyrarbakka þar sem fagnað var gjöfulli sumarvertið á makríl sem lauk á dögunum.

Næstu verkefni hjá Mánamönnum verður að róa með línu þar sem beitt verður í aðstöðu útgerðarinnar á Eyrarbakka. Róið verður frá Þorlákshöfn eða höfnum á Suðurnesjumn eftir atvikum.

 

 


Skráð af Menningar-Staður