Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Nóvember

21.11.2014 16:17

41 sótti um stöðu framkvæmdastjóra SASS

 

Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

 

41 sótti um stöðu framkvæmdastjóra SASS

 

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) bárust 41 umsókn um starf framkvæmdastjóra samtakanna, sem var nýlega auglýst laust til umsóknar. 17 konur sækja um starfið og 24 karlar. Þorvarður Hjaltason, núverandi framkvæmdastjóri lætur af starfinu 1. desember 2014.

Að sögn Gunnars Þorgeirsson, formanns SASS, verður nú farið yfir umsóknirnar og nokkrir teknir í viðtöl.

Umsækjendurnir eru: 
Aníta Óðinsdóttir, lögfræðingur
Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri
Ágúst Loftsson, grafískur hönnuður
Berglind Björk Hreinsdóttir, verkefnisstjórnun
Bjarni Guðmundsson, viðskiptafræðingur
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, viðskiptafræðingur
Bjarni Jónsson, húsasmíðameistari
Björg Erlingsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Brynjar Þór Elvarsson, stjórnmálafræðingur
Drífa Jóna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur 
Drífa Kristjánsdóttir, fyrrverandi oddviti
Einar Örn Davíðsson, lögfræðingur 
Eirný Vals, verkefnisstjórnun
Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur
Garðar Lárusson, viðskiptafræðingur
Guðbjörg Jónsdóttir, iðnrekstrarfræðingur
Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur 
Inga Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
Ívar Ragnarsson, viðskiptafræðingur
Jón Pálsson, viðskiptafræðingur
Jónas Egilsson, alþjóðasamskipti
Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
Katrín María Andrésdóttir, stjórnsýslufræðingur 
Kári Jónsson, líf og læknavísindi
Kristín Hreinsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Lúðvík Magnús Ólafsson, tölvunarfræðingur 
Margrét Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur
Ólafur Hallgrímsson, lögfræðingur
Páll Línberg Sigurðsson, ferðamálafræðingur 
Sigmundur G. Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur 
Sigurður Torfi Sigurðsson, búvísindi 
Stefán Haraldsson, véltæknifræðingur
Telma Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur,
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri og forstöðumaður 
Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur
Þórarinn Egill Sveinsson, iðnaðarverkfræðingur
Þórður Freyr Sigurðsson, viðskiptafræðingur 
Þórey S. Þórisdóttir, viðskiptafræðingur 
Þórunn Jóna Hauksdóttir, stjórnsýslufræðingur
Örn Þórðarson, viðskiptafræðingur

Af www.visir.is

 

Skráð af Menningar-Staður

21.11.2014 12:50

Mynd dagsins - Siggeir og sölin

 

 

 

Mynd dagsins - Siggeir og sölin 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

21.11.2014 10:18

Hjallastefnan gjörir kunnugt: - Þurrkun á fiski

 

 

Hjallastefnan gjörir kunnugt: - Þurrkun á fiski

 

Matís hefur að undanförnu unnið að því að auka framboð af aðgengilegu fræðsluefni sem tengist framleiðslu sjávarafurða. Fyrir nokkru var gefin út rafræn handbók um framleiðslu á saltfiski og nú birtist handbók um þurrkun á fiski.

Þurrkun er ein mikilvægasta framleiðsluaðferðin til að varðveita matvæli og hér á landi hefur þessi aðferð örugglega verið notuð frá upphafi landnáms. Þekkingin og kunnáttan gekk mann fram af manni þar sem hvert heimili þurfti að sinna sinni eigin matvælaframleiðslu. Nú á tímum er þessi þekking langt í frá að vera jafn almenn og því nauðsynlegt að draga mikilvægustu þætti þurrkunar saman í fræðslurit sem nýst getur framleiðendum, almenningi í fróðleiksleit eða sem kennslurit í skólum.

Gerð þessarar bókar var fjármögnuð af Matís og AVS- sjóðurinn styrkti einnig útgáfuna.

Bókina má nálgast hér (best að skoða í Acrobat Reader).

af www.matis.is

 

Hjallastefnan á Eyrarbakka fyrir nokkrum áratugum. Ljósm.: Úr safni Ara B. Thorarensen.
 

Skráða f Menningar-Staður

 

21.11.2014 09:02

Merkir Íslendingar - Bjarni Böðvarsson

 

Bjarni Böðvarsson.

 

Merkir Íslendingar - Bjarni Böðvarsson

 

Bjarni Böðvarsson hljómsveitarstjóri fæddist í Skildinganesi í Skerjafirði 21.nóvember 1900. Foreldrar hans voru Böðvar Bjarnason, prófastur á Hrafnseyri við Arnarfjörð, og k.h., Ragnhildur Teitsdóttir.

Bróðir Böðvars var Þórður, kaupmaður í Reykjavík, faðir Regínu leikkonu, og Sigurðar, tónskálds og kórstjóra, föður Þórðar, fyrrv. forstjóra Reiknistofu bankanna. Systir Böðvars var Ragnhildur, móðir Jóns Leifs tónskálds.

Bróðir Bjarna var Ágúst, forstöðumaður Landmælinga Íslands og dægurlagatextahöfundur.

Eiginkona Bjarna var Lára Magnúsdóttir, ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins. Þau eignuðust þrjú börn, Ómar Örn sem lést unglingur, Dúnu, húsfreyju í Reykjavík, og hinn ástsæla dægurlagasöngvara, Ragnar Bjarnason.

Bjarni ólst upp á Hrafnseyri við Arnarfjörð, flutti 15 ára til Reykjavíkur, stundaði nám við VÍ og var verslunarmaður og bifreiðastjóri um skeið. Hann lærði orgelleik hjá Sigfúsi Einarssyni og Sigurði Þórðarsyni og síðar hljómfræði hjá Emil Thoroddsen og Hallgrími Helgasyni. Bjarni var 18 ára er hann hóf að leika á kaffihúsum og skemmtistöðum, var ráðinn bassaleikari hjá Ríkisútvarpinu skömmu eftir að það tók til starfa og lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands um langt árabil.

Bjarni lék með flestum fremstu hljóðfæraleikurum landsins, stofnaði nokkrar hljómsveitir, var fyrstur til að fara með stórhljómsveit um landsbyggðina, árið 1946, og var lengi hljómsveitarstjóri vinsælustu danshljómsveitar landsins, Hljómsveitar Bjarna Böðvarssonar. Þá stjórnaði hann vinsælum útvarpsþáttum, s.s. Gömlum minningum.

Bjarni var stofnandi Félags íslenskra hljóðfæraleikara, árið 1932, formaður þess í áraraðir og heiðursfélagi FÍH.

Bjarni var fjölhæfur tónlistarmaður og prýðilegt tónskáld og útsetjari. Hann lést fyrir aldur fram á afmælisdaginn sinn, 1955.

Ragnar Bjarnason.

Morgunblaðið föstudagurinn 21. nóvember 2014 - Merkir Íslendingar.


 

Skráð af Menningar-Staður

20.11.2014 21:28

"ÞAÐ ER KOMINN GESTUR" - SAGA FERÐAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI

 

 Frá afhendingu bókarinnar: Grímur Sæmundsen, formaður SAF, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála

og Árni Gunnarsson, fv. formaður SAF.

 

„ÞAÐ ER KOMINN GESTUR“ – SAGA FERÐAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI

 

Á afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar þann 11. nóvember 2014 kom út bókin „Það er kominn gestur“ – saga ferðaþjónustu á Íslandi. SAF gefa bókina út og styrkti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið útgáfuna með myndarlegum hætti.

Höfundar verksins eru Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir, sem hafa unnið mikið við að skrá sögu atvinnulífsins. Í bókinni hafa þær kappkostað að gera frumkvöðlum í ferðaþjónustu skil og rekja þessa miklu sögu með frásögnum þeirra sem riðu á vaðið og stóðu fyrir nýbreytni. Það er léttur blær yfir frásögninni og bókin er búin fjölmörgum ljósmyndum sem glæða söguna lífi.

Í ritnefnd sátu: Hildur Jónsdóttir, Farvegur ehf. -formaður nefndarinnar, Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel Ísafirði, Guðjón Arngrímsson Icelandair, Helga Haraldsdóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Magnús Oddsson, fyrrv. ferðamálastjóri.

Hægt verður að kaupa bókina á skrifstofu SAF og í bókaverslunum.
 

Af www.ferdamalastofa.is

Skráða f Menningar-Staður

20.11.2014 06:18

Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur 50 ára - Öfgafullur jafnaðarmaður á Eyrarbakka

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hjónin Guðmundur S. Brynjólfsson og Sædís Ósk Harðardóttir.

 

Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur 50 ára

- Öfgafullur jafnaðarmaður á Eyrarbakka

 

Guðmundur fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1964 en ólst upp á Hellum á Vatnsleysuströnd. Þar var hann í Brunnastaðaskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, BA-prófi í almennri bókmenntafræði við HÍ, MA-prófi í leiklistarfræðum frá Royal Holloway University of London 1994, stundaði framhaldsnám og rannsóknir þar 1996-99, lauk djáknanámi við HÍ 2007 og var vígður djákni 2012 og lauk MA-prófi í almennri bókmenntafræði við HÍ sama ár.

Á menntaskólaárum og fram á miðjan þrítugsaldur vann Guðmundur á grjótmulningsvélum hjá ÍAV á Keflavíkurflugvelli, aflaði sér síðar réttinda til skoðunar og viðgerða á björgunarbúnaði skipa og vann þá lengst af hjá Gúmmíbátaþjónustunni í Reykjavík en síðar hjá Viking björgunarbúnaði. Hann hefur kennti við LHÍ og HÍ með hléum frá 2000, verið leiklistargagnrýnandi, unnið að sagnfræðilegri heimildaöflun og sem djákni. Frá 2007 hefur Guðmundur einnig framfæri af ritstörfum, fræðilegs eðlis, og með ritun smásagna, bóka og leikrita. Hann vinnur nú að rannsókn á höfundarverki skáldsins Jóns Óskars við Hugvísindasvið HÍ.

Helstu skáldverk Guðmundar eru: Gosbrunnurinn: - sönn saga af stríði (2014), Kattasamsærið (2012) Endalok alheimsins, leikrit ásamt Bergi Þór Ingólfssyni (2011), Hrekkjusvín, söngleikur, aðalhöfundur leiktexta (2011), Þvílík vika (2009). Horn á höfði, ásamt Bergi Þór Ingólfssyni (2009), Tuttugu og eins manns saknað (2008), ásamt Bergi Þór Ingólfssyni. Hann hefur auk þess sent frá sér smásögur og fræðitexta og fengist lítillega við þýðingar.

Guðmundur hlaut Grímuverðlaun 2010 fyrir leikritið Horn á höfði „Barnasýning ársins“ og Íslensku barnabókaverðlaunin 2009 fyrir söguna Þvílík vika.

Guðmundur er Félagi í Rithöfundasambandi Íslands, félagi í GRAL Grindvíska atvinnuleikhúsinu, sat í fulltrúaráði Leikminjasafns 2003-2006, í dómnefnd Leikskáldafélags Íslands vegna tilnefningar fyrir Norrænu leikskáldaverlaunin 2004 og var formaður Umf. Þróttar í Vogum 1987-89. Síðast en ekki síst er Guðmundur, til allrar eilífðar, veraldlegur og andlegur leiðtogi Öfgasinnaðra jafnaðarmanna sem huga að framboði fyrir hverjar kosningar sama hvaða nafni þær nefnast.

„Ég er áhugamaður um íþróttir, sérstaklega knattspyrnu, er einlægur stuðningsmaður Skagamanna hér heima, Leedsari af guðs náð og styð auðvitað mitt lið, Þrótt í Vogum, fram í rauðan dauðann. Ég er óvirkur snókerspilari, fylgist vel með þeirri íþrótt, er bærilegur kaffihúsaskákmaður en tefli helst á netinu vegna skorts á kaffihúsum á Eyrarbakka. Ég les mikið, einkum skáldskap, sagnfræði, guðfræði og heimspeki, og er með fágaða bíladellu, hef alltaf haft áhuga fyrir antík munum, helst smáhlutum, og svo gömlum Guðsorðabókum. Síðan sanka ég jafnt og þétt að mér hinum ýmsu bókum.

Þá höfum við hjónin gaman af ferðalögum og viljum þá helst njóta sólar. Hefðbundnar sólarlandaferðir hafa nýst mér vel til skrifta en skáldsagan Gosbrunnurinn sem nú svamlar um í jólabókaflóðinu var t.d. skrifuð að stórum hluta á Spáni.“

 

Fjölskylda

Eiginkona Guðmundar er Sædís Ósk Harðardóttir, f. 22.6. 1972, sérkennari. Foreldrar hennar eru Hörður Jóhannsson, f. 6.2. 1940, fyrrv. skipstjóri á Eyrarbakka, og Agnes Karlsdóttir, f. 23.6. 1942, húsfreyja á Eyrarbakka.

Fyrri kona Guðmundar er Inga Ósk Ásgeirsdóttir, f. 19.8. 1968, framhaldsskólakennari.

Dóttir Guðmundar og Ingu Óskar er Margrét, f. 4.2. 1995, menntaskóla- og flugnemi, búsett í Kópavogi.

Dóttir Guðmundar og Sædísar er Kristrún Birta, f. 24.12. 2010.

Börn Sædísar og stjúpbörn Guðmundar eru Jóhannes Gísli, f. 23.2. 1994, framhaldsskólanemi; Hörður Alexander, f. 10.11. 1995, framhaldsskóla- og tónlistarnemi; Agnes Halla, f. 1.12. 2001, nemi.

Systkini Guðmundar: Sigurður Jóhannes Brynjólfsson, f. 13.3. 1949, starfsmaður Póstsins í Reykjavík; Margrét Guðrún Brynjólfssdóttir, f. 28.2. 1951, myndlistarmaður í Reykjavík; Lilja Brynjólfsdóttir, f. 29.5. 1955, d. 18.6. 1955; Sigurlaug Brynjólfsdóttir, f. 12.1. 1957, leikskólaliði í Reykjavík; Brynjólfur Gunnar Brynjólfsson, f. 17.3. 1961, verkamaður í Reykjavík; Gísli Sigurjón Brynjólfsson, f. 7.4. 1975, framkvæmdastjóri Hvíta hússins í Reykjavík.

Foreldrar Guðmundar eru Brynjólfur Gunnar Brynjólfsson, f. 6.2. 1930, fyrrv. deildarstjóri véladeildar ÍAV, og Sesselja Sigurðardóttir, f. 18.10. 1929, húsfreyja og fyrrv. handavinnukennari.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Morgunblaðið fimmrudagurinn 20. nóvember 2014

Skráð af Menningar-Staður

19.11.2014 22:56

Lesið úr jólabókum í Sunnlenska bókakaffinu 20. nóv. 2014

 

 

Lesið úr jólabókum í Sunnlenska bókakaffinu 20. nóv. 2014

 

Fyrsta upplestrarkvöld haustsins í Sunnlenska ókakaffinu við Austurveg á Selfossi verður fimmtudagskvöldið 20. nóvember 2014.

Húsið verður opnað klukkan 20, en lestur hefst hálftíma síðar og verður lokið vel fyrir klukkan tíu en þá gefst tækifæri til skrafs við rithöfunda og þeir sem þess óska geta fengið áritaðar bækur. 


Þetta fyrsta kvöld mæta eftirtaldir:

Matthías Johannessen sem kynnir nýútkomna bók sína Sögur úr Vesturbænum. Ljúfar og lýrískar endurminningar frá Reykjavíkuruppvexti á stríðsárunum.


Steinunn Jóhannesdóttir les úr bók sinni Jólin hans Hallgríms þar sem varpað er ljósi á jólahald fyrir fjórum öldum síðan.


Snorri Páll Úlfhildarson ljóðskáld sem sendi nýlega frá sér sína fyrstu bók, Lengist í taumnum.


Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti er einnig að gefa út sína fyrstu bók en hún heitir Gamansögur úr Árnesþingi og er metsölubók hér austanfjalls þessa dagana. 
 

Heiðrún Ólafsdóttir les úr skáldsögu sinni Leið sem hlotið hefur lof og mikla athygli á yfirstandandi hausti. 


Loks les Hrefna Clausen úr bók Steinunnar Sigurðardóttur, Gæðakonur. Höfundur fékk um liðna helgi verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.


Frá upplestri í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi fyrir nokkrum árum.


Skráð af Menningar-Staður

19.11.2014 22:40

Í sókn fyrir Suðurland - fundur fimmtudaginn 20. nóvember 2014

 

 

Í sókn fyrir Suðurland – fundur fimmtudaginn 20. nóvember 2014

 

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18:15 verður haldinn fundur á Hótel Selfoss undir yfirskriftinni „Í sókn fyrir Suðurland“  Fjallað verður um tækifærin til sóknar í atvinnulífi á Suðurlandi.  Fundurinn verður stuttur en snarpur og hefst kl. 18:15

Dagskráin er sem hér segir:

18:15 Fundarsetning, Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

18:18 Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra. Tækifærin í framleiðslu landbúnaðarvara.

18:35 Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Fengs í Hveragerði.

18:45 Elvar Eyvindsson, bóndi að Skíðbakka. Staðan og tækifærin í landbúnaði.

19:00 Björgin Skúli Sigurðsson, Landsvirkjun. Eftirspurn eftir raforku á Íslandi.

19:10 Kristinn Hafliðason, verkefnastjóri erlendra fjárfestingar hjá Íslandsstofu.

19:25 Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls á Grundartanga ræðir um innviðina.

19:40 Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, fjallar um markaðssetningu ferðaþjónustunnar.

19:55 Lokaorð, Vilhjálmur Árnason alþingismaður.

Tímaverðir eru Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS

Af www.sass.is
Alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson, í miðju, setur fundinn og alþingismaðurinn Vilhjálmur Árnason, lengst til hægri, lokar fundinum.
Með þeim á þessari mynd, sem tekin er að Stað á Eyrarbakka, er lengst Siggeir Ingólfsson.

Skráð af Menningar-Staður 

 

19.11.2014 07:29

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá 18. nóvember 2014

 

ÞÁ bílar. F.v.: Róbert Agnarsson, Karítas Ottesen, Vigfús Guðmundsson og Siggeir Ingólfsson.

 

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá  18. nóvember  2014

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka fór í gær, þriðjudaginn 18. nóvember  2014,  upp að Ölfusá við Selfoss.

Um var að ræða svokallaða  -sjálfumgleðiferð- en slikt hátterni er að færast í aukana síðustu; mánuði, misseri og ár.

Innihald slíkra ferða er að hitta mann og annan og hafa gaman af.

 

 Komið var á þessa staði þar sem gestunum var gríðarlega vel tekið:

1. ÞÁ bílar við Eyrarveg á Selfossi

2. Félagsheimilið Tíbrá hjá Ungmennafélagi Selfoss við Selfossvöll

3. Verkalýðsfélögin við Austurveg á Selfossi

4. Eldhúsið við Tryggvagötu á Selfossi

5. Fóðurstöð Suðurlands við Gagnheiði á Selfossi

6. Húsasmiðjan við Eyraveg á Selfossi

 

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm með 22 myndum er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://www.menningarstadur.123.is/photoalbums/266940/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

Tíbrá. F.v.: Soffía Ragna Pálsdóttir, Siggeir Ingólfsson, Þórdís Hansen, Gissur Jónsson og Jórunn Elsa Ingimundardóttir

.

Verkalýðsfélögin. F.v.: Siggeir Ingólfsson, Guðmundur Gils Einarsson og Halldóra Sigríður Sveinsdóttir.

Eldhúsið. F.v.: Vígsteinn Gíslason og Siggeir Ingólfsson.

Eldhúsið. F.v.: Kristín Dís Kristjánsdóttir og Unnsteinn Einarsson.

Fóðurstöð Suðurlands. F.v.: Guðmundur Valur Pétursson og Siggeir Ingólfsson.

Húsasmiðjan. F.v.: Árni Benediktsson, Sunna og Siggeir Ingólfsson.

Húsasmiðjan.

F.v.: Jarþrúður Jónsdóttir, Árni Benediktsson, Siggeir Ingólfsson, Hafdís Magnúsdóttir og Gunnar Ásg. Benediktsson. 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.11.2014 21:32

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. nóv. 2014

 

 

.

 
 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. nóv. 2014

 

Mjög góð þátttaka var í morgunstund  Vina alþýðunnar í Alþýðuhúsinu í Samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í morgun, þriðjudaginn 18. nóvembr 2014.

Menningar-Staður náði aðeins að færa til myndar tæplega helming af fjölda morgungesta. 

 

 


Skráð af Menningar-Staður