Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Júní

16.06.2015 21:53

17. júní 2015 - Hátíðarhöld á Selfossi

 

17. júní hátíðarhöld á Selfossi

 

17. júní 2015  -  Hátíðarhöld á Selfossi

 

17. júní verður haldinn hátíðlegur á Selfossi nk. miðvikudag en umsjón með hátíðarhöldum er í höndum Björgunarfélags Árborgar.

 

Dagskráin hefst kl. 10:00 þegar fánar eru dregnir að húni við Ráðhús Árborgar. Á sama tíma er opið hús hjá Flugklúbb Selfoss á Selfossflugvelli, félagar úr Hestamannafélaginu Sleipni teyma undir börnum í reiðhöllinni og viðbragðsaðilar á svæðinu eru með opið hús í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Kl. 11:00 er hægt að fá að sitja á mótorhjóli á planinu við Sunnulækjarskóla en auðvelt er að komast milli staða með Selfossrútunni sem gengur um bæinn milli 10:00 og 16:00.

Hátíðarskrúðgangan fer af stað frá Selfosskirkju kl. 13:00 og gengur eftir Austurveginum, inn Reynivelli, Engjaveg og Sigtún að Sigtúnsgarðinum þar sem hátardagskráin fer fram. Helstu dagskrárliðir á sviðinu eru að Ingó spilar nokkur lög, Gói skemmtir börnunum, BMX brós sýna listir sínar og Leikfélag Selfoss sýnir stuttan leikþátt. Á svæðinu verða líka bílar til sýnis, kassaklifur, CandyFloss, hoppukastalar, sandkastalakeppni, andlitsmálun o.fl. Ekki má síðan gleyma Karamellufluginu og 17. júní sjoppunni sem er staðsett í Sigtúnsgarðinum.

Hátíðarkaffi frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður í FSu frá 15:00 – 17:00 en eftir það hefst sundlaugarsprellið í Sundhöll Selfoss. Sundlaugarsprellið hefst á vígslu nýrrar viðbyggingar við Sundhöll Selfoss kl. 17:00 og í framhaldinu geta gestir gengið um nýju bygginguna áður en skemmtunin hefst við útilaugina.

Dagskrá dagsins endar svo á kvöldsiglingu á Ölfusá frá 19:30 – 22:30 og dansleik í Hlíðskjálf þar sem Hjördís Geirsdóttir ásamt fríðu föruneyti spila og syngja gömlu góðu lögin sem allir ættu að geta dansað við.

 

Dagskrá 17. júní á Selfossi

Af www.arborg.is


Skráð af Menningar-Staður.

 

15.06.2015 23:10

15. júní 1926 - hornsteinn lagður að Landspítalanum

 

Landspítalinn sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

15. júní 1926 - hornsteinn lagður að Landspítalanum

 

Kristján tíundi Danakonungur og Alexandrína drottning lögðu þann 15. júní 1926 hornstein að Landspítalabyggingunni, sem konur beittu sér fyrir í tilefni af kosningarétti sínum.

Við athöfnina var flutt ljóð eftir Þorstein Gíslason en það hefst þannig: „Hér hófu verk af drengskap Íslands dætur.“

Spítalinn var tekinn í notkun fjórum árum síðar.


Húsið teiknaði Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 15. jún í 2015 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson.
 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

15.06.2015 12:00

17. júní 2015 á Eyrarbakka

 

Frá 17. júní á Eyrarbakka árið 2010

 

17. júní 2015 á Eyrarbakka

 

17. júní hatíðarhöldin á Eyrarbakka árið 2015 verða í Samkomuhúsinu Stað og hefjast kl. 14:00

 

Fjölbreytt skemmtiatriði fyrir allan aldur.

Verðlaunaafhending fyrir Hópshlaupið.


Hressing að lokinni dagskrá.

Sveitarfélagið Árborg styrkir hátíðarhöldin.

 

Kvenfélag Eyrarbakka

 

.
Skráð af Menningar-Staður

15.06.2015 06:23

JÓNSMESSUHÁTÍÐIN Á EYRARBAKKA 20. JÚNÍ 2015

 

 

JÓNSMESSUHÁTÍÐIN Á EYRARBAKKA 20. JÚNÍ 2015

 

09:00 Fánar dregnir að húni við upphaf 16. Jónsmessuhátíðarinnar á Bakkanum
Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.


09:00-22:00 Bakkinn
Verslunin verður opin allan daginn og langt fram á kvöld – kíkið við í spjall og börnin fá skrímslaís um miðbik dagsins.


10:30-17:00 Laugabúð í Sjónarhóli
Sagan er allt umlykjandi í þessu sögufræga húsi, þar sem Guðlaugur Pálsson rak verslun í 74 ár frá 1919 til 1993, þegar hann féll frá tæplega 98 ára gamall. Nýjar vörur og gestakaupmenn frá höfuðborginni í aðalhlutverki.


11:00-18:00 Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Ókeypis aðgangur á hátíðinni.
Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál. Ávallt heitt á könnunni. Í borðstofu Hússins er sýningin Konur, skúr og karl sem fjallar um 19. aldar ljósmyndara á Stokkseyri og í Assistentahúsinu er sýningin Vesturfarar. Þar segir frá upphafi þeirra merku fólksflutninga Íslendingasögunnar sem hófust á Eyrarbakka. Sjóminjasafnið er opið uppá gátt.


11:00 Unga kynslóðin skemmtir sér
Hinn sívinsæli Brúðubíll kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu. Og nú er aldeilis ys og þys í Brúðubílnum. Söngur, sögur og leikrit. Björgunarsveitin verður svo með eitthvað frábært til afþreyingar og kannski verður eitthvað gott í gogginn.


11:00 Bakkastofa og Húsið

Sýnishorn af Eyrarbakkabrúnni sem er samstarfsverkefni Hússins á Eyrarbakka og Bakkastofu við Eyrargötu.

11:30-22:00 Rauða húsið á Eyrarbakka
Þriggja rétta Jónsmessutilboð allan daginn – sumarsalat, hrossalund og súkkulaðikaka.

Tilboð á pizzu og bjór eða kaffi og kökum niðri á Rauða kaffihúsinu í kjallaranum.


12:00-14:00 Heimboð í Garðshorn
Elínbjörg Ingólfsdóttir og Vigfús Markússon bjóða í Jónsmessusúpu. Kl. 12:30 má búast við óvæntri uppákomu.
Ása Magnea, nýútskrifaður ljósmyndari, verður með ljósmyndasýninguna Sjómenn frá Eyrarbakka og önnur verk tengd Eyrarbakka á pallinum. Það gerist alltaf eitthvað spennandi í Garðshorni.


13:00-17:00 Sjávarfang á Sölvabakka
Í vesturenda Frystihússins er húsnæði sem nefnist Sölvabakki og þar er margt braukað, sem forvitnilegt er að heyra og sjá. Boðið verður upp á sjávarfang og sagðar sannar veiðisögur af Geira og áhöfninni á Sölva ÁR150.


13:30-15:00 Bakki Hostel
Nýlega var opnað glæsilegt farfuglaheimili í Frystihúsinu. Öllum boðið að skoða.


14:00-16:00 Heimboð að Hvoli við Eyrargötu og í Konubókastofu í Blátúni við Túngötu

Hulda Ólafsdóttir á Hvoli býður gestum í heimsókn til sín í gamla sýslumanns- og prestssetrið, sem byggt var 1914.
Í Konubókastofu í Blátúni verður opið og tekið á móti gestum, eins og sögupersónum í Dalalífi Guðrúnar frá Lundi.


15:00 Sumartónleikar í Bakkastofu
Aðgangseyrir 1.500 kr. – miðasala við innganginn.
Valgeir Guðjónsson, sannkallaður stuðmaður, heldur sumartónleika í Bakkastofu við Eyrargötu.


15:30 Konur, skúr og karl – Ljósmyndarar á Stokkseyri 1896-1899
Leiðsögn um sumarsýningu byggðasafnsins í Húsinu, sem veitir innsýn í stöðu kvenna í heimi ljósmyndunar.


16:00 Heimsókn frá vinabænum Þorlákshöfn í Eyrarbakkakirkju
Aðgangur ókeypis, en frjáls framlög.
Tónar og Trix er tónlistarhópur eldri borgara í Ölfusinu, sem hefur mikla ánægju af því að syngja saman og spila á hljóðfæri. Þau hafa slegið í gegn að undanförnu með nýju plötunni sinni og ætla að leyfa okkur að heyra brot af því besta undir stjórn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur.


17:00 Íslandsmeistaramótið í koddaslag
Björgunarsveitin stendur fyrir þriðja Íslandsmeistaramótinu í koddaslag á bryggjunni á Eyrarbakka. Skráning hefst á staðnum kl. 16:45 – aldurstakmark, en allir velkomnir til þess að fylgjast með.


17:00 Bakkastofa og Húsið
Sýnishorn af Eyrarbakkabrúnni sem er samstarfsverkefni Hússins á Eyrarbakka og Bakkastofu við Eyragötu.


20:15 Raddbandakórinn ræskir sig í Húsinu
Heimir Guðmundsson, sem fæddur er í Húsinu árið 1944, leiðir fjöldasöng í stássstofunni og spilar á elsta píanó á Suðurlandi. Skólasöngvarnir og fleiri kvæðakver dregin fram og hver syngur með sínu nefi.


22:00 Jónsmessubrenna
Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Ingibjörg Vigfúsdóttir, Flóamaður og fyrrum Eyrbekkingur, flytur stutt ávarp. Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.


23:00 Jónsmessugaman á Hótel Bakka í Frystihúsinu
Aðgangseyrir 1.000 kr. – miðasala við innganginn
Þeir sem enn hafa kraftinn hittast og skemmta sér. Tilboð á barnum. Aldurstakmark er 18 ár.

 

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað
ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Stað er opin frá kl. 7:30 til 18:00.

Af www.eyrarbakki.is

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

.

.

 

.

 

14.06.2015 22:11

17. júní 2015 - Hátíðardagskrá Hrafnseyri

 

 

Á Hrafnseyri við Arnarfjörð - fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, forseta Ljósm.: BIB

 

17. júní 2015 - Hátíðardagskrá Hrafnseyri

 

17. júní Hátíðardagskrá Hrafnseyri 2015 
 

13:00 - 13:45  Hátíðarguðþjónusta: Prestur: sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, sóknarprestur á Hrafnseyri. Söngur: Kirkjukór Þingeyrarprestakalls. Organisti: Tuuli Rähni.
 

13:45 - 14:30   Kaffiveitingar
 

14:30 - 14:50   Hátíðarræða: Steinunn Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður og núverandi varaformaður Kvenréttindafélags Íslands 
 

14:50 - 14:55   Tónlist: Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir sópran syngur lög eftir Sigtrygg Guðlaugsson frá Núpi og fleiri, við undirleik Tuuli Rähni og Kristins Níelssonar.

 

14:55 - 15:00    Útnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar

 

15:00 - 16:00     Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda

 

Kynnir á hátíðinni er prófessor Guðmundur Hálfdánarson

 

Myndlistamaður sumarsins er Unnar Örn Auðarson.

 

Börn geta farið á hestbak undir leiðstögn!

  

Rútuferð, Ísafjörður – Hrafnseyri, fólki að kostnaðarlausu.

Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30

3 mín. síðar stoppar hún við Hlíf, en heldur svo áfram til Hrafnseyrar

Rútan fer frá Hrafnseyri kl. 16:30

 

Kaffi og afmælisterta í boði Hrafnseyrar verður á meðan á dagskrá stendur fram til kl. 17:00.

Einnig verður hægt að kaupa súpu með brauði.
 

www.hrafnseyri.is

Myndir frá 17. júní 2014 á Hrafnseyri:

 

.

 

.


.

.
 

.

 

.


 


Skráð af Menningar-Staður.

 

13.06.2015 22:20

70 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

 

70 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Samband íslenskra sveitarfélaga.

Stofnun og hlutverk Sjá tengil hér fyrir neðan.

70_ara_afmaeli

Samantekt:
Magnús Karel Hannesson.Magnús Karel Hannesson.
 

Af www.floahreppur.is

Skráð af Menningar-Staður

 

13.06.2015 07:06

Kveikja eld í brjóstum kvenna

 

Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir

hafa staðið í stórræðum, steypt kerti eftir mótum af brjóstum 100  kvenna.

 

Kveikja eld í brjóstum kvenna

 

• 100 brjóstakerti munu loga við flutning kvennakórs á „Brennið þið vitar“

 

Myndlistarkonurnar Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir standa fyrir merkilegum gjörningi sem framinn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 19. júní, þegar 100 ár verða liðin frá því að konur á Íslandi hlutu kosningarétt. Gjörningurinn nefnist „Með eld í brjósti“ og felst í því að kveikt verður á 100 kertum sem steypt voru úr gifsmótum af brjóstum jafnmargra kvenna og munu kertin brenna undir flutningi Kvennakórsins Kötlu á hinu sígilda kórlagi „Brennið þið vitar“,  eftir Pál Ísólfsson og Davíð Stefánsson sem jafnan er flutt af karlakórum.

 

Margbreytileiki og baráttubál

„Kertin eru 100 talsins til að tákna þann fjölda ára sem íslenskar konur hafa haft pólitíska rödd í samfélaginu. Brjóstin eru marglita vegna fjölbreytileikans sem býr í konunni. Þau standa þétt saman og mynda saman fallega heild. Brjóstin eru einnig eins mismunandi og þau eru mörg. Loginn táknar baráttubálið sem við viljum kveikja í brjóstum kynsystra okkar. Hann táknar engu síður þá viðvörun að eldurinn má alls ekki slokkna því enn er að mörgu að hyggja í málum kvenréttindabaráttunnar. Lagið „Brennið þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar sem það fjallar um baráttu og hættur sem auðvelt er að yfirfæra á baráttu kvenna. Ljósið í vitanum táknar leiðarljós og það ljós sem við viljum hafa fyrir augum okkar í þessari mikilvægu baráttu. Kvennakórinn Katla hefur útsett þetta lag fyrir konur og er því tilvalinn í verkið,“ segja Harpa og Elín um gjörninginn í tilkynningu.

„Við erum góðar vinkonur og vildum láta í okkur heyra þennan dag,“ segir Harpa, spurð út í samstarf þeirra Elínar. En hvernig skyldi hafa gengið að taka afsteypur af brjóstum 100 kvenna? ,,Við erum frá því í febrúar búnar að gefa konum um allan bæ grisjur og svo bjuggum við til vídeó á YouTube sem við settum á Facebook og bjuggum þar til hóp, buðum konum að ganga í hann og konur gengu líka í hann sjálfar. Við erum búnar að gera þetta um allan bæ, gefa konum grisjur og sækja mótin,“ segir Harpa.

 

Mögulega á markað

Spurð að því hvort til standi að selja brjóstakerti segir Harpa að verið sé að athuga þau mál. ,,Við erum að spá í að reyna að koma þessu á markað. Við ætlum að reyna að framleiða kannski þrjár stærðir af brjóstum,“ segir hún. Konur geti þá kveikt á slíkum kertum þegar tilefni sé til fagnaðar, t.d. þegar þær fái nýja vinnu eða eignist barn.

Morgunblaðið föstudagurinn 12. júní 2015

Elfar Guðni Þórðarson við listaverk sitt  -Brennið þið vitar-  

í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.Skráð af Menningar-Staður

11.06.2015 09:01

Vefmyndavélin á Rauða-húsinu á Eyrarbakka

 

Eyrarbakki

 

Vefmyndavélin á Rauða-húsinu á Eyrarbakka

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

10.06.2015 11:24

Verkefnastjórn Uppbyggingarsjóðs Suðurlands og úthlutunarnefndir

 

Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir,

formaður Verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands.

 

Verkefnastjórn Uppbyggingarsjóðs Suðurlands og úthlutunarnefndir

 

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands fer einnig með hlutverk verkefnisstjórnar Uppbyggingarsjóðs Suðurlands og er skipuð eftirfarandi:

Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður
Bryndís Björk Hólmarsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Runólfur Sigursveinsson


Við mat á umsóknum skipar verkefnastjórn í úthlutunarnefndir sem fara yfir umsóknir og skila tillögum til verkefnastjórnar. Þegar úthlutun hefur verið kunngjörð er um að ræða endanlega niðurstöðu. Ekki er hægt að fara fram á endurmat á einstökum umsóknum. Sjá nánar upplýsingar um úthlutunarreglur og mat á umsóknum.

Eyrbekkingurinn Inga Lára Baldvinsdóttir,

safnvörður myndasafns Þjóðminjasafns Íslands.

 

Eftirfarandi aðilar sitja í úthlutunarnefndum;

 

Úthlutunarnefnd menningarstyrkja:

Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður myndasafns Þjóðminjasafns Íslands
Marteinn Steinar Þórsson, kvikmyndagerðarmaður
Aðalheiður M. Gunnarsdóttir, tónlistarkennari og söngkona


Úthlutunarnefnd atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkja:

Helga Björk Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri leikskólans Sóla
Bergsteinn Einarsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Set ehf.
Laufey Helgadóttir, ferðaþjónustubóndi að Smyrlabjörgum

 

Nánari upplýsingar veita:

Þórður Freyr Sigurðsson, ráðgjafi og verkefnastjóri – thordur@sudurland.is
Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi – 
dorothee@sudurland.is

Af www.sass.is


 

Skráð af Menningar-Staður

 

10.06.2015 07:37

Konur, skúr og karl

 

 

Meðfylgjandi ljósmynd er tekin af Láru Ólafsdóttur og sýnir Eugeniu Th. Nielsen faktorsfrú í Húsinu ásamt dætrum sínum Guðmundu og Karenu og Halldóru Guðmundsdóttur úr Kirkjuhúsi sem er í íslenskum klæðnaði. Myndin er tekin skömmu fyrir aldamótin 1900.

Konur, skúr og karl

 

Sumarsýning Byggðasafns Árnesinga opnaði í borðstofu Hússins á Íslenska safnadaginn sunnudaginn 17. maí. Þar er fjallað um þrjá ljósmyndara sem störfuðu á Stokkseyri á árunum kringum aldamótin 1900. Þetta eru þau, Margrét Árnason Möller, Lára Ólafsdóttir og Ingimundur Eyjólfsson. Á sýningunni er varpað ljósi á starfsferil þeirra þriggja og sýnishorn af ljósmyndum þeirra frammi. Sýningin er sérstaklega tileinkuð 100 ára kosningarétti kvenna.

 

Jafnframt skal hér vakin athygli á nýrri sýningu í Húsinu sem nefnist Vesturfarar. Þar er greint frá vesturheimsferðum í 1000 ár alveg frá fyrstu ferðinni sem var för Bjarna Herjólfssonar til Ameríku. Lögð er jafnframt áhersla á upphaf flutninganna miklu um 1870 sem hófust frá Eyrarbakka.

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka er í túnfætinum við Húsið. Þar er vel tekið á móti gestum.

 

Söfnin á Eyrarbakka eru opin alla daga í sumar kl. 11-18 og eftir samkomulagi. 

 

Á ljósmyndinni eru f.v: Sigurður P. Sigurjónsson ættaður frá Litlu-Háeyri, Lýður Pálsson safnstjóri og systkinin Brynjólfur og Bára Brynjólfsbörn frá Litlu-Háeyri. Myndin er tekin við opnun sýningarinnar Konur, skúr og karl fyrir skömmu. 

.

 

Vesturfarasýningin.


Byggðasafn Árnesinga gjörði kunnugt.
 

 

Skráð af Menningar-Staður