Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Júní

05.06.2015 08:20

91.000 FERÐAMENN Í MAÍ

 

 

91.000 FERÐAMENN Í MAÍ

 

Um 91 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 24.300 fleiri en í maí á síðasta ári. Aukningin nemur 36,4% milli ára.

Aukning hefur verið milli ára alla mánuði frá áramótum eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars og 20,9% í apríl.

Ferðamenn í maí 2002-2015

Þriðjungur frá Bandaríkjunum og Bretlandi

10 fjölmennustu þjóðerniTæplega þrír af hverjum fjórum ferðamönnum í maí árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 22,3% af heildarfjölda en næstir komu Bretar en þeir mældust 11,8% af heildarfjölda. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (7,4%), Norðmenn (6,5%), Svíar (5,7%), Frakkar (5,1%), Kanadamenn (4,9%), Danir (4,4%), Hollendingar (2,8%) og Pólverjar (2,7%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Þjóðverjum og Kínverjum mest milli ára í maí en 8.772 fleiri Bandaríkjamenn komu í maí í ár en í fyrra, 2.437 fleiri Bretar, 1.949 fleiri Þjóðverjar og 1.048 fleiri Kínverjar. Þessar fjórar þjóðir báru uppi um 58% aukningu ferðamanna í maí.

 

Þróun á tímabilinu 2002-2015

Ferðamenn eftir markaðssvæðumFerðamönnum í maí hefur fjölgað jafnt og þétt frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli árið 2002, með örfáum undantekningum. Heildarfjöldi ferðamanna í maímánuði hefur nærri fjórfaldast  frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa meira en fimmfaldast og þeirra sem flokkast undir annað sem hafa nífaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu hafa á sama tíma nærri fjórfaldast, Bretar nærri þrefaldast og Norðurlandabúar ríflega tvöfaldast en hlutdeild þeirra síðastnefndu í maímánuði hefur minnkað með árunum.

Um 379 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 379.700 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 88.550 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 30,4% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; Mið- og S-Evrópubúum hefur fjölgað um 36,6%, N-Ameríkönum um 35,6%, Bretum um 28,8%, Norðurlandabúum um 8,3% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 42,7%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 41 þúsund Íslendingar fóru utan í maí síðastliðnum eða um 4.500 fleiri en í maí árið 2014.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

 

Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll

Af www.ferdamalastofa.is

 


 

Skráð af Menningar-Staður

 

04.06.2015 21:27

Sunnlenskir skólar fengu nýsköpunarverðlaun

 

Lilja Ósk Atladóttir og Bríet Bragadóttir úr Barnaskólanum á Stokkseyri og Eyrarbakka

ásamt Magnúsi J. Magnússini, skólastjóra t.v. og Ragnari Gestssyni, kennara t.h.

 

Sunnlenskir skólar fengu nýsköpunarverðlaun

 

Alls bárust 1975 hugmyndir frá meira en 3000 hugmyndasmiðum víða um land í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2015. Af þessum hugmyndum voru 54 valdar til að taka þátt í vinnusmiðju sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku.

 

Hugmyndir þátttakenda í vinnusmiðju eru fjölbreyttar og leysa þarfir og vandamál í daglegu lífi. Þar má nefna töfrabók, lausn fyrir ísskápa, barnabauk, endurvinnanlegt „dross“, blýanta, gorma, yddara, „How do you feel today“ smáforrit (app) og ýmis önnur smáforrit/tölvuleiki auk fleiri skapandi hugmynda.

Tilgangur vinnusmiðju er að hver þátttakandi fái tækifæri til að þjálfa sig í ferlinu frá hugmynd að vöru til verðmæta. Nemendur útfæra hugmyndir sínar með teikningum, smíðum, textíl, forritun, gerð viðskiptamódela og þjálfun framsögu, undir leiðsögn fulltrúa frá NKG, SKEMA, JCI, Einkaleyfastofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Arion banka, Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Bríet Bragadóttir og Lilja Ósk Atladóttir úr Barnaskólanum á Stokkseyri og Eyrarbakka, Margrét Lilja Thorsteinsson úr Flúðaskóla, Sonja Ýr Benediktsdóttir úr Flúðaskóla, Margrét Freyja Vilhjálmsdóttir og Edda Guðrún Arnórsdóttir úr Þjórsárskóla og Ásgrímur Örn Jónasson og Kolbeinn Loftssons úr Þjórsárskóla voru valin úr til að taka þátt í vinnusmiðjunni.

Lilja Ósk fékk að lokum Guðrúnarbikarinn, en hann er veittur hugmyndasmið sem er talinn hafa skarað fram úr fyrir hugmyndaríki, dugnað, að vera fylgin sér, kurteis og samviskusamur. Guðrúnarbikarinn er veittur í minningu Guðrúnar Þórsdóttir, sem var einn af frumkvöðlum Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og innleiðingu nýsköpunarmenntar í grunnskólum landsins. Þær Edda Guðrún og Freyja Margrét úr 7. bekk í Skeiða- og Gnúpverjaskóla fengu bornsverðlaun í fyrir hugmynd sína „Uppþvottahanski“. Þá fékk Sonja Ýr úr 5. bekk Flúðaskóla bronsverðlaun fyrir hugmyndina „Glasabakki með öryggisfestingum“. Ragnar Gestsson kennari í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri fékk titilinn Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2015.

Allir þátttakendur í úrslitum í NKG2015 fengu verðlaunagrip NKG, merktan eigin nafni á gullplötu, viðurkenningarskjal frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og annað hvort gjafabréf eða peningaverðlaun.

Af www.dfs.is

 

Skráð af menningar-Staður

03.06.2015 07:09

Sjómannadagurinn á Eyrarbakka 7. júní 2015 - Kaffisala

 

 

Siggeir Ingólfsson með skilti um Brimflöggun á Eyrarbakka sem afhjúpað verður á sjómannadeginum.

 

 

Sjómannadagurinn á Eyrarbakka 7. júní 2015 – Kaffisala

 

Kæru Eyrbekkingar

Hið árlega sjómannadagskaffi Slysavarnadeildarinnar verður í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka sjómannadaginn 7. júní 2015 kl. 15:00 – 17:00

Að venju leitum við eftir stuðningi ykkar með  framlagi á bakkelsi.

Tekið verður á móti bakkelsi kl. 12:00 – 13:30 sama dag.

 

Með fyrirfram þökk

Stjórn Slysavarnadeildarinnar Bjargar

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

02.06.2015 21:14

Siggeir Ingólfsson endurbætir aðrennslisskurð við Rjómabúið á Baugsstöðum

 

Siggeir Ingólfsson við Rjómabúið á Baugsstöðum.

 

 

Siggeir Ingólfsson endurbætir aðrennslisskurð við Rjómabúið á Bugsstöðum

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka og húsmaður við Rjómabúið að Baugsstöðum austan Stokkseyrar, endurbætti á dögunum  aðrennslisskurðinn sem fleytir vatninu að vatnshjólinu sem síðan drífur vélkostinn í búinu.

Vatnið hafði að nokkru grafið sér leið framhjá inntaksrörunum þannig að nægt vatn fór ekki þar um. Siggeir steypti fyllingu í skurðendann þannig að nú fer vatnið beinustu leið að inntaksrörunum.

Skommu eftir verklok hitti Lýður Pálsson, safnvörður á Eyrarbakka , Siggeir Ingólfsson og þakkaði þetta virðingarverða framtak hans.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndalabúm er á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/272478/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

F.v.: Lýður Pálsson og Siggeir Ingólfsson.
 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

02.06.2015 15:56

Kjartan Már Hjálmarsson, ritstjóri - Séð og jarmað- er 55 ára í dag - 2. júní 2015

 

Kjartan Már Hjálmarsson.

 

Kjartan Már Hjálmarsson,

ritstjóri - Séð og jarmað- er 55 ára í dag - 2. júní 2015

 

Nokkur viðbúnaður var á Selfossi upp úr hádegi í dag,  þriðjudaginn 2. júní 2015, vegna 55 ára afmælis Kjartans Más Hjálmarssonar,  grafísks hönnuðar í Prentmeði og annars ritstjóra  -Séð og jarmað- sem er Myndrit Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.Örn Guðnason  þreif og púsaði gluggana á starfstöðinni í Prentmeti við Eyraveginn.

 

Forseti Hrútavinafélagsins Örvars , Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og  Kristján Runólfsson í Hveragerði,  höfuðskáld Hrútavina,   komu saman í Sunnlenska bókakaffini til örfundar um vísnagerð.

Þá var haldið í Prentmet og afmælsbarninu 55 ára færður geisladiskur með Hljómsveitinni Æfingu sem er höfuðhljómsveit Hrútavinafélagsins Örvars.


 

Síðan voru fluttar vísur:

Forsetavísa: - BIB


Séð og jarmað sómarit

sýnist hvergi betra.
Félagseign og frábært vit
fimm og fimmtíu vetra.


Höfuðskáldsvísa: - Kristján Runólfsson.

Ásýnd þín er ekki dimm
þó ellin við þér blaki.

Nú eru árin fimmtíu og fimm
flogin þér að baki.


Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/272471/

 

Nokkrar myndir hér:

Örn Grétarsson prentsmiðjustjóri .

 

Kristján Runólfsson,skáld.

 

F.v.: Valdimar Bragason, Steingerður Katla Harðardóttir , Kjartan Már Hjálmarsson, Ari Jónsson, Kristján Runólfsson og Hallgrímur Óskarsson.

 

F.v.: Kjartan Már Hjálmarsson, Ari Jónsson og Kristján Runólfsson.

 

.F.v.: Örn Guðnason, Kristján Már Hjálmarsson, Örn Grétarsson og Kristján Runólfsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

02.06.2015 11:31

Morgunrúnturinn á Eyrarbakka 2. júní 2015


Jóhann Jóhannsson á ferð um Eyrarbakka í morgun.

 

 
 
 

 

Morgunrúnturinn á Eyrarbakka 2. júní 2015

 

Jóhann Jóhannsson  var á ferð í morgun um vesturhluta Eyrarbakka á dráttarvél árgerð 1955.Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

.


F.v.: Jóhann Jóhannsson, Haukur Jónsson og Kjartan Þór Helgason. Ljósm.: BIB

 

Skráð af Menningar-Staður

 

02.06.2015 11:11

2. júní 1707 - Bólusótt barst til landsins með Eyrarbakkaskipi

 

 

2. júní 1707 - Bólusótt barst til landsins með Eyrarbakkaskipi

 

Bólusótt barst til landsins með Eyrarbakkaskipi. Hún geisaði í tvö ár og þriðjungur Íslendinga lést úr henni.

 

Sóttin sem nefnd hefur verið „stóra bóla“ var mannskæðasta sótt síðan „svarti dauði“ herjaði þremur öldum áður.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 2. júní 2015 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 Skráð af Menningar-Staður 

02.06.2015 06:47

Rúmlega 47 þúsund manns skora á forsetann að vísa makrílnum til þjóðarinnar

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Við hlið hans er bróstmynd af Jóni Sigurðssyni, forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

 

Rúmlega 47 þúsund manns skora á forsetann að vísa makrílnum til þjóðarinnar

 

Rúmlega 47.400 manns hafa skrifað nafn sitt á vefsíðuna Þjóðareign.is til að skora á forseta Íslands að vísa til þjóðarinnar í atkvæðageiðslu „hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Tilefnið er frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun veiðileyfa á makríl til margra ára, án sérstakrar gjaldtöku.


Aðstandendur áskorunarinnar segja að þátttaka sýni fram á hina gríðarlegu undirliggjandi óánægju í samfélaginu um skipan sjávarútvegsmála og að auðlind í almannaeigu, fiskveiðiheimildunum, skuli úthlutað með þeim hætti sem nú sé gert. „Slíkt ætti að verða ríkisstjórninni hvatning til að leita raunverulegra sátta við þjóðina um hvernig standa eigi að úthlutun fiskveiðiheimilda í framtíðinni.“ Undirskriftasöfnunin hófst hinn 1. maí. Að henni standa Agnar K. Þorsteinsson, Bolli Héðinsson, Guðrún Pétursdóttir, Henný Hinz, Jón Sigurðsson, Jón Steinsson og Þorkell Helgason.

 

Skráð af Menningar-Staður

02.06.2015 06:25

Góð aðsókn að Hrútum í Selfossbíói

 

 

Úr kvikmyndinni Hrútum.
 

Góð aðsókn að Hrútum í Selfossbíói

 

Góð aðsókn var á kvikmyndina Hrúta í Selfossbíói um liðna helgi og einnig út um allt land. Greinilegt er að Sunnlendingar eru spenntir fyrir myndinni, en hún verður sýnd áfram í Selfossbíói. Þess má einnig geta að myndin fór beint á topp aðsóknarlistans eftir fyrstu sýningarhelgina.

 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hafði þetta að segja um myndina:
„Alveg hrein snilld frá upphafi til enda! Mikil spenna, húmor og tilfinningar. Þar sem talað er frá hjarta til hjarta þá er allur heimurinn með og fagnar.“

 

Hrútar er skrifuð og leikstýrð af Grími Hákonarsyni frá Vorsabæ í Flóa og Holti í Stokkseyrarhreppi hinum forna. Hún vann á dögunum hin eftirsóttur Un Certain Regard verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes og er fyrsta íslenska kvikmyndin sem vinnur til verðlauna á Cannes.

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.

Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða.

Af www.dfs.is

 

 Skráð af Menningar-Staður

02.06.2015 06:19

Hrútur braut rúður í veiðihúsi

 

 

 

Hrútur braut rúður í veiðihúsi

 

Í gær barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um rúðubrot í veiðihúsi við Ytri-Rangá, þar sem tvær rúður höfðu verið brotnar.

Ekki var að sjá að farið hafi verið inn í húsið og enguhafði verið stolið.

Síðar sama dag var hringt aftur til lögreglu með þær upplýsingar að málið væri upplýst. Sökudólgurinn var hrútur sem sleppt hafði verið út fyrr um daginn.

Atvikið minnti lögreglumenn á hinn kunna hrekkjalóm Salomón svarta, sem þeir sem eldri eru kannast við úr samnefndri bók eftir Hjört Gíslason. Hrúturinn sá var prakkari hinn mesti sem á stundum lék lögregluna grátt.

 

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður