Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Nóvember

23.11.2015 21:05

Margrét Frímannsdóttir hætt á Litla-Hrauni

 

Margrét tók við embættinu í ársbyrjun árið 2009 en hafði þá gengt starfinu í forföllum í heilt ár.

 

Margrét Frímannsdóttir

hætt á Litla-Hrauni

Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, hefur sagt upp störfum. Hún tók við embættinu í ársbyrjun árið 2009 en hafði þá gengt starfinu í forföllum í heilt ár. DV greindi fyrst frá uppsögninni.

„Ég er með þriggja mánaða uppsagnarfrest og ég er búin að vera í átta ár,“ segir Margrét. „Það var bara kominn tími til að breyta til.“

Margrét segir alls ekkert annarlegt á bak við ákvörðun sína að segja upp störfum, sem hafi verið nokkuð lengi að gerjast.

„Að taka þessa ákvörðun er erfitt, það er búið að vera mjög gefandi að vinna í fangelsunum og það tekur bara smá tíma að taka þessa ákvörðun.“

Margrét var á árum áður formaður Alþýðubandalagsins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hún segir ekkert liggja fyrir um það hver næsti starfsvettvangur verði.

Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra er Tryggvi Ágústsson staðgengill Margrétar og tekur hann tímabundið við stöðunni þar til ráðið verður í hana eftir auglýsingu. Tryggvi hefur verið deildarstjóri á Litla-Hrauni um árabil. Páll vildi lítið tjá sig um málið að öðru leyti.

Af www.visir.is

 


Skráð af Menningar-Staður.
 

23.11.2015 15:29

Eyrbekkingur náði mynd af óvenjulegum regnboga við Stykkishólm

 

Þessi fallegi regnbogi myndaðist skammt fyrir utan Stykkishólm í kvöld.

Njólubaugur 

Þessi fallegi regnbogi myndaðist skammt fyrir utan Stykkishólm í gærkveldi.

Mynd: Víðir Björnsson.

 

Eyrbekkingur náði mynd af óvenjulegum regnboga við Stykkishólm

 

Eyrbekkingurinn Víðir Björnsson náði mynd af svoköllum njólubaug við Stykkishólm í gærkveldi. Í stuttu máli er njólubaugur regnbogi sem myndast í niðamyrkri.

Myndina tók Víðir skammt fyrir utan Stykkishólm. Njólubaugur hefur oft sést hér á landi þó fyrirbrigðið sé heldur sjaldgæft. Í umfjöllun í Morgunblaðinu árið 1995 er haft eftir Trausta Jónssyni veðurfræðingi að regnbogi að nóttu til sé ekki mjög algeng sjón þó hann hafi sjálfur séð slíkt fyrirbæri.

Trausti sagði að njólubaugur lyti sömu lögmálum og regnbogi að degi til, það er þegar fer saman bjart tunglskin og súld eða skúraveður ásamt dreifðum skýjum. Þá geti myndast ljósbrot í dropunum. Litirnir í næturboganum séu þó miklu daufari og geti litið út fyrir að vera hvítir.

Af www.dv.is

Skráð af Menningar-Staður

23.11.2015 06:30

Kirkjuráð Hrútavina í CHRISTIANS kirkju í Kaupmannahöfn

 

.

Kirkjuráð Hrútavina í CHRISTIANS kirkju

í Kaupmannahöfn

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi sótti morgunmessu í CHRISTIANS kirkju í Kaupmannahöfn  að morgni  sunnudagsins  1. nóvember 2015. 

 

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

22.11.2015 10:04

Rauða-Húsið á Eyarrbakka: - Einföld og sígild jól

 

 

Rauða-Húsið á Eyrarbakka: - Einföld og sígild jól

 

Veitingastaðurinn Rauða húsið á Eyrarbakka verður sérdeilis jólalegur í desember. Þarf reyndar ekki mikið skraut til, enda veitingastaðurinn í rómantísku gömlu húsi þar sem notalegheitin ráða ríkjum.

Það var árið 2002 að Rauða húsið var opnað í byggingunni Gunnarshúsi, rauðu bárujárnsklæddu húsi á þremur hæðum. Þremur árum síðar fluttist veitingastaðurinn yfir í stærra húsnæði á Búðarstíg 4, í bygginguna Miklagarð, sem er nærri aldargamalt hús sem upphaflega var byggt sem verslun en hefur gegnt ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina.

Pétur Andrésson er yfirkokkur veitingastaðarins og segir hann frá matseldinni: „Árið um kring leggjum við mesta áherslu á humar og fisk. Í aðdraganda jóla bjóðum við upp á fimm rétta jólamatseðil og verðum að auki með tónlistar- og menningarupplifun undir yfirskriftinni Gömlu jólin,“ segir hann. „Jólamatseðillinn er ekki flókinn, heldur með klassískum réttum. Við byrjum á ljúffengri súpu, þá heitum og köldum sjávar- og kjötréttum, purusteik og svo heimilislegur eftirréttur í lokin.“

 

Fornir og sjarmerandi siðir

Gömlu jólin er dagskrá sem tvinnar saman tónlist og veitingar. Á völdum dögum í desember taka hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir á móti gestum í Bakkastofunni, gömlu og sögufrægu húsi í bæjarfélaginu. Þar greina þau frá gömlum jólasiðum, sýna gamla jólamuni og -skraut og flytja jólatónlist. Þaðan er svo farið yfir í Rauða húsið þar sem borinn er á borð gamaldags jólamatur. Pétur segir sætaframboðið takmarkað og verði fólk að panta pláss með hæfilegum fyrirvara til að upplifa dagskrána.

Að sögn Péturs er upplagt að skjótast út á Eyrarbakka í miðju jólastressinu. Bærinn og byggðirnar í kring njóta sín í vetrarskrúðanum og mörgum þykir gott að kúpla sig út úr ösinni í borginni með stuttum bíltúr og bragðgóðum mat á veitingastaðnum. „Hingað er ekki nema 30 mínútna akstur frá Rauðavatni og vegirnir vandlega mokaðir og saltaðir svo ekki ætti færðin að verða til vandræða. Er vegurinn til Grindavíkur einnig ruddur rétt eins og aðrir vegir og gæti verið tilvalið að taka hringferð með viðkomu í Bláa lóninu, eða fara hinn hringinn og skoða Þingvelli, Gullfoss og Geysi áður en komið er í kvöldmat.“
 

 


Pétur Andrésson.
Morgunblaðið - jólablað - fimmtudaginn 19. nóvember 2015

 

Skráð af Menningar-Staður 

21.11.2015 21:00

Hrútaskráin 2015 - 2016 komin út

 

 

Hrútaskráin 2015 - 2016 komin út

 

Hrútaskráin 2015-2016 sem Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og Sauðfjársæðingastöð Vesturlands gefa út er nú komin úr prentun.

 

Myndin var tekin þegar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands kom og sótti hrútaskrána í afgreiðslu Prentmets Suðurlands á föstudagsmorgun.

 

Hrútaskráin er 54 blaðsíður, prentuð í 2800 eintökum og er dreift til sauðfjarbænda á Suður- og Vesturlandi en einnig til bænda í Skagafirði, Húnaþingi, Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austurlandi.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

 

20.11.2015 07:48

Suðri - nýtt héraðsfréttablað á Suðurlandi

 

 

Af forsíðu fyrsta tölublaðs Suðra.

 

Suðri - nýtt héraðsfréttablað á Suðurlandi

 

Í gær, fimmtudaginn 19. nóvember 2015, kom út fyrsta tölublað hjá nýju héraðsfréttablaði sem heitir Suðri. Blaðið mun koma út hálfsmánaðarlega og er dreift um allt Suðurland og Vestmannaeyjar alls í 10.500 eintökum.

Ritstjóri Suðra er Björgvin G. Sigurðsson og ábyrgðarmaður, Björn Ingi Hrafnsson og auglýsingastjóri er Ámundi Ámundason.

Í leiðara fyrsta blaðsins í gær kallar Björgvin G. Sigurðsosn eftir efni en hann segir:

Sendið efni í Suðra

Þrátt fyrir miklar breytingar á fjölmiðlun í kjölfar netbyltingarinnar stendur útgáfa prentaðra héraðsfréttablaða traustum fótum og mælingar sýna að þau skila góðum árangri fyrir auglýsendur og þá sem þar birta efni. Suðri bætist nú í flóruna og byggir á grunni hins góða Selfossblaðs en nú nær dreifingin um allt Suðurland þar sem Austur-Skaftafellssýslan og Vestmannaeyjar bætast við dreifingarsvæðið.

Blaðið er opið og óháð, segir fréttir af fólkinu, menningunni og mannlífinu á svæðinu og verður dreift inn á öll heimili a.m.k. tvisvar í mánuði. Við hvetjum lesendur eindregið til þess að senda okkur efni, myndir og texta, um hvaðeina. Ekki síst úr hinu fjölbreytta félagsstarfi sem stundað er á svæðinu. Klúbbar hverskonar, leikfélög og kórar eru hvött til að senda okkur myndir og fréttir úr starfinu sem og skólar, opinberar stofnanir og fyrirtæki.

Suðri er öllum opinn og tekur við aðsendu efni um þjóðmál og samfélagið.

Netfang blaðsins er sudri.heradsblad@gmail.com.

Björgvin G. Sigurðsson.

 


Skráð af Menningar-Staður

19.11.2015 20:38

Merkir Íslendingar - Jóhann Gunnar Ólafsson

 

 

Jóhann Gunnar Ólafsson.

 

Merkir Íslendingar - Jóhann Gunnar Ólafsson

 

Jóhann fæddist í Vík í Mýrdal 19. nóvember 1902, sonur Ólafs Arinbjarnarsonar, verslunarstjóra í Vík og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, og k.h., Sigríðar Eyþórsdóttur húsfreyju.
 

Foreldrar Ólafs voru Arinbjörn Ólafsson, bóndi og útgerðarmaður í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, og Kristín Björnsdóttir, f. Beck. Sigríður var systir Ásgeirs, föður Ásgeirs forseta og Ragnars ráðunautar, föður Úlfs læknis. Systir Sigríðar var Jóhanna, móðir Eyþórs Gunnarssonar, háls-, nef- og eyrnalæknis, föður Gunnars fréttamanns, föður Eyþórs tónlistarmanns.

Sigríður var dóttir Eyþórs Felixsonar, kaupmanns í Reykjavík, og Kristínar Grímsdóttur húsfreyju.
 

Jóhann lauk stúdentsprófi frá MR 1923, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1927 og öðlaðist hrl.-réttindi 1968.
 

Eiginkona Jóhanns var Ragna Haraldsdóttir húsfreyja og eignuðust þau fimm börn.
 

Jóhann var lögfræðingur í Vestmannaeyjum, settur bæjarstjóri þar 1929 og kosinn bæjarstjóri 1930. Hann var settur sýslumaður í Skagafirði vegna forfalla 1939 og var bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu 1943-68. Hann flutti þá til Reykjavíkur og fékkst þar við lögmannsstörf og sagnfræði.
 

Jóhann var mikill bókamaður og feikilega fróður um margvísleg efni. Hann var sannkallaður menningarforkólfur í Eyjum og á Ísafirði, einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Týs í Eyjum og fyrsti formaður þess, einn af stofnendum Tónlistarfélags Ísfirðinga og fyrsti formaður þess, hvatamaður að stofnun Héraðsskjalasafns Ísfirðinga og stjórnarformaður Byggðasafns Ísfirðinga og aðalhvatamaður að stofnun Sögufélags Ísfirðinga.
 

Eftir Jóhann liggur mikið safn af sagnfræðilegum þáttum og greinum í blöðum og tímaritum, margt býsna athyglisvert og skemmtilegt. Þar er ekki síst að finna söguþætti er lúta að Vestmannaeyjum og Ísafirði.
 

Jóhann lést 1. september 1979.
 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 19. nóvember 2015.
Vík í Mýrdal.


Skráð af Menningar-Staður.

19.11.2015 07:21

Bíófrumsýning - Barátta á Flateyri fyrir tilveru og framtíð

 


Flateyri við Önundarfjörð. Ljósm.: BIB

 

Bíófrumsýning -  Barátta á Flateyri fyrir tilveru og framtíð

 

Heimildamyndin  -Veðrabrygði-  verður frumsýnd í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 19. nóvember 2015, og verður sýnd í eina viku, fram til 2. desember. Leikstjóri myndarinnar er Ásdís Thoroddsen og framleiðendur Hjálmtýr Heiðdal og Heather Millard. Í myndinni er fjallað um íbúa á Flateyri sem berjast fyrir tilveru sinni og framtíð þorpsins.
 

„Á Flateyri við Önundarfjörð hefur byggst upp þorp í kringum útgerð og fiskverkun. En nú hallar undan fæti. Lögin um stjórn fiskveiða hafa reynst þorpinu afdrifarík. Fyrir utan eru gjöful fiskimið, en ekki er sjálfsagt að róið sé til fiskjar. Mikill hluti þorpsbúa er pólskt verkafólk sem hefur sótt þangað í atvinnuskyni, en á hinn bóginn flytja ungir Íslendingar burt í leit að menntun og einhverju öðru við að vera en fiskvinnu. Fylgst er með nokkrum þorpsbúum við störf sín og rætt við þá um lífsskilyrði þeirra og þorpsins,“ segir m.a. um myndina í tilkynningu. 

RÚV og sjónvarpsstöðin TVP í Póllandi hafa keypt sýningarrétt á myndinni.


 

 

Ásdís Thoroddsen.


Skráð af Menningar-Staður

18.11.2015 20:27

Mikið um að vera á Bókasafninu á Selfossi

 

Ásmundur Friðriksson.

 

Mikið um að vera á Bókasafninu á Selfossi

 

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 verður mikið um að vera á Bókasafninu á Selfossi.

Við byrjum á því að fá hana Kiddý okkar í heimsókn kl. 16:30 þá les hún væntanlega einhverja jólalegar sögur fyrir börnin.

 

Síðan fáum við góðan gest Ásmund Friðriksson alþingismann og rithöfund. Hann er að gefa út bók um Hrekkjalómafélagið í Vestmanneyjum. Það verður örugglega glatt á hjalla þegar Ási mætir kl. 17 og spjallar við gesti og les upp úr bókinni sinni.

 

Jólaljósin verða svo tendruð á tröppunum hjá okkur kl. 18:00 og skátarnir gefa gestum og gangandi kakósopa og hver veit nema við eigum piparkökur til að auka á jólastemminguna.

Jólabókakveðjur frá Bókasafninu.

Skráð af Menningar-Staður

17.11.2015 23:02

Fundur Framsóknar á Selfossi 17. nóv. 2015

 Sigurður Ingi Jóhannsson.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Fundur Framsóknar á Selfossi  17. nóv. 2015

 

Framsóknarflokkurinn stóð fyrir opnum fundi í Framsóknarsalnum að Eyrarvegi 15 á Selfossí kvöld, þriðjudaginn 17. nóvember 2015 kl. 20 - 22

Yfirskrift fundarins var:

Hagur heimilinna – höftin losuð


Framsögumenn voru Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknar í Reykjavik.

Fundarstjóri var Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Árborg.

 

Framsóknarsalurinn var troðfullur fundargesta sem tóku virkan þátt í fundinum með málefnalegum fyrispurnum og ábendingum að loknum framsöguræðum.

Menningar-Staður var á fundinum og færði til myndar.

Myndaalbúm er jomið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/275718/

 

Nokkrar myndir hér:

 

Frosti Sigurjónsson.
.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður