Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Mars

14.03.2016 15:09

Alþýðuhúisið á Eyrarbakka 14. mars 2016

 

 

F.v.: Guðmundur Sæmundsson, Ingvar Jónsson, Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson.


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Alþýðuhúisið á Eyrarbakka 14. mars 2016

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

14.03.2016 10:03

Marsvín rak á land við Gamla-Hraun

 

Hilda Karen Ómarsdóttir skoðar marsvínið í fjörunni við Gamla-Hraun.

Ljósm.: sunnlenska.is/Ómar Vignir Helgason

 

Marsvín rak á land við Gamla-Hraun

 

Sjórekið marsvín fannst um helgina í fjörunni fyrir neðan Gamla-Hraun, austan við Eyrarbakka. Marsvínið er um fjögurra metra langt og hátt í tvö tonn að þyngd.

Marsvín, eða grindhvalur, er mjög algengur hér við land á sumrin en heldur til á úthöfum yfir vetrartímann en fylgir svo smokkfiskum upp að landgrunninu á sumrin.

Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, skoðaði myndirnar sem fylgja þessari frétt og staðfesti að um grindhval væri að ræða.

„Það er ekki óalgengt að grindhvali reki hér á land, en þó eru ekki nema 1-2 tilvik á ári sem við fréttum af. Stundum ganga þeir þó á land í stórum vöðum sem geta skipt hundruðum eins og kunnugt er, og Færeyingar kunna að nýta sér það,“ segir Gísli.

Ekki er ljóst á þessari stundu hver afdrif marsvínsins við Gamla-Hraun verða, en Umhverfisstofnun tekur ákvörðun um hvernig staðið er að förgun hvalhræja.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

13.03.2016 21:06

Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar sagt upp

 

Frá leikskóla í Árborg.

Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar sagt upp

 
Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar með samtals 83 ára starfsreynslu hjá sveitarfélaginu hefur verið sagt upp núverandi greiðslufyrirkomulagi. Þær eru beðnar um að svara því fyrir lok mánaðar hvort þær vilji halda áfram störfum.

 

 
Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf.
Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf.

„Ég er að sjálfsögðu mjög ósátt eins og við allar erum,“ segir Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Við boðuðum til fundar með stéttarfélagi okkar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þar sem fulltrúar Árborgar mættu og var skorað á þau að draga þessar breytingar til baka.“

Helga Dóra segir hljóðið í skúringakonunum mjög slæmt.

„Það er hreinlega verið að valta yfir okkur,“ segir hún. „Allt konur í láglaunastétt og það á að skerða laun okkar svo um munar, um helming eða meira. Ekki voru launin há fyrir. Þetta er aðalstarf hjá okkur flestum og setur því mikið strik í reikninginn.“

Hún á ekki von á því að konurnar vilji ráða sig aftur til sveitarfélagsins ef ákvörðuninni verður haldið til streitu. Hún segist óttast það að þrifin verði verri á leikskólunum þar sem tíminn sem búið er að áætla að það taki konurnar að þrífa sé engan veginn nægur.

 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

„Við erum að gera þær breytingar á greiðslum fyrir ræstingar að fara yfir í kerfi sem átti skv. kjarasamningi að taka upp í maí 2014, þar er kveðið á um að greitt skuli skv. uppmælingu fyrir ræstingar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. 

„Breytingin hefur í för með sér talsverðan sparnað fyrir sveitarfélagið vegna þess að greiðslur skv. eldra kerfi hafa verið hærri en skv. uppmælingunni. Í hagræðingaraðgerðum var leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði á þeim sviðum sem ekki myndi skerða þjónustu við íbúa og er þetta ein þeirra leiða, auk þessa er nú verið að hagræða í innkaupum á matvöru fyrir mötuneyti sveitarfélagsins með samræmingu matseðla og hráefniskaupa og unnið að útboðum á ýmsum þjónustuþáttum.“

Ásta segir þá spurningu hafa komið upp hvort ekki hefði mátt lækka laun stjórnenda. Hún segir að Árborg hafi lækkað laun stjórnenda árið 2008 og sú lækkun ekki gengið til baka.

„Á árinu 2010 var stöðugildum stjórnenda síðan fækkað verulega þannig að álag á þann hóp hefur heldur aukist jafnframt því sem laun hafa lækkað,“ segir Ásta.


Af www.visir.is

Skráð af Menningar-Staður

13.03.2016 06:53

Dagskrá afmælisviku í Selfosskirkju

 

Selfosskirkja er 60 ára.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Dagskrá afmælisviku í Selfosskirkju

 

Sunnudagur 13. mars

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í Selfosskirkju.  Barna- og unglingakórar Selfosskirkju syngja, fram kemur einnig rythmiskur samspilshópur úr Tónlistarskóla Árnesinga, kennari þeirra er Vignir Ólafsson

Eftir messuna verður opnuð sýning á munum í eigu kirkjunnar og tengjast sögu hennar.

 

Kvöldmessa kl. 20:00.  Um tónlistina sjá feðgar ættaðir frá Selfossi, það eru þeir Arngrímur Fannar Haraldsson og Haraldur Fannar Arngrímsson og verður þetta í fyrsta sinn sem þeir leika opinberlega saman.

 

Mánudagur 14. mars

Söguganga um kirkjugarðinn og kirkjuna.  Leiðsögumenn eru Sigurjón Erlingsson og Valdimar Bragason.  Mæting við kirkjuna kl. 17:00.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

 

Þriðjudagur 15. mars

Skemmtikvöld Æskulýðsfélagsins, Kærleiksbjarnanna.  Skemmtileg samvera þar sem fram koma:  Hámenningin, Hrafnhildur Hanna handboltakona, Björgvin Karl Cross-Fit kappi og Sælan með Draumlandið o.fl.  Nýbakaðar vöfflur og kakó í boði sem prestarnir sjá um að baka.

Samveran hefst kl. 19:30.

 

Miðvikudagur 16. mars

Samvera og málþing í Selfosskirkju um prestshjónin Sigurð Pálsson og Stefaníu Gissurardóttur kl. 20:00.

Framsögu hafa:

Gissur Sigurðsson

Gunnlaugur A. Jónsson

Óli Þ. Guðbjartsson

Gissur Páll Gissurarson syngur.

Kaffisopi í safnaðarheimilinu í hléi.

 

Fimmtudagur 17. mars

Kvenfélag Selfosskirkju heldur upp á 50 ára afmæli sitt og býður öllum eldri borgurum í Árborg til kaffisamsætis í Hótel Selfoss.  Þar koma fram Systurnar frá Byggðarhorni og Unglinga- og barnakór Selfosskirkju.  Samveran hefst kl. 14:00.

 

Föstudagur 18. mars

Föstuhádegi kl. 12:00 í Selfosskirkju.  Einsöng syngur Halla Marinósdóttir.  Fiskur í safnaðarheimilinu á eftir.

 

,,Þessi kór er alin upp við Ölfusá.“  Endurfundir fyrrum og núverandi félaga í Unglingakór Selfosskirkju.  Endurfundirnir hefjast kl. 20:00 í Selfosskirkju þar sem fyrrum kórfélagar syngja.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

 

Laugardagur 19. mars

Kirkjukórinn heldur upp á 70 ára afmæli sitt.  Tónleikar í Selfosskirkju kl. 16:00.  Með þeim koma einnig fram Kirkjukór Hveragerðiskirkju og Þorlákshafnar, Kirkjukór Villingaholts- og Hraungerðiskirkju og Unglingakór Selfosskirkju.  Einsöngvari Halla Dröfn Jónsdóttir

 

Sunnudagur 20. mars

Hátíðarmessa kl. 14:00.  Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari á samt Halldóru J. Þorvarðardóttur prófasti.  Kirkjukórinn og Unglinakórinn syngja, organisti Edit A. Molnár

Kirkjukaffi í Hótel Selfoss eftir messuna.


Af: www.selfosskirkja.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

12.03.2016 20:19

100 ár frá stofnun Alþýðusambands Íslands og Alþýðuflokksins

 

 

 

100 ár frá stofnun Alþýðusambands Íslands

og Alþýðuflokksins

 

12. mars 1916 komu tuttugu fulltrúar frá sjö verkalýðsfélögum í Reykjavík og Hafnarfirði saman í Bárubúð í Reykjavík til að stofna samband félaganna sem um leið var stjórnmálaflokkur jafnaðarmanna, Alþýðuflokkurinn. Félögin sem stóðu að stofnun sambandsins voru Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkakvennafélagið Framsókn, Hásetafélag Reykjavíkur, Hið íslenska prentarafélag, Bókbindarafélag Íslands, Verkamannafélagð Hlíf og Hásetafélag Hafnarfjarðar. Meðlimir félaganna voru um 1500 á þessum tíma. Árið 1917 gekk Verkalýðsfélagið Baldur á Ísafirði í sambandið.

Árið 1940 var lögum ASÍ breytt og Alþýðuflokkurinn skilinn frá sambandinu til að mynda breiða samstöðu vinnandi manna hvar í flokki sem þeir stæðu. Öll alþýðuflokksfélög gengu úr ASÍ, sem eftir það varð eingöngu verkalýðssamband. Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu. Alþýðusambandið berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um réttindi þeirra. Félagsmenn í ASÍ eru um hundrað þúsund í 5 landssamböndum og 51 aðildarfélögum um land allt. Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Alþýðusambandið berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um hagsmuni þeirra og réttindi.

Fyrstu stjórn Alþýðusambandsins skipuðu Ottó N. Þorláksson forseti, Ólafur Friðriksson varaforseti og Jón Baldvinsson ritari. Haustið 1916 var Jón Baldvinsson prentari kosinn forseti ASÍ og um leið formaður Alþýðuflokksins. Gegndi hann því embætti allt til dauðadags árið 1938. Jón Baldvinsson var Vestirðingur, fæddur og uppalinn á Strandseljum í Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi. Hann komst ungur í prentnám við prentsmiðju Þjóðviljans unga sem Skúli Thoroddsen alþingismaður gaf út á Ísafirði. Þegar Skúli flutti búferlum til Bessastaða og síðar Reykjavíkur með fjölskyldu, blað og prentsmiðju fylgdi Jón Baldvinsson með. Jón var kosinn á Alþingi árið 1920 og var eini þingmaður Alþýðuflokksins á þeim tíma. Hann var framkvæmdastjóri Alþýðubrauðgerðarinnar í Reykjavík frá árinu 1918.

Fjórir forsetar Alþýðusambands Íslands hafa verið Vestfirðingar. Auk Jóns Baldvinssonar eru það Helgi Hannesson frá Dynjanda í Jökulfjörðum, síðar kennari á Ísafirði og formaður Verkamannafélagsins Baldurs á Ísafirði. Hann var forseti ASÍ 1948-1954. Þá tók við Hannibal Valdimarsson kennari, formaður Baldurs og forseti Alþýðusambands Vestfjarða. Hann var forseti ASÍ lengst allra fyrir utan Jón Baldvinsson, frá 1954-1971. Loks má nefna að Benedikt Davíðsson trésmiður varð forseti ASÍ árið 1988, en hann var fæddur og uppalinn á Patreksfirði.

Af: www.skutull.is


Skráð af Menningar-Staður

 

12.03.2016 06:44

Ein og hálf milljón flettinga

 

.

 

 

Ein og hálf milljón flettinga
 

Vefurinn Menningar-Stað var rétt í þessu að fara yfir 1.500.000  

(eina og hálfa milljón) flettinga.


Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar.Skráð af Menningar-Staður

 

11.03.2016 06:53

100.700 FERÐAMENN Í FEBRÚAR 2016

 

 

100.700 FERÐAMENN Í FEBRÚAR 2016

 

 

Ferðamenn í febrúar 2016Um 100.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 30.300 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 42,9% milli ára. 

Um er að ræða talsvert meiri aukningu á milli ára en janúar síðastliðnum en þá fjölgaði ferðamönnum um 23,6%. Fjölgunin það sem af er ári er 33,8% miðað við janúar og febrúar 2015.

Bretar 43% ferðamanna í febrúar

Um 81% ferðamanna í febrúar árið 2016 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru langfjölmennastir eða 42,8% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn (16,2%). Þar á eftir fylgdu Kínverjar (4,4%), Þjóðverjar (3,7%), Frakkar (3,6%), Japanir (2,7%), Norðmenn (2,2%),  Hollendingar (2,0%), Danir (1,7%) og Svíar (1,7%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum og Kínverjum mest milli ára en 13.873 fleiri Bretar komu í febrúar í ár en í sama mánuði í fyrra, 7.300 fleiri Bandaríkjamenn og 2.345 fleiri Kínverjar. Þessar þrjár þjóðir báru að mestu uppi aukninguna í febrúar milli ára eða 77,7% af heildaraukningu. 

Ferðamönnum fækkaði hins vegar frá nokkrum þjóðum, m.a. Danmörku, Noregi og Sviss.

Ferðamenn eftir markaðssvæðumRúmlega sjöföldun Breta og Norður Ameríkana

Þegar litið er til fjölda ferðamanna febrúarmánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010. Um er að ræða nærri fimmfalt ferðamenn en árið 2010. Fjöldi ferðamanna frá Bretlandi og Norður Ameríku meira en sjöfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu meira en þrefaldast og ferðamönnum frá löndum sem lenda í hópnum annað nærri fimmfaldast. Ferðamönnum frá Norðurlöndunum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.

Samsetning eftir markaðssvæðumHlutfall Breta eykst en Norðurlandabúa minnkar

Samsetning ferðamanna hefur breyst mikið frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í febrúar síðastliðnum voru Bretar um 43% ferðamanna en innan við þriðjungur árið 2010. Norðurlandabúar voru um 22% ferðamanna árið 2010 en árið 2016 var hlutfall þeirra komið í 6%. Hlutfall N-Ameríkana í febrúar er hærra í ár en fyrri ár en hlutfall Mið- og S-Evrópubúa hins vegar lægra en árin á undan. Hlutfall ferðamanna í febrúar frá öðrum mörkuðum er ennfremur mun hærra í ár en árin á undan. 

Ferðir Íslendinga utan

Um 29 þúsund Íslendingar fóru utan í febrúar síðastliðnum eða 5.500 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 23,4% fleiri brottfarir en í febrúar 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í febrúar  - tafla

 

Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

10.03.2016 08:50

Úkraínskt söngvaskáld á Rauða húsinu

 

 

Úkraínskt söngvaskáld á Rauða húsinu

 

Íbúar Suðurlands fá frábært tækifær í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. mars 2016. til að njóta listar úkraínska trúbadorsins Sasha Boole, þegar hann heldur tónleika ásamt Svavari Knúti í kjallara Rauða hússins á Eyrarbakka.

Sasha er folk-kántrý söngvaskáld og er ein af björtustu stjörnum úkraínsku söngvaskáldasenunnar. Hann er mikill sagnamaður og viskíáhugamaður, leikur á fjölda hljóðfæra og hefur djúpa tengingu við Bob Dylan, Neil Young og Johnny Cash. Sasha syngur á úkraínsku og ensku.

Síðustu tvö ár hafa komið út tvær plötur með Sasha Boole, Vol. 1 og Survival Folk og hefur hann spilað meira en 170 tónleika í Úkraínu, Hvíta Rússlandi, Póllandi, Tékklandi og Moldavíu. Nú vill hann koma í heimsókn til Vestur-Evrópu og kynna sig. 

Aðgangseyrir er kr. 1.500.

Svavar Knútur er gestgjafi Sasha á Íslandi og býður hann velkominn með léttri upphitun.

 

Skráð af Menningar-Staður

10.03.2016 06:57

Nýr Suðri um allt Suðurland

 

 

Forsíðumyndin í Suðra sem kemur út í dag, fimmtudaginn 10. mars 2016,

er úr Eyrarbakkakirkju.


Stúlkan á myndinni er Þórunn Erla Ingimarsdóttir,

dóttir Ingimars Helga Finnssonar

og Steinunnar Birnu Guðjónsdóttur.

 

Nýr Suðri um allt Suðurland


Sjá má Suðra á þessari slóð:
http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2016/03/Sudri-05-2016-1003.pdf

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

08.03.2016 17:00

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá 8. mars 2016

 

F.v.: Sigurjón Pálsson, Guðmundur Ragnarsson og Siggeir Ingólfsson.

 

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá  8. mars 2016  

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka fór í dag, þriðjudaginn 8. mars  2016,  upp að Ölfusá við Selfoss.

Um var að ræða svokallaða  -sjálfumgleðiferð- en slikt hátterni er að færast í aukana síðustu; mánuði, misseri og ár.

Innihald slíkra ferða er að hitta mann og annan og hafa gaman af.

 

Komið var á þessa staði þar sem gestunum var gríðarlega vel tekið:

1. Gámsvæði Árborgar við Eyrarbakkaveg.

2. Bókasafn Árborgar á Selfossi.

3. Sýningarsalurinn -Gjáin- í kjallaranum í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi -Sýning Gunnars Granz.

4. Rakarastofa Björns og Kjartans við Austurveg á Selfossi.

5. Ráðhús Árborgar – afgreiðslan á annari hæð.

6. Ráðhús Árborgar hjá mennngarfulltrúa.

 

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm með 20 myndum er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277549/

 

 Nokkrar myndir hér:

.

F.v.: Kristinn Árnason, Sigurjón Pálsson, Guðmundur Ragnarsson og Siggeir Ingólfsson.

 

F.v.: Rakel Sif Ragnarsdóttir, Hafdís Kristjánsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

F.v.: Siggeir Ingófsson og Elfar Guðni Þórðarson.

 

F.v.: Kjartan Björnsson og Friðrik Guðmundsson úr Þorlákshöfn og ættaður frá

Gamla-Hrauni á Eyrarbakka.

 

Eyrarbakkamenn. F.v.: Hafþór Jóhannesson og Siggeir Ingólfsson.

 

F.v.: Björn Daði Björnsson og Hafþór Jóhannesson.
 

Hólmfríður Kjartansdóttir og Siggeir Ingólfsson.
 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kjartan Björnsson.
 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson á Stokkseyri.

 

F.v.: Bragi Bjarnason og Siggeir Ingólfsson.
 

Siggeir Ingólfsson og Ingibjörg Eiríksdóttir frá Eyrarbakka.
 
 
 
Skráð af Menningar-Staður