Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Júní

25.06.2016 09:13

Forsetakosningar 2016 eru hafnar

 

 

Siggeir Ingólfsson kallar til kjörfundar á slaginu kl. níu.

 

 

Forsetakosningar 2016 eru hafnar

 

Á Eyrarbakka hófst  forsetakosning á slaginu klukkan níu að Stað  með því að Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað og dyravörður kjörstjórnar, kallaði til kjörfundar.

Fyrst til að kjósa voru hjónin Emma Guðlaug Eiríksdóttir og Hafþór Gestsson.


Í kjörstjórn á Eyrarbakka eru:
María Gestsdóttir, formaður
Lýður Pálsson

Þórdís Kristinsdóttir.Menningar-Staður færði upphaf forsetakosninga á Eyrarbakka til myndar. 

 

.
Fyrst til að kjósa voru hjónin Emma Guðlaug Eiríksdóttir og Hafþór Gestsson
sem hér eru með Siggeiri Ingólfssyni, dyraverði.

.

 

Kjörstjórn á Eyrarbakka og dyravörður.
Sitjandi f.v.:
Lýður Pálsson, María Gestsdóttir, formaður kjörstjórnar og Þórdís Kristinsdóttir.
Standandi er Siggeir Ingólfsson, dyravörður.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

24.06.2016 10:49

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 25. júní 2016

 

 

Opið hús á dvalarheimilinu Sólvöllum Eyrarbakka sunnudaginn 4.nóvember

 

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 25. júní 2016

 

09:00    Fánar dregnir að húni við upphaf 18. Jónsmessuhátíðarinnar á Eyrarbakka

Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

Kjörfundur vegna forsetakosninga hefst á Stað og stendur til kl. 22. Nýtum kosningaréttinn snemma.

Björgunarsveitin Björg býður upp á ókeypis veiði í Ölfusá fyrir landi Eyrarbakka allan daginn.

 

09:00-21:00    Verslunin Bakki við Eyrargötu

Verslunin verður opin allan daginn og langt fram á kvöld. – Kíkið við í spjall og börnin fá skrímslaís um miðbik dagsins.

 

09:15-11:00    Morgunstund í skógarlundi

Skógræktarfélag Eyrarbakka tekur á móti gestum á svæði félagsins í Hallskoti og býður upp á hressingu í morgundögginni.

 

10:30-17:00    Laugabúð í Sjónarhóli

Bókamarkaður í kjallaranum – mikið úrval nýrra og gamalla bóka á frábæru verði.
Sögur og skemmtilegheit allan daginn og farandkaupmenn úr höfuðstaðnum á öllum hæðum.

 

11:00-22:00    Rauðahúsið á Eyrarbakka

Rauða Húsið verður með tvö tilboð allan daginn: Tveggja rétta máltíð með fiskiþrennu og Þjórsárhrauni í í eftirrétt á 5.800 kr. eða kaffi og heimatilbúin kökusneið á 1.250 kr.

 

11:00-18:00    Fortíðin í söfnunum á Eyrarbakka

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og Kirkjubær eru opin. Í borðstofu Hússins er sýningin Dulúð í Selvogi. Í Kirkjubæ er sýningin Draumur aldamótabarnsins. Boðið uppá ferskjur og rjóma að hætti Guðrúnar húsfreyju í Kirkjubæ milli kl. 13 og 14.
Komið og vitjið fortíðarinnar í söfnunum á Eyrarbakka. Ókeypis aðgangur á Jónsmessuhátíðinni.

 

11:00    Unga kynslóðin skemmtir sér

Hinn sívinsæli Brúðubíl kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu með nýtt leikrit. Vatnaboltar og bubblu-boltar í boði Ungmennafélagsins og Björgunarsveitarinnar á eftir. Hestar verða teymdir undir börnum.

 

12:00-14:00    Heimboð í Garðshorn

Árleg Jónsmessusúpa og rabarbaragrautur upp á gamla mátann í Garðshorni í boði húsráðenda Elínbjargar og Vigfúsar. Allir velkomnir.

 

14:00-15:15    Saga music – í Gamla-Gónhóli í Frystihúsinu

Valgeir Guðjónsson flytur Saga Music dagskrána í tali og tónum þar sem persónulýsingar úr Íslendingasögunum eru efniviðurinn. Sjá nánar á www.bakkastofa.com.          Aðgangseyrir kr. 1.000.

 

14:00-16:00    Gallerí 973 – Garðbær við Gónhól

Stúdíó listamannanna Kristínar og Max er opið að Eyrargötu 73 – Garðbæ. Sjá nánarwww.gallery973.com .

 

14:00-16:00    Ljósmyndasýning á Háeyrarvöllum

Anný og Valgeir bjóða upp á spjall og ljósmyndasýningu á heimili sínu á Háeyrarvöllum 32.

 

15:00-17:00    Spjallað í Hausthúsum

Margrét Sverrisdóttir og Pétur Hilmarsson taka á móti fólki við hús sitt Hausthús að Eyrargötu 39.

 

16:00-18:00    Diskótek fyrir yngri kynslóðina

DJ Sveppz sér um diskóið við Sjóminjasafnið. Mikið fjör og mikið gaman. 

 

20:15-21:30    Sameinaði Bakkakórinn þenur raddböndin í Húsinu

Heimir Guðmundsson leikur undir almennan söng, þar sem hver syngur með sínu nefi.

 

22:00    Jónsmessubrenna

Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir ávarpar gesti. Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

 

23:00    Rauða húsið

Kjallarinn opinn og Grétar í Sólvangi ætlar að spila. 

 

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

 

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg


Af wwww.eyrarbakki.is

Eyrarbakki_blatt

 

 

Opið hús á dvalarheimilinu Sólvöllum Eyrarbakka sunnudaginn 4.nóvember


Skráð af Menningar-Staður

24.06.2016 10:41

24. júní 2016 - Jónsmessutónleikar Frystiklefans - Kiriyama Family, Gylfi Örvars & One Week Wonder

 

 

Kiriyama Family

 

24. júní 2016 -  Jónsmessutónleikar Frystiklefans

- Kiriyama Family, Gylfi Örvars & One Week Wonder

 

Jónsmessutónleikar Frystiklefans á Rifi er árleg sumarveisla þar sem íslensk gleðisveit stígur á stokk og ungir heimamenn fá tækifæri til að láta ljós sitt skína..

Í þetta sinn er það hin ótrúlega skemmtilega hljómsveit Kiriyama Family sem mætir í Rif til þess að hrista saman sveitunga. Um upphitun sér hinn ótrúlega efnilegi rappari og ólsari, Gylfi Örvarsson og einnig mun hljómsveitin One Week Wonder stíga á stokk.

 

Sannkölluð tónlistarveisla! 

 

Föstudagur 24. júní 2016 - 

 klukkan 20:00 - 23:00Miðaverð : Frjáls framlög!

Frystiklefinn á Rifi.
 


Skráð af Menningar-Staður

24.06.2016 08:19

Forsetakosningar laugardaginn 25. júní 2016

 

 

Forsetakosningar laugardaginn 25. júní 2016


Eyrbekkingar kjósa á Stað

 

.

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

24.06.2016 07:21

Hjallastefnan á Eyrarbakka í hundskjafti

 

 

 

Hjallastefnan á Eyrarbakka í hundskjafti
 

 

Íslenski -verðlaunahundurinn Búi- var gestur Vina alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í gærmorgun.

Menn vildu gera sérlega vel við þennan verðlaunahund Péturs Andréssonar á Eyrarbakka og var hundinum boðið uppá Hjallastefnuna til átu.

Búi fagnaði þessu gríðarlega og gæddi sér á Hjallastenunni sem var í harðara lagi.


 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

24.06.2016 07:04

Hjallastefnan í Reykjavík

 

.

 

 

Hjallastefnan í Reykjavík

 

Hjallastefnan við Reykjavíkurhöfn nýtur mikilla vinsælda ferðamanna eins og Hjallastefnan á Eyrarbakka

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

23.06.2016 20:24

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. júní 2016

 

.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. júní 2016

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

23.06.2016 12:51

Gengið um StokksEyrarbakka

 

.

 

 

Gengið um StokksEyrarbakka

 

.
Siggeir Ingólfsson með gönguhóp á Eyrarbakka.  Sími Siggeirs er: 898-4240
,

 Skráð af Menningar-Staður.

23.06.2016 08:46

Forsetakosningar 25. júní 2016

 

 

 

Forsetakosningar 25. júní 2016Skráð af Menningar-Staður

22.06.2016 13:34

Stefnumótun forseta Hrútavinafélagsins Örvars

 

 

F.v.: Guðni Ágústsson, heiðursforseti og Björn Ingi Bjarnason, forseti.Stefnumótun forseta Hrútavinafélagsins ÖrvarsForsetar Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, þeir Björn Ingi Bjarnason, Hrútavinaforseti frá Flateyri og StokksEyrarbakka og Guðni Ágústsson, Heiðursforseti Hrútavina frá Brúnastöðum, Selfossi og Reykjavík hittust í Reykjavík til margþættrar stefnumótunar í morgun, miðvikudaginn 22. júní 2016.Efst á baugi þeirra forseta var  -Samvinnuferðin-Landsferð-  Hrútavinafélagsins um Ísland á Hrútadaginn á Raufarhöfn og mun ferðin standa dagana 30. september - 3. október 2016. Ferðin verður í boði Menningarsjóðs Allrahanda.Forsetakosningar lýðveldisins Íslands hinn 25. júní n.k. voru ekki ræddar.Eins og flestir vita er Hrútavinafélagið Örvar  -SAMAFL-  brottfluttra Vestfirðinga á Suðurlandi og heimamanna þar á slóð. 

 

.

 
 


Skráð af Menningar-Staður