Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 September

11.09.2016 21:30

Kynning á Uppbyggingarsjóði Suðurlands

 

 

Fjölheimar við Tryggvagarð á Selfossi.

 

Kynning á Uppbyggingarsjóði Suðurlands

 

Hádegissúpufundir með kynningu á Uppbyggingarsjóði Suðurlands og handleiðslu um umsóknarformið verða haldnir á eftirtöldum stöðum dagana 9. til og með 16. september 2016

  • Hvoli, Hvolsvelli, föstudaginn 9. september kl. 12:00-13:00
  • Kirkjubæjarstofu, Klaustri, mánudaginn 12. september kl. 11:30-12:30
  • Fjölheimum, Selfossi, mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00
  • Þekkingarsetri Vestmannaeyja, fundarsal 1. h, mánudaginn 12. spetember kl. 12:00-13:00
  • Kötlusetri, Vík, þriðjudaginn 13. september kl. 12:00-13:00
  • Icelandair Hótel Flúðir, miðvikudaginn 14. september kl. 12:00-13:00
  • Nýheimum, Höfn, föstudaginn 16. september kl. 12:00-13:00

Skráning hér

Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóðinn má sjá hér

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð er til og með 27. september nk.


Af www.sass.is


Skráð af Menningar-Staður

11.09.2016 06:22

Úrslitin í Suðurkjördæmi: - Páll Magnús­son á leið á þing

 

 

Páll Magnússon í pontu á framboðsfundi í Tryggvaskála á Selfossi 1. sept. 2016.

 

Úrslitin í Suðurkjördæmi: - Páll Magnús­son sigraði

 

Páll Magnús­son, fjöl­miðlamaður, mun leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi en öll at­kvæði hafa verið tal­in. Páll fékk 45,4% at­kvæða í fyrsta sætið. Næst­ir hon­um á list­an­um eru alþing­is­menn­irn­ir Ásmund­ur Friðriks­son og Vil­hjálm­ur Árna­son.

 

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra er í fjórða sæti list­ans og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, alþing­ismaður, er í fimmta sæti en þær skipuðu tvö efstu sæt­in fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Alls munaði 55 at­kvæðum á Vil­hjálmi og Ragn­heiði El­ínu í bar­átt­unni um þriðja sætið og er það mun meiri mun­ur held­ur en þegar helm­ing­ur at­kvæða hafði verið tal­inn.

 

Alls tók 4.051 sjálf­stæðismaður þátt í próf­kjör­inu en af þeim voru 150 seðlar auðir og ógild­ir. Á kjör­skrá voru 9.568 og er kjör­sókn því 42%.

 

Nán­ar um at­kvæðin í próf­kjör­inu

  


Ásmundur Friðriksson í pontu á framboðsfundi í Tryggvaskála á Selfossi 1. sept. 2016.

Af www.mbl.is


Skráð af Menningar-Staður

 

10.09.2016 10:19

Prófkjör D-Listans í Suðurkjördæmi er hafið

 


Á Eyrarbakka er kosið í Barnaskólanum frá kl. 10 - 14

 

Prófkjör D-Listans í Suðurkjördæmi er hafið

 

Prófkjör Sjálfstæðismanna,  D-listans í Suðurkjördæmi, er hafið.

Kjörfundur á Eyrarbakka er í Barnaskólanum og hófst kosning kl. 10:00 og stendur til kl. 14:00

 

Fyrsta atkvæðið var greitt á slaginu klukkan 10 við bestu aðstæður því algjört logn er nú á Eyrarbakka.
 


Kjörfundi  á Eyrarbakka stjórna:


Sandra Dís Hafþórsdóttir
Guðmundur Gísli Hagalín og

Helga Þórey Rúnarsdóttir

 

.

F.v.: Guðmundur Gísli Hagalín, Sandra Dís Hafþórsdóttir og Helga Þórey Rúnarsdóttir.

.

 Menningar-Staður færði til myndar.

08.09.2016 21:09

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 10. sept. 2016

 

 

 

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 10. sept. 2016

 Auglýsing - Dagskráin á Selfossi 8. sept 2016.

 


Skráða f Menninagr-Staður

 

08.09.2016 06:55

Hádegisfundur Ásmundar Friðrikssonar á Hótel Selfossi 7. set. 2016

 

 

 

Hádegisfundur Ásmundar Friðrikssonar á Hótel Selfossi 7. set. 2016
 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, skrifaði í gær 7. september 2016 eftir fund á Hótel Selfossi Selfossi:

 

"Þrátt fyrir annríki og dagleg störf mættu 50 manns á hádegisfund minn á Hótel Selfossi. Ég ræddi um gott samband mitt við fólkið í Árborg og Suðurlandi og ég finn að það skilar sér. Fólkið veit að hverju það gengur og hverju ég stend fyrir.

Við kjósum af ábyrgð og komum fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur.

Það ríkir góður andi í Árborg."

 

Menningar-Staður færði fundinn til myndar.


Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/280179/


Nokkrar myndir hér:
 

.

 

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

06.09.2016 10:29

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 6. september 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 6. september 2016

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

06.09.2016 07:17

Frá Eyrarbakka 30. júlí 1979

 

 

 

Frá Eyrarbakka 30. júlí 1979

 DV 30. júlí 1979


Skráð af Menningar-Staður

05.09.2016 21:46

Merkir Íslendingar - Kristján Kristjánsson

 


KK - Kristján Kristjánsson (1925 - 2008)

 

Merkir Íslendingar - Kristján Kristjánsson

 

Kristján Kristjánsson fæddist 5. september 1925 í Syðstakoti í Miðneshreppi, Gull. Foreldrar hans voru Sigrún Elínborg Guðjónsdóttir saumakona, f. 7.10. 1904, d. 10.2. 1971, og Kristján Karl Kristjánsson prentari, f. 14.11. 1902, d. 25.5. 1977. Vegna veikinda móður sinnar ólst Kristján upp til fermingaraldurs hjá móðurforeldrum sínum, Guðjóni Þorkelssyni og Þorbjörgu Benónýsdóttur í Syðstakoti.
 

Kristján lauk eins árs námi frá Verzlunarskóla Íslands en eftir það lá leiðin til Bandaríkjanna. Hann stundaði nám í saxófón- og klarínettleik árin 1946-47 við Juilliard School of Music í New York. Þegar heim kom stofnaði hann KK-sextettinn sem hann stjórnaði af mikilli röggsemi allt til ársloka 1961 en þá lagði hann saxófóninn á hilluna.
 

Þrátt fyrir að hljómsveitin leystist upp í kjölfarið hafði Kristjáni tekist að setja mark sitt á íslenska tónlistarsögu, m.a. með því að bera hingað til lands nýja strauma frá Bandaríkjunum. Kristján lagði mikinn metnað í allt sem viðkom hljómsveitinni. Á þeim tíma tíðkaðist það ekki að hljómsveitir æfðu áður en spilað var opinberlega en Kristján krafðist þess að vel væri æft, meðlimir væru í hljómsveitarbúningum og lögin væru vel útsett. Kristján átti einnig stóran þátt í því að fólk fór að taka starf hljómlistarmanna alvarlega.
 

Árið 1965 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni Verðlistann við Laugalæk. Árið 1980 stofnaði hann svo Litlu fluguna sem var sérverslun með fluguhnýtingarefni þar sem hann gat samtvinnað tvö af sínum helstu áhugamálum, laxveiðar og fluguhnýtingar.
 

Kristján kvæntist 1949 Erlu Wigelund, f. 31.12. 1928. Foreldrar hennar: Peter Wigelund skipasmiður, f. í Þórshöfn, og k.h. Vilborg Dagbjartsdóttir húsfreyja. Börn Kristjáns og Erlu: Þorbjörg, Pétur söngvari (d. 2004), Sigrún Júlía og Elísabet.
 

Kristján lést 2. júní 2008.

 

Morgunblaðið 5. september 2016.

 
 

 

KK sextettinn árið 1948.

Frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Gunnar Ormslev, Savar Gests, Guðmundur Vilbergsson trompetleikari frá Flateyri,

Steinþór Steingrímsson og Hallur Símonarson.


Skráð af Menningar-Staður

05.09.2016 17:18

Hádegisfundur á Hótel Selfossi 7. sept. 2016

 

 

 

Hádegisfundur á Hótel Selfossi 7. sept. 2016
 

 

Frá fyrsta degi kjörtímabilsins hef ég sinnt Árborg og Árnessýslu af miklum krafti.

Það er því tilhlýðilegt að loka árangursríku samstarfi við íbúana á svæðinu með hádegisfundi í Hótel Selfoss miðvikudaginn 7. september kl. 12.05-12.55.


Ég mun vera með ávarp og svara fyrirspurnum gesta á snaggaralegum 50 mín. hádegisfundi.


Súpa, brauð og kaffi í boða á fundinum.


Eldriborgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn, en í lok fundarins get ég setið lengur með þeim og rætt við þann hóp, en ég legg sérstaka áherslu á kjör eldra fólks og öryrkja fyrir Alþingiskosningarnar 2016.


Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

 
Skráð af Menningar-Staður

05.09.2016 15:15

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. september 2016

 

 

F.v.: Sigurður Egilsson, Haukur Jónsson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhannsson
Jón Friðrik Matthíasson og Ingólfur Hjálmarsson. Símamynd: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. september 2016

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Jón Friðrik Matthíasson og Þórður Grétar Árnason.Skráð af Menningar-Staður