Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Október

31.10.2016 21:55

Kiriyama Family safnar fyrir plötuútgáfunni

 

 

Guðmundur Geir og félagar vill að þið leggið ykkar af mörkum.

 

Kiriyama Family safnar fyrir plötuútgáfunni

 

Hljómsveitin Kiriyama Family hyggst gefa út sína aðra breiðskífu í haust og með hjálp aðdáanda sinna vonast sveitin eftir því að ná að safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

 

Hljómsveitin hefur unnið sleitulaust að smíði annarar breiðskífu sinnar sem ber nafnið Waiting For…

Nú þegar hafa lögin ApartInnocence og Chemestry fengið að hljóma í eyrum landsmanna við góðar undirtektir sem einmitt má finna á þessari plötu.

 

Guðmundur Geir Jónsson, gítarleikarinn góðkunni, útskýrir söfnunarferlið frekar í myndbandinu hér að neðan, en hljómsveitarmeðlimir lofa að nýja platan verði algjör bomba!

 

Smellið hér: Kiriyama Family á Karolina Fund


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður


 

 

 

30.10.2016 20:46

Lokatölur í alþingiskosningunum 2016

 

Heildarúrslitin yfir landið.

 

Lokatölur í alþingiskosningunum 2016

 

Lokatölu bárust úr Norðvesturkjördæmi rétt fyrir kl 9 í morgun og því liggja úrslit fyrir í alþingiskosningunum. 
 

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29,1% og 21 þingmann kjörinn. Vinstri hreyfingin grænt framboð er með 15,8% og 10 þingmenn kjörna, bæta við sig þremur, Píratar eru með 14,4 prósent og 10 þingmenn, bæta við sig sex, Framsóknarflokkur er með 11,5 Prósent og 8 þingmenn, tapa 11 þingsætum, Viðreisn fær 10,4 prósent atkvæða og þingmenn - nýr flokkur á þing. Björt framtíð fær 7,2% og 4 þingmenn , tapa tveimur og Samfylking fær 5,8 prósent og 3 þingmenn, tapa 6. 

Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn geta vel við unað og eftir atvikum Björt framtíð, en bæði Framsókn og Samfylking gjalda afhroð.

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er fallin.

 


Úrslitin í Suðurkjördæmi.Af www.ruv.is og www. mbl.is


Skráð af Menningar-Staður

 
 

29.10.2016 20:43

Frá kjörfundi á Eyrarbakka 29. október 2016

 


Kjörstjórn og dyravörður í Kjördeild V á Eyrarbakka.
F.v.: Lýður Pálsson, Siggeir Ingólfsson, Birgir Edwald og María Gestsdóttir.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Frá kjörfundi á Eyrarbakka 29. október 2016

 

Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Árborg er haldinn laugardaginn 29. október 2016

 

Kjörfundur hófst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.

Kosið er í fimm kjördeildum í sveitarfélaginu Árborg.

Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.
 

Staður Eyrarbakka

Kjördeild V

Fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka.


Fréttaritari af Menningar-Staður var á kjörstað á Eyrarbakka rétt upp úr kl. 20 og færði til myndar.


 


Hér má sjá -FlatEyrarbakkafólk- á leiðnni að kjósa.
 

Siggeir Ingólfsson dyravörður á kjörstað í Félagsheimilinu að Stað.
 Skráð af Menningar-Staður
  

29.10.2016 06:52

Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Árborg

 

 

Á Eyrarbakka er kosið í Félagsheimilinu Stað.

 

Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Árborg

 

Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn laugardaginn 29. október 2016

 

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.

Kosið er í fimm kjördeildum í sveitarfélaginu.

Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.

 

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi

Kjördeild I

Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum A-F.

Íslendingar búsettir erlendis.

Óstaðsettir í hús í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi

Kjördeild II

Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum G-P.

 

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi

Kjördeild III

Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum R-Þ.

Fyrir kjósendur búsetta í Tjarnabyggð, í húsum sem ekki hafa götuheiti á Selfossi og í dreifbýli við Selfoss.

 

Grunnskólinn á Stokkseyri

Kjördeild IV

Fyrir kjósendur búsetta á Stokkseyri og í dreifbýli við Stokkseyri.

 

Staður Eyrarbakka

Kjördeild V

Fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka.

 

Kjósendur geta kannað á vefslóðinni www.kosning.is  hvort og þá hvar þeir eru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Sérstök athygli er vakin á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.

 

Aðsetur yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar á kjördegi verður í Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi. Sími: 480 5806.

 

Selfossi, 18. október 2016

 

Yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Árborgar

Ingimundur Sigurmundsson

Bogi Karlsson

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir

 
Skráð af Menningar-Staður

 

29.10.2016 06:44

Atkvæðin týndust í fangelsi

 

 

Alþingi - „Hvort ég man eftir þessu,“ segir Eiður Guðnason um eftirmál kosninganna 1983. Hér er hann í ræðustól Alþingis. Fremst er Stefán Jónsson sem var þingmaður Alþýðubandalagsins.

 

Atkvæðin týndust í fangelsi

 

• Dularfullur eftirmáli kosninga á Vesturlandi 1987 
• Lögreglurannsókn og þjóðfélagið nötraði
 

Eftirleikur alþingiskosninga í Vesturlandskjördæmi vorið 1987 var sögulegur í meira lagi, því þegar farið var að telja atkvæði kom í ljós að 48 atkvæðaseðla vantaði borið saman við skráðan fjölda þeirra sem neytt höfðu atkvæðisréttar. Málið þótti allt með ólíkindum. Kjördagur var 25. apríl, laugardagur venju samkvæmt, og þegar komið var fram á þriðjudag sneri yfirkjörstjórn sér til sýslumannsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og óskaði eftir opinberri rannsókn á málinu. Hvar voru atkvæðin? Þjóðfélagið nötraði.

 

Öllum steinum var velt við

Úr varð að á miðvikudegi fóru menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem þá var, upp í Borgarnes og Bogi Nilsson, yfirmaður stofnunarinnar, hóf rannsókn. Menn voru yfirheyrðir, öllum steinum velt við og ekkert var útilokað. Það var svo laust fyrir klukkan 21 um kvöldið sem Björn Þorbjörnsson, lögreglumaður, fór að leita að bókum og gögnum viðvíkjandi kjörfundi sem geymd voru í kjörkössunum sem settir höfðu verið inn í fangageymslu lögreglunnar.
 

„Þegar ég opnaði þriðja kassann og tók bókina úr honum, blasti þetta við mér,“ sagði Björn. „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, en það lyftist brúnin á mönnum hér í húsi þegar þetta fréttist,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið 30. apríl 1987. Gátan var ráðin og strax um nóttina kom yfirkjörstjórn til fundar þar sem þessi síðustu atkvæði voru talin. - Skipting þeirra var á þá lund að Alþýðuflokkurinn fékk 5 atkvæði, Framsóknarflokkurinn 18, Sjálfstæðisflokkur sjö, Alþýðubandalagið fjögur, þrír greiddu Þjóðarflokknum atkvæði, 5 kusu Borgaraflokkinn og þrír Samtök um kvennalista. Voru þessar tölur í samræmi við heildarúrslitin í kjördæminu. Skipan þingsæta breyttist ekki.

 

Alþýðuflokkur fékk sveitafylgi

Atkvæðaseðlarnir sem týndust voru frá kjörfundi í Hörðudal í Dalasýslu; litlum hreppi sem fyrir löngu er orðinn hluti af stærra sveitarfélagi; Dalabyggð. Þetta er rótgróið sveitahérað og kannski var eftir bókinni að um helmingur kjósenda þarna studdi Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Fylgisspekt Dalamanna við Friðjón Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, var líka traust.
 

„Hvort ég man eftir þessu. Þetta var stórmál og auðvitað var ekki hægt að gefa út lokatölur fyrir landið fyrr en skýringar á Vesturlandi væru fundnar. Ýmsar kenningar höfðu þá áður komið fram, en sumum þótti þetta eiginlega óskiljanlegt,“ segir Eiður S. Guðnason sem á þessum tíma var þingmaður Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Og hann heldur áfram:

„Fulltrúi okkar Alþýðuflokksmanna í yfirkjörstjórn var Sveinn Kr. Guðmundsson á Akranesi. Hann var ákaflega nákvæmur og samviskusamur í öllu sem hann gerði, og mikið var honum létt, og sjálfsagt öllum í kjörstjórninni, þegar skýring fannst á málinu. En mörgum fannst merkilegt að Alþýðuflokkurinn skyldi fá fimm atkvæði í þessum fámenna hreppi. Í sveitunum voru menn kannski ekki mikið að flíka stuðningi sínum við Alþýðuflokkinn, en hann leyndist þó víða.“

 

Morgunblaðið laugardagurinn 29. október 2016.

 
Skráð af Menningar-Staður

28.10.2016 06:46

Menningarmánuðurinn október - Söngvarar í fortíð og nútíð fös. 28.okt. 2016 kl. 21:00

 

 

 

Menningarmánuðurinn október

– Söngvarar í fortíð og nútíð fös. 28. okt. 2016 kl. 21:00

 

Lokakvöld menningarmánaðarins október 2016 verður haldið í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld, föstudaginn 28. október 2016, þegar fjöldi söngvara af svæðinu syngja með Stuðlabandinu.

 

Kvöldið hefst kl. 21:00 en húsið opnar 20:00.

 

Um einstakt kvöld er að ræða þar sem söngvarar á borð við Labba, Sídó, Ingó, Valgeir Guðjóns, Kristjönu Stefáns og fleiri og fleiri mæta á sviðið og rifja upp stemmningu síns tíma og lögin sem voru vinsæl þá.

 

Frítt er inn á viðburðinn og um að gera að mæta snemma til að tryggja sér sæti.

 

Nánar um dagskrána hér að neðan:
songvarar-i-fortid-og-nutid-atridi-kvoldsins


Af www.arborg.is


Skráð af Menningar-Staður

27.10.2016 16:31

Fjörustígur vígður í morgun

 

 

Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES, var meðal þeirra sem ávörpuðu samkomuna.

Ljósmynd/Árborg

 

Fjörustígur vígður í morgun

 

Fjörustígur, göngu- og hjólastígur, milli Stokkseyrar og Eyrarbakka var vígður í morgun, fimmtudaginn 27. október 2016, auk þess sem afhjúpað var skilti með nafni stígsins.

Það voru vaskir nemendur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt áhugasömum íbúum sem gengu frá sitt hvorum enda stígsins og að miðju hans.

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar og Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES ávörpuðu hópinn áður en elsti og yngsti nemandi skólans afhjúpuðu nafnið á stígnum. Yngsti nemandi skólans er Kristrún Birta Guðmundsdóttir en sá elsti heitir Smyrill Valsson og leystu þau verkefnið vel af hendi. 

Stígurinn sem ætlaður er gangandi og hjólandi umferð er mikil bót á samgöngum milli þorpanna ásamt því að vera góður útivistarkostur en staðsetning hans er góð og hægt að njóta náttúrunnar og góðs útsýnis.

Auglýst var eftir nafni á stíginn í hugmyndasamkeppni. Alls bárust 75 tillögur en fimm lögðu til nafnið Fjörustígur. Það eru þau Ingibjörg Eiríksdóttir, Jónína Óskarsdóttir, Árni Erlingsson, Hafdís Sigurjónsdóttir og Svala Norddahl.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

27.10.2016 14:22

Stokkseyrar - Dísa og sögur af Stokkseyringum fim. 27. okt. 2016 í Menningarverstöðinni Hólmaröst

 


Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri.
 

 

Stokkseyrar – Dísa og sögur af Stokkseyringum

fim. 27. okt. 2016 í Menningarverstöðinni Hólmaröst

 

Í kvöld, fimmtudaginn 27. október 2016, verður menningarkvöld í Menningarverstöðinni Hólamröst á Stokkseyri.

 

Um er að ræða kvöld sem er hluti af menningarmánuðinum október en það er tileinkað sögum af Stokkseyrar – Dísu og öðrum Stokkseyringum.

 

Kvöldið hefst kl. 19:30 og er frítt inn fyrir alla.

 

Guðbrandur Stígur Ágústsson mun stýra kvöldinu af sinni alkunnu snilld en einnig koma fram Þórður Guðmundsson (Tóti), Bjarki V. Sveinbjörnsson, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og fleiri.

 

Nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga flytja nokkur lög og í hléi verður boðið upp á kaffi og með því.

 

Í vændum er skemmtileg kvöldstund með skemmtilegum sögum, tónlist, myndum og gömlu myndbandi frá Stokkseyri.

Af www.arborg.isSkráð af Menningar-Staður

 

 

27.10.2016 11:05

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. október 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. október 2016
 

Tveir dagar í alþingiskosningar og ekkert bólar á frambjóðendum í morgunstundir

-Vina alþýðunnar- í Alþýðuhúsinu að Stað á Eyrarbakka.

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

 

26.10.2016 21:05

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld - 26. okt. 2016

 

.

 

 

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld - 26. okt. 2016


Menningar-Staður færði fundinn til myndar:

 

.

 

.

.

 


Skráð af Menningar-Staður