Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2019 Maí

25.05.2019 06:01

Fjör í Flóa - 24. og 25. maí 2019

 

 

 

 

         Fjör í Flóa - 24. og 25. maí 2019
 
Skráð af Menningar-Staður

25.05.2019 05:55

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 29. maí 2019

 

 

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 29. maí 2019

 

 

Aðalfundur

 

Skógræktarfélags Eyrarbakka

 

29. maí 2019

 Verður haldinn í Hallskoti miðvikudaginn 29. maí kl. 20:00.
 

 Skráð af Menningar-Staður

23.05.2019 07:06

Fiskiveisla að Stað 22. maí 2019

 

 

 

 

Fiskiveisla að Stað 22. maí 2019

 

 

Siggeir Ingólfsson bauð til "Fiskiveislu" að Stað á Eyrarbakka í gær kvöldi, miðvikudaginn 22. maí 2019.

 

Tilefni þessa var að hann lætur af starfi staðarhaldara að Stað nú um næstu mánaðamót.

 

Sjá fleiri myndir á þessari slóð: 


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/291022/


 
Skráð af Menningar-Staður.

 

21.05.2019 21:15

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar 28. maí 2019

 

 

 

 

         Aðalsafnaðarfundur

 

Eyrarbakkasóknar 28. maí 2019

 Skráð af Menningar-Staður

21.05.2019 06:43

21. maí 2019 - 103 ára ártíð Skúla Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsen (1859-1916)

 

 

21. maí 2019 - 103 ára ártíð Skúla Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsenb var fæddur í Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916. Foreldrar: Jón Thoroddsen (fæddur 5. október 1818, dáinn 8. mars 1868) sýslumaður og skáld og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, fædd Sívertsen (fædd 24. júní 1833, dáin 27. nóvember 1879) húsmóðir, dóttir Þorvalds Sívertsens alþingismanns. (Ættarskrá XV.) Bróðir Þórðar Thoroddsens alþingismanns, faðir Skúla, Katrínar og Sigurðar alþingismanna Thoroddsens og Ragnhildar konu Pálma Hannessonar alþingismanns.Maki (11. október 1884): Theodora Friðrika Guðmundsdóttir Thoroddsen (fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febrúar 1954) húsmóðir og skáld. Foreldrar: Guðmundur Einarsson alþingismaður og kona hans Katrín Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Sívertsens alþingismanns. Börn: Unnur (1885), Guðmundur (1887), Þorvaldur (1888), Skúli (1890), Þorvaldur (1892), Kristín Ólína (1894), Katrín (1896), Jón (1898), Ragnhildur (1899), Bolli (1901), Sigurður (1902), Sverrir (1904), María Kristín (1906).
 

Stúdentspróf Lsk. 1879. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1884.
 

Settur málaflutningsmaður við landsyfirdóminn 1. ágúst 1884. 
Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1884–1892. Vikið frá 1892. Lausn með eftirlaunum 1895. 
Stjórnaði kaupfélagi á Ísafirði 1888–1901, það annaðist m.a. saltfisksölu til Miðjarðarhafslanda. 
Rak verslun á Ísafirði 1895–1915. 
Ritstjóri og bóndi á Bessastöðum á Álftanesi 1901–1908 og rak þar prentsmiðju. 
Fluttist til Reykjavíkur 1908 og átti þar heima síðan.

 

 

Skipaður í milliþinganefndina 1907. Yfirskoðunarmaður landsreikninga 1908–1913. Í milliþinganefnd í launamálum 1914. Í velferðarnefnd 1915.
 

 

Alþingismaður Eyfirðinga 1890–1892, alþingismaður Ísfirðinga 1892–1902, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1903–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Forseti sameinaðs þings 1909–1911. Varaforseti neðri deildar 1901, varaforseti sameinaðs þings 1909.
 

 

Ævisögu hans hefur ritað Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen, tvö bindi (1968 og 1974).
 

 

Ritstjóri: Þjóðviljinn (1887–1891). Þjóðviljinn ungi (1892–1899). Þjóðviljinn (1901–1915). Fram (1898). Sköfnungur (1902). Norður-Ísfirðingur (1911).
 

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

20.05.2019 18:07

Minntust 300 ára afmælis Bjarna Pálssonar

 

 

Blómsveigur var lagður að minnisvarða Bjarna Pálssonar við Nesstofu í gær.

FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR

 

 

 

Minntust 300 ára afmælis Bjarna Pálssonar

 

 

Þrjú hundruð áru vor liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar þann 17. maí sl. Bjarni var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta.

 

Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta landlæknis Íslands.

 

Bjarni var skipaður í embætti landlæknis 18. mars 1760. Formleg læknisþjónusta á Íslandi á þessum tíma var af skornum skammti og Bjarni tók að sér það mikla verk að mennta lækna og útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og annast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar má rekja til Bjarna og segja má að hann hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með eindæmum ötull maður og metnaðarfullur.

 

Bjarni lærði í Danmörku og þótti mikið efni. Hann fór í margar ferðir til Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að safna náttúrugripum og handritum. Í einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp í verksmiðju í Reykjavík.

 

Guðmundur Magnússon, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rótfestist ekki í landinu til óbætandi skaða og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast, og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“ ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guðmundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn Pálsson ritaði og gaf út árið 1800. Guðmundur segir í grein sinni, sem rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að hefja hér land og lýð.

 

Eins og áður segir var Bjarna falið að kenna læknaefnum og útskrifa en biskupar vildu jafnframt að hann tæki að sér að kenna prestum og gera þá að læknum. „Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur. „ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum læknum en ekki skottulæknum!“

 

Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir var að mennta yfirsetukonur og útvega þeim laun og að hér yrði byggður landsspítali en kom því ekki fram  „öllum landsvinum til hrellingar.“ 

 

Bjarni lést 8. september árið 1779. Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir: „Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði Guðmundur.

 

Blómsveigur var lagður á minnisvarða um Bjarna við Nesstofu í  gær, sunnudaginn 19. maí 2019,  en þar settist hann að þegar hann tók fyrstur manna við embætti landlæknis.
 Merkir Íslendingar - Bjarni Pálsson
 

 

Bjarni Páls­son land­lækn­ir fædd­ist á Ups­um á Upsa­strönd 17. maí 1719, son­ur Páls Bjarna­son­ar, prests á Ups­um, og k.h., Sig­ríðar Ásmunds­dótt­ur hús­freyju.
 

Eig­in­kona Bjarna var Rann­veig, dótt­ir Skúla Magnús­son­ar, land­fógeta við Viðey, og k.h., Stein­unn­ar Björns­dótt­ur Thorlacius.

 

Meðal barna Bjarna og Rann­veig­ar voru Stein­unn, hús­freyja á Hlíðar­enda, kona Vig­fús­ar Þór­ar­ins­son­ar sýslu­manns og móðir Bjarna Thor­ar­en­sen, skálds og amt­manns; Skúli lyfja­fræðinemi sem tal­inn er hafa lát­ist í Kína; Eggert, prest­ur í Staf­holti, og Þór­unn, kona Sveins Páls­son­ar, nátt­úru­fræðings og héraðslækn­is.
 

Bjarni út­skrifaðist úr Hóla­skóla 1745, lagði síðan stund á nátt­úru­fræði og lækn­is­fræði við Hafn­ar­há­skóla, lauk bacc.phil.-prófi 1748 og ex.med.-prófi „með efsta æru­titli“ 1759.
 

Bjarni fékk rann­sókn­ar­styrk, ásamt Eggerti Ólfas­syni, til að fara um Ísland og taka sam­an skýrslu um jarðir og lands­hagi hér á landi og er Ferðabók Eggerts Ólafs­son­ar og Bjarna Páls­son­ar afrakst­ur þeirra ferða 1752-57. Bjarni var skipaður fyrsti land­lækn­ir Íslands árið 1760, sat á Bessa­stöðum til 1763 en síðan í Nesi á Seltjarn­ar­nesi. Hann var í Kaup­manna­höfn vet­ur­inn 1665-66 við und­ir­bún­ing lækna­skip­un­ar hér, en hann lét sér ein­mitt mjög annt um skip­an þeirra mála, koma á skip­an fjórðungs­lækna á Íslandi, hafði for­göngu um fyrstu lyf­söl­una hér og skip­an fyrsta lyfsal­ans og fékk til lands­ins fyrstu lærðu ljós­móður­ina.
 

Bjarni hafði lækna­nema alla tíð og kenndi alls 13 lækna­nem­um, rak sjúkra­vist í þar til gerðu bæj­ar­hús­in í Nesi og var for­stöðumaður lyfja­búðar þar uns fyrsti lyfsal­inn kom til lands­ins 1772.
 

Bjarni ritaði m.a. rit um Varn­ir gegn fjár­kláða og bólu­sótt og var mik­ill áhugamaður um nátt­úru­fræði.
 

Bjarni lést 8. september 1779.


 

 

Nes­stofa.

- Fyrsta lækna­set­ur og lyfja­búð lands­ins.

 
Skráð af Menningar-Staður.

 

 

20.05.2019 06:58

20. maí 1950 - Gull­foss kom til lands­ins

 

 

Gullfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf. Gullfoss var

smíðaður í Danmörku árið 1950.

Var lengst af í áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar.

 

 

20. maí 1950 - Gull­foss kom til lands­ins

 

 

Farþega­skipið Gull­foss kom til lands­ins þann 20. maí 1950. Þúsund­ir Reyk­vík­inga fögnuðu skip­inu sem rúmaði 210 farþega og 60 manna áhöfn. Gull­foss var í för­um fyr­ir Eim­skipa­fé­lag Íslands til 1973.Gullfoss var smíðaður í Danmörku árið 1950 og var lengst af í áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar.
 

 

Gullfoss í Larsens Plads sem nú heitir Amalienhavn í Kaupmannahöfn.

Mynd: Holger Petersen.
Skráð af Menningar-Staður

 

19.05.2019 20:20

Nýtt lén hjá Byggðasafni Árnesinga

 

 

 

 

Nýtt lén hjá Byggðasafni Árnesinga

 

 

Nýtt lén  www.byggdasafn.is  er komið fyrir heimasíðu Byggðasafns Árnesinga.

 

Síðan hefur legið niðri um skeið og missti safnið gamla lénið vegna þess að áskriftartímabil þess var lokið og ekki tókst að skrá það inn sökum þess að upprunalegur hýsingaraðili sem stofnaði til lénsins var hættur starfsemi. En nýja lénið er lýsandi fyrir að starfsemin er byggðasafn.

 

Netfang safnsins er líka nýtt:

info@byggdasafn.is.

Netfang safnstjóra er lydurp@byggdasafn.is

og netfang safnvarðar linda@byggdasafn.is.
Skráð af Menningar-Staður

19.05.2019 06:36

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

 

Steingrímur Thorsteinsson (1831 - 1913).

 

 

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

 

Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831, sonur Bjarna Thorsteinsonar amtmanns og Þórunnar Hannesdóttur.Bjarni var amtmaður í Vesturamti og síðar í Suðuramti, stiftamtmaður og alþingisforseti, sonur Þorsteins Steingrímssonar í Kerlingadal, bróður Jóns eldklerks, en Þórunn var dóttir Hannesar Finnssonar, eins mesta lærdómsmanns á biskupsstóli í Skálholti, og Valgerðar Jónsdóttur, sýslumanns á Móeiðarhvoli Jónssonar. Hannes var sonur Finns Jónssonar, biskups í Skálholti. Eftir lát Hannesar varð Valgerður kona Steingríms Jónssonar, biskups í Laugarnesi.

 

Bróðir Þórunnar var Ólafur Finsen yfirdómari, afi Niels Ryberg Finsen, ljóslæknis og Nóbelsverðlaunahafa. Bróðir Steingríms var Árni Thorsteinsson landfógeti.


 

Fyrri kona Steingríms var Lydia Wilstrup sem lést 1882 og eignuðust þau einn son, en seinni kona hans var Guðríður Eiriksdóttir og eignuðust þau fimm börn. Yngst þeirra var Axel Thorsteinsson fréttamaður.


 

Steingrímur lauk stúdentsprófum 1851, embættisprófi í málfræði við Hafnarháskóla 1863 en var þar við ritstörf og kennslu til 1872. Þá kom hann heim, bjó lengst af í húsi sínu við Austurvöllinn, kenndi við Latínuskólann og var þar rektor frá 1904.

 

Steingrímur var, líkt og Hannes, afi hans, mikill menningarfrömuður. Hann var háklassískur að mennt, málfræðingur og grísku- og latínumaður og þýddi m.a. Þúsund og eina nótt og Ævintýri H.C. Andersens.
 

Steingrímur er líklega merkastur íslenskra, síðrómantískra skálda, var feikilega vinsæll af samtíð sinni, dæmigerður rómantíkus og sjálfur sérfræðingur í rómantískum bókmenntum. Ljóð hans loga af ástarþrá, frelsisþrá og óði til íslenskrar náttúru, sem var mikilvægt framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar, en Steingrímur var mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni forseta.

 

Nefna má ljóð hans  Smaladrengurinn  og við það er fallegt og vinsælt lag eftir Önfirðinginn Skúla Halldórsson.Hannes Pétursson skáld skrifaði ágæta bók um ævi Steingríms og skáldskap.


 

Steingrímur lést 21. ágúst 1913.
 Skráð af  Menningar-Staður

18.05.2019 08:39

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2019 í Húsinu

 

 

 

 

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2019 í Húsinu

 

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag, laugardaginn 18. maí  2019.

 

Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig skapað með öðrum, deilt og átt samskipti. Þetta er fókusinn á alþjóðlega safnadeginum í ár. 


Í tilefni alþjóðlega safnadagsins verður gestum og gangandi boðið upp á leiðsögn um Litla-Hraun sögusýningu í Húsinu á Eyrarbakka. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Fangelsisins Litla-Hraun og lýkur 9. júní næstkomandi.

 

Opið er alla daga kl. 11-18.


Skráð af Menningar-Staður