Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

28.06.2016 16:42

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson


28. júní 2016 - 111 ár frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar


Hundrað og ellefu ár eru í dag frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar fyrrum skólastjóra og sparisjóðsstjóra á Flateyri.
Hann fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði 28. júní 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 17. nóvember 1993 á 89. aldursári. 


Árið 1931 fluttist Hjörtur til Flateyrar og gerðist kennari við barnaskólann, fyrst sem almennur kennari. Árið 1959 tók hann við skólastjórn og gegndi því starfi til ársins 1970. Hann kvæntist Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, dóttur Sveins Gunnlaugssonar þáverandi skólastjóra á Flateyri og Sigríðar Benediktsdóttur. Hjörtur og Ragna eignuðust tvo syni, þá Emil Ragnar kennara og skólastjóra og Grétar Snæ starfsmannastjóra.

 

Ragna var lengi kirkjuorganisti og söngkennari á Flateyri. Hjörtur var oddviti Flateyrarhrepps á árunum 1938 til 1946, hreppstjóri var hann frá 1948 til 1972 og sat í sýslunefnd árin 1942 til 1972. Hann sat í stjórn og var stjórnarformaður Kaupfélags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Hjörtur var síðasti heiðursborgari Flateyrarhrepps.


Auk þess var Hjörtur, samhliða kennslu og skólastjórn, forystumaður í vel flestum félögum og samtökum á Flateyri um áratuga skeið og hafði þannig mjög mótandi áhrif á allt mannlíf á staðnum um langt árabil.
 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

27.06.2016 12:32

Reyndu að smygla miklu magni fíkniefna á Litla-Hraun

 

Litla-Hraun. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Reyndu að smygla miklu magni fíkniefna á Litla-Hraun
 

Rannsóknarsamvinna lögreglu á Suðurlandi og fangavarða á Litla Hrauni kom í veg fyrir að miklu magni meintra fíkniefna og lyfja væri smyglað inn á Litla-Hraun síðastliðinn föstudag.

Á Selfossi voru tveir karlmenn staðnir að því aðfaranótt föstudags að koma pakka fyrir í bifreið sem þeir vissu að ætti að fara inn á fangelsissvæðið um daginn. Pakkinn var haldlagður og innihaldið sent í efnagreiningu á rannsóknarstofu.

Á þessari stundu er ekki vitað hvaða efni er um að ræða.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að kona var handtekin á Litla-Hrauni á föstudag þegar hún kom að heimsækja fanga. Grunsemdir vöknuðu um hún væri með ólögleg efni sem hún hygðist smygla inn í fangelsið og við nánari rannsókn kom í ljós að hún var með töflur innvortis.

Ekki er vitað hvernig töflur það voru en úr því verður skorið á rannsóknarstofu. Málin tvö eru ótengd.

Af www.sunnlenska.is


 

Litla-Hraun. Ljósm.: BIB
 

 


Skráð af Menningar-Staður.

27.06.2016 10:34

Forsetakosningarnar 2016 - úrslit í öllum kjördæmum

 

 

 

Forsetakosningarnar 2016 - úrslit í öllum kjördæmum
 

.

 

Úr Morgunblaðinu 27. júní 2016.


Skráð af Menningar-Staður

27.06.2016 06:40

Reynivallakirkja í Kjós

 

.
Reynivallakirkja.                                                                              Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
,
 

 

Reynivallakirkja í Kjós
 

Reynivallakirkja

 

Reynivallakirkja í Kjós var byggð árið 1859 í svonefndri Kirkjubrekku, skammt austan við kirkjugarðinn. Áður hafði kirkjan staðið vestar í landareigninni, væntanlega í sjálfum kirkjugarðinum. Reynivellir eru ævaforn kirkjustaður, kirkjunnar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Á Reynivöllum var Maríukirkja í kaþólskum sið. Kirkjan sem nú er á staðnum er byggð í hefðbundnum stíl timburkirkna um miðja nítjándu öld. Henni hefur að vísu verið breytt dálítið.

 

Skömmu fyrir 1930 var prédikunarstóllinn, sem upphaflega var fyrir ofan altari, færður að suðurvegg. Þá voru pílárar í skilrúmi milli kórs og framkirkju fjarlægðir og lágur veggur settur í staðinn. Fyrir hundrað ára afmælið 1959 var hún lengd um rúma þrjá metra, gerð geymsla norðan við kórinn en skrúðhús að sunnanverðu, settir nýir bekkir o.fl. Gagngerar endurbætur voru gerðar á kirkjunni og lauk þeim í árslok 1999.Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á dögunum í Kjósinni og færði Reynivallakirkju til myndar.

 

.

Skráð af Menningar-Staður

26.06.2016 11:30

Kiriyama Family á Jónsmessutónleikum Frystiklefans á Rifi

 

 

Hljómsveitin Kiriyama Family í Frystiklefanum á Rifi.          Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Kiriyama Family á Jónsmessutónleikum Frystiklefans á Rifi
 

Hljómsveitin Kiriyama Family frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi gerði mjög góða ferð á Snæfellsnesið og lék  á Jónsmessutónleikum Frystiklefans á Rifi þann 24. júní 2016.

Hljósveitinni var gríðarlega vel tekið af hinum fjölmörgu tónleikagestum sem sóttu Jónsmessutónleika Frystiklefans á Rifi.

Í Frystiklefanum á Rifi hefur á síðustu árum verið margþætt menningarstarfsemi svo sem; tónleikahald og leiksýningar undir forystu menningarstjórans Kára Viðarssonar.

Frystiklefinn á Rifu fékk Eyrarrósina árið 2015 fyrir hið margþætta menniingarstarf sem þar hefur verið á liðnum áru.

Menningar-Staður færði -Kiriyama Family- á Jónsmessutónleikunumn til myndar.
Myndalabúm komið hér á Menningar-Stað.
Smella á  þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279204/

 

Nokkrar myndir hér:.

.

.

.

.

.

.

.

.
Menningarstjóri Frystiklefans á Rifi - Kári Viðarsson kynnir Kiriyama Family til leiks.
.

 


Skráð af Meenningar-Staður.
 

26.06.2016 09:43

Guðni Th. Jóhannesson kjörinn forseti Íslands

 


Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.

 

Guðni Th. Jóhannesson kjörinn forseti Íslands
 

Guðni Th. Jóhannesson hefur verið kjörinn forseti Íslands. Hann verður sjötti forseti lýðveldisins. Hann hlaut 39,08 prósent, en 71.356 Íslendingar kusu Guðna. Hylling verður fyrir utan heimili hans á Seltjarnarnesi klukkan fjögur í dag. Sýnt verður frá hyllingunni í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

 

Guðni Th. er fæddur árið 1968, er með doktorspróf í sagnfræði og starfaði sem háskólakennari. Hann er kvæntur Elizu Reid og eiga þau saman fjögur börn. Frá fyrra hjónabandi á Guðni eina dóttur. Guðni var einn af níu forsetaframbjóðendum og hefur haft afgerandi forystu í skoðanakönnunum sem birst hafa á vikunum fyrir kosningar.

 

Þjóðin gekk til kosninga í gærdag og fyrstu tölur birtust upp úr 10 í gærkvöldi frá Suðurkjördæmi. Guðni viðurkenndi að fyrstu tölur hefðu komið sér á óvart, en tölurnar sýndu lítinn mun á milli hans og Höllu Tómasdóttur. Þegar líða fór á kosninganóttina fór atkvæðafjöldi að líkjast skoðanakönnunum og Guðni tók forustu.

 

Frambjóðendur yfirgáfu kosningavöku sjónvarpsins upp úr miðnætti og Guðni fagnaði þá sigri með stuðningsmönnum sínum á Grand Hótel. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.

 

Guðni sagði í ræðu sinni að kosningabaráttan hafi verið stressandi, sérstaklega fyrstu tölur. Hann treysti því að hann eigi áfram stuðning viðstaddra og landsmanna allra. Mikið verkefni bíði hans, fari fram sem horfir. Hann ætlar að leggja sig allan fram við að vera það sameiningarafl sem þjóðin vilji og eigi skilið.

 

Að lokinni ræðu sungu viðstaddir afmælissönginn fyrir Guðna, enda afmælisdagurinn hans genginn í garð, 26.júní.

 

Hylling verður fyrir utan heimili hans á Seltjarnarnesi og verður sýnt beint frá henni í sjónvarpinu klukkan fjögur í dag.

.

.

 

.
Af www.ruv.is

Skráð af Menningar-Staður

25.06.2016 16:59

Kynning á Saga music í Gamla-Gónhóli í frystihúsinu

 

.
Gamli Gónhóll í frystihúsinu á Eryrarbakka.
.

 

 

Kynning á "Saga music"  í Gamla-Gónhóli í frystihúsinu

 

Valgeir Guðjónsson, Gísli Kristjánsson og Karen Dröfn Hafþórsdóttir, sem skipa hljómsveitina  -Dreppstokk-  fluttu Saga Music dagskrána í Gamla Gónhól í frystihúsinu í dag á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka.  

Hér er um að ræða dagskrá í tali og tónum þar sem persónulýsingar úr Íslendingasögunum eru efniviðurinn.

Gestir kynningarinnar voru sérlaga ánæððir með efnistök og flutning þeirra þremenninga í -Drepstokki-


Menningar-Staður færði til myndar. 
 

.

Valgeir Guðjónsson.

.

.

.
Hljómsveitin -Drepstokkur-
F.v.: Gísli Kristjánsson, Valgeir Guðjónsson og Karen Dröfn Hafþórsdóttir.

.

.

 


Skráð af Menningar-Staður
 

25.06.2016 09:13

Forsetakosningar 2016 eru hafnar

 

 

Siggeir Ingólfsson kallar til kjörfundar á slaginu kl. níu.

 

 

Forsetakosningar 2016 eru hafnar

 

Á Eyrarbakka hófst  forsetakosning á slaginu klukkan níu að Stað  með því að Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað og dyravörður kjörstjórnar, kallaði til kjörfundar.

Fyrst til að kjósa voru hjónin Emma Guðlaug Eiríksdóttir og Hafþór Gestsson.


Í kjörstjórn á Eyrarbakka eru:
María Gestsdóttir, formaður
Lýður Pálsson

Þórdís Kristinsdóttir.Menningar-Staður færði upphaf forsetakosninga á Eyrarbakka til myndar. 

 

.
Fyrst til að kjósa voru hjónin Emma Guðlaug Eiríksdóttir og Hafþór Gestsson
sem hér eru með Siggeiri Ingólfssyni, dyraverði.

.

 

Kjörstjórn á Eyrarbakka og dyravörður.
Sitjandi f.v.:
Lýður Pálsson, María Gestsdóttir, formaður kjörstjórnar og Þórdís Kristinsdóttir.
Standandi er Siggeir Ingólfsson, dyravörður.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

24.06.2016 10:49

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 25. júní 2016

 

 

Opið hús á dvalarheimilinu Sólvöllum Eyrarbakka sunnudaginn 4.nóvember

 

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 25. júní 2016

 

09:00    Fánar dregnir að húni við upphaf 18. Jónsmessuhátíðarinnar á Eyrarbakka

Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

Kjörfundur vegna forsetakosninga hefst á Stað og stendur til kl. 22. Nýtum kosningaréttinn snemma.

Björgunarsveitin Björg býður upp á ókeypis veiði í Ölfusá fyrir landi Eyrarbakka allan daginn.

 

09:00-21:00    Verslunin Bakki við Eyrargötu

Verslunin verður opin allan daginn og langt fram á kvöld. – Kíkið við í spjall og börnin fá skrímslaís um miðbik dagsins.

 

09:15-11:00    Morgunstund í skógarlundi

Skógræktarfélag Eyrarbakka tekur á móti gestum á svæði félagsins í Hallskoti og býður upp á hressingu í morgundögginni.

 

10:30-17:00    Laugabúð í Sjónarhóli

Bókamarkaður í kjallaranum – mikið úrval nýrra og gamalla bóka á frábæru verði.
Sögur og skemmtilegheit allan daginn og farandkaupmenn úr höfuðstaðnum á öllum hæðum.

 

11:00-22:00    Rauðahúsið á Eyrarbakka

Rauða Húsið verður með tvö tilboð allan daginn: Tveggja rétta máltíð með fiskiþrennu og Þjórsárhrauni í í eftirrétt á 5.800 kr. eða kaffi og heimatilbúin kökusneið á 1.250 kr.

 

11:00-18:00    Fortíðin í söfnunum á Eyrarbakka

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og Kirkjubær eru opin. Í borðstofu Hússins er sýningin Dulúð í Selvogi. Í Kirkjubæ er sýningin Draumur aldamótabarnsins. Boðið uppá ferskjur og rjóma að hætti Guðrúnar húsfreyju í Kirkjubæ milli kl. 13 og 14.
Komið og vitjið fortíðarinnar í söfnunum á Eyrarbakka. Ókeypis aðgangur á Jónsmessuhátíðinni.

 

11:00    Unga kynslóðin skemmtir sér

Hinn sívinsæli Brúðubíl kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu með nýtt leikrit. Vatnaboltar og bubblu-boltar í boði Ungmennafélagsins og Björgunarsveitarinnar á eftir. Hestar verða teymdir undir börnum.

 

12:00-14:00    Heimboð í Garðshorn

Árleg Jónsmessusúpa og rabarbaragrautur upp á gamla mátann í Garðshorni í boði húsráðenda Elínbjargar og Vigfúsar. Allir velkomnir.

 

14:00-15:15    Saga music – í Gamla-Gónhóli í Frystihúsinu

Valgeir Guðjónsson flytur Saga Music dagskrána í tali og tónum þar sem persónulýsingar úr Íslendingasögunum eru efniviðurinn. Sjá nánar á www.bakkastofa.com.          Aðgangseyrir kr. 1.000.

 

14:00-16:00    Gallerí 973 – Garðbær við Gónhól

Stúdíó listamannanna Kristínar og Max er opið að Eyrargötu 73 – Garðbæ. Sjá nánarwww.gallery973.com .

 

14:00-16:00    Ljósmyndasýning á Háeyrarvöllum

Anný og Valgeir bjóða upp á spjall og ljósmyndasýningu á heimili sínu á Háeyrarvöllum 32.

 

15:00-17:00    Spjallað í Hausthúsum

Margrét Sverrisdóttir og Pétur Hilmarsson taka á móti fólki við hús sitt Hausthús að Eyrargötu 39.

 

16:00-18:00    Diskótek fyrir yngri kynslóðina

DJ Sveppz sér um diskóið við Sjóminjasafnið. Mikið fjör og mikið gaman. 

 

20:15-21:30    Sameinaði Bakkakórinn þenur raddböndin í Húsinu

Heimir Guðmundsson leikur undir almennan söng, þar sem hver syngur með sínu nefi.

 

22:00    Jónsmessubrenna

Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir ávarpar gesti. Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

 

23:00    Rauða húsið

Kjallarinn opinn og Grétar í Sólvangi ætlar að spila. 

 

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

 

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg


Af wwww.eyrarbakki.is

Eyrarbakki_blatt

 

 

Opið hús á dvalarheimilinu Sólvöllum Eyrarbakka sunnudaginn 4.nóvember


Skráð af Menningar-Staður

24.06.2016 10:41

24. júní 2016 - Jónsmessutónleikar Frystiklefans - Kiriyama Family, Gylfi Örvars & One Week Wonder

 

 

Kiriyama Family

 

24. júní 2016 -  Jónsmessutónleikar Frystiklefans

- Kiriyama Family, Gylfi Örvars & One Week Wonder

 

Jónsmessutónleikar Frystiklefans á Rifi er árleg sumarveisla þar sem íslensk gleðisveit stígur á stokk og ungir heimamenn fá tækifæri til að láta ljós sitt skína..

Í þetta sinn er það hin ótrúlega skemmtilega hljómsveit Kiriyama Family sem mætir í Rif til þess að hrista saman sveitunga. Um upphitun sér hinn ótrúlega efnilegi rappari og ólsari, Gylfi Örvarsson og einnig mun hljómsveitin One Week Wonder stíga á stokk.

 

Sannkölluð tónlistarveisla! 

 

Föstudagur 24. júní 2016 - 

 klukkan 20:00 - 23:00Miðaverð : Frjáls framlög!

Frystiklefinn á Rifi.
 


Skráð af Menningar-Staður