Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.06.2021 17:23

MERKIR ÍSLENDINGAR - STEINGRÍMUR HERMANNSSON

 

 
 
Steingrímnur Hermannsson (1928 - 2010)
 

 

     - MERKIR ÍSLENDINGAR –

 

- STEINGRÍMUR HERMANNSSON

 

 

Steingrímur fæddist í Reykjavík þann 22. júní 1928, sonur Hermanns Jónassonar, alþingismanns og ráðherra og eiginkonu hans, Vigdísar Oddnýjar Steingrímsdóttur.

 

Steingrímur Hermannsson ólst upp í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 32 í Reykjavík sem sonur forætisráðherra, Hermanns Jónassonar.
Steingrímur lauk stúdentsprófi frá MR 1948 og prófi í rafmarksverkfræði frá tækniháskólanum í Chicago árið 1951. Þá lauk hann  M.Sc.-próf frá California Institute of Technology í Pasadena árið 1952.


Eftir nám starfaði Steingrímur sem verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1952—1953 og hjá Áburðarverksmiðjunni  1953—1954. Hann starfaði einnig sem  verkfræðingur við Southern California Edison Company í Los Angeles 1955—1956. Hann var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins 1957—1978.


Steingrímur var kjörinn á Alþingi 1971 fyrir Framsóknarflokkinn og sat þar til ársins 1994, fyrst fyrir Vestfjarðakjördæmi en frá 1987 fyrir Reykjaneskjördæmi. Hann var dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra frá 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og samgönguráðherra frá 1980 til 1983 þegar hann var skipaður forsætisráðherra. Hann tók árið 1987 við embætti utanríkisráðherra en var árið eftir forsætisráðherra á ný til 1991.
Steingrímur var formaður Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1994 og gegndi að auki fjölda trúnaðarstarfa og embætta.
Steingrímur  var seðlabankastjóri frá 1994 til 1998.


Steingrímur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sara Jane Donovan og þau eignuðust þrjú börn: Jón Bryan, Ellen Herdísi og S. Neil.

Seinni kona Steingríms var Guðlaug Edda Guðmundsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn:  Hermann Ölvir,  Hlíf og Guðmund.

 

Steingrímur Hermannsson lést þann 1. febrúar 2010.


 

Hér má sjá Steingrím Hermannsson og fleiri frambjóðendur í Vestfjarðakjördæmi á framboðsfundi á Þingeyri árið 1979.
Sjá  þessa slóð: https://www.youtube.com/watch?v=lI1gCMxbLHo

 

:

Björn Ingi Bjarnason og Steingrímur Hermannsson, f.v. forsætisráðherra,

á tröppum Ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu 32 í Reykjavík

þar semSteingrímur ólst upp. Húsið stóð áður á Sólbakka

við Flateyri sem íbúðarhús hvalfangarans Hans Ellefsen.

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

21.06.2021 07:04

21. júní 2021 - Sumarsólstöður

 

 

 

 

21. júní 2021  -  Sumarsólstöður


 

Í dag, mánudaginn 21. júní 2021, eru sólstöður að sumri, en þá er dagurinn lengstur hjá okkur.  Á því augnabliki snýr norðurpóll jarðar næst sólu.


 

Upp úr þessu fara dagarnir að styttast en þrátt fyrir það mun þó líklega hlýna enn um sinn því að meðaltali er hvað hlýjast í lok júlí.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

18.06.2021 21:00

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 2021

 
 
 
 


 

       Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 2021


                              24. - 26. júní

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

 

17.06.2021 09:37

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ - LÝÐVELDIÐ 77 ÁRA

 


Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Myndin er tekin þjóðhátíðardaginn 2018.

Ljósm.:  Kristinn H. Gunnarsson.

 

 

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ – LÝÐVELDIÐ 77 ÁRA

 

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er í dag - 17. júní 2021.

 

Lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 og tók við af konungsríkinu Ísland. Liðin eru rétt 77 ár frá fullu sjálfstæði þjóðarinnar. Það þótti við hæfi að velja fæðingardag Jóns Sigurðssonar, 17. júní, sem stofndag lýðveldisins.

 

Hátíðadagskrá verður að venju að Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar sem þar var fæddur þann 17. júní 1811.

 


Ólafur Hannesson í Þorlakshöfn - hér á Hrafnseyri við Arnarfjörð - 17. júní 2021

á 210 ára afmæli Jóns Sigurðssonar - forseta.
 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

15.06.2021 16:59

Merkir Íslendingar - Sigurður Jensson

 


Sigurður Jensson (1853 - 1924).
 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Jensson

 

 

Sigurður Jensson fæddist í Reykjavík 15. júní 1853. 

Foreldrar hans voru Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, f. 6.7. 1813, d. 2.11. 1872, kennari á Eyrarbakka, alþingismaður, kennari og síðan rektor Lærða skólans í Reykjavík, og k. h. Ólöf Björnsdóttir, f. 22.2. 1830, d. 7.12. 1874 húsmóðir. Jens var sonur Sigurðar Jónssonar prófasts á Hrafnseyri og bróðir Jóns forseta. Ólöf var dóttir Björns Gunnlaugssonar stærðfræðings og yfirkennara við Lærða skólann.
 

Meðal systkina Sigurðar var Jón Jensson yfirdómari og alþingismaður.
 

Sigurður tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1873 og guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1876. Hann fór síðan í framhaldsnám í guðfræði við Hafnarháskóla 1877-1878.
 

Sigurður var kennari við barnaskólann í Reykjavík 1873-1876 og 1878-1880. Hann var síðan prestur í Flatey á Breiðafirði 1880-1921 og prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi 1881-1902. Hann var póstafgreiðslumaður í Flatey 1914-1921. Hann var oddviti Flateyjarhrepps í mörg ár, amtsráðsmaður 1901-1907 og yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1895-1902. Sigurður fékkst því við mörg opinber störf og var prýðilega vel látinn og vandaður maður, segir í andlátsfregn.

Sigurður var alþingismaður Barðstrendinga 1886-1908 fyrir Framfaraflokkinn, Landvarnarflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn eldri. Hann var varaforseti efri deildar 1899.
 

Sigurður fékk lausn frá prestsembætti vegna heilablóðfalls 1921 og fluttist þá til Reykjavíkur og var þar til æviloka.

Eiginkona Sigurðar var Guðrún Sigurðardóttir, f. 20.2. 1862, d. 19.3. 1941, húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Jónsson kaupmaður í Flatey og k.h. Sigríður Brynjólfsdóttir.
 

Börn Sigurðar og Guðrúnar sem upp komust voru Haraldur vélstjóri á Gullfossi, Jón raffræðingur og framkvæmdastjórii í Reykjavík, Jens gasstöðvarstjóri í Tönsberg í Noregi, Jón Sigurður bóndi og póstafgreiðslumaður í Flatey, Brynjólfur gasstöðvarstjóri í Rvík og Ólöf húsfreyja í Reykjavík.


 

Sigurður Jensson lést 5. janúar 1924.


 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 Skráð af Menningar-Bakki

 

13.06.2021 07:44

Hljómsveitin -NilFisk-

 

 

 

 

 

 Hljómsveitin -NilFisk-

 

 

Sjá:

https://www.youtube.com/watch?v=w_wCs4nFKmU

 Skráð af Menningar-Bakki

 

 

12.06.2021 15:24

Merkir Íslendingar - Áslaug Sólbjört Jensdóttir

 

 
Áslaug Sólbjört Jensdóttir (1918 - 2015).

 

 

Merkir Íslendingar - Áslaug Sólbjört Jensdóttir

 

 

Áslaug Sólbjört Jensdóttir fæddist á Læk í Dýrafirði 23. ágúst 1918.

Foreldrar hennar voru Ásta Sóllilja Kristjánsd., f. 6.1. 1892, d. 28.1. 1936, frá Breiðadal í Önundarf. og Jens Guðmundur Jónss., f. 6.9. 1890 d. 15.12. 1976 frá Fjallaskaga, Dýraf. Systk. Áslaugar: Jón Óskar, Jenna tvíburasystir, Sigríður, Hilmar, Kristján Svavar, Soffía Gróa og Gunnbjörn.
 


Áslaug giftist 15.5. 1941 Valdimari Kristinssyni, skipstjóra og bónda, f. 4.1. 1904 að Núpi, Dýraf., d. 1.9. 2003. Foreldrar hans voru Rakel Jónasd. frá Skúfsstöðum Hjaltadal og Kristinn Guðlaugss. bóndi, Núpi, frá Þröm í Garðsárdal.Börn Áslaugar og Valdimars:


1) Ásta, 

2) Gunnhildur,

3) Rakel, 

4) Hólmfríður, 

5) Kristinn,

6) Jensína,

7) Ólöf Guðný, 

8) Sigríður Jónína, 

9) Viktoría,Áslaug ólst upp í Litla-Garði, Dýraf. Sautján ára gömul tók hún við búsforráðum með föður sínum, en móðir hennar lést um aldur fram.

Árið 1941 lauk ÁSlaug námi við Húsmæðrask. Ósk, Ísaf. Sama ár giftist hún Valdimari og fluttist að Núpi. Heimili þeirra var mannmargt og mikið um gestakomur og fundahöld er þau hjónin sinntu ábyrgðarstörfum fyrir samfélagið.

Áslaug sá um landsímastöð fyrir Núpsskóla.

Áslaug var víðlesin, fylgdist með þjóðmálum af þekkingu, var mikil ræðumanneskja og tók þátt í stjórnmálum og félagsmálum. Hún var formaður Kvenfélags Mýrarhrepps yfir 30 ár, sat í stj. Samb. vestf. kvenna og var í sóknarnefnd Núpskirkju.

Áslaug gaf út ljóða- og smásagnab. Hvíslandi þytur í blænum, árið 2000. Hún ræktaði og nýtti jurtir til matargerðar.


Áslaug Sólbjört Jensdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 12. júní 2015.

 

Jarðarför Áslaugar fór fram frá Fossvogskirkju þann 26. júní 2015.


 


Núpur í Dýrafirði.
.
.
.
 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

11.06.2021 19:53

Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar 12. júní 2021

 


Staður á Eyrarbakka hvar hátíðin verður. Ljósm.: Elín Birna.
 

 

 

Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar 12. júní 2021

 

 

Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar verður á morgun, laugardaginn 12. júní kl. 13:00 við félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

Vitaleiðin er ný ferðaleið við suðurströndina, sem nær frá Selvogi í Ölfusi að Knarrarósvita í Árborg og er tæplega 50 km löng, eftir því hvort ekið er eftir vegi eða strandlínan sé nýtt. Vitaleiðin býður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana, nýtt strandlengjuna eða þá göngustíga, sem búið er að leggja meðfram ströndinni, gengið, hlaupið, farið ríðandi á hestum eða jafnvel hjólað.

 

Á opnunarhátíðinni verða flutt ávörp, tónlistaratriði og síðan munu bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss klippa á borða og þannig opna Vitaleiðina formlega.

 

Íslendingar og aðrir ferðamenn eru hvattir til að upplifa Vitaleiðina og allt það sem hún hefur upp á að bjóða en Vitaleiðin er unnin í samvinnu Markaðsstofu Suðurlands, Sveitarfélagsins Árborgar, Sveitarfélagsins Ölfuss ásamt rekstraraðilum á svæðinu.

 

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

11.06.2021 06:58

Aðalfundur KÁ 15. júní 2021

 

 

 

 

Aðalfundur KÁ 15. júní 2021
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

09.06.2021 21:37

Merkir Íslendingar - Hjálmar R. Bárðarson

 


Hjálmar R. Bárðarson (1918 - 2009).
 

 

 

Merkir Íslendingar - Hjálmar R. Bárðarson

 

 

Hjálmar R. Bárðarson fæddist á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Bárður Guðmundur Tómasson, fyrsti skipaverkfræðingur Íslendinga, og k.h., Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja.
 

Eiginkona Hjálmars var Else Sørensen húsfreyja.
 

Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MR 1939, stundaði nám í tréskipasmíði við skipasmíðastöð BGT á Ísafirði 1940, nám í flugvélasmíði við Marinens Flyvevåben í Kaupmannahöfn 1940, stundaði verklegt nám í stálskipasmíði, rafsuðu, járnsteypu og rennismíði við Ørlogsværftet á námstíma í verkfræði í Kaupmannahöfn, lauk prófum í skipaverkfræði frá DTH 1947, lærði jafnframt flugvélaverkfræði sem aukagrein og sótti námskeið í tæknilegri ljósmyndun.
 

Hjálmar var skipaverkfræðingur hjá Helsingör Skibsværft og Maskinbyggeri A/S í Danmörku, hjá Cook, Welton & Gemmel Ltd og hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík 1948-54. Hann var skipaskoðunarstjóri og skipaskráningarstjóri 1954-70, siglingamálastjóri 1970-85 og forseti Alþjóðasiglingamálastofnunar SÞ í Lundúnum 1969-71.
 

Hjálmar sinnti viðamiklum rannsóknarstörfum vegna endurbóta á togurum og öðrum fiskiskipum er varða ísingu og stöðugleika þeirra. Auk þess vann hann að endurbótum gúmmíbjörgunarbáta og búnaði þeirra. Hann kom upp búnaði Stálsmiðjunnar við smíði stálskipa og hannaði og stjórnaði smíði Magna, fyrsta stálskipsins sem smíðað var hér á landi, og hannaði fjölda annarra skipa. Hann olli byltingu í gerð mastra með þrífótamastri í stað víravanta og hannaði fyrsta íslenska hringnótafiskiskipið með lokað milliþilfar frá bakka að brú.
 

Hjálmar gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir íslenska ríkið og IMO, Alþjóðasiglingamálastofnun SÞ og fór oft fyrir þeim samtökum í öryggismálefnum skipa og baráttu gegn mengun sjávar vegna skipaumferðar. Hann var auk þess einn dáðasti landslags- og náttúruljósmyndari þjóðarinnar.


 

Hjálmar R. Bárðarson lést þann 7. apríl 2009

 Skráð af Menningar-Bakki.