Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.07.2020 18:15

Örugg leið að Litla-Hrauni

 

 

Skáldastígurinn að Litla-Hrauni á Eyrarbakka. Ljósmynd/BIB

 

 

Örugg leið að Litla-Hrauni

 

 

Fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka hóf starfsemi þann 8. mars 1929 í húsi sem Eyrbekkingurinn og húsameistari ríkisins Guðjón Samúelsson (1887 – 1950) teiknaði í upphafi sem sjúkrahús. Á síðasta ári var 90 ára afmælis starfseminnar að Litla-Hrauni minnst með ýmsum hætti en þar er nú starfrækt stærsta fangelsi landsins.

 

Meðal þess sem tengdist 90 ára afmæli Litla-Hrauns á síðasta ári var að Sveitarfélagið Árborg stóð fyrir lagningu veglegrar og öruggrar gangbrautar frá Merkisteini að Litla-Hrauni en fram að því hafði ekki verið gangbraut frá Heiðdalshúsi að Litla-Hrauni. Framkvæmdum lauk þann 8. júní sl. og er nú öryggi Eyrbekkinga á þessari leið til vinnu á Litla-Hrauni eins gott og frekast getur orðið. Sigurður Steindórsson, deilarstjóri á Litla-Hrauni, hefur farið þessa slóð strafsmanna af Eyrarbakka oftast eða daglega í 43 ár.

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi, sem er samafl brottfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi, hefur barist fyrir framkvæmdinni í áratug og vill á þessari stundu þakka Sveitarfélaginu Árborg hin farsælu framkvæmdalok gangbrautarinnar að Litla-Hrauni. Þess má geta að Tryggvi Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni, hefur gefið gangbrautinni nafnið -Skáldastígur-.

 

Glaðir allir með göngu-braut
geislar fylla vanga.
Sigur er með þrjósku‘ og þraut
þannig málin ganga.

 

Björn Ingi Bjarnason, forseti
Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi 

.

.

 

.
.

 
 

.

.

 


Sigurður Steindórsson, deilarstjóri á Litla-Hrauni, hefur farið þessa slóð

strafsmanna af Eyrarbakka oftast eða daglega í 43 ár.
 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 
 

13.07.2020 10:07

Merkir Íslendingar - Karvel Pálmason

 Karvel Pálmason (1936 - 2011). 

 

 

Merkir Íslendingar - Karvel Pálmason

 

 

Karvel Pálmason (Karvel Steindór Ingimar) fæddist í Bolungarvík 13. júlí 1936. Foreldrar hans voru Pálmi Árni Karvelsson sjómaður þar í bæ og Jónína Eggertína Jóelsdóttir ráðskona.

 

Karvel stundaði fjölbreytt störf í Bolungarvík á árunum 1950-1971. Sjómaður 1950–1958 og síðan verkamaður til 1962. Lögregluþjónn 1962–1971 og jafnframt kennari við barna- og unglingaskólann þar.

 

Hann var kjörinn á Alþingi árið 1971 fyrir Frjálslynda vinstrimenn. Hann sat á þingi til ársins 1991. Hann var formaður þingflokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á árunum 1974-1978.

 

Karvel var formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur um árabil, varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða, sat í miðstjórn Alþýðusambands Íslands og var um tíma varaformaður Verkamannasambands Íslands.

 

Karvel sat í hreppsnefnd Hólshrepps á árunum 1962-1970, í Rannsóknaráði ríkisins árin 1971-1978 og í stjórn Fiskimálasjóðs frá 1972- 1989. Hann átti sæti í stjórn Byggðastofnunar á árunum 1991-1995 og sat í flugráði um tíma.

 

Eftirlifandi eiginkona Karvels er Martha Kristín Sveinbjörnsdóttir f. 27. ágúst 1935. Foreldrar hennar Sveinbjörn Rögnvaldsson og kona hans Kristín Hálfdánardóttir.


Karvel og Martha eignuðust fjögur börn:


Pálmi Árni (1952), Kristín Hálfdánar (1953), Steindór (1958), Jónína (1960).

 

Karvel Pálmason var vaskur maður, jafnan glaður og reifur, og gamansamur í samskiptum við samstarfsfólk. Hann reyndist dugmikill þingmaður og ræktaði gott samband við kjósendur sína. Mest beitti hann sér í sjávarútvegsmálum, samgöngumálum og byggðamálum, og öðrum þeim málum sem vörðuðu hag þess kjördæmis þar sem hann var kosinn. Hann gekk þegar í upphafi þingmennsku sinnar ódeigur til starfa þótt hann hafi ekki stefnt þangað sem ungur maður eða átt sér á þeim tíma drauma um frama í stjórnmálum. Það varð hans hlutskipti eigi að síður og undir því reis hann með sóma.

 

Er Karvel var um fimmtugt veiktist hann og gekkst undir mikla skurðaðgerð en náði aldrei fullri heilsu á ný. Er hann lét af þingmennsku 1991 hvarf hann á ný á heimaslóðir sínar í Bolungarvík. Hann sinnti áfram opinberum málum, var m.a. í stjórn Byggðastofnunar í fjögur ár og enn fremur um alllangt skeið í flugráði. Að öðru leyti fékkst hann við smíðar, enda hagleiksmaður í þeim efnum. Naut hann þess að hafa hjá sér í „Kallastofu“ vini sína og samferðarmenn til að ræða um landsins gagn og nauðsynjar og glettast við þá.

 

 

Karvel lést 23. febrúar 2011. 

.
Karvel Pálmason á góðri stund í Vagninum á Flateyri árið 1991.
.

.

.

 
.
.
.
.
.
.
 
 
.
.
.
.
 


Skráð af Menninagr Bakki

 

13.07.2020 08:32

Vitaleiðin er ný ferðaleið á Suðurlandi

 

 

Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar verður laugardaginn 15. ágúst

klukkan 13.00 við Stað á Eyrarbakka.

 

 

  -Vitaleiðin- 

 

er ný ferðaleið á Suðurlandi
 

 

Vitaleiðin er ný ferðaleið niður við suðurströndina. Vitaleiðin nær frá Selvogi í Ölfusi að Knarrarósvita í Árborg og er leiðin um 45-49 km löng, eftir því hvort ekið er eftir vegi eða strandlínan sé nýtt.

 

Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar verður laugardaginn 15. ágúst klukkan 13.00 við Stað á Eyrarbakka.

 

Vitaleiðin er ferðaleið sem beinir athygli að þorpunum og svæðinu við sjóinn. Á Vitaleiðinni heimsækir þú þrjá bæi, hver með sína sérstöðu, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Vitaleiðin dregur fram þá miklu sögu og menningu sem er til staðar á svæðinu sem og fjölda ólíkra upplifunarmöguleika í afþreyingu og náttúru.

 

Vitaleiðin er um 45-49 km leið, fer eftir ferðamáta og nær frá Selvogi að Knarrarósvita. 

 


Sjá þessa slóð:  https://www.south.is/is/thettbyli/vitaleidin

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

12.07.2020 08:02

"Dáið er alt án drauma"

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 
     „Dáið er alt án drauma“

 

 

Í dag, sunnudaginn 12. júlí, kl. 14 og 15, verður næsti viðburður Menningarsumars Bókakaffisins á Selfossi. Að þessu sinni sækir dagskráin yfirskrift sína í kvæði Nóbelskáldsins, enda munu ljóðin svífa yfir vötnum.

 

Fjögur ljóðskáld koma fram:

 

Rangæingarnir Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir munu lesa úr væntanlegum ljóðabókum sínum, en árið 2019 hlutu þau bæði verðlaun fyrir ljóð sín, Ljóðstaf Jóns úr Vör og verðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Nöfnurnar Steinunn Sigurðardóttir og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir lesa einnig auk þess sem sú síðarnefnda mun leika og syngja draumkennda tónlist.

 

Sem fyrr verður dagskráin flutt tvisvar sinnum og takmarkaður sætafjöldi er á viðburðina. Talið verður inn og eru 25 pláss í boði. Síðast komust færri að en vildu svo fólk er hvatt til þess að mæta tímanlega.

 

Boðið er uppá ókeypis uppáhelling og te meðan á viðburðunum stendur.

Skráð af Menningar-Bakki.

11.07.2020 12:03

Fyrirtækjahótel stofnað á Flateyri

 

 

Skúr­in á horni Hafnarstrætis og Ránargötu á Flateyri.

Hlut­haf­ar Skúr­inn­ar hitt­ust á stofn­fundi á fimmtu­dag. Ísa­fjarðarbær og Lýðskól­inn

á Flat­eyri eru þar á meðal en hlut­haf­ar eru 36 tals­ins. Skúr­in verður eins kon­ar

fyr­ir­tækja­hót­el og verður opnuð 1. sept­em­ber 2020. — Ljós­mynd/?Skúr­in

 

 

 

Fyrirtækjahótel stofnað á Flateyri

 

• Hægt að leigja skrifstofu í Skúrinni

 

 

„Mér finnst þetta ótrú­lega spenn­andi og skemmti­legt, að blanda hóp­um sam­an. All­ir þekkj­ast og það verður svo­lít­il stemn­ing á kaffi­stof­unni,“ seg­ir Stein­unn G. Ein­ars­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Skúr­inn­ar, nýrr­ar sam­fé­lags­miðstöðvar á Flat­eyri. 

 
Í stjórn voru kjörin Steinunn G. Einarsdóttir formaður, Áslaug Guðrúnardóttir og Teitur Björn Einarsson.

 

Skúr­in, sem er stytt­ing á kven­kyns­nafn­orðinu beitninga­skúr, verður fyr­ir­tækja­hót­el sem leig­ir út skrif­stofuaðstöðu og frum­kvöðlaset­ur.

 

Hluthafar í Skúrinni eru 36 talsins sem leggja félaginu til 7 milljónir í hlutafé. Auk Ísafjarðarbæjar, Arctic Fish, Lýðskólans á Flateyri, Litla býlis, Húsa og fólks, Tröppu og Bræðranna Eyjólfssonar leggja 29 einstaklingar fram hlutafé. 

Var mark­miðið að safna 5 millj­ón­um í hluta­fé á móti 11 millj­óna lánsvil­yrði frá Lands­bank­an­um til fjár­mögn­un­ar á fé­lag­inu en Flat­eyr­ing­ar gerðu gott bet­ur og get­ur fé­lagið því lækkað fyr­ir­hugaða lán­töku sem þessu nem­ur, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu um fé­lagið nýja.

 

Skúr­in mun hýsa höfuðstöðvar Lýðskól­ans, skrif­stofu Ísa­fjarðarbæj­ar, skrif­stofu fyr­ir hverf­is­ráð Önund­ar­fjarðar og skrif­stofu verk­efna­stjóra rík­is­stjórn­ar­inn­ar um mál­efni Flat­eyr­ar.

 

Þá verður í Skúr­inni aðstaða fyr­ir fram­kvæmda­stjóra Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga ásamt aðstöðu fyr­ir hin ýmsu fyr­ir­tæki og sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga sem búa á Flat­eyri eða dvelja þar reglu­lega.

 

Skúr­in er til húsa í gömlu sím­stöðinni á Flat­eyri, á horni Hafnarstrætis og Ránargötu, og vís­ar nafnið, sem er vest­firskt að upp­runa, sem áður seg­ir til beit­inga­skúrs. Skráð dæmi um þessa orðmynd eru þó ein­ung­is tvö, úr árs­riti Ísfirðinga frá 1960 og í grein eft­ir Skúla Thorodd­sen í Þjóðvilj­an­um gamla frá þeim tíma sem hann var sýslumaður Ísa­fjarðar­sýslu skömmu eft­ir alda­mót­in 1900.Morgunblaðið 11. júlí 2020.


 Skráð af Menningar-Bakki.

09.07.2020 08:20

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 Tónleikar í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri þann 12. október 2005.
 

 

 

BIBarinn grúskar í myndasafninu
 

 

 

Hrefna Eggertsdóttir leikur á flygil og Hlín Pétursdóttir syngur. Ljósm.: BIB

.

 
Skráð af Menningar-Bakki

08.07.2020 10:48

Merkir Íslendingar - Þröstur Sigtryggsson

 

 

 

Þröstur Sigtryggsson (1929 - 2017).

 

 

Merkir Íslendingar - Þröstur Sigtryggsson

 

 

 Þröstur Sigtryggsson var fædd­ur 7. júlí 1929, son­ur hjón­anna Hjaltlínu Mar­grét­ar Guðjóns­dótt­ur, kenn­ara og hús­freyju frá Brekku á Ingj­aldssandi, og séra Sig­tryggs Guðlaugs­son­ar, prests og skóla­stjóra á Núpi í Dýraf­irði. Bróðir Þrast­ar var Hlyn­ur Sig­tryggs­son veður­stofu­stjóri.

 

Þröst­ur ákvað snemma að gera sjó­mennsku að ævi­starfi. Hann tók inn­töku­próf í 2. bekk far­manna í Stýri­manna­skól­an­um haustið 1952 og út­skrifaðist frá Stýri­manna­skól­an­um 1954 og lauk prófi í varðskipa­deild í sama skóla 1954. Hann réðst þá sem stýri­maður hjá Land­helg­is­gæsl­unni og varð skip­herra 1960 og starfaði þar uns hann lét af störf­um árið 1990, og hafði þá tekið þátt í þrem­ur þorska­stríðum.

 

Þröst­ur kenndi vet­urna 1990-1992 við grunn­skól­ann á Þing­eyri og stundaði sjó­sókn þaðan. Þá var hann skóla­stjóri barna­skól­ans á Núpi 1981 til 1983 og kenndi einnig við héraðsskól­ann þar.

 

Þröst­ur var mik­ill áhugamaður um golf á þess­um árum og stofnaði golf­fé­lagið Glámu á Þing­eyri og stóð að og hannaði 9 holu golf­völl þar vestra. Æsku­slóðirn­ar voru hon­um hug­leikn­ar og gerði hann æsku­heim­ili sitt, Hlíð í Dýraf­irði, að menn­ing­ar­minja­safni. Átti hann hug­mynd að rit­un sögu Núps­skóla. Sú hug­mynd varð að veru­leika og kom bók­in sem Aðal­steinn Ei­ríks­son ritaði út í sum­ar þegar 110 ár voru frá stofn­un skól­ans. Minn­inga­bók Þrast­ar, Spaug­sami spör­fugl­inn, kom út 1987. Þröst­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar 17. júní 1976.

 

Vorið 1954 kvænt­ist Þröst­ur Guðrúnu Páls­dótt­ur sjúkra­liða (f. 1933, d. 2013.)
Börn þeirra eru:

Mar­grét Hrönn, Bjarn­heiður Dröfn og Sig­trygg­ur Hjalti. Fyr­ir átti Þröst­ur dótt­ur­ina Kol­brúnu Sig­ríði. –

Eft­ir lát eig­in­konu sinn­ar eignaðist Þröst­ur góðan fé­laga og vin, Hall­fríði Skúla­dótt­ur.

 

Þröst­ur Sig­tryggs­son skip­herra lést  9. des­em­ber 2017. 

 

Æsku­heim­ilið að Hlíð í Dýraf­irði. Ljósm.: BIB.

.

.

Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB

.

 


Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

08.07.2020 08:33

Merkir Íslendingar - Jakobína Sigurðardóttir

 

 

Jakobína Sigurðardóttir (1918 - 1994).

 

 

Merkir Íslendingar - Jakobína Sigurðardóttir

 

 

Jakobína Sig­urðardótt­ir fædd­ist í Hæla­vík á Horn­strönd­um 8. júlí 1918.For­eldr­ar henn­ar voru Sig­urður Sig­urðsson, bóndi í Hæla­vík, og Hall­dóra Guðna­dótt­ir hús­freyja.


 

Jakobína átti alls 12 systkini en meðal þeirra var Fríða Á. Sig­urðardótt­ir rit­höf­und­ur.


 

Jakobína flutti að Garði í Mý­vatns­sveit 1949 og bjó þar til æviloka, ásamt manni sín­um, Þorgrími Starra Björg­vins­syni, og börn­um þeirra, þeim Stef­an­íu, Sigrúnu Huld, Sig­ríði Krist­ínu og Kára. Hún stundaði nám við Ingimars­skól­ann í Reykja­vík og nám ut­an­skóla við KHÍ, en þess utan var hún sjálf­menntuð.


 

Jakobína sendi m.a. frá sér end­ur­minn­inga­bók, skáld­sög­ur, smá­sög­ur og ljóð en verk henn­ar komu út á ár­un­um 1959-2004. Formtilraun­ir og næm stíl­vit­und ein­kenna verk henn­ar. Hún réri ávallt á ný mið með hverju verki og fiskaði ríku­lega. Hún var form­bylt­ing­ar­höf­und­ur.


 

Fyrsta verk Jakobínu, æv­in­týrið Sag­an af Snæ­björtu Elds­dótt­ur og Ketilríði Kot­ungs­dótt­ur kom út 1959 og vakti strax at­hygli.Í kjöl­farið fylgdi kvæðasafn og síðar smá­sagna­safnið Púnkt­ur á skökk­um stað, 1964. Fyrsta skáld­saga Jakobínu, Dæg­ur­vísa, 1965, sló í gegn og var fram­lag Íslands til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs árið 1966. Auk þess var Lif­andi vatnið og Snar­an fram­lag Íslend­inga til þeirra verðlauna nokkru seinna.
 

 

Dæg­ur­vísa er hóp­saga, ein fárra slíkra í ís­lensk­um bók­mennt­um. Frá­sagn­ar­hátt­ur­inn í Snör­unni, 1968, er ágeng­ur; annarr­ar per­sónu frá­sögn sem er bein ræða sögu­manns frá upp­hafi til enda. Sterk þjóðfé­lags­ádeila end­ur­spegl­ast í verk­inu Lif­andi vatnið, 1974. Bók­in Í barn­dómi er ein­stök í sinni í röð; átak­an­leg og lýrísk lýs­ing á upp­vexti Jakobínu á Horn­strönd­um, undra­vert að hún skyldi ná að ljúka verk­inu fyr­ir dauða sinn.


 

Jakobína lést 29. janúar 1994.

 

Strandaði í Hælavík | RÚV

 Skráð af Menningar-Bakki.

08.07.2020 08:25

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal

 


Benedikt Gröndal (1924 - 2010).
 

 

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal

 

 

Benedikt fæddist á Hvilft í Önundarfirði 7. júlí 1924. Foreldrar hans voru Sigurður Gröndal, rithöfundur, yfirkennari í Reykjavík og hótelsjóri að Valhöll á Þingvöllum og k.h., Mikkelína María Sveinsdóttir húsfreyja.


 

Sigurður var sonur Benedikts Gröndal, skálds og skólastjóra, af Presta-Högna ætt, og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, en Mikkelína María var dóttir Sveins Árnasonar, bónda í Hvilft í Önundarfirði, og Rannveigar Hálfdánardóttur, systur Örnólfs í Skálavík, afa Haraldar J. Hamar ritstjóra.


 

Meðal sex systkina Benedikts má nefna Halldór Gröndal sóknarprest og Gylfa Gröndal rithöfund.


 

Kona Benedikts var Heidi Jaeger Gröndal húsfreyja sem lést 2012 og eignuðust þau þrjá syni, Jón, Tómas og Einar.

 

Benedikt lauk stúdentsprófi frá MR 1943, BA-prófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla 1946 en með námi og að því loknu var hann blaðamaður á Alþýðublaðinu, síðan ritstjóri Samvinnunnar 1951-58 og ritstjóri Alþýðublaðsins 1959-69.


 

Benedikt var landskjörinn þingmaður Borgfirðinga fyrir Alþýðuflokkinn 1956-59, þingmaður Vesturlands 1959-78 og þingmaður Reykvíkinga 1978-82. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1974-80 og forsætisráðherra minnhlutastjórnar Alþýðuflokksins 1979-80.


 

Benedikt var formaður Útvarpsráðs 1957-71, fulltrúi á allsherjarþingum og hafréttarráðstefnu SÞ, var formaður undirbúningsnefndar íslensks sjónvarps, sat í stjórn Seðlabanka Íslands, stjórn Framkvæmdastofnunar og Nýbýlastjórnar, í stjórn þingmannasambands NATO og sat í fjölda nefnda um endurskoðun hinna ýmsu laga. Þegar hann lét af þingmennsku 1982 var hann skipaður sendiherra í Svíþjóð og starfaði hjá utanríkisþjónustunni til 1991.


 

Benedikt sendi frá sér nokkrar bækur um stjórnmál, utanríkismál og sagnfræði.


 

Benedikt lést 20. júlí 2010. 

 

Hvilft í Önundarfirði. Ljósm.: BIB
Skráð af Menningar-Bakki.

08.07.2020 08:01

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

 

Jens Sigurðsson (1813 - 1872) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

 

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

 

Jens fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 6. júlí  1813. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur á Hrafnseyri, og k.h., Þórdís Jónsdóttir húsfreyja sem var prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði.


 

Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, prestur á Hrafnseyri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jónssonar. Foreldrar Þórdísar voru Jón Ásgeirsson, prestur í Holti í Önundarfirði, og Þorkatla Magnúsdóttir.


 

Bróðir Jens var Jón Sigurðsson forseti, alþingismaður og skjalavörður. Systir Jens var Margrét, húsfreyja í Steinanesi, móðir Sigurðar Jónssonar, alþingismanns og sýslumanns.
 

 

Eiginkona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stjörnufræðings og yfirkennara, og Ragnheiðar Bjarnadóttur og eignuðust þau níu börn. Meðal þeirra voru Sigurður Jensson, prestur og alþingismaður í Flatey; Jón Jensson, dómstjóri og alþingismaður, faðir Bergs Jónssonar alþingismanns, Björn Jensson, tengdafaðir Péturs Halldórssonar, borgarstjóra og alþingismanns, og Þórdís Jensdóttir, tengdamóðir Sigurjóns Jónssonar alþingismanns.


 

Jens lauk stúdentsprófi á Bessastöðum 1837 og embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla 1845.


 

Jens var barnakennari á Eyrarbakka veturinn 1845-46, kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1846-69 og rektor Lærða skólans frá 1869 og til æviloka. Hann var auk þess ritstjóri „Tíðinda frá þjóðfundi Íslendinga“ sem haldinn var á Alþingi, í Lærða skólanum (á sal MR) árið 1851.


 

Jens var reyndar sjálfur þjóðfundarmaður fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu á þessum fræga þjóðfundi, árið 1851, þegar Jón, bróðir hans, mælti hin frægu orð er Trampe greifi sleit fundinum: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“


 

Jens lést 2. nóvember 1872.

 

 

 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: BIB

 

 

 


 Skráð af Menningar-Bakki.