Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.04.2021 09:12

Merkir Íslendingar - Guðmundur Gilsson

 


Guðmundur Gilsson (1887 - 1978).

 

 

Merkir Íslendingar – Guðmundur Gilsson

 

 

Guðmundur Gilsson frá Hjarðardal i Önundarfirði  var fæddur á Mosvöllum í Önundarfirði þann 29. október 1887.


Foreldrar hans voru hjónin Gils Bjarnason og Guðmundína Jónsdóttir sem þá bjuggu á hálflendunni á Mosvöllum. Þar ólst Guðmundur upp með foreldrum sinum. Miseldri var með þeim hjónum. Gils var 46 ára er þau giftust 1878 en Guðmundina þá innan við þritugt.

 

Guðmundur Gilsson sótti nám i Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan vorið1912, Eftir það var hann skipstjori á skútum nálægt 10 árum.

 

Guðmundur kvæntist  1914 Sigriði Hagalinsdóttur og þau hófu búskap í  Innri-Hjarðardal vorið 1919. Konu sina missti Guðmundur 1947 en bjó i Hjarðardal þar tíl Hagalin sonur hans tók við búinu og raunar i  félagi við hann nokkur ár.

 

Þau Guðmundur og Sigrlður eignuðust 10 börn sem öll komust úr bernsku.

 

Þau eru þessi:


Gils rithöfundur og alþm. Kona hans, Guðný Jóhannesdóttir.

Ingibjörg húsfreyja á Spóastöðum í Biskupstungum, hennar maður, Þórarins Þorfinnssonar.
Helga dó 1940.

Þórunn húsfreyja á Siglufirði,  hennar maður, Einar Albertsson.

Hagalín bóndi í Innri-Hjarðardal, hans kona Þórdis Guðmundsdóttir.

Kristján húsasmiðameistari í Kópavogi, hans kona, Valborg Hallgrimsdóttir.

Magnús bóndi í Tröð í Önundarfirði, kona hans, Ásta Ásvaldsdóttir.
Ragnheiður húsfreyja i Auðsholti í Biskupstungum, hennar maður, Einar Tómasson.

Páll skipstjóri í Reykjavik, hans kona, Helgu Pétursdóttur.

Bjarni húsasmiður og sjómaður í Reykjavfk, ókvæntur.

 

"Guðmundur Gilsson var flaslaus maður og yfirlætislaus. Hann var enginn málskrafsmaður á fundum en hygginn og tillögugóður og sá oft leið til samkomulags og framkvæmda. Hann var valinn; í sveitarstjórn, kaupfélagsstjórn, sýslunefnd og til ýmissa áþekkra trúnaðarstarfa i félagsmálum og reyndist hvarvetna traustur maður og öruggur.

 

Hann kunni vel til verka. Varð ungur íþróttamaður á skiðum og skautum en var líka íþróttamaður við vinnu á sjó og landi, í vefstól og undir stýri, ratvis svo að naumast virtist einleikið. Þó eru það ekki afrekin sem verða hugstæðust, heldur hver maðurinn var að allri gerð i hversdagsleikanum, fas hans og hjartalag, viðbrögð og tilsvör'."

 

"Þegar ég hugsa nú úr fjarlægð rúms og tima til æskusveitar minnar, man ég ekki notalegri þokka yfir öðru heimili en þeirra hjóna i Innri-Hjarðardal - og er þó margs góðs að minnast, þvi að mannval var mikið og gott. Og það eru margir fleiri en ég sem eiga ljúfar og mætar minningar frá heimilinu í Hjarðardal."

 

Síðustu árin dvaldi Guðmundur Gilsson á heimili dóttur sinnar á Spóastöðum i Biskupstungum.


 

Guðmundur Gilsson lést þann 22. apríl 1978.Dagblaðið Tíminn 29. apríl og 8. september 1978


Halldór Kristjánsson,

frá Kirkljubóli í Bjarnardal, Önundarfirði.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 


Skipamyndir þessar eru frá Flateyrarhöfn haustið 1977. Þá leituðu nokkur loðnuskip vars þar vegna brælu á loðnumiðunum út af Vestfjörðum. Meðal þeirra var eitt glæsilegasta skip loðnuflota þess tíma, það er Guðmundur RE 29. Útgerðarmaður og skipstjóri var Páll Guðmundsson frá Innri-Hjarðardal í Önundarfirði sem átti skipið með Hrólfi Gunnarssyni, skipstjóra.


Guðmundur RE 29 bar nafn föður Páls -Guðmundar Gilssonar- í Innri Hjarðardal.


Þegar veður batnaði á Vestfjarðamiðum héldu loðnuskipin ásamt skuttogara Flateyringa; Gylli ÍS 261, strax til veiða.

Páll Guðmundsson á Guðmundi RE 29 lét fyrstur úr höfn en sigldi skipi sínu inn á Hjarðardalssjó til –sjónstundar- við föður sinn Guðmund Gilsson sem þá var í heimsókn í Innri-Hjarðardal.

 
Þarna var síðasta sjónsamband Guðmundar RE og Guðmundar Gilssonar nær 90 ára en hann lést þann 22. apríl vorið eftir (1978).

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

22.04.2021 08:02

22. apríl 2021 - Gleðilegt sumar

 

 

 

 

 

22. apríl 2021 - Gleðilegt sumar

 

 

 

Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu.

 

Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744.

 

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Í Sögu daganna - hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumardaginn fyrsta:

 

Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns.

 

Hvað átt er við með góðu sumri í þjóðtrúnni er nokkuð á reiki, en hugsanlega er einkum átt við að nyt búpenings verði góð, sem verður þegar taðan er kjarnmikil. Ef engjar og tún eru seinsprottin verða hey oft kjarngóð og því ætti nytin einnig að verða góð. Slíkt gerist þegar svalt er og vott framan af sumri, en síðan hlýrra og þurrt og kann þjóðtrúin að vísa til þess að þegar vorið er kalt þá er oftast frost á sumardaginn fyrsta sem leiðir líkum að því að sumarið verði seinna á ferðinni. Þá er allur gróður einnig seinni að taka við sér, en það gerir grösin kjarnbetri og bætir nyt búpenings.
Skráð af Menninga-Bakki.

 

 

21.04.2021 21:28

Hjallastefnugleði

 

 

 

 

 --Hjallastefnugleði--

 

 

                     Siggeir Ingólfsson

 

       setur gleðifund í Hjallastefnunni þann 21. apríl 2018

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

19.04.2021 21:49

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

            BIBarinn grúskar í myndasafninu

   

       Flateyri við Önundarfjörð rétt eftir 1980


 

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

 

18.04.2021 08:47

Sonur Flateyrar væntanlegur frá Berlín með glænýja hljómplötu í farteskinu

 

 

 

  Sonur Flateyrar væntanlegur frá Berlín

 

    með glænýja hljómplötu í farteskinu 

 

 

Siggi Björns fyrirhugar að halda nokkra tónleika á Íslandi í maí og júní

                 

                 ásamt sambýliskonu sinni, Franzisku Günther

 

 

 

Siggi Björns frá Flateyri, er að koma með nýjan 12 laga geisladisk á markaðinn sem heitir Roll On og er hann væntanlegur úr framleiðslu í næstu viku. Þess má geta að Siggi og sambýliskona hans, Franziska Günther, höfðu á stefnuskránni að koma til Íslands í maí og fyrirhuga að halda eina 14 tónleika víða um land og þá síðustu 5. júní. Óljóst er hvort COVID-faraldurinn muni raska því plani. Að því búnu eru á dagskránni fjölmargir tónleikar á eynni Bornholm í Danmörku ef COVID leyfir.

 

Siggi Björns á langan feril að baki sem trúbador, en bakgrunnur hans liggur í lífinu í fiski, beitningu og sjómennsku á Flateyri. Það er því ekki skrítið að blús og skemmtilegir slagarar séu mjög áberandi í hans tónlist.

 

Hefur gefið út fjölda geisladiska

 

Hann hefur gert fjölmarga geisladiska sem notið hafa mikilli vinsælda, ekki síst meðal Vestfirðinga. Hann hefur líka troðið upp með öðrum, eins og hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri, sem gaf út bráðskemmtilegan disk 2013 um 45 ára sögu sína. Hljómsveitin hélt svo m.a. afar vel heppnaða tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði á lokadaginn 11. maí (vertíðarlok) 2019.

 

 

Á Bornholm þekkja allir Íslendinginn Sigga Björns

 

Siggi hefur í fjölda ára spilað í Þýskalandi og Danmörku við miklar vinsældir ásamt Franzisku og ýmsum öðrum tónlistarmönnum, en þau eru búsett í Berlín ásamt Magnúsi Björnssyni, 13 ára syni Sigga. Sem dæmi má nefna að hann hefur í fjölda ára verið fastur gestur á eyjunni Bornholm í Danmörku í júní á hverju ári þar sem hann hefur gjarnan troðið upp á hinum vinsæla sjávarréttastað Bakkarøgeriet á Østre Sømarken. Er Siggi meira að segja kominn í ferðabæklinga fyrir Bornholm yfir það sem fólk verði að upplifa (must see) þegar það heimsækir eyjuna. 

 

Siggi kom fyrst til Bornholm til að spila árið 1990 og er síðan búinn að spila þar á hverju sumri, eða í 30 ár. Þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn spilaði hann líka á Bornholm sumarið 2020, en heldur minna en venjulega þar sem aðgengi gesta var takmarkað.

Hefur hann svo sannarlega haft lag á að koma Dönum og gestum þeirra í sannkallað hörkustuð ár eftir ár, eins og sjá má á fjölmörgum myndböndum á YouTube. Þar þekkja allir þennan káta Íslending.

Í því ljósi er óneitanlega dálítið umhugsunarvert að Siggi skuli ekki hafa fengið meiri spilun á íslenskum útvarpsstöðvum í gegnum tíðina en raun ber vitni.

 

Siggi segir að þau Franziska hafi ekkert verið að koma fram síðan í október. Þau settu þó saman þriggja laga sett fyrir hátíðina Stútung 2021 á Flateyri nú í vetur ásamt Magnúsi, sem spilar með þeim í tveim lögum. Af augljósum ástæðum út af COVID-19 faraldrinum var hátíðin send út á netinu að þessu sinni. Vegna forvitni og eftirspurnar þeirra sem ekki sáu þessa frábæru útsendingu frá Flateyri, ákváðu þau að setja sinn hluta af hátíðinni á netið á siggi-bjorns.com. Þó heimsfaraldur hafi komið í veg fyrir mikla spilamennsku, þá lætur Siggi ekki deigan síga. 

 

Tóku upp 12 laga plötu

 

„Ég átti nokkur lög á lager og svo sömdum við Franziska nokkur í viðbót og tókum upp tólf af þessum lögum hér heima hjá mér. Ellefu af þessum lögum eru bara ég og gítarinn, reyndar spilar Magnús Björnsson, 13 ára sonur minn, á slagverk í þremur lögum og Franziska syngur með í „Lost At Sea“. Dóri Páls Fjallabróðir fékk eitt lagið, „Every Moment Has A Meaning“, til meðferðar og það endaði í fullri útsetningu þar sem hann spilar öll hljóðfæri nema trommur, það gerði Óskar Þormarsson. Það lag er ég búinn að senda inn í tölvuna hjá RÚV, veit reyndar ekki hvort þeir hafa spila það enn þá. Diskinn fæ ég í hendurnar í næstu viku, sennilega þann 19. apríl, en hann er kominn inn á alla netmiðla, Spotify, Napster o.s.frv. auk þess að hann er á heimasíðunni minni  og hægt að sækja hann þangað.

 

D i s k u r i n n heitir „Roll On“

 

Það er lag sem ég gerði við texta eftir danskan vin minn, Esben „Langkniv“ Bøgh, sem hann samdi eitt sinn sem við vorum á ferðinni á Íslandi. Hann hafði keypt dansk/ íslenska orðabók þar sem maður gat lært stuttar og gagnlegar setningar á íslensku. Ein sú fyrsta var: „Hvar er lestarstöðin?“

Sem Dana fannst honum oft langt á milli bæja, sérstaklega á Vestfjörðum, fjöllin og landslagið bauð oft upp á að hugmyndaflugið færi á ferð, ekki alltaf ljóst hvort maður sé að koma eða fara, fannst honum.“

 

Stapadraugurinn

 

„Við fórum að spá í alls konar aðrar víddir og ég sagði honum m.a. frá Stapadraugnum á Reykjanesi og að ég hafi ekki heyrt neitt nýtt um hann í mörg ár, kannski væri umferðin of hraðfara í dag, en hvað um það, lagið varð til.“ 

 

 

Sjóskaðar uppspretta lagasmíða

 

„Lagið „Lost At Sea“ sömdum við í febrúar eftir að hafa séð tónleika á netinu frá Hull, þar sem rifjað var upp þegar þrír togarar frá Hull fórust á nokkrum dögum við Ísland 1968. Þar var fókusinn á konurnar í Hull „The Headscarfs“ sem mótmæltu aðstæðum sjómanna og öryggismálum um borð breskra togara. Þær náðu að breyta mörgu til hins betra. Þó lagið hafi útgangspunkt í þessu, þá er það fyrst og fremst mín upplifun sem púki vestan af Flateyri að á hverjum vetri fórust bátar með fjöldann allan af sjómönnum. Árið 1964 fórust bátarnir Mumminn og Sæfell frá Flateyri með sjö mönnum, Freyja frá Súðavík (mágur minn fórst þar) og svona var þetta einhvern veginn á hverjum vetri. Nóttin þegar Heiðrúnin frá Bolungarvík fórst í Ísafjarðardjúpi ásamt bresku togurunum Ross Cleveland og Notts County situr í manni,“ segir Siggi.

 

Stelpurnar utan úr heimi dálítið ábyrgar fyrir tónlistarferlinum

 

„Síðan er lagið „Every Moment Has A Meaning.“ Það er um hvað fólk sem maður hittir, eða atvik, geta breytt miklu um hvert maður heldur í lífinu. Hér geri ég stelpurnar sem voru að koma frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Suður-Afríku, Englandi og hvaðan þær nú komu, til að vinna í frystihúsum landsins dálítið ábyrgar fyrir því að ég er tónlistarmaður og bý í Berlín í dag. 

 

Þó maður hafi kannski ekki séð það þannig þegar þetta gekk á, þá komu þær með nýja strauma, hugmyndir og siði, opnuðu dyr í annan heim og breyttu lífi margra. Tóku með sér stráka út um allan heim, aðrir lögðust í flakk o.s.frv. Þannig byrjaði þetta allavega hjá mér, ég fór í heimsókn til Nýja-Sjálands og Ástralíu ... tók gítarinn með.

Þetta voru skemmtilegir tímar, þegar þorpin fylltust af ungum stelpum á hverju hausti,“ segir Siggi og hlær.

Hann segir að á umslaginu utan um nýja diskinn sé mynd af fígúru sem vinur hans, Matthias Masswig, gerði.

„Hann er með vinnustofu og gallerí hér í Berlín, svo veggfóðrið heima ... Kórónastemning,“ segir þessi glaðbeitti Flateyringur sem Þjóðverjar og Danir elska alveg hreint út af lífinu.

.

.

.

.

.
  Hljómsveitin ÆFING í Bæjarbíói í Hafnarfirði þann 11. maí 2019. 
.

.

.


 --Tónleikarnir á Íslandi í maí og júní 2021--

 

 -Tónleikarnir í maí og júní 2021-

 Bændablaðið fimmtudaginn 15. apríl 2021.

Hörður Kristjánsson.

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

17.04.2021 18:52

"Séð og jarmað"

 

 

 

 

       "Séð og jarmað" 

 

 

                       

                                    "Séð og jarmað" 4. tbl. 2011 


Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir, hjúkrunarkona á Stokkseyri,

 

 skoðar "Séð og jarmað" í Shell-Skálanum á Stokkseyri

 

                                    17. apríl 2011.

 Skráð af Menningar-Bakki,

 

 

17.04.2021 13:24

"Séð og jarmað"

 

 

 

 

      "Séð og jarmað" 

 

 

                       

                            "Séð og jarmað" 4. tbl. 2011 


       Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri,

 

 skoðar "Séð og jarmað" í Shell-Skálanum á Stokkseyri

 

                                    17. apríl 2011.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

17.04.2021 10:42

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 


Gylfi Gröndal ( 1936 - 2006)

 

 

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 

 

Gylfi fæddist í Reykjavík þann 17. apríl 1936. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, veitingamaður og rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir Gröndal húsfreyja frá Hvilft í Önundarfirði. Systir Mikkelínu var Áslaug kona Sigurðar Þórðarsonar tónskálds sem fæddur var að Gerðhömrum í Dýrafirði. 


Meðal systkina Gylfa eru Benedikt, fyrrv. forsætisráðherra, Halldór, fyrrv. sóknarprestur, og Ragnar Þórir, framkvæmdastjóri.


Gylfi var kvæntur Þórönnu Tómasdóttur Gröndal, íslenskufræðingi og framhaldsskólakennara og eignuðust þau fjögur börn.


Gylfi lauk stúdentsprófi frá MR 1957 og stundaði nám í íslenskum fræðum við HÍ. Hann starfaði við blaðamennsku í rúm þrjátíu ár, lengst af ritstjóri og sinnti ritstörfum. Gylfi átti ljóð í Ljóðum ungra skálda sem Magnús Ásgeirsson gaf út og Árbók skálda sem Kristján Karlsson annaðist. Hann gaf út alls sjö ljóðabækur og ljóð eftir hann hafa verið valin í kvæðasöfn.

Ljóðabækur hans:

Náttfiðrildi; Draumljóð um vetur; Döggslóð; Hernámsljóð; Eilíft andartak; Undir hælinn lagt, og Eitt vor enn?


Gylfi skrifaði 30 ævisögur og viðtalsbækur. Sjö af bókum hans fjalla um ævi kvenna, ekki síst þeirra sem voru á undan samtíð sinni í jafnréttismálum, eins og Ástu Árnadóttur málara, Helgu M. Níelsdóttur ljósmóður og Jóhönnu Egilsdóttur verkalýðsforingja. Hann ritaði sögu þriggja fyrstu forseta lýðveldisins, Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns auk fjölda annarra merkra Íslendinga.


Gylfi var virkur í Rótarýklúbbi Kópavogs um árabil og forseti klúbbsins 2005-2006. Hann átti sæti í stjórn Bókasafns Kópavogs 1978-86 og Héraðsskjalasafns Kópavogs 2001-2005.
 

Gylfi var m.a. tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001 fyrir bók sína um Stein Steinar, kjörinn eldhugi Rótarýklúbbs Kópavogs 2001, valinn heiðurslistamaður Kópavogs 2003 og hlaut Steininn, viðurkenningu Ritlistarhóps Kópavogs, árið 2005.


 

Gylfi lést þann 29. október 2006

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

16.04.2021 14:09

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Pétursson

 


Fjölnismenn:

Tómas, Brynjólfur, Konráð og Jónas Hallgrímsson.

 

 

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Pétursson

 

 

Brynjólfur fæddist á Víðivöllum í Skagafirði 15. apríl 1810, sonur Péturs Péturssonar, prófasts þar, og s.k.h., Þóru Brynjólfsdóttur húsfreyju.

Báðir bræður Brynjólfs Fjölnismanns komust til æðstu metorða, þeir Pétur Pétursson biskup, sem varð einn auðugasti maður landsins, og Jón Pétursson dómstjóri.

 

Brynjólfur útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1828 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1837. Hann var síðan búsettur í Danmörku til æviloka. Eftir útskrift hóf hann störf í Rentukammerinu, sem var danska fjármálaráðuneytið, og var skrifstofustjóri íslensku stjórnarskrifstofunnar í Kaupmannahöfn frá 1848 til dauðadags. Hann var auk þess fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848-49.


Brynjólfur er þó þekktastur fyrir það að ganga í félag við þá Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason, og skömmu síðar Tómas Sæmundsson, um að stofna tímarit, „árs-rit handa Íslendingum“, sem þeir kölluðu Fjölni. Tímaritið kom fyrst út árið 1835 og átti eftir að brjóta blað í bókmenntasögu þjóðarinnar og þjóðfrelsisbaráttu Íslendinga.


Þeir Fjölnismenn voru um margt ólíkir. Tómas var framfarasinni í anda fræðslustefnunnar, Jónas var skáld, náttúrufræðingur og boðberi rómantísku stefnunnar, Konráð málfræðingur en Brynjólfur, sem skrifaði minnst í ritið, var öðrum fremur framkvæmdastjóri. Mun hann og hans fjölskylda hafa fjármagnað Fjölni að mestu.


Brynjólfur sat í stjórn Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og forseti þess 1848-1851.

 


Brynjólfur lést 18. október 1851.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

15.04.2021 06:56

Bændablaðið 15. apríl 2021

 

 

 

 

--- Bændablaðið 15. apríl 2021 ---

 

 

.
.,Skráð af Menningar-Bakki.