Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.02.2013 22:05

Lið Stokkseyringafélagsins í Spurningakeppni átthagafélaganna

Hér kynnum við til leiks keppnislið Stokkseyringafélagsins í Spurningakeppni átthagafélaganna sem hefst 28. febrúar. 

Keppnisliðið skipa þessir:

Guðbrandur Stígur Ágústsson, Þórður Guðmundsson og Sveinn Valgeirsson. Liðsstjóri er Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka, formaður Stokkseyringafélagsins.

Sextán liða úrslit fara fram 28. febrúar og 7. mars.  Átta liða úrslit 21. mars, undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl. Eftir úrslitin verður heilmikið húllumhæ og dans fram á nótt.

Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos. 

 

Dregið hefur verið í 16 liða úrslitin og líta fyrstu kvöldin svona út:

28. febrúar:
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Djúpmanna
Húnvetningafélagið - Átthagafélaga Strandamanna
Önfirðingafélagið - Árnesingafélagið
Stokkseyringafélagið - Dýrfirðingafélagið

7. mars:
Barðstrendingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Súgfirðingafélagið - Átthagafélag Sléttuhrepps
Átthagafélag Héraðsmanna - Vestfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið - Norðfirðingafélagið

Áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna öll kvöldin í Breiðfirðingabúð, hvetja sitt fólk og njóta skemmtunarinnar.

 

Lið Stokkseyringafélagsins.

Talið frá vinstri: Guðbrandur Stígur Ágústsson, Þórður Guðmundsson og Sveinn Valgeirsson.

Þessi með hattinn er Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka og liðsstjóri, formaður Stokkseyringafélagsins.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.