Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.02.2013 17:47

Sat sveittur í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík

Menningar-Staður skrapp í menningarferð til Reykjavíkur í síðustu viku.

Komið var m.a. við í Þjóðarbókhlöðunni og bráðlega urðu þar Eyrbekkingar á vegi skrásetjara.

Ingimar Helgi Finnsson á Eyrarbakka og Guðmundur Sigurðsson frá Selfossi sátu sveittir við lestur í félagsfræði sem þeir stunda nám í við Háskóla Íslands. Ingimar Helgi vinnur í Vesturbúðinni á Eyrarbakka um helgar og tekur hann virkan þátt í samverustundum Vitringanna þar.

Þá var Júlía Björnsdóttir frá Eyrarbakka, sem býr í Berlín,  þarna einnig og leit m.a. í -Sögu FH í 75 ár- hvar Eyrarbakkastúlkur voru skotfastar í hanbolta í lok síðustu aldar.  

 

 

Ingimar Helgi Finnsson.

 

 

 

F.v.: Guðmundur Sigurðsson og Ingimar Helgi Finnsson.

 

 

Júlía Björnsdóttir.

 

.

 

Skráð af: Menningar-Staður