Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.02.2013 12:20

Góugleði Félags eldri borgara á Eyrarbakka 8. mars 2008

Félag Eldri borgara á Eyrarbakka stóð fyrir sinni árlegu Góugleði í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardagskvöldið 8. mars sl.(2008) Að venju var góð þátttaka og sóttu samkomuna eldri borgarar úr Árborg og víðar af Suðurlandi. Guðfinna Sveinsdóttir, Garðafelli, formaður félagsins setti hátíðina og fól síðan Jóni Bjarnasyni veislustjórn og kynningu skemmtiatriði sem nær öll voru af Eyrarbakka.

Hann sá jafnframt um danstónlist að borðhaldi loknu og var mikil þátttaka í dansinum og svifið létt um gólf í virðulegum glæsileika. Ræðumaður kvöldsins var Björn Ingi Bjarnason á Ránargrund. Minni karla og kvenna fluttu hjónin Íris Böðvarsdóttir og Karl Hreggviðsson á Óseyri. Þá léku hjónin Oddhildur Guðbjörnsdóttir og Sigurður G. Sigurðsson í Heiðmörk nokkur lög á harmoniku og gítar. Þá fluttu fjórir félagar í Leikfélagi Selfoss kafla úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson.

Vísnagáta var að venju og voru aðeins tveir sem leysti hana og var dregið á milli þeirra um sigurlaunin og hafði Jóhann Jóhannsson í Hlöðufelli á Eyrarbakka betur.
Vísnagátan er eftir Óskar Magnússon í Hjallatúni á Eyrarbakka og fylgir hér fyrir lesendur að leysa:

Finn ég orðið fast við skip
fylgt það getur líka sjó
einnig fötum... og í svip
okkur flestum færir ró.

 

Menningar-Staður var á staðnum 8. mars 2008 og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Skráð af: Menningar-Staður