Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.03.2013 15:32

Skötuveisla í Hólmaröst 20. júlí 2005 - Þorláksmessa að sumri

Á Þorláksmessu að sumri þann 20. júlí 2005 og var haldin skötuveisla að vestfirskum hætti í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokksaeyri með sama brag og á Þorlaksmessu að vetri 23. desember. 

Líklegt er að þetta hafi verið eini staðurinn á landinu þar sem svo fjölmenn skötuveisla var í tilefni Þorláksmessu á sumri. Um þrjátíu manns sátu þessa veislu sem samanstöð af nokkrum Vestfirðingum, Sunnlendingum, Vestmanneyingum og Suðurnesjamönnum. 

Árni Johnsen var upphafsmaður þessa nýja skötusiðar að sumri enda er hann einn mesti skötumaður landsins.

Að loknu skötuáti fluttu skötutölu þeir; Árni Johnsen,  Ólafur Helgi Kjartansson á Selfossi og ræddi um vestfirskar skötuhefðir, síðan Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka um sunnlenskar hefðir og síðast Sigurjón Vilhjálmsson um hefðir í skötu á Suðurnesjum.

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar og er 31 mynd í myndasafni hér á síðunni

undir -myndaalbúm-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Sjá fleiri myndir undir -Myndaalbúm- hér á síðunni

www.menningarstadur.123.is/photoalbums/243576/

 


Skráð af: Menningar-Staður