Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.03.2013 05:23

Hafliðastund í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi

Vinir Hafliða Magnússonar frá Bíldudal, sem bjó á Selfossi í rúman áratug, hittast reglulega og minnast hans með léttleikastundum í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Hafliði lést 25. júní 2011.

 

Í gær mættu til Hafliðastundar: hagyrðingarnir Kristján Runólfsson í Hvergerði og Sigurður Sigurðarson á Selfossi sem og hrútyrðingurinn Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka.

 

Í lokin var sungið um Flóann í ljóði Gísla Halldórssonar frá Króki við lag Sigurðar Sigurðarsonar.

 

Enn ég horfi yfir Flóann

og í hljóði syng

túnið, börðin, mýra móann

mosaþúfur berjalyng.

En í fjarska sé síðan

safír-blán mikið víðan

fagursveigðan fjallahring.

 

Kristján Runólfsson orti síðan:

 

Geysimargt hefi ég dundað í dag,
ég dró mig um koppa og grundir.
Í Sunnlenska kaffinu söng ég eitt lag,
og Sigurður dýri lék undir.


Næst fór á rakarastofu um stund,
stutt beið og drakk kaffitárið,
með Kjartani átti svo klassískan fund,
sem klippti af mér næstum allt hárið.

 

Enn einu sinni sannaðist á þessum samverustundum að

"hláturinn er leikfimi fyrir hjartað"

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

F.v.: Lilja Magnúsdóttir, Kristján Runólfsson og Sigurður Sigurðarson.

 

 

Kristján, Lilja og Sigurður.

 

 

Kristján og Sigurður.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður