Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.03.2013 09:44

Kvæðamannagfélagið Árgali heldur í rímnakveðskapinn

Kvæðamannafélagið Árgali er félag sunnlenskra kvæðamanna en nokkrir meðlimir koma úr fjarlægum sveitum. Félagið heldur úti fésbókarsíðu en hún var stofnuð í þeim tilgangi að viðhalda þeirri góðu hefð að kveða fornar og nýjar stemmur.

Það er skemmtilegt að líta á síðuna þeirra og sjá þar bregða fyrir nokkrum rímum. Rímnakveðskapur hefur fylgt þjóðinni í áratugi og kvæðamenn haldið þessari sérkennilegu tónlist lifandi eins og fram kemur á síðunni. Þá hittast Árgalar annan hvern mánudag hvers mánaðar frá október fram í maí og æfa þá saman kvæðalög eða hlusta á þau.

Félagið var stofnað hinn 8. mars árið 2010, upphaflega með 73 félögum en þeir eru nú orðnir um 90 talsins. Árgali er systurfélag Kvæðamannafélagsins Iðunnar.

Í kvöld, mánudaginn 11. mars 2013, klukkan 20:00 ætla kvæðamenn að hittast í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi og eru áhugasamir kvattir til að mæta og æfa nokkrar stemmur með skemmtilegu fólki.

 

 

Sunnlenska bókakaffið er að Austurvegi 22 á Selfossi.

 

 

Kvæðamaðurinn Sigurður Sigurðarson.

 

Skráð af: Menningar-Staður