Ingi S. Ingason, skólastjóri á Litla-Hrauni á Eyrarbakka, er hér í slipp (klippingu og skeggskurði en slíkt er kallað á Hrútavianamáli að fara í slipp) hjá Birni Inga Gíslasyni á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi.
Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar sem var þann 25. júní 2008.
Eyrarbakka-Skagfirðingurinn í Hveragerði, Kristján Runólfsson, orti fyrir augnabliki:
Rakara þennan menn dýrka og dá,
sem daglega klippir og skefur,
hann geysist um vanga með leiftrandi ljá,
og lipurð í fingrunum hefur
![]() |
![]() |
||
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is