Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.03.2013 16:52

Konfektdagur hjá Vitringunum

Það ánægjulega bar til í morgun á fundi Vitringanna í Vesturbúðinni á Eyrarbakka að sölumaður frá Nóa-Síríusi lagði á borðið fulla skál af konfekti fyrir gesti og gangandi.

Þessu var fagnað innilega og Ingólfur Hjálmarsson tók að sér fagstjórn í málinu og sá um fagmannlega dreifingu eins og sjá má.

 

Menningar-Staður var um stund á staðnum og færði nokkur augnablik til myndar:

 

 

F.v.: Ingólfur Hjálmarsson og Rúnar Eiríksson.

 

 

F.v.: Atli Guðmundsson og Ingólfur Hjálmarsson.

 

 

F.v.: Finnur Kristjánsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir og Ingólfur Hjálmarsson. 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.