Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.03.2013 10:50

-Basil fursti- meðal Vitringa í Vesturbúðinni

-Vofan í gullnámunni- nefnist nýjasta heftið í ritröðinni um Basil fursta. 

Þetta er 7. heftið sem Vestfirska forlagið endurútgefur um hinn óviðjafnanlega Basil, sem kemur upp um glæpi og spillingu hvar sem þeir verða á  vegi hans. Í sögunni um vofuna í gullnámunni fara þeir Basil fursti og þjónn hans, Sam Foxtrot kvennagull, alla leið til Mexikó. Þar lenda þeir í ýmsum ævintýrum að vanda, meðal annars eiga þeir í höggi við Whisky-Jack sem er nú ekkert lamb að leika við frekar en aðrir í kringum hann. Leyndardómsfull gullnáma kemur við sögu og svo bjarga þeir auðvitað fallegu indíánastúlkunni. Sem sagt allt í hefðbundnum stíl og það góða sigrar að lokum.

Og furstinn þérar alla, háa sem lága, eins og hann er vanur. Þeir sem þurfa að kynna sér þéringar ættu að fletta upp í Basil fursta heftunum.

 

Í morgun var 7. heftinu af Basil fursta fagnað af Vitringunum í Vesturbúðinni á Eyrarbakka. Sérstakur gestur á Vitringafundi í morgun var Stefán Björnsson í Garðabæ sem var í morgun aðstoðarmaður Brynjars Indriðasonar sölumanns hjá Góu. Stefán er frá Fáskrúðsfirði en átti og rak Sælgætisgerðina Mónu í 23 ár. Hann var leystur út með 7. heftinu af Basil fursta og fagnaði hann Basil fursta nú. Stefán las allar bækurnar um Basil fursta á fyrri tíð.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, er hér að afhenda Stefáni Björnssyni   -Basil fursta- í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun.

 

Skráð af: Menningar-Staður