Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.03.2013 21:57

350 ár frá dauða Ragnheiðar Brynjólfsdóttir þann 23. mars 1663

Önfirðingurinn Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir  lést í Skálholti, 21 árs þann 23. mars 1663 eða fyrir réttum 350 árum

Við útför hennar var sálmur Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissa tíma (Allt eins og blómstrið eina) líklega fluttur í fyrsta sinn, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir síðan.

Faðir Ragnheiðar var Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti sem fæddur var að Holti í Önundarfirði. Hann var talinn lærðasti maður Evrópu á sinni tíð og bauðst staða rektors við Kaupmannahafnarháskóla sem hann þáði ekki og hélt heim til Íslands og trúlega tekið land á Eyrarbakka

Smella á lag Megasar

Ragnheiður Brynjólfsdóttir - Megas    (Ragnheiður Biskupsdóttir)

Ragnheiður biskupsdóttir brókar var með sótt
og beiddi þegar Daði mælti á latínu. 
Hann kenndi henni sitthvað til gamans og til gagns
og gjörðist snemma þaulkunnugur gatinu.

Í skammdeginu vildi hend að villtust bestu menn
og var oft fyrir kvenlíkami í rúminu. 
En milli draums og veru þeir vissu óglögg skil
og voru síst að pæla í þeim í húminu.

Og Ragnheiður hún fæddi einn dag hann Daðason,
menn dylgjuðu, menn bára hana út, menn hæddu hana. 
En hlýðið góðir drengir, það er hlálegt en þó satt, 
það var helvítið hann Brynjólfur sem sæddi hana.


-lag og texti: Megas.

 

 

Skálholtsdómkirkja Brynjólfs Sveinssonar.

 

 

Íslendingar eru með .Brynjólf Sveinsson handa á millum á þúsundkallinum.

 

 

Skálholtsdómkirkja. Hún er teikning Harðar Bjarnasonar.

 

Skráð af: Menningar-Staður