Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.03.2013 05:56

Tvær hljómsveitir úr Árborg í úrslitum músíktilrauna 2013

Tvær hljómsveitir úr Sveitarfélaginu Árborg hafa komist í úrslit músíktilrauna 2013 sem fara fram í dag, laugardaginn 23.mars kl.17:00 í Hörpu.

Hljómsveitirnar heita Glundroði sem salurinn valdi áfram á öðru undanúrslitakvöldinu og Aragrúi sem dómnefnd keppninnar valdi áfram.

Glundroða skipa þeir Alexander Freyr Olgeirsson, Anton Guðjónsson, Gunnar Guðni Harðarson, Hallgrímur Davíð Egilsson og Birkir Pétursson.

 Aragrúa skipa þau Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Tómas Smári Guðmundsson, Markús Harðarson, Hlynur Daði Rúnarsson og Margrét Rún Símonardóttir. Úrslitin fara fram eins og áður sagði á laugardaginn kl.17:00 í Hörpu en hægt er að kaupa miða á staðnum eða á miði.is. Úrslitunum verður einnig útvarpað á Rás 2. 

 

 

 

Birkir Pétursson í Glundroða á rætur á Stokkseyri.

 

 

 

 

Birkir Pétursson, eldri á Stokkseyri, var á dögunum í Menningar-Sellu sem Menningar-Staður hefur komið sér upp á Eyrarbakka. Sellu-fundir, og haldnir eru reglulega, eru nauðsynlegur grasrótarhluti í innihaldsríku mannlífs- og menningarstarfi. 

 

Af: www.arborg.is

 

Skráð af: Menningar-Staður.