Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.03.2013 06:57

Skaftfellingar í undanúrslitin Spurningakeppni átthagafélaganna

Átta liða úrslit í spurningakeppni átthagafélaganna fóru fram í fimmtudagskvöldið 21. m,ars sl. í Breiðfirðingabúð í Reykjavík. Skaftfellingar eru komnir í undanúrslitin en Árnesingar féllu úr leik.

Lið Árnesingafélagsins laut í lægra haldi fyrir öflugu liði Breiðfirðingafélagsins, 19-8, en Breiðfirðingar voru reyndar á heimavelli. Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli í Gaulverjabæjarhreppi kom nú inn í liðið í stað Sigmundar Stefánssonar.

Skaftfellingar náðu hins vegar að slá út Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann Árnesinga og félaga hans í liði Áttahagfélags Sléttuhrepps, 14-12, í spennandi viðureign.

Lið Dýrfirðinga og Norðfirðinga komust einnig í undanúrslit og munu eigast þar við en Skaftfellingar keppa þar við Breiðfirðinga. Undanúrslit verða 11. apríl.

 

 

 

Lið Skaftfellingafélagsins.

 

 

Lið Átthagafélags Sléttuhrepps með Ólaf Helga Kjartansson sýslumann á Selfossi í miðju.

 

 

Lið Dýrfirðingafélagsins með Torfa Sigurðsson á Selfossi lengst til vinstri.

 

 

Lið Árnesingafélagsins.

 

Af: www.sunnlenska.is

 

Hér skráð af: Menningar-Staður