Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.03.2013 19:37

25. mars 2013 - góuþrællinn

Góuþræll er nefndur síðasti dagur góu og var í gamansemi að ánafna hann þeim konum sem með einhverjum hætti þóttu hafa gert sig berar að lauslæti. 

Áður og fyrr höfðu menn illan bifur á góuþrælnum vegna veðurfars, einkum á Suðurlandi.  Annálar á 17. öld minnast oftsinnis á illviðri og mannskaða á góuþræl. 

Mjög slæmt þótti að góuþrællinn færi saman við boðunardag Maríu 25. mars enda orti Bólu-Hjálmar: 

Vottur er það varla góðs 
veðurátt mun kælin 
þá boðunarhátíð besta fljóðs 
ber á góuþrælinn.

 

Gríðarlegt blíðviðri var á Suðurlandi í dag á góuþrælnum og fóru nokkrir Eyrbekkingar í vorferð um Flóann.

Menninngar-Staður færði til myndar.

 

 

Við skógræktina í Timburhólum.

 

 

 

Minnisvarði um hjónin í Vorsabæ

 

 

 

Komið var við í Holti hjá Önnu Guðrúnu Bjarnardóttir t.h. sem tekið hefur Gróu Björnsdóttur frá Flateyri upp á arminn.

 

Í gestabókaina í Holti var skrifað í dag:

 

Góuþræll á góðum hvar

Gróu var að keyra.

Anna Guðrún okkur bar

ánægju og fleira.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður