naut alls, sem þjóðin hafði til,“
sagði skáldið Einar Benediktsson um Reykjavík. Allir landsmenn eiga hlutdeild í höfuðborginni hún er hjartastaður landsins, hefur upp á svo margt að bjóða sem getur bara verið þar í okkar litla landi. Alveg eins eiga höfuðborgarbúar sveitina með okkur, þar er margt svo yndislegt sem hvergi er annars staðar. Óvinir höfuðborgarinnar eru þeir sem alltaf eru að staglast á því að flugvöllurinn eigi að fara burt úr borginni, þar þurfi endilega að byggja blokkir.
Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er mikilvægur staður, honum fylgir mikið líf. Reykvíkingar geta á innan við klukkutíma flogið á fjarlæga staði í sínu landi. Á Ísafjörð, Akureyri, Egilsstaði, Hornafjörð og Vestmannaeyjar og gagnkvæmt, landsbyggðarmenn á sama tíma komist til Reykjavíkur. Svo er beint flug til höfuðborga Færeyja og Grænlands með vaxandi þjónustu hér á landi. Svo tala þessir áróðursmenn um Hólmsheiði sem flugvallarstað sem liggur í eitt hundrað og þrjátíu metra hæð utan borgarinnar, fjarri allri þjónustu. Flugmenn segja mér að Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni sé öryggisflugvöllur Íslands fyrir flugið í landinu öllu. Fari hann þaðan sé innanlandsflugið sem slíkt búið. Ekki hef ég vit á því en þeim treysti ég og veit að þeir eru að segja satt. Bara eitt: Hvað skyldi þokan og verri veðrátta vindur ofl. oft umlykja Hólmsheiðina, meðan Vatnsmýrin er yfirleitt alltaf fær í flugi?
Í þessum tveimur miklu áformuðu verkum liggja margir milljarðar sem hægt er að spara, peningar sem ekki eru til í dag. Flugvöllur allra landsmanna er á réttum stað í Vatnsmýrinni. Fangelsisbygging þarna upp frá er sóun á almannafé og undarleg þráhyggja. Enn er hægt að hætta við bæði þessi áform á þessum stað og peningunum er betur varið til að gera það sem gera þarf í brýnustu málum Landspítalans og heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Sparnaðinum ætti að verja til að endurnýja ónýt tæki og koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið hrynji í hausinn á okkur öllum með þeim fórnum sem því fylgja. Þarna stendur hnífurinn í kúnni, í dag. Þarna liggur okkar bráðasti vandi. Eitt besta heilbrigðiskerfi á Norðurlöndum sem var er nú að hruni komið. Íslenska heilbrigðiskerfið. Líf liggur við að endurreisa það.
Guðni Ágústsson - Höfundur er fyrrv. landbúnaðarráðherra - Morgunblaðið þriðjudagurinn 26. mars 2013
![]() |
Guðni Ágústsson við prédikun í Strandarkirkju fyrir nokkrum árum. -
Þegar Guðni Ágústsson talar - þá er hlustað.
![]() |
Litla-Hraun og Eyrarbakki. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
![]() |
Skráð af: Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is