Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.03.2013 04:45

120 ára afmælisfagnaður Kvenfélags Eyrarbakka - 24. apríl 2008

Kvenfélagið á Eyrarbakka fagnaði 120 ára afmæli sínu í dag  (24. apríl 2008)  sumardaginn fyrsta á glæsilegri afmælissamkomu að Stað á Eyrarbakka.

Félagið var stofnað hinn 25. apríl 1888 af 16 konum, að tilstuðlan stúkunnar Eyrarrósarinnar.

Félagið er elsta starfandi kvenfélagið á landsbyggðinni.

Formaður félagsins Eygerður Þórisdóttir setti samkomuna með hátíðarræðu.

Kvenfélaginu bárust gjafir:

Tvær gjafir sitt hvor að upphæð kr. 100.000 frá einstaklingum á Eyrarbakka, kr 50.000 frá Sveitarfélaginu Árborg sem bæjarstjórinn, Ragnheiður Hergeirsdóttir færði félaginu og síðan kr. 20.000 frá rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi sem Kjartan Björnsson rakari, færði félaginu með ágætri ræðu og var hann eini karlmaðurinn sem tók til máls.

Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði og kaffi og meðlæti að gömlum sið.

 

Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi og www.eyjafrettir.is í Vestmanneyjum greindu frá á sínum tíma.

 

Myndasafn frá afmælishófinu er komið í

Myndaalbúm hér á Menningar-Stað

Smella á: Kvenfélag Eyrarbakka 120 ára - apríl 2008

 

Menningar-Staður var í Félagsheimilinu Stað

í apríl 2008 og færði til myndar.

 

Skráð af: Menningar-Staður