Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.03.2013 21:10

Ferðamanna-afdrep og staður fyrir gesti og gangandi

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, mun kl. 8:00 í fyrramálið - skírdagsmorgun- opna  ferðamanna-afdrep,  sem og stað fyrir gesti og gangandi í forsalnum þar.

Þar verður sýning á gömlum myndum frá Eyrarbakka. Upplýsingar fyrir ferðamenn og opið verður inn á snyrtingar. Þá verður heitt kaffi á könnunni fyrir þá sem vilja. 

Fjöldi ferðamanna kemur til Eyrarbakka á hverjum degi og er áberandi rúturnar sem koma fyrripart daga og ætti þetta ferðamanna-afdrep að stuðla að lengri dvöl þeirra á Bakkanum.

 

Siggeir Ingólfsson var í kvöld í óða önn að setja upp myndirnar og ganga frá málum fyrir opnunina í fyrramálið kl. 8:00

 

Gestir og gangandi voru þegar komnir á staðinn og var Guðný Ósk Vilmundardóttir á Stokkseyri ein þeirra.

 

 

Siggeir Ingólfsson og Guðný Ósk Vilmundardóttir.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður