Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.04.2013 05:57

Margir erlendir ríkisborgarar í gæsluvarðhaldi

Sífellt fleiri erlendir ríkisborgarar sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi. Þann 26. mars sl. sátu 26 einstaklingar í gæsluvarðhaldi og þar af voru tólf erlendir ríkisborgarar frá Afganistan, Litháen, Nígeríu, Póllandi, Spáni og Þýskalandi.

„Fjölgunin kemur til vegna meiri vinnu lögreglu og opnari landamæra,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Fyrir rúmum áratug höfðum við nánast enga útlendinga í fangelsunum.“

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að á árunum 2000 til 2004 sátu að meðaltali þrír erlendir ríkisborgarar í gæsluvarðhaldi dag hvern og því er ljóst að töluverð fjölgun hefur verið síðastliðin ár.

 

Morgunblaðið greinir frá þriðjudaginn 2. apríl 2013.

 

 

Páll Winkel.

 

 

Páll Winkel með starfsmönnum á Litla-Hrauni 17. mars 2008.

 

 

 

 

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

 

Skráð af: Menningar-Staður