Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.04.2013 21:52

Fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka. F.v.: Hús - 2 byggt 1929, Hús - 3 byggt 1972 og Hús 4 byggt 1995.

 

Fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka

 

Í ljósi fréttar á vef Innanríkisráðuneytisins vegna skóflustungu, þann 4. apríl 2013, að nýju fangelsi á Hólmsheiði er hér að nokkru gerð grein fyrir Fangelsinu að Litla-Hrauni og byggingum þar. Ætla má á fréttinni að ekkert hafi verið byggt þar síðan 1929 en því fer fjarri.

 

Fangelsið Litla-Hrauni

Litla-Hraun

Fangelsið Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka

Sími: 480-9000 / Fax: 480-9001

Netfang: Litla.Hraun@tmd.is

Fangelsið Litla-HrauniFangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og er gæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsi. Starfsemi fangelsisins fer fram í 9 byggingum, sem einfaldlega nefnast Hús 1, Hús 2 o. s.frv.

 

Sjá myndir af húsakosti Fangelsisins Litla-Hrauni.

 

Hús 1 var tekið í notkun 1980 sem einangrunardeild og frá 1996 er það einnig notað fyrir gæsluvarðhald. Hús 2, sem er fyrsta byggingin á staðnum var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins í hinum íslenska burstabæjarstíl og átti upphaflega að vera sjúkrahús en það koma ekki til þess. Í Húsi 2 er aðstaða lækna og hjúkrunarfræðinga og þar er jafnframt heimsóknardeild með 12 herbergjum. Hús 3 var tekið í notkun árið 1972 með 22 klefum og endurnýjað á árinu 1999. Hús 4 var tekið í notkun árið 1995. Þar eru 5 álmur með 11 klefum hver. Í öðrum byggingum eru skrifstofur, verkstæði og önnur starfsemi. Til afþreyingar er í fangelsinu líkamsræktaraðstaða, bókasafn, fönduraðstaða og billiardborð. Á lóð eru fótboltavöllur, göngubraut og körfuboltaaðstaða.

 

Starfsmenn: Fastir starfsmenn fangelsisins eru 55. Vaktir ganga 30 fangaverðir, 16 fangaverðir sjá um verkstjórn, heimsókn, eftirlit, vöru- og fangaflutninga. Á skrifstofu fangelsisins starfa auk forstöðumanns, Margrétar Frímannsdóttur, 4 deildarstjórar og 1 fulltrúi.

 

Vinna fanga: Helstu verkefni eru vörubrettasmíði, hellusteypa, þrif, þvottahús, skrúfbútaframleiðsla, skjalaöskjuframleiðsla, bílnúmera- og skiltagerð, samsetning í járn- og trésmíði og bón og þvottur bíla. Nánari upplýsingar og myndir af framleiðsluvörum.

 

Nám: Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur umsjón með skólahaldi fanga í fangelsinu, námsframboð er sambærilegt við það sem tíðkast í fjölbrautaskólum.

 

Af: http://www.fangelsi.is/fangelsi-rikisins/fangelsid-litla-hrauni/

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður.