Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.04.2013 23:16

Málefni Byggðasafns Árnesinga rædd á fundi Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar

3. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 13. mars 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15. 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Þorsteinn Magnússon, varamaður, D-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi. 

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. 

 

4. mál:

4.

1303043 – Málefni Byggðasafns Árnesinga

 

Lýður Pálsson, safnstjóri, kom inn á fundinn til að fara fyrir málefni Byggðasafns Árnesinga. Lýður greinir frá því starfsárið 2012 og minnist á sýningu um skipasmíðar í Sjóminjasafninu og sunnlenska ólympíufara sem var í Húsinu. Taldi hann að vegna fjölda sýninga hafi því miður ekki verið hægt að sinna skráningu og rannsóknarstörfum sem er miður og má rekja deilur innan stjórnar til þessa þáttar. 

Lýður fer yfir að sjóminjasafnið sé í eigu Sveitarfélagsins Árborgar en Byggðasafn Árnesinga sjái um daglegan rekstur samkvæmt samningi. Húsin séu þó komin til ára sinna og það þurfi að leggja í ákveðið viðhald á þeim sem fyrst en hætta er á að þau skemmist ef ekkert er gert, fyrir utan hvað ljótt sé fyrir gesti að sjá Sjóminjasafnið svona ryðgað. Lýður tekur fram að hann hafi bent starfsmönnum og kjörnum fulltrúum á þetta og vonar að hægt verði að koma viðhaldinu í farveg sem fyrst. Byggðasafnið keypti hús sem nefnist Kirkjubær á Eyrarbakka og er stefnan að gera það klárt til sýningar á þessu ári. Starfsárið 2013 lítur annars vel út og hafa margir hópar komið á safnið í vetur, talsverð aukning frá síðustu árum. Skráningarátak er í gangi núna á safninu og uppsetning sýninga í fullum gangi. Sýningar á þessu ári eru t.a.m. „Ljósmóðir“  og „Handritin heim“ í Húsinu en þær opna 9. og 10.maí nk. á Vori í Árborg. Annað verkefni sem safnið kemur að sem fagaðili er t.d. stofnun Fischersseturs.  

 

 

Á Eyrarbakka og séð að Húsinu.

 

Skráð af: Menningar-Staður