Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.04.2013 05:47

Berlínarpistill Eyrbekkings: - "Ólympíuleikvangurinn"

Ólympíuleikarnir voru haldnir í Berlín 1936. Þjóðverjum var úthlutað leikunum 1931, tveimur árum áður en nasistar komust til valda. Stjórnarfarið vakti ugg hjá alþjóðaólympíunefndinni, en nefndin tók loforð af nasistastjórninni um að halda sig á mottunni yfir leikana. Nasistar notuðu ólympíuleikana í áróðursskyni til að sýna hvað í þriðja ríkinu byggi. Fengu til þess m.a. færustu kvikmyndagerðarkonu landsins, Leni Riefenstahl, og úr varð einhver áhrifamesta hálfleikna heimildamynd sögunnar, Olympia.
Leikvangurinn varð eitt af flaggskipum þriðja ríkisins, hannaður af Werner March, undir stjórn Albert Speer aðalarkitekt nasista. Werner March var sonur Otto March, sem reist hafði reiðvöll á sama stað og hafið undirbúning við gerð leikvangs fyrir ólympíuleikana sem áttu að fara fram í Berlín 1916. Þeim leikum var aflýst vegna stríðsins. Þjóðverjum var svo meinaður aðgangur að leikunum 1920 og 1924. En var úthlutað leikunum aftur 1931, þá talin civilíseruð þjóð á ný.
Hitler setti leikana í byrjun ágúst 1936 fyrir framan 100.000 áhorfendur og þátttakendur. Enginn Gyðingur fékk að keppa fyrir hönd Þýskalands. Jessie Owens sló í gegn fyrir hönd Bandaríkjamanna. Hann vann fern gullverðlaun, m.a. Þjóðverjann, Aríann, Luz Long í langstökki. Hilter varð víst brjálaður.

Um daginn skoðaði ég allan leikvanginn og svæðið í kring, gríðarlega mikið svæði. Fór meðal annars uppí Klukkuturninn svokallaða, þaðan sem er svakalegt útsýni yfir borgina.
Í fyrra sumar synti ég reglulega í ólympíulauginni, sem er í upprunalegri mynd. Sundlaugin er opin almenningi frá miðjum maí fram í september, eða þegar vatnið er nógu “heitt” til að geta synt í því. Mér sýnist enn vera töluvert í það. En ég mun synda þar um leið og veður leyfir.

Það er sannarlega þess virði að nota dag í að skoða þetta mannvirki og sögu leikanna. Mæli með að leigja audioguide-inn, gefur enn sterkari upplifun. Heimasíða leikvangsins er hér

 

olympia20

 

olympia4

Leikvangurinn er heimavöllur Hertha Berlin. Heimsmeistaramótið í fótbolta var haldið þarna árið 2006. Fyrir það mót var glerþakið sett ofan á leikvanginn.

olympia6

 

olympia9

 

olympia12

 

olympia13

 

olympia7

 

olympia14

 

Waldbühne þykir víst fallegasta tónleikasviðið í borginni og þótt víðar væri leitað. Þarna mun til dæmis Fílharmoníusveit Berlínar undir stjórn Simon Rattle spila í sumar. Og Neil Young!

 

olympia3

 

olympia8

Áður en leikvangurinn var reistur var svæðið stór keppnis reiðvöllur. Hestaíþróttir setja mikinn svip á svæðið í kring.

 

Júlía Björnsdóttir frá Eyrarbakka og býr í Berlín.

 

Skráð af: Menningar-Staður