Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.04.2013 05:56

Hugleiðsla og listsköpun á Eyrarbakka

Freyjudagur við hafið

Vorinu verður fagnað með Freyjudegi fyrir konur á öllum aldri á Eyrarbakka á morgun, laugardaginn 13. apríl.

Lögð verður áhersla á að ná í kvenkraftana hið innra og í boði verður hugleiðsla, jóga, trancendans, gönguferð og hugleiðsla á ströndinni, listsköpun, hollur hádegisverður og eftirmiðdagskaffi/te og með því.

Freyjudagurinn hefst kl. 10 og stendur til kl. 17 og gefst hér tilvalið tækifæri fyrir mæðgur að eiga notalegan og endurnærandi dag saman.

Það eru mæðgurnar Unnur og Arndís sem standa að deginum en Unnur er m.a. jógakennari, blómadropaþerapisti og spákona en Arndís Sveina listakona, nuddari, heilari og trancendanskennari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 696-5867 eða á uni@uni.is.

 

 

Mæðgur Arndís og Unnur.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 12. apríl 2013

 

Skráð af: Menningar-Staður