Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.04.2013 15:50

Gönguhópur Íslandsbanka setti met á Eyrarbakka

Rúmlega hundrað manns tóku þátt í göngu sem Gönguhópur Íslandsbanka stóð fyrir í dag við Ströndina og hefur aldrei verið svo góð þátttaka í gönguferðum bankans.

Gengið var í tveimur hópum vegna hins mikla fjölda; frá Stokkseyrarkirkju vestur þorpið,  nýja göngustíginn og yfir nýju göngubrúnna á Hraunsá, um Hraunshverfið, frá Stóra-Hrauni um gömlu upphlöðnu þjóðleiðina, um Flatirnar og gegnum Eyrarbakkaþorp til vesturs að veitingahúsinu Rauða húsinu þar sem allir borðuðu súpu.

Það var útibú Íslandsbanka á Selfossi sem hafði frumkvæði um gönguna hjá bankanum en Félagsheimilið Staður,  Menningar-Staður á Eyrarbakka sá um undirbúning og framkvæmd.  Göngustjóri var Siggeir Ingólfsson og honum til aðstoðar var Björn Ingi Bjarnason.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

Við Hraunsá og séð til austurs.

 

 

Við Hraunsá og séð til strandar og hafs.

 

 

Við Hraunsá og séð til vesturs.

 

 

Framan við Einarshús á Eyrarbakka.

 

 

Framan við Laugabúð á Eyrarbakka.

 

 

Framan við Garðhús á Eyrarbakka.

 

 

Tvísetið var í Rauða húsinu.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður