Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.04.2013 05:38

Skoðunarferðir um nátúruperlur þorpanna við suðurströndina

Eyrarbakki hefur löngum verið vinsælt þorp fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem fara í skoðunarferð meðfram Atlantshafsströndinni þar sem svört fjaran og sjórinn laðar til sín fólk eins og segull. Gömlu kotin í Skúmsstaðahverfi frá seinni hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu eru óendanlegt sögu- og myndefni fyrir ferðamanninn og kvikmyndagerðarfólk og ekki má gleyma Húsinu, elsta timburhúsi landsins eða Eyrarbakkakirkju.

Til þess að leiðbeina ferðamönnum um Eyrarbakka, Stokkseyri og nærliggjandi svæði hefur Siggeir Ingólfsson opnað ferðamiðstöð í Stað, félagsheimili Bakkans, þar sem fást upplýsingar, ferðabæklingar og sögulegar leiðbeiningar um „Stokkseyrarbakka“. Siggeir þekkir sögu svæðisins út í hörgul og leiðist aldrei að segja fólki skemmtilega frá því athyglisverðasta.

Félagsheimilið á Bakkanum er mjög vel staðsett til að taka á móti fólki í stórum sem smáum hópum. Vegna góðra staðsetningar Staðs við gamla sjógarðin og á hlaði gömlu verslunnarinnar, sem þjónaði öllu Suðurlandi fyrr á tímum, stefnir Siggeir að gera aðgengi fyrir alla upp á sjógarðinn þar sem horfa má út yfir víðfemt, fagurt og endalaust Atlantshafið, en öldur þess brotna í fjörunni með miklum og þungum nið.  Í ferðamiðstöðinni hanga upp mjög gamlar ljósmyndir úr daglegu lífi liðinna tíma og þar er einnig salernisaðstaða fyrir gesti og gangandi.

 

Siggeir, sem hefur mikla reynslu í að leiðsegja ferðamönnum um hið sögufræga strandsvæði, ætlar í sumar að bjóða upp á þrjár mismunandi skoðunarferðir.

Fyrst má nefna gönguferð um þorpið sem liggur um vesturbakkann frá Vesturbúð að Húsinu, byggðasafni Árnesinga og þaðan austur eftir sjógarðinum að gamla slippsvæðinu og loks niður í Gjárhverfi en ferðin sem tekur um 20 mínútur og lýkur við Vesturbúð.

Önnur gönguferð sem verður í boði frá Vesturbúð er nánast eins og sú fyrri nema hvað hún tekur 45 mínútur og enn meiri saga og fróðleikur fylgja með.

Þriðja ferðin verður klukkustundarlöng ökuferð með rútu sem ekur í gegnum þorpið austur í Hraunshverfi og til Stokkseyrar og þaðan að gamla Baugsstaðarjómabúinu. Siggeir þekkir þarna hverja þúfu og er með söguna á tæru. Þessar ferðir eru fyrir alla fjölskylduna, vinnustaðahópa og alla þá sem hafa gaman af að kynna sér sögu svæðisins og skoða þessar náttúruperlur þorpanana við hið mikla haf.

 

 

Frekari upplýsingar veitir: Siggeir Ingólfsson á Stað

í síma:  898-4240  eða:  siggeiri@simnet.is

 

 

Siggeir Ingólfsson, stðarhaldarií félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka - Menningar-Staður

 

Skráð af: Menningar-Staður