Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.04.2013 07:16

Vor í Árborg 2013

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2013″ verður haldin 9. – 12. maí nk.

Skipulag er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna. 

Fjölskylduleikurinn, „Gaman- saman sem fjölskylda”– verður áfram hluti af hátíðarhöldunum. Sértakt vegabréf verður gefið út með dagskrá hátíðarinnar sem stimplað verður í eftir þátttöku í atburðum og heimsóknum á viðburði. Vegabréfinu er síðan skilað inn eftir hátíðina og eiga þátttakendur möguleika á veglegum vinningum. 

Áhugasamir hafi samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa, netfang bragi@arborg.is eða í síma 480-1900.

Með von um góðar undirtektir

Af: www.arborg.is

 

Hér má sjá myndir frá opnun málverkasýningar í Húsinu á Eyrarbakka á Vori í Árborg 2006

 

 

F.v.:  Áslaug Harðardóttir, Jón Hákon Magnússon, Þórunn Vilbergsdóttir og Óskar Magnússon.

 

 

F.v.:  Áslaug Harðardóttir, Jón Hákon Magnússon, Hinrik Ólafsson og Sigurður Pálsson.

 

 

Stefán Þorleifsson.

 

 

Lýður Pálsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður