Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.04.2013 20:04

16. apríl - afmælisdagur Margrétar Þórhildar Danadrottningar

image

Í dag þann 16. apríl, fagnar Margrét Þórhildur Danadrottning 73 ára afmæli sínu.

Mynd þessi er tekin við brottför þeirra Henriks prins frá Reykjavíkurhöfn eftir opinbera heimsókn á Íslandi árið 1973.

“Nokkrum dögum eftir að Þjóðverjar réðust inn i Danmörku, fæddist eldri dóttirin í Amalíuborg. Faðir hennar hélt henni sjálfur undir skírn og heitir hún Margrét að aðalnafni en auk þess margt annað, og þar á meðal Þórhildur. En dags daglega er hún bara kölluð Daisy, þvi að Margrétarnafnið þykir of þunglamalegt nema við hátíðleg tækifæri. Það er ekki útilokað að hún verði einhverntíma ný Danadrottning, en hinu eru minni horfur á að hún verði drottning Noregs og Svíþjóðar líka, eins og Margrét gamla Valdimarsdóttir á 14. öld.”

                                                                       —Fálkinn, 19. Apríl, 1946

Ljósmynd:  Bjarnleifur Bjarnleifsson

 

Ljósmynd vikunnar

Hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.  

Í Ljósmyndasafni Reykjavikur eru meira en fimm milljón myndir úr sögu borgarinnar. 
Á hverjum þriðjudegi, stundum oftar, birtum við eina þeirra hér.

 

 

MARGRÉT Þórhildur Danadrottning og fylgdarlið hennar heimsóttu Eyrarbakka 15. maí 19878 eftir dagskrá heimsóknar hennar í Reykjavík.

Skoðuðu þau Eyrarbakkakirkju og sátu kvöldverðarboð forsætisráðherra í Húsinu á Eyrarbakka.

Í Eyrarbakkakirkju er altaristafla sem Lovísa, langalangamma drottningar, málaði árið 1891 og var sett upp í kirkjunni nokkru eftir vígslu hennar sem fram fór í desember 1890. Séra Jón Björnsson, sem var prestur í Stokkseyrarprestakalli 1875 til 1892, var mikill áhugamaður um byggingu kirkjunnar og fór til Kaupmannahafnar vegna undirbúnings hennar. Þar hitti hann Lefolii kaupmann sem kom honum á fund Kristjáns konungs 9. og leiddi það til þess að Lovísa gaf kirkjunni umrædda altaristöflu en hún málaði að minnsta kosti þrjár aðrar altaristöflur sem eru í dönskum kirkjum.

 

 

Í Eyrarbakkakirkju.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður