Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.04.2013 06:32

Skáldsöguferð í Berlín á slóðir Jójó og Fyrir Lísu eftir Steinunni Sigurðardóttur

Sögumenn: Steinunn Sigurðardóttir og Júlía Björnsdóttir

 

Gönguferð um hið heillandi fjöruga Kreuzberg hverfi í Berlín á söguslóðir skáldsagnanna Jójó og Fyrir Lísu eftir Steinunni Sigurðardóttur. 


Við göngum um vænt stykki úr Kreuzberg í Berlín, sem er heimavöllur söguhetjunnar Martins Montags geislalæknis. Berlín og Kreuzberg hverfið er einnig heimavöllur Steinunnar Sigurðardóttur og var höfundi mikil uppspretta við skrif skáldsagnanna. Í göngutúrnum veita Steinunn og Júlía vonandi þessari uppsprettu áfram til göngumanna. 

Fyrir Lísu kom út fyrir síðustu jól og er sjálfstætt framhald af Jójó sem kom út hjá Bjarti árið 2011. Bóksalar völdu Jójó bók ársins, hún hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og einróma lof gagnrýnenda. 
Jójó kemur út á þýsku síðar á árinu. 

Sögumenn: Steinunn Sigurðardóttir og Júlía Björnsdóttir

Sunnudaginn 21.apríl

Mæting kl. 12.00 á Südstern U-bahn (U7)

Göngu lýkur ca. kl.16.00 í grennd við U-Bahn Prinzenstraße. 
Einnig hægt að fara úr göngunni ca. kl.15.00 á U Bahn Mehringdamm eða Gneisenau.

Kaffistopp á fjörugum stað í Kreuzberg (ekki innifalið í verði). 

Verð: 15 € 
5 € gegn framvísun stúdentaskírteinis

Ath. að ekki þarf að hafa lesið Jójó eða Fyrir Lísu til að hafa gaman af göngunni. 

Ef hægt er að koma því við, þá tilkynnið gjarnan þátttöku hér: 

juliabjorns@gmail.com

 

Júlía Björnsdóttir Eyrbekkingur í Berlín

 

Steinunn Sigurðardóttir leiðir fólk um söguslóðir bókanna sinna í Berlín í vor. Ljósm.:: Þórir Ingvarsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður