Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.04.2013 05:59

Frumkvöðlafundur um ferðaþjónustu í Árborg haldinn á Hótel Selfoss

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands stóð fyrir frumkvöðlafundi á Hótel Selfoss í dag, miðvikudaginn 17.apríl undir yfirskriftinni „ERT ÞÚ FRUMKVÖÐULL?“. 

Markmið fundarins var að kynna tækifæri fyrir einstaklingum sem hafa áhuga á að koma á fót smáfyrirtæki í tengslum við ferðaþjónustu á svæðinu. Vöntun er á afþreyingu eins og gönguferðum með leiðsögn, hjólaferðum eða leigu, styttri ferðum á þær náttúruperlur sem eru í sveitarfélaginu eða eitthvað tengt íslenska hestinum fyrir gesti á Árborgarsvæðinu.

Mjög ánægjulegt var að sjá hversu margir sýndu fundinum áhuga en greinilega eru til einstaklingar á svæðinu sem langar til að koma á fót afþreyingu fyrir ferðamenn íslenska sem erlenda. Þeir sem ekki komust á fundinn en hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu og fjölgun afþreyingarmöguleika á Árborgarsvæðinu eru hvattir til að hafa samband við Braga Bjarnason menningar- og frístundafulltrúa í tölvupósti á bragi@arborg.is en stefnt er á vinnufund með áhugasömum strax í næstu viku.

Fyrirlesarar á fundinum í dag voru Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, Hannes Ottósson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Andrés Úlfarsson frá Iceland Activites í Hveragerði. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi stýrði fundinum og umræðum á eftir.

 

Kjartan opnar fundinn

Frá fundinum á Hótel Selfossi.

 

 

Rúmlega 100 manns voru í sögu- og heilsugöngu á helginni milli Stokkseyrar og Eyrarbakka sem skipulögð var af Menningar-Stað.

 

 

Af: www.arborg.is

 

Hér skráð af: Menningar-Staður